Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 27
Ekkert fær stöðvað hann halda á sér hita. Bakpokana og svefnpok- ana hafa þeir skiiið eftir í kofanum um morguninn. þar sem þeir ;etluðu að vera komnir þangað aftur að kvöldi. Um nóttina herðir storminn og um morguninn er kuldinn orðinn 21 gráða og Hugh og Jeffrey skíða úr snjóskýli sínu og leggja aftur af stað. Þar sem þeir hafa hvorki vatn né vistir finna þeir brátt að þeir eru að verða svo þróttlitlir að þeir munu ekki komast öllu lengra. Hugh er þegar farinn að sjá ofsjónir og þykist sjá brýr og vegar- slóða. Jeffrey er svo þyrstur að hann étur snjó í sífellu. Klukkan fjögur síðdegis liggur við að þcir trúi ekki sínum eigin augum. Fram- an við þá stendur vegvísir upp úr snjónum. Héðan eru þá fimm kílómetrar að n;esta þjóðvegi, og þeir átta sig á því að'til næsta fjallagististaðar munu aðeins vera þrír kílómetrar. Þcir gráta af gleði og telja að nú séu þeir hólpnir. Fullir af nýrri von er nú lagt af stað í átt til gististaðarins. En þar sem þeir hafa íapað landakortinu. vita þeir ckki að leiðin er snarbrött og að auki er gististað- urinn lokaður að vetrarlagi. En að þessu komast þeir ekki að sinni. Eftir kíló- metragöngu er Hugo orðinn svo máttfar- inn. að þeir verða að snúa við. Hann finnur nú fyrstu merkin um kal. Síðla um kvöldið eru tvímenningarnir komnir að vegvísinum aftur og ákveða að láta fyrirberast við steinvegg að nýju. En nú tekst þeim ekki að gera svo skjólgott snjóhús sem nóttina á undan. Brátt þeir í kofa neðan við svonefnt Hunting- ton-gljúfur og að morgni var kalt og hvasst. En þeir félagar ákváðu eigi að síður að ráðast til uppgöngu. Þeim veittist létt að komast upp bratt- an norðurvegg fjallsins Odell's Guilly, enda báðir vanir fjallgöngumenn. þótt ungir væru. Hugh, scm var hinn snjallari af þeim tveimur, fór á undan. Siður fjallgöngumanna var.að fara niður af fjallinu frá stalli neðan við tindinn um skarðið sunnan hans. En ungu mennirnir vildu þærra, alveg upp á sjálfan tind fjallsins; Þeir hugsuðu með sér að ef veður versnaði gætu þeir snúið við og komist niður af fjallinu um annað skarð, sem var tiltölulega greitt yfirferðar. Sýndist báðum þctta þjóðráð og var nú lagt af stað. En aðcins kortéri síðar varð þeim ljóst að þetta var óráð en ckki þjóðráð. Þá þegar var byrjað að snjóa og vindurinn var orðinn að stormviðri. Stórar snjó- flygsur byrgðu þeim sýn. „Við skulum fara niður hérna, hrópaði Hugh til vinar síns. Varlega fetuðu þeir sig áfram í snjó- kófinu og fundu brátt leiðina niður í skarðið. Hugh hafði mörgum sinnum farið niður þessa kletta og hann veit að á miðri leið verða þeir að fara yfir jökultungu. En nú finna þeir engan ís. Smám saman rennur upp fyrir þeim að þeir hafa valið ranga leið. Nú er of seint að snúa við. Hugh Hcrr'er yngstur fimm systkina. Þegar sem barn hafði hann byrjað að taka þátt í fjallgöngum með föðursínum og bræðrum í Klettafjöllum. Foreldrarn- ir hvöttu börn sín áfram í þessari oft hættulegu íþrótt. einnig eftir að faðirinn hafði hætt að klifra með þeim, því honunt þótti þær leiðir sem synirnir völdu of erfiðar. „Við töldum alltaf að víndrýkkja og ofsaakstur, sem