Tíminn - 15.06.1983, Side 6
■ í Bandaríkjunum eru
leikarar í vinsælum sjón-
varpsþáttum fljótir að
ávinna sér frægð. Einn
siíkur þáttur ber nafnið
CHIP og þar er nýkomin
á skjáinn kappaksturs-
hetja mikil, sem nú hefur
á stuttum tíma aflað sér
slíkra vinsælda, að hann
fær um 2000 aðdáenda-
bréf á viku. Myndir af
honum prýða veggi í her-
bergjum aðdáenda hans,
en það eru ekki síður
piltar sem dá hann fyrir
kappakstursafrekin en
ungu stúlkurnar, sem eru
hrifnar af honum sem
leikara og hvað hann er
karlmannlegur og
„sætur“.
- Þegar ég hef heilan vinnu-
dag verið að eltast við „sjón-
varpsbófa" á öllum mögu-
legum farartækjum þá er gott
að koma heim í kyrrð og næði
í nýja húsið mitt við sjóinn,
sem ég er að keppast við að
innrétta eftir mínu höfði, segir
Bruce.
Húsið er stórt, en Bruce býr
þar einn. Hann segist reyna að
fá á húsið svipaðan svip og á
skipi, því að það sé við hæfí
þarna við sjávarsíðuna.
- Eg er ómögulegur kokkur,
segir Bruce, cn reyni þegar ég
borða heima að búa mér til
grænmetissalat og grilla ham-
borgara, það er eiginlega það
eina sem ég kann að búa til.
Bruce segist ekki ætla sér að
verða áfram einbúi í lífinu, en
■ Bíllinn hans Bruce er svartur BMW ‘82, sem er sérsmíðaður
af kappaksturs-sérfræðingi, en auk þess á hann tvo aðra bíla og
13 mótorhjól, sem eru geymd bæði í Bandaríkjunum og Evrópu,
svo hann geti gripið til þeirra ef hann er á ferðinni!
á þessum miklu annatímum,
meðan hann sé að vinna sig
upp, þá sé ekki tími til að
hugsa mikið um annað en vinn-
una, a.m.k. gangi hún fyrir
öllu þessa dagana.
- Eg fer þó nokkuð út að
skemmta mér og á vinkonur,
og mín besta vinkona nú er
hún Melissa Gilbert (úr Húsinu
á Sléttunni), en við erum hvor-
ugt nokkuð að hugsa um að
binda okkur eins og er. - Við
sjáum bara til, tíminn leiðir
það í Ijós hversu mikil alvara er
í sambandi okkar. Eins og er
skemmtum við okkur vel og
erum ánægð með lífíð.
■Nú vantar glerskápa undir alla verðlaunagripina, sem Bruce
hefur unnið til fyrir kappakstur á sl. 10 árum. Hér er hann með
yfír 300 bikara og verðlaunaskildi, en hann á annað safn heima
hjá fjölskyldunni í Newport Beach.
BRUCE PENHALL, KAPP-
AKSTURSHETJA ER AÐ VINNA
SÉR FRÆGÐ SEM LEIKARI
vidtal dagsins
Mohammad A. Assil frá
AfranÍQtan1
MEÐAN QNN S0VÉSKUR HERMAÐ-
UREREFflRÁAFGANSKRIGRUND
HÖLDUM VID ÁFRAM AD BERIAST
■ „Fráfall Leonids Bréznévs
og skipun Yuri Andropovs, sem
æðsta manns Sovétríkjanna hefur
engu breytt um stríðsrekstur So-
vétmanna í Afganistan. Stríðið
lieldur áfram af engu minni
hörku en fyrr,“ sagði Moham-
mad A. Assil frá Afganistan í
samtali við blaðamann Tímans í
gær, en Assil er staddur hér á
landi um þcssar mundir í boði
Vöku, félags lýðræðisinnaðra
stúdenta.
Mohammad A. Assil gegndi
starfi yfirforingja lögreglunnar í
Kabúl, höfuðborg Afganistan
fyrir valdatöku sovésku lepp-
stjórnarinnar, en eftir hana var
hann handtekinn og hafður í
stofufangelsi um langa hríð.
Eftir að hafa verið látinn laus tók-
hann á ný við starfi háskóla-
kennara við lögfræðideild há-
skólans í Kabúl, en þar hafði
hann kennt refsirétt og afbrota-
fræði samhliða störfum sínum í
lögreglunni. Jafnframt gerðist
hann trúnaðarmaður afgönsku
andspyrnuhreyfingarinnar innan
lögreglunnar og býr því yfir ein-
stæðri vitneskju um framferði
herstjórnarinnar og KGB , sem
hafa tekið þúsundir manna til
fanga, pyndað og myrt.
í september s.l. haust var
Assil fararstjóri fyrir 4000 Af-
gönum í pílagrímsferð til
Mekka, hinnar heilögu borgar
Múslima og ákvað þá ásamt 1500
öðrum löndum sínum að snúa
ekki til baka, heldur halda til
Pakistan. Hann er nú öryggis-
ráðunautur andspyrnuhreyfing-
arinnar jafnframt því sem hann
hefur að undanförnu ferðast um
vesturlönd og talað máli afgön-
sku andspyrnuhreyfingarinnar.
Hann var eitt höfuðvitnið í Osló
réttarhöldunum um Afganistan
sem nýverið voru haldin.
Aðspurður um núverandi
ástand mála í Afganistan sagði
■ Mohammad A. Assil
Tímamynd Róbert
L