Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 14
■ Júlíus Julínusson, skipstjóri, nokkru áður en hann tók við skipstjórn á Goðafossi. Skipstjórnarmenn hlutu áfellisdóm fyrir slysið af mönnum sem ekki vita hvað það var að sigla skipi að vetrarlagi við strendur íslands á þessum tíma. Júlíus Júlínusson ritaði æfisögu sina 1968 og nefndi hana „Hart í stjór.“ ■ S.l. miðvikudagskvöld var leikrit Jökuls Jakobssonar, „Hart i bak,“ tekið upp að nýju á fjölunum hjá L.R. og það leiðir hugann að raunasögu Jónatans skipstjóra, sem í leikritinu er sífellt að upplifa strandið um borð i skipi sinu fyrir fjölda ára. Þegar „Hart í bak“ var frumsýnt á sinum tima varð það brátt á hvers manns vitorði að „strandið" i leikritinu ætti sér fyrirmynd, - Goðafossstrandið í nóvember 1915. Um þetta strand spunnust margar gróusögur og getgátur á sinum tima og sjálfsagt hefur sú umræða sem á ný vaknaði með sýningu leikritsins átt sinn þátt i því að hinn aldni skipstjóri af Goðafossi nefndi ævisögu sina „Hart i stjór," þegar hún kom út árið 1968, en hana skráði Ásgeir Jakobsson. Þar ræðir Július Júlinusson skipstjóri um Goðafoss- strandið og réttarhöldin sem á eftir fóru og hér leyfum við okkur að taka frásögnina af strandinu upp, talsvert stytta. Sjálfsagt geta fáir nema þeir sem það hafa reynt að átta sig á hver raun það er fyrir samviskusaman skipstjóra að missa skip sitt og þær eru ekki fáar sögurnar um menn sem áttu sér ekki viðreisnar von eftir slikt áfall, einkum vegna sjálfsásökunar og þunglyndis sem oft hefur verið ýtt undir af óvægnum dómi almenningsálitsins. En sem betur fer hafa margir menn einnig vaxið við slíka raun og verið öruggir skipstjórnendur eftir sem áður. Svo var og um Július Júlínusson, sem var farsæll skipstjóri hjá Eimskipafélagi Islands marga áratugi eftir strand Goðafoss. ■ Goðafoss var nýjasta skip islendinga og öll þjóðin hprmaði tjón sitt. Goðafoss Þegar hleypa átti Goðafossi hinum elsta af stokkunum, vildi það slys til að festingar slitnuðu og skipið rann stjórn- laust yfir dokkina og yfir að bólverkinu hinum megin. Brotnaði skipið mikið að aftan og einn maður hlaut bana. Slíkt sem þetta þótti ekki góðs viti. Goðafoss kom til Reyðarfjarðar þann 29. júní 1915. Gullfoss hafði komið 13. apríl til Reykjavíkur, þannig að ekki var nema rúmlega hálfur mánuður á milli þessara nýju skipa. Gullfoss var fremur byggður fyrir farþega en farm, en Goða- foss fremur fyrir farm en farþega, en þó voru 40 rúm fyrir farþega um borð í honum. Svo er sagt að þjóðin hafi mikið glaðst þegar þessi skip komu og að þau hafi varpað vonarbirtu ofan í þann táradal sem þjóðin var í. Skipstjórinn var Akureyringur Júlíus Júlínusson, fæddur árið 1877 að Kirkju- hvammi í Miðfirði, en ólst lengst af upp á Akureyri, þar sem hann kynntist snemma sjó og sjómennsku. Réðst hann ungur á strandferðaskipið Skálholt og fór á sjómannaskóla í Danmörku fyrir hvatningarorð Godtfredsen skipstjóra þar árið 1901. Var hann eftir að hann lauk skipstjóraprófi í siglingum á dönsk- um skipum, iengst af sem stýrimaður, en varð skipstjóri á Austra, skipi Thore- félagsins árið 1910. 