margir unglingar temja sér. væri enn hættu- legri," segir faðirinn nú. En þessi íþrótt, sem var frístundagaman bræðra Hugh, varð yngsta bróðurnum að hreinni á- stríðu. Níu ára gamall byggði hann sér einskonar „klettavegg" í gamalli hlöðu við heimili sitt og æfði þar leikfimi og kraftæfingar, laS bækur og Zen-speki- æfingar, til þessaðstyrkjaviljann. Þegar bræður hans féllust loks á að leyfa honum að koma með sér, bar hann sjálfviljugur mest af farangrinum. „Ég var alltaf burðarkarlinn," segir Hugh, „bara til þess að fá að vera með." Brátt var hann farinn að klifra meira en bræður hans, sóttist eftir æ erfiðari verkefnum og lagði æ harðar að sér. Samt hafði Hug fallist hugur þennan dag er hann vissi sig villtan í Hvítu- fjöllum. Hann vissi sig aðeins eiga eina von: Við rætur fjallsins lá vegur í gegn um skóginn til kofans. Nú var myrkrið að skella á. Með því að nota handleggina brjótast þeir Flugh og Jeffrey í gegn um metersþykkan snjóinn og leita stöðugt að einhverju leiðarmerki. Leiðin liggur yfir grunnan læk með ísskán yfir og þegar ísinn brestur sekkur Hugh niður í ískalt vatnið upp að knjám. Buxurnar hans og sokkarnir verða að einum ís- stokki samstundis og blautir skórnir verða jafnframt svo harðir að hvert skref er kvalræði. Að nokkrum klukkustundum liðnum koma þeir að kletti sem þeir geta skýlt sér á bak við. Þeir grafa sig í snjóinn og þrýsta sér hvor að öðrum til þess að SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 198.1 ■ Þann 22. janúar 1982 urðu örlagarík- ar hreytingar í lífi þess unga Hugh Herr. Hann var þá 17 ára gamall, búsettur í Pennsylvaníu og hafði ákveðið aö fara í fjallgöngu með vini sínum, Jeffrey/ Batzer, sem var þrcmur árum eldri. Lciðin lá í Hvítufjöll í New Hampshirc. Nóttina áður cn lagt skyldi upp voru ■ Hann skiptir um fætur eftir aðstæðum hverju sinni 17 ára gamall missti Hugh Herr báða fætur af kali i fjallgöngu. En hann hefur nú tekið til við sömu iðjn að nýju og gefur öðrum ekki eftir * SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 27 eykst frostið niður í 29 stig. Hugh getur vart hreyft ískalda fæturna . Morguninn á eftir vill Jeffrey, sem aðeins er nokkuð kalinn á fingrum, gera úrslitatilraunina. Hann ákveður aðskilja Hugh eftir og reyna að komast úr á veginn. En líka þetta mistekst. Jeffrey tapar áttunum og gengur í hringi. Eftir næstum tvær klukkustundir er hann kominn til baka. Nú virðist ekkert fyrir þá að gera nema bíða dauðans. En nú hafa björgunarflokkar lagt af stað þeim til hjálpar og brátt hafa þeir fundið svefnpokana þeirra í kofanum og telja að þeirra sé að leita við gilið þar sem þeir fóru niður. Þar hafa leitarmenn fundið spor sem piltarnir skildu eftir. En leiðin er hættuleg og einn leitarmanna hrapar í sprungu og þaðan hefur hann enn ekki náðst. Vegna þrýstings frá yfirvöldum, sem bæði harma dauða mannsins og víta kæruleysi piltanna, vilja björgunarmenn hætta leitinni á þriðjudegi. Því er það aðeins tilviljunin sem verður þeim Hugh og Jeffrey til bjargar. Starfsmaður eftir- litsins með fjallasvæðinu, sem ekki var einu sinni tengdur leitinni, fer að svipast um eftir piltunum upp á eigin spýtur á