Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 2 '' — segir Ragnar Kjartansson myndhöggvari sem í dag opnar afmælissýningu ■ í dag opnar Ragnar Kjartansson myndhöggvari sýningu á verkum sínum í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Þar sýnir Ragnar 54 lágmyndir og högg- myndir - af minni gerðinni sé miðað við fyrri verk hans en á þeim ellefu árum sem liðin eru frá síðustu sýningu Ragnars hefur hann unnið stórt - verkin hafa verið að minnsta kosti tveir metrar á hæð. Verkin sem Ragnar sýnir að þessu sinni eru unnin síðast liðinn vetur og sumar í listsmiðju Glits, en Glit hefur nú innréttað aðstöðu fyrir listamenn og var Ragnari fyrstum boðið að vinna þar. Helgar-Tímafólk hitti Ragnar sem snöggvast að máli þegar hann var í óða önn að setja sýninguna upp, með aðstoð kollega sinna og fyrrum nemenda. - Er einhver sérstök ástæða til þess að þú hefur dregið úr stærð verka þinna? „Ja. það er nú bara svo að það er ekki nokkur leið að vera með stór verk inni í sal, við verðum að sýna þau úti því hér á landi eru fáir risasalir. Ég hef einnig mjög gaman.af því að vinna smátt vegna þess að þá get ég haft margar hugmyndir í takinu í einu. Auk þess vil ég gjarnan stilla stærðinni í hóf og þar með verðinu og gera fólki þannig kleift að eignast þrívíð verk.“ - Hvernig stóð á því að þú valdir þér myndlistina að ævistarfi? „Ég er sveitamaður frá Staðastað á Snæfellsnesi, alinn upp þar og á Hellnum, og í fásinninu í sveitinni byrjaði ég að teikna um leið og ég gat haldið á viðeigandi verkfærum. Fimmtán ára gamall fór ég svo sem VIÐ ÞEKKJUM OG MÆLUM MEÐ VITRETEX PLASTMÁLNIIMGU INNAN- OG UTANHÚSS munið jl-afsláttinn og GREIÐSLUKJÖRIN BYGGINGAVORUR rHRINGBRAUT 120: Byggingavörur ^ ^ Góllteppadeild Simar: Timburdeild ................ 28-604 28-600 Malningarvörur og verkfæri... 28-605 .28-603 Flisar og hreinlætistæki......28-430 Ragnar Kjartansson myndhöggvari hjá Leirkerasmiðnum. nemi í leirkerasmíð til Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal og um leið lærði ég teikningu hjá Kurt Zier. Eftir stríð fór ég svo til Svíþjóðar til framhaldsnáms í leirkerasmíði en byrjaði þá einnig í höggmyndalist. Þegar heim kom fór ég svo í læri til Ásmundar Sveinssonar og fór síðan að vinna með honum. Ég stofnaði Glit árið 1958 og rak það fyrirtæki um tíu ára skcið en þá sneri ég mér alfarið að höggmyndalistinni og hef síðan verið atvinnumaður í skúlptúr.“ Enginn framúrstefnu- maður í eigin verkum - Aðhyllistu einhverja sérstaka stefnu öðrum fremur? „Ég er enginn framúrstefnumaður í eigin verkum en á leirkerasmíðstímabil- inu skreytti égogvann keramík í nýjasta stíl þess tíma sem var abstrakt. Síðan hafa sótt á mig minningar frá liðnum árum, ég er upprunninn í sveit eins og ég sagði áðan, var einnig trillustrákur á Hellnum undir Jökli, og stundaði auk þess sjómennsku með leirkerasmíðinni. Sjómenn og hestar eru mér sérstaklega hugstæðir og að mínu-áliti hefur sjó- mannastéttin verið vanrækt í högg- myndalist. Sjálfur segist ég vera sagnamaður í stíl en það ber ckki öllum saman um það - sumir vilja halda því fram að stíllinn sé raunsær með expressíonískri stíl- færslu." - Hvað er svo framundan hjá þér Ragnar? „Það bíða nokkrar stórar myndir eftir mér en annars ætla ég bara að taka lífinu með ró.“ Og þar með er Ragnar rokinn því svona sýningar verða víst ekki settar upp með neinni rósemd. Rétt er að geta þess að sýningunni lýkur 2. október en þang- að til verður hún opin daglega frá 10-18 - nema hvað lokað er á mánudögum - og um helgar er opið frá 14-18 - í Listmunahúsinu semsé. ra ra ra ra ra ra ra BlGlBlElBlElGlElBlBlGlBlGlGlGlGlElElBHa Ql BORGARSPÍTALINN LAUSAR STODUR Borgarspítalinn Lausar stöður 01 01 01 OJ OJ OJ 01 OJ OJ OJ OJ Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga á lyflækningadeild, A-6. Stöður hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeild (skurðstofu), sér- n. menntun ekki skilyrði. ^ Sjúkraliðar [u| Stöður sjúkraliða á lyflækningadeild (öldrunardeild B-6) Vaktavinna. nj Starfsmenn á geðdeild ni Stöður aðstoðarmanna á geðdeild A-2. Vaktavinna. BJ Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma [uj 81200. gj Reykjavík, 16. sept. 1983. Borgarspítalinn. Reykjavík 11. ágúst 1983. BORGARSPÍTALINN £2- 8T200 bI bJbJgJbJbJbJbJbJbJbJbIbIbJbJbJbIbJgJg] b! HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára Innritun fer fram 24. sept. kl. 10-12 í Hlíðaskóla (inngangur frá Hamrahlíð) Innritunargjald er kr.300.- Þýska bókasafnið-Germanía „Ég er sagna- maður í stíl”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.