1913 keypti félagið skip að nafni Ingólfur og tók Júlíus við skipstjórn þar, enda hafði Austri nú verið seldur til Noregs. Með Ingólf var hann uns hann tók við skipstjóm á hinum nýja Goðafossi 1915. Þegar hið nýja skip fór frá Reyðarfirði var komið við á Akureyri og beið þar múgur og margmenni eftir að sjá hinn nýja farkost, en ekki síður skipstjórann, sem hleypt hafði heimdraganum við lítil fararefni, en var nú þarna í brúnni skrautklæddur á þessari nýju og dýrustu gnoð þjóðarinnar. Afreksverk vann hinn ungi skipstjóri er ferðinni var haldið áfram vestur um land, því hann réðst í áhættusama ferð inn Húnaflóa sem var þá fullur af ís og bjargaði örbjarga byggðum við flóann frá mikilli neyð. Hlaut hann mikið þakklæti og lof heimamanna fyrir þetta, þótt lastmælisraddir heyrðust líka, eins og jafnan er, - að hann skyldi tefla skipinu í tvísýnu. Loks var það hinn 13. júlí að komið var til Reykjavíkur og var þar mikill við búnaður. Flögg voru dregin að húni á flaggstöngum húsa og skipa í höfninni, en þau sigldu flest á móti Goðafossi, þegar hann nálgaðist Reykjavík. Klukk- an fjögur var lagst að og höfðingjarnir komu um borð og fóru að flytja ræður og Ijóð. Jón Ólafsson ristsjóri Reykja- víkurinnar orti: „Elfarbiossa og auðnuhnoss yfir þig fossi dagá og nætur, gæfan hossi Goðafoss gefi þér kossa Ránardætur.“ Goðafoss dvaldi ekki lengi í höfn, heldur lestaði strax vörur til Leith og Kaupmannahafnar og tók svo vörur í Leith, sem fara áttu til Austurlands- hafna. Þarna voru stríðstímar og í Leith tók skipið um borð fjölda manns, sem voru á hrakningi, eftir að Bretar höfðu tekið Flóru við Langanes og snúið til Englands. Á heimleiðinni lá nærri að illa færi er tundurspillir gerði sig líklegan til að granda Goðafossi, en betur fór en á horfðist og allir komust heilir í höfn. Síðast í september þetta örlagaríka haust sigldi skipið til Bandaríkjanna og urðu menn fegnir heimkomu skipsins, því það bar mikinn og langþráðan varning. Þriðjudaginn 28. nóvember hélt Goðafoss af stað til ísafjarðar. Ferðin gekk að óskum vestur um. Skipið hafði stranga áætlun. Það átti að fara aukaferð inn á Reykjafjörð á Ströndum. Skip- stjórinn lagði því áherslu á að hraða ferðinni og á ísafirði voru verkamenn fengnir til að vinna frameftir á miðviku- dagskvöldinu, svo skipið kæmist sem fyrst af stað. í dimmri nótt undir vað- andi tungli Klukkan 12. á miðnætti hins þrítug- asta dags nóvembermánaðar byrjaði Goðafoss að létta akkerum á Prestabugt- inni á ísafirði, því hann lá útá. Skip af hans stærð fóru ekki inn á Poll í þá daga. Farþegar voru 42 talsins og farþegarúm þar með fullskipuð. Það var hægviðri og loft þungbúið en þó ljóst af tungli, sem óð í skýjum, því hann var hvass til loftsins, þó hann væri enn hægur á sjó. Skipstjórinn var sjálfur í brúnni, þar til stefnan hafði verið sett út Djúp, en 1. stýrimaður átti vaktina. Þegar skipstjóri hafði ákveðið stefnuna hvarf hann niður til sín og stýrimaðurinn tók við stjórn- inni. Skipstjórinn var þreyttur og slæptur eftir langa ferð frá Reykjavík og hann átti fyrir höndum langa stöðu í brúnni og vandrataða siglingaleið þegar hann kom fyrir Horn, áður en hann næði næstu höfn í Reykjafirði á Ströndum. í dimmri nóttinni undir vaðandi tungli í skýjum, hægum andvara og smásævi á Djúpinu með Óshlíðina á bakborða, Snæfjallaströndina á stjórnborða og hvítt ljós Arnarnessvitans afturundan, öslaði Goðafoss, nýtt og dýrt skip fátækrar þjóðar, hlaðið farþegum og varningi til afskekktra byggða móti ör- lögum sínum. Eftir tveggja tíma stím á kyrrum sjó kom skipstjóri upp á ný, breytti nokkr- um sinnum til austurs við Ritinn, þar til honum sýndist horfa eins og