Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Þarwtíg fata^ Myndsjá úr hrika* legri véttu i torfærukeppni Trúirt aö bakl « eriti- kteridnum t Khomeini Viötalia «r vi6 Pái Þorsteinsson Rtsastór ktossgála Pær stærstu hafa kosið corca og geta því veitt örugga leiðsögn alla leio H&H heimsækir Jón Laxdal til Sviss ■ í nýútkomnu tölublaöi Húsa og híbýla eru birtar myndir frá híbýlum Jóns Laxdal leikara, en hann býr í aldagömlu húsi í Svissnesku þorpi við bakka Rínarfljóts. Gömul og traust bygging, sem leikarinn vinsæli vinnur við að endurbæta. En í H&H eru líka myndir af nýrri híbýlum. Nýtískulegt hús við Einarsnes er heimsótt og sömuleiðis nýbyggt einingahús á Seltjamarnesi. Þá er að venju kynningar á því nýjasta á húsgagnamarkaðinum bæði hér og erlendis. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Grein er um verðskrá arkitekta, uppskriftir eru að tveim prjónapeysum, sagt frá sam- kvæmisleikjum á Viktoríutímanum, spjallað um haustlauka, verðlagningu á bamavögnum og kermm, sagt frá vefnaðarvöru franska hönnuðarins Joélle Hamel, sem seldar em hérlendis og kynnt er heimilisverslunin Ha- bitat, sem er að opna útibú í Reykjavík í þessum mánuði. Þá má loks geta upphaf greinarflokks um garðstofur, sem nú eiga vaxandi vinsældum að fagna hérlendis. Verð H&H er enn innanvið hundrað krónur. Það fæst á meira en 300 blaðsölu- stöðum, en er einnig selt í áskrift. Áskriftar- Samúel ■ Tímaritið Samúel, septemberhefti 1983 er nýkomið út. Efni er margvíslegt að vanda og má nefna: Rokk í Hróarskeldu, en þar er sagt frá 50 þús. manna tónlistarhátíð, og voru útsendarar frá Samúel á staðnum, Björgvin Halldórsson stendur í stórræðum, en þar er sagt frá undirbúningi að hljóðritun á söng Kristjáns Jóhannssonar tenórsöngvara, söng- vakeppninni í Irlandi, sem Björgvin tekur þátt í o.fl. Myndsjá er birt af hrikalegri veltu í torfærukeppni. Grein er um múhameðstrú og erkiklerkinn Khomeini, og viðtalið er við Pál Þorsteinsson útvarpsmann um útvarp- srekstur o.fl. Sérstök myndasería er af Car- ínu, glæsilegri 22 ára skrifstofustúlku í Stokkhólmi, sem einnig starfar sem fyrirsæta. Myndunum fylgir alveg „spes“-kveðja til tollvarða á Tollpóststofunni í Reykjavík. Margt fleira efni er í blaðinu, sem gefið er út af SAM-útgáfunni, en ritstjórar og ábm. eru Ólafur Hauksson og Þórarinn J. Magnússon og framkvæmdastjóri Sigurður Fossan Þor- leifsson. Ægir Rit Fiskiféiags íslands 76. árg. 8. tbl. 1983. ■ 1 ágústblaði tímaritsins Ægis er sagt frá Ráðstefnu um gæði sjávarafurða, og eru þar greinar eftir Jónas Blöndal, Hjalta Einars- son, Árna Gunnarsson, Björn Kristinsson og Þorvald Sigurjónsson og Svavar Svavarsson. Útgerð og aflabrögð heitir grein, þar sem birtar eru skýrslur um afla fiskiflotans og í einstökum verstöðvum. Greinar eru í ritinu sem nefnast ísfisksölur í júní 1983, Sjávarút- vegsráðherra boðinn velkominn til starfa, Útfluttar sjávarafurðir í maí og jan-maí 1983. Elsti fiskibátur landsins, en hann er frá Djúpavogi og nefnist NAKKUR SU 380 og var smíðaður 1912. Forsíðumyndin er frá Akureyri og tók Rafn Hafnfjörð myndina. Útgefandi er Fiskifélag íslands. Samvinnuferdir-Landsýn Nú hafa ferðaskrifstofurnar Útsýn og Samvinnuferðir-Landsýn tengst CORDA, fullkomnustu farbókunartölvu sem til er hérlendis. Söluskrifstofur þeirra geta þar með veitt viðskiptavinum sínum sams konar þjónustu og söluskrifstofa Arnarflugs hefur ein annast hingað til; pantað og staðfest flug, hótel og bílaleigubíla um allan heim á svipstundu, útvegað aðgöngumiða á ýmiss konar listviðburði með skömmum fyrirvara, veitt nákvæmar upplýsingar um lestarferðir um Evrópu frá Amsterdam og ómetanlegar upplýsingar aðrar um ferðalög um heimsbyggðina. * Arnarflug býður tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins velkomnar í CORDA-hópinn. Innanbúðai hjó aikltoktum Einbýlishus vtð Einaisnes Flexplan- húsið a Áiítanesi tímarit síminn er 83122. Ritstjóri H&H er Þórarinn Jón Magnússon. Útgefandi er SAM-útgáfan. Áfangar Timarit um ísland 2. tbl. 4. árg. ■ í þessu vandaða tímariti eru ferðasögur og greinar um náttúru íslands. Nefna má: Lónsöræfi, hcillandi gönguland, sem er ferðasaga eftir Tómas Einarsson, kennara, en hann ásamt Skúla Gunnarssyni kennara ferðuðust og tóku myndir á þessu svæði. Geislasteinar heitir grein, sem Björn Hró- arsson jarðfræðinemi skrifar, en Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari tók myndirnar sem fylgja greininni. Undurfagurt land i nágrenni Vatnajökuls, frásögn af gönguferð úr Hoffellsdal og í Geithellnadal, eftir Skúla Gunnarsson. Ferjuhald við Grimsstaði á Fjöllum Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs, fjallar hér um ferjuhald yfir Jökulsá á Fjöllum. Kynning á skipulögðum ferðum um Island sagt frá ferðum 7 ferðafélaga eða ferðaskrif- stofa 1983. Útgefandi er útgáfufyrirtækið-UM ALLT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.