Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 6
Mitt áhugamál að gera myndir um íslenskt efni fyrir íslendinga — rælt við Þráin Bertels- son leikstjóra um kvikmyndina Nýtt líf sem verður frumsýnd í lok mánaðarins ■ Nú líður að því að ný íslensk kviknivnd, Nýtt líf, líti dagsins Ijós. „Alheimsfrumsýningin verður í Vest- mannaeyjakaupstað þann 29. septem- ber, en daginn eftir verður myndin frumsýnd í höfuðborginni,“ sagði leik- stjórinn, Þráinn Bertelsson í spjalli við blaðið á dögunum. Já, söguhetjur myndarinnar ráða sig á bát og við fengum að fara í róður með bát úr Eyjum og áhöfnin leikur áhöfn bátsins við veiðarnar nema hvað Sveinn lék skipstjórann eins og áður sagði.“ Þessi mynd er væntanlega gamanmynd eða hvað? „Ég vona það að menn skemmti sér við að horfa á hana. Það hlýtur að vera Þráinn Bertelsson. Plakatið sem hann stendur við er gert af Brian Pilkington. Tímamynd GE Karf Agust uifsson ierteísson v ArÍ KristlVtsson Aðalpersónurnar í myndinni eru Dan- íel Ólafsson matsveinn og Þór Magnús- son þjónn, sem missa skyndilega atvinnu sína á Hótel Sögu og ákveða að byrja nýtt líf í Vestmannaeyjum. Þeir ráða sig í vinnu hjá Lunda verkstjóra, segjast vera vanir menn og lenda í góðum bónus þegar í upphafi myndarinnar. Það er sem sagt hávertíð í Eyjum og í lok hennar ráða þeir sig á netabát og eiga þá upphefð því að þakka að Ási skipstjóri hefur trú á að þjónninn Þór sé draum- spakari en aðrir menn og geti vísað á fisk og þar með forðað bátnum frá að verða neðstur á vertíðinni. Margt mektarfólk kemur við sögu í myndinni og má þar nefna Sigurð mæ- jones, sem er fyrrverandi matsveinn, en varð að hrökklast úr því starfi eftir að hafa borið eitrað mæjones á borð fyrir þjóðhöfðingja Norðurlanda og fleira stórmenniervoru í opinberri heimsókn. „Við byrjuðum tökur úti í Eyjum 21. mars í fyrra, og lukum tökum í Reykja- vík fyrstu viku í maí,“ sagði Þráinn. Þetta er venjulcg leikin mynd og af venjulegri lengd. Þeir félagar Þór og Daníel eru leiknir af Þeim Eggert Þor- leifssyni og Karli Ágúst Úlfssyni, Eggert er þekktur úr myndinni Með allt á hreinu, þar sem hann lék Dúdda rótara, en þetta er fyrsta kvikmyndin sem Karl fer með stórt hlutverk í en þau eiga áreiðanlega eftir að verða fleiri. Aðrir leikendur eru svo heimamenn í Vest- mannaeyjum, sumir fara með allstór hlutverk." Nú cr myndin tekin á háannatímanum á vetrarvertíðinni í Eyjum, er þá sviðið raunverulegir vinnustaðir þar sem allt er í fullum gangi? „Já við komurn stormandi inn á vinnustaði og fórum að kvikmynda og fólkið vann og lék jöfnum höndum. Þeim í Eyjum er nú fleira til lista lagt en að flaka þorsk. Ég fór út í Eyjar þegar handritið var að komast á lokastig og kynnti mér málin. Ég hafði reyndar verið í Eyjum fyrir heilum 18 árum svo að ég hafði dálítið af minningum til að moða úr. Síðan þegar allt var að verða tilbúið fyrir tökur fór ég aftur til að velja í hlutverk. Það eru margir ágætir Vestntannaeying- ar sem fara þarna með hlutverk og sumir stór, eins og Runólfur Dagbjartsson, kallaður Dúddi múr af því að hann er múrari, sent leikur Víglund eða Lunda verkstjóra og Ási skipstjóri sem leikinn er af Sveini Tómassyni fyrrverandi for- seta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Sá sem leikur húsvörðinn í verbúðinni, gegnir hins vegar því starfi í raunveru- leikanum og kann því á öllu skil. Frí- mann Lúðvíksson heitir hann. ■ „Já, sjúmennskan er ekkert grín.