Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 10
■ Leikfélag Reykjavíkur: HART í BAK eftir Jökul Jakoksson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Tónlist: Eggert l’orleifsson. Leikmynd og Ininingar: Steinþór Sigurðsson. Það er í senn húmannlegt og djarft að velja Hart í bak til sýninga þegar heiðra skal minningu Jökuls Jakobssonar á fimmtugastaafmælisdegi hans. Búmann- legt að því leyti að því má treysta að forn frægð leikritsins endist því til að stefna fólki unnvörpum í leikhúsið, - djarft að hinu leytinu: sýningin fyrir rúmum tveim áratugum er rnörgum í fcrsku minni og þótti takast mcð þcim ágætum að saman- burðurinn verður örðugur. Raunar eru ýmis rök fyrir því að tefla einmitt þessu leikriti fram: Hér náöi Jökull sér í fyrsta sinn niðri scm leikskáld og aldrei auðn- aðist honum síðar neitt svipuð alþýöu- hylli á þeim vettvangi. Hart í bak var líka fyrsta íslenska leikritið um háa herrans tið sem cinhvern hljómgrunn fékk og upphaf á nýju blómaskeiði í lcikritun hjá okkur. Hitt cr svo önnur saga hvcrnig blómin endast, hvert og citt. Vinsældir Hart í bak eru vcl skiljanleg- ar. Leikritið cr haglega samið, einfalt og aðgengilegt, haglega ofið úr tilfinninga- scmi og skopi, Ijósar manngerðir, lifandi Áhrifaríkasta ökutæki sem Gyffi KSigurðsson ökukennarí hefursnert á erAP-2000bílasíminn! Loksins eru bílasímarnir langþráðu komnir í notkun Gylfi K. Sigurðsson ökukennari fékk af- greiddan fyrsta AP-bílasímann hjá Heimilis- tækjum um daginn og er aldeilis ánægður með gripinn. Af hverju bílasíma? Jú, Gylfi eyðir mestöllum vinnutíma sínum í bílnum og hefur hingað til orðið að notast við símsvara til þess að nýir nemendur og aðrir gætu haft samband við hann. En það er alls ekki nóg, því oft þarf að taka ákvarðanir og leysa málin á stund- inni og fólk er þar að auki tregt til að tala skilaboð inn á símsvara. Alltaf í sambandi með AP Nú er málið leyst. Gylfi hefur síma 002-2002 í Peugeout-turbonum sínum og nýir nem- endur og aðrir sem þurfa að hafa samband við hann geta nú náð í hann hvar og hvenær sem er. Hverjir þurfa bílasíma? Ökukennarar eru aðeins eitt dæmi um menn, sem þurfa bílasíma atvinnu sinnar vegna. Hvað um stjórnmálamenn, banka- stjóra, lögreglumenn, lækna, starfsmenn opinberra stofnana, forstöðumenn fyrir- tækja, sölumenn, verktaka og atvinnubif- reiðastjóra? Hvað um þig? AP-bílasíminn er til sýnis og afgreiðslu í Sætúni 8 Komið og kynnist AP-2000 af eigin raun eða hringið og fáið allar upplýsingar [ síma 27500. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8-S: 27500 Gunnar Stefánsson skrifar um leikhús legasta fólk. Kristján Magnús var að sönnu nokkuð tvístígandi framan af, þegar óart Láka er mest, en nær því betri tökum er á líður og Árdís hefur vakið upp mannsparta Láka. Edda Heiðrún fer einkar blátt áfram með hlutverk Árdísar sem þó er engan veginn auðvelt. Einlægni Árdísar og raunsæi sýnir hún vel og stóð fyllilega fyrir sínu í hinu þekkta og nærfærnislega atriði með Jónatan þar sem hvort um sig talar um það sem viðkvæmast er í lífi þeirra, hann um skipið sem hann sigldi í strand, hún um móður sína látna. Reyndar nær atriðið ekki þeim áhrifum sem það hafði forðum, eða hefur í minningunni, en þar er um að kenna aðferð leikstjórans og þeim blæ sem hann hefur sett á sýning- una og á að vera fráhverfur tilfinninga- semi. Um önnur hlutverk er tæpast ástæða til að fara mörgum orðum. Fremst er þó að telja Finnbjörn skransala sem Pétur Einarsson fer með af miklu öryggi, besti skapgerðarleikur sýningarinnar. Hann leiðir vel í Ijós jafnt smáborgarahátt sem sjálfsöryggi Finnbjörns, þessa manns sem hefur hafist af sjálfum sér, öfugt við Jónatan og Róru sem hrapað hafa niður þjóðfélagsstigann. - Góðmennið Pétur kennari er litlaus frá höfundarins hendi og ekki öðlaðist hann lit í meðförum Jóns Hjartarsonar. Porsteinn Gunnars- son fór léttilega með skrípafígúruna Stíg skósmið og trúboða. Tilvist hans í leiknum er til marks um veilu þess: hér er koniið út í farsa til að láta áhorfendur hlæja með ódýrum brögðum. Þess er skylt að geta að tónlist Eggerts Þorleifssonar er nýtt framlag