Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 nútíminn Friðarhátíðin f Laugardalshöll: ■ Engir tónleikar eru fullkomnir en friðarhátíðin í Laugar- dalshöll...“ „Við krefj- umst framtíðar“ komst nokkuð nálægt því marki á köflum, alla- vega framan af en það voru grundvallar- mistök að láta hina er- lendu gesti CRASS enda hátíðina eins og komið verður að síðar. Undirritaður var mættur í sínu fínasta pússi stundvíslega kl. 20.00 eða jafnvel fyrr, þar sem búið var að segja að herlegheitin myndu byrja á slaginu átta. Um það bil þús- und manns voru þá mættir í anddyri hallar- innar og troðningur mikill. Húsið opnaði hinsvegar ekki strax því eitthvert ólag var á Ijósunum í salnum, að því er manni var tjáð síðar. Á meðan beðið var fyrir utan fékk ég f jórum sinnum í hend- urnar fréttabréf frá El Salvador nefndinni og eina inntökubeiðni í Samhygð sem verður að teljast í yfir meðal- lagi gott á svona hátíð. Skömmu fyrir hálf níu var svo höllin opnuð almenningi og mannmergðin streymdi inn í stríðum straumum en uppselt var á hátíðina, yfir 4000 manns komu og urðu eitthvað í kringum 1000 frá að hverfa, sumir mjög óánægðir, enda kannski komnir alla leið af ein- hverjum krummaskuðum á útkjálkum landsins. Alltaf eitthvað í gangi Er komið var inn í sal hallarinnar, vinstra megin, blasti fyrst við gríðar- mikið svið á þremur hæðum utan og til ■ Jóhann í Vonbrigðum þenur raddböndin ■ Einar Örn á tali við tvo Crassara ■ Merki Crass mátti sjá víða ■ Megas var tvímælalaust maður kvöldsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.