“ Daníel matsveinn, (Karl Ágúst Úlfsson), kastar upp blönduðum sjávarréttum í haflð. ■ Komnirtil Eyjaognýtt lífframundan. Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson dauður maður sem ekki fer með ein- hverjar spaugilegar minningar í poka- horninu frá vertíð í Vestmannaeyjum og ég vona að myndin komi því til skila. Margt af því sem gerist í myndinni á sér fyrirmynd úr raunveruleikanum og það er nú raunar svo að hann er yfirleitt miklu lygilegri en það sem maður er að reyna að dikta upp.“ Það er víst siður að spyrja kvikmynda- gerðarmenn hérlendis um fjárhaginn, verður myndin ekki ódýrari í gerð vegna þess að hún er á þennan hátt, miðað við mynd af svipaðri lengd sem gerð hefði verið í stúdíói? „Já, þú segir nokkuð. Eftir á að hyggja hefði það sjálfsagt verið ódýrast fyrir okkur að fá gott lán úr ríkissjóði og byggja eins og eitt frystihús og nota það sem stúdíó. Við vorum með lágmarksáhöfn ef svo má segja, það kemur m.a. til af aðstæð- unum. Það er betra að hafa færri, en vera þá með fólk sem kann því betur til verka. En þrátt fyrir það þá fer auðvitað mikill tími og mikið af filmum í súginn þegar myndir eru gerðar á þenna hátt. Annars er kostnaðurinn við myndina innan við það sem ég vildi kalla raunsæ- ismörk þegar íslenskar kvikmyndir eru annars vegar. Hún mun bera sig ef 40 þúsund manns eða þar um bil sjá hana. Ég geri mér engar gyllivonir um það að hún slái í gegn á alþjóðamarkaði og hef heldur engan sérstakan metnað í þá átt. Þessi alþjóðamarkaður hefur enga úrslitaþýðingu fyrir íslenska kvikmynda- gerð. Reynslan af myndinni um Jón Odd og Jón Bjarna, sem ég leikstýrði á sínum tíma er gott dæmi um það. Hún hefur verið sýnd mjög víða, á Norðurlöndun- um, í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og Kanada, en féð sem inn hefur komið fyrir þetta hefur gert lítið betur en að fara upp í sýningarkostnað. Ég sé það því alls ekki sem lausn fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann að stíla inn á erlendan markað. íslenski markaðurinn skapar lfka nóg viðfangsefni. Þegar ég var strákur þá dreymdi mig um íslenskar kvikmyndir en þær voru þá ekki til nema Bakkabræður og Síðasti bærinn í dalnum, sem voru ágætar en sögðu lítið á móti öllum þeim aragrúa erlendra mynda sem flæddu yfir mann. Mitt áhugamál er að gera íslenskar myndir um íslenskt efni og fyrir íslendinga." Og að lokum. Það er Ari Kristinsson sem sér um tökur og klippingu, Jón Hérmannsson sér um hljóðið en tónlist- arráðgjafi myndarinnar er Megas. Þrá- inn Bertelsson gerir handritið og er leikstjóri, en aðstoðarleikstjóri er Sig- urgeir Scheving. ■ Kvikmyndatökumenn verða oft aö vinna við hinar örðugustu aöstæður. Hér hangir Ari Kristinsson í köðlum utan á kinnug bátsins og myndar sxgarp ana. Myndirnar úr kvikmyndinni er fengnar að láni hjá Isfílm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.