skíðum. Hann finnur þá skammt frá veginum. Þeir eru sóttir af þyrlu og fluttir á sjúkrahús. Hugh man lítt af því sem á eftir fór. Frostið hefur unnið miklar skemmdir á vefjum í fótum hans. Allt þar til læknarn- ir ákveða að taka báða fætur af neðan við hné, liggur hann í móki af morfíninn- gjöf. Samt líður hann miklar kvalir. Eftir þrjá vikur er aðgerðin' framkvæmd. Læknunum til mikillar furðu nær Hugh sér fljótt. Hann hefur ríkan lífs- vilja og vísar allri örvæntingu á bug. „Þegar ónýtu vefirnir höfðu verið skorn- ir burtu, fannst mér loks að allt væri í lagi,“ segir hann. En svo kemur í ljós hvaðan hann fær allan þennan hugar- styrk: Hann ætlar að halda áfram að klífa fjöll. Löngu áður en læknarnir hafa leyft honum að reyna að ganga á gervifótum æfir hann sig á laun við að ganga. Þegar þjálfari hans sér ekki til, klöngrast Hugh niður úr hjólastólnum og reynir að ganga á stúfunum. Brátt fær hann því til leiðar komið að hann fær að fara heim um helgar og þar getur enginn bannað honum að auka þrek sitt með leikfimiæf- ingum. Þegar hann fær gervifætur að langri þjálfun lokinni biður hann smiðinn að búa til fyrir sig fleiri gerðir af þeim hluta sem tengdur er neðan við gerviöklann, til þess að hann geti sett á sig mjórri fætur, þegar klifið er í sprungum og fætur með gripskorum á svo hann geti farið um svellaðar brekkur. Á leiðinni í fyrstu fjallgönguna eftir að hann missti fæturna varð Hugh að ganga við hækjur. í bröttum brekkum hefði hann ella misst fótfestuna. Bræður hans fóru á undan og þegar svo ber undir kastar hann hækjunum eina tíu metra á undan sér og skríður svo á eftir þeim. ■ Nú byggist allt á styrk handleggjanna. Við vegginn getur hann þjálfað krafta í fingrum og armvöðvum. göngur og gefur öðrum ekki eftir, - ótrúlegt en satt. Hann segir að þar sem hann sé nú átta kílóum léttari sé honum kleift að klífa hærra í einni lotu en öðrum. með því að nota handleggina og stúfana. Nokkrum vikum síðar lærir hann á reiðhjóli til þess að vera síður upp á vini sína kominn á leiðinni til fjalla.. Þegar kemur að því að byrjað er að klifra, stendur Hugh hinum varla að baki. Með eljunni hefur hann náð miklu þreki að nýju, - viljinn hefur bætt honum upp fötlunina. Með sjálfsöryggi þess manns sem hefur sætt sig við örlög sín, finnst honum að hann hafi á sinn hátt nokkuð fram yfir hina. „Þegar menn eru átta kílóum léttari, en halda sama styrk í handleggjum eins og ég,“ segir hann, „þá er hægt að klífa fimmtán handfestum lengra í; einu,“ segir hann. Um gervifæturna segir hann hrifinn: „Þeir eru sterkari og það má beygja þá í horn sem aldrei væri hægt að koma eðlilegum fæti í.“ Hálfu ári eftir aðgerðina fer Hugh Herr því í fjallgöngur af hæstu „erfið- leikagráðu," eins og það heitir á máli fjallgöngumanna. Hann vill sýna öðrum fram á að menn geta lifað lífinu, þótt þeir séu fatlaðir. „Með nýrri tækni þarf fólk ekki að örvænta, þótt það missi einhvern lima sinna. Ef menn leggja ekki árar í bát, eiga þeir kost á að verða betri, sterkari og skjótari en þeir áður voru. Ef menn vilja geta þeir sveigt náttúruna undir vilja sinn.“ (Þýtt -AM)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.