í sýning- unni. Ekki skal ég dæma um hana út af fyrir sig, en ég gat ekki heyrt að hún efldi áhrif sýningarinnar að neinu. Er Hart í bak lífvænlegt verk? Því svara áhorfendur í Iðnó á næstu vikum og mánuðum, og raunar er ég ekki í vafa um hvert svarið verður. Þaðerlífvænlegt í krafti upprunalegs þokka og einlægni, óbrotinna tilfinninga og manngerða sem það bregður upp. En leikritið er engan veginn heilsteypt og að ýmsu leyti er óljóst hvað höfundur ætlar sér, umfram það að segja angurværa sögu. Jökull er ekki hér byrjaður að lýsa undir hið slétta borgaralega yfirborð sem hann iðkaði svo mjög í seinni verkunt. Samfélags- myndin er ekki útfærð, hér standa aðeins nokkrar einangraðar manngerðir, and- spænis draumórum sínum eða martröð. Hin móralska niðurstaða sem Árdís er látin bera fram, að horfast í augu við lífið af bersýni, er sannast að segja heldur flatneskjuleg. Raunar er hæpið að taka Jökul sem siðapostula þótt Fríða Á. Sigurðardóttir sýnist hafa nokkra tilhneigingu til þess í riti sínu um leikrit hans. Hvað sem um þetta er skiptir hitt mestu máli að Jökli tókst að semja skemmtilegt leikrit með Hart í bak og kom sér svo á flot sem leikritahöfundur. Þessi sýning í Iðnó veitir ekki ferska reynslu af verkinu, hún er fyrst og fremst endurfundur við það, og eins og verða vill við endurfundi finnst manni kannski kunninginn hafa látið á sjá. En það er alveg nógu mikið eftir til að una sér vel í leikhúsinu enda var leiknum vinsam- lega tckið á frumsýningu. I leikskrá skrifar Sveinn Einarsson fróðlega grein um Jökul og samskipti þeirra sem bregð- ur Ijósi á manninn og skáldið. Hann víkur þar í lokin að afköstum hans og segir síðan: „Hann varð 45 ára. Ein- hverjum hefðu ekki enst mörg líf til þess arna, þó hann hefði orðið hundrað ára í hvert sinn. En Jökull átti níu líf, og á vitanlcga enn.“ Gunnar Stefánsson samtöl. Hins vegar er Jökull engan veginn mótað leikskáld hér, stíll hans og lífssýn átti eftir að taka verulegum þroska áður en hann náði þeim tóni scm er persónulegt framlag hans til leikbók- menntanna. í því efni er Sumarið 37 líklega tímamótaverk, - hvemig væri að reyna við það á ný? Hvað hefur Hallmar Sigurðsson leik- stjóri og hinn nýi hópur sem stendur að sýningu á Hart í bak fram að færa? Sjáum við nýjan flöt á verkinu? Svona spurningar eru óhjákvæmilegar þegar' verið er að sýna klassísk verk (og við höfum líklega rétt til að kalla Hart í bak þegar klassískt, svo vinsælt hefur það orðið hjá áhugaleikfélögum úti um land, svo ekki sé fleira talið). Sannast að segja verður ekki sagt að sýningin á miðviku- dagskvöldið gegndi þeirri frumskyldu að sýna fram á nýja túlkunarleið að verk- inu. Sjálf umgerð sýningarinnar er raun- ar í sama natúralíska stíl og áður, enda leikmyndasmiður hinn sami, og mun vera sá.eini þeirra sem að gömlu sýning- unni stóðu sem hér er líka kvaddur á vettvang. Annars virðist það helst keppi- kefli Hallmars Sigurðssonar að draga úr tilfinningasemi verksins sem er nokkur og setti töluverðan svip á eldri sýning- una, eftir því sem ég man hana. En hún var gædd einhverju nákomnu andrúms- lofti, intímíteti, sem ég saknaði í upp- færslu Hallmars. Þetta kemur fram hjá flestum leikend- um núna. Jón Sigurbjörnsson fer að sönnu vel og skilmerkilega með hlutverk Jónatans skipstjóra, en hann leikur of sterkt, lífsharmur kafteinsins náði ckki neinum tökum á áhorfandanum, ekki þeim sem hér ber vitni. Sama er að segja um Áróru Soffíu Jakobsdóttur. Soffía kom vel fyrir í hlutverkinu, var alveg nógu þróttmikil, skömmótt og ósvífin, en umkomuleysi hennar sem lýsir sér átakanlegast í lokaatriði þegar Finn- björn hcfur keypt hana lætur mann lítt snortinn. Þegar svo er um þessar aðal- persónur er hætt við að hin viðkvæmnis- lega örlagasaga skipstjórafjölskyldunnar verði heldur mjóslegin í heild sinni. Því samansemi leiksins þarf auðvitað á því að halda að lögð sé full rækt við tilfinningasemi hans líka, annars lifnar hvorugt til lífsins. Hinir ungu elskendur, Láki og Árdís, sem Kristján Franklín Magnús og Edda Heiðrún Backman léku, eru hið gervi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.