eina mílu undan Straumnesinu, en þá kallaði hann til rórmannsins: - Þettabeint.. Rórmaðurinn flýtti sér að snúa stýrinu til baka, til að stöðva skipið, sem verið hafði að snúast í stjórnborða meðan breytt var stefnu. Þegar skipið lá á þeirri stefnu sem skipstjórinn ætlaði að halda fyrir nesið, leit hann á áttavitann og sagði: -Óst núr óst. - Óstnúróst,endurtókrórmaðurinn, einblíndi á áttavitann og stöðvaði skipið á gefinni stefnu. Skipstjórinn fullvissaði sig um að skip- ið lægi á réttri stefnu, bað stýrimann um að láta sig vita ef hann yrði ekki kominn upp áður en Straumnesið lægi á þvert og síðan yfirgaf hann stjórnpallinn. Þá var aðeins farið að votta fyrir kviku og klukkan 02.20, nokkrum mínútum eftir að skipstjórinn fór niður, byrjaði að slíta úr honum. Norðaustan áhlaup Klukkan 02.25 var kominn svartabylur og rok. Norðaustan áhlaup. Eins og byssuskot. Stýrimaðurinn bað hásetana að vera vel á verði meðan hann skryppi inn í kortaklefann að fullvissa sig um stefn- una. Að athugun lokinni fór hann aftur út á brúna og kallaði til hásetans sem var á verði frammi í stafni að koma upp í brú og sendi hann síðan niður að sækja skipstjórann. Að stuttri stundu liðinni kom hásetinn aftur og sagði að skipstjórinn væri ekki í káetu sinni. - Farðu þá niður á 1. káetu og leitaðu hans þar og segðu að það sé kominn svartabylur. Stýrimaðurinn var rólegur enn. Þetta átti allt að vera í lagi. Það var sjálfsagt vissara að breyta, en það var best að skipstjórinn gerði það sjálfur. Hann sendi nú annan háseta niður að leita skipstjórans með ströng fyrirmæli að finna hann. Við erum á smúlvatni Klukkan 02.20 vaknaði farþegi einn sem lagt hafði sig á bekk uppi í reyksal. Hann hafði komið með skipinu frá Bandaríkjunum upp til Reykjavíkur, en síðan haldið áfram með því norður um, þangað sem hann var upprunninn. Hann hafði þjáðst af eindæma sjóveiki í ferðinni og hún var ekki horfin honum enn. Nú, þegar hann vaknar skyndilega á bekk í reyksalnum, hreyfist skipið ekki lengur af öldu og það er líkast því sem það sé komið í höfn. Það rifaði með glugga yfir honum og skefldi þar inn . Farþeginn reis á fætur með veikum burðum og lokaði gluggan- um, en lagðist síðan fyrir aftur, feginn þeirri hvíld sem hann myndi fá á veiki sinni meðan skipið væri í höfn eða vari. Hásetinn við stýrið hugsaði með sér: - Hvernig stehdur á þessu? Við erum á smúlvatni, en þó er hörkurok? Hásetinn, sem var á verði, nú uppi í brú, því að stýrimaðurinn hafði leyft honum að standa vörðinn þar í nokkru skjóli í stað þess að standa óvarinn í hríðinni og ágjöfinni frammi í stafni, hugsaði einnig með sér: - Við erum komnir á sléttan sjó. Hásetinn sem sendur hafði verið niður hið seinna sinnið til að leita skip- stjórans fann ] hann ekki fremur en háset- inn sem fyrr fór. í opnum klefa sátu nokkrir karlmenn og ræddust við. - Nei, þeir höfðu ekki séð skipstjóranum bregða fyrir. Þar sem hásetinn vissi að stýrimannin- um var mikið í mun að hann fyndi skipstjórann, ákvað hann að fara ekki strax upp erindisleysu, heldur hinkra við á gangi 1. káetu, ef ske kynni að hann yrði einhvers vísari. SUNNUDAGLR 18. SEPTEMBER 1983 SUNNUDAGUR Í8. SEPTEMBER 1983 15 „Hamingjan hjálpi okkur við erum á ládeyðu. HART I BAK!” I dimmri nóttinni undir tungli vaðandi í skýjum öslaði nýtt og dýrt skip fátæks lands móti örlögum sínum ■ Brynjólfur Jóhannesson lék Jónatan skipstjóra, þegar „Hart í bak“ var fyrst sett upp árið 1962. Fyrsti maðurinn sem skipstjórinn sá, þegar hann kom út af salerninu og fram á ganginn var því hásetinn sem sneri við honum bakinu og vissi því ekki fyrr en spurt var hvasst: - Hvað ert þú að gera hér? Hásetanum brá og hann svaraði fljót- mæltur: - Stýrimaðurinn bað mig að finna þig. Það er skollinn á blindþreifandi bylur. Hann brast á um það bil fimm mínútum eftir að þú fórst niður. í fyrstunni tók skipstjórinn þessari fregn með ró. Bylur var ekki fátítt fyrirbæri á þessum slóðum að vetrarlagi, þó að hann hefði vonað að hann héldist bjartur að minnsta kosti fyrir Horn. Hann gekk hægum skrefum að uppgöng- unni, en hann hafði ekki gengið nema fáein skref, þegar hann skynjaði eldsnöggt: - Skipið hreyfist ekki, það er á sléttum sjó... Hart í bak Júlíus skipstjóri tók viðbragð, hentist upp stigann og upp á brúna stjórnborðs- megin, þar sem vélsíminn var. Um leið og hann kom upp á brúna varð honum sá grunur, sem hafði gripið hann niðri, að vissu og hann hrópaði: - Hamingjan hjálpi okkur, við erum á ládeyðu! í sömu andrá sá hann glytta í landbrot á bakborða og um leið svifaði hríðinni frá fjallinu efst og hann sá klettaiia, svartari en skammdegismyrkr- ið, gnæfa yfir skipinu. Sú hugsun greip hann að hann væri að fara upp í nestána og það væri um að gera að komast sem lengst inn með hlíðinni, ef illt ætti að ske.. Kannski hefur þessi leifturákvörðun hans að beygja inn með landinu í stað þess að beygja útá orðið til þess að bjarga öllum um borð. Hann kallaði til rórmannsins: - Hart í bak! Skipið riðlaðist á stór- grýtinu með feikna- höggum Á þessum árum voru stýrisskipanir öfugt við það sem síðar varð. Stýrishjólið snerist öndvert við stýrið. Skipun skip- stjórans þýddi því að okkar tali nú raunverulega: - Hart í stjór! Þegar stýrimaðurinn sem staðið hafði á brúarvængnum heyrði þessa skipun, hljóp hann til og lagðist á stýrið með rórmanninum og sagði um leið: - Ég var að hugsa um að fara að beygja, ef þú hefðir ekki komið.(!) Skipstjórinn hafði gripið til þessa örþrifaráðs að snarvenda skipinu, af því að hann sá að það var þýðingarlaust að bakka, skipið var komið of nærri til þess, en á samri stundu og skipið byrjaði að beygja, sá hann einnig brot á stjórn- borða. Skipinu varð ekki forðað frá strandi. Hann hringdi neyðarhringingu á fulla ferð aftur á bak til að draga þá úr ferð skipsins á grunn, ef ske kynni að skrúfan yrði farin að vinna aítur á bak , áður en það yrði. Það varð ekki. Skrúfan var ekki búin að skipta um snúning, þegar skipið kenndi grunns, riðlaðist á stórgrýtinu með feikna höggum, þar til það stöðvaðist í fjöruborðinu, sem reis á móti því og engdist þar eins og dýr í dauðateygjunum undan átökun skrúf- unnar, sem nú var farin að vinna af fullum krafti afturá. Nokkru síðarstöðv- uðust vélin og skrúfan og öll ljós slokkn- uðu og gufumökkur steig upp frá skipinu að aftan. Landaldan sem enn var lítil í byrjandi veðri, hreyfði skipið aðeins til en það mátti heita að það lægi rótlaust eftir að vélin stöðvaðist. Það var öllu lokið fyrir þessu skipi. Þá var klukkan 02.45... Nístandi væl Farþegarnir sem flestir höfðu verið sofandi, sem fyrr er sagt, tókust á loft í kojum sínum og einstaka hraut framúr, en þó urðu ekki slys á mönnum. Þungur dynkur samfara miklum höggum og skruðningi samfara skerandi ískurhljóði, þegar stórgrýtið nerist við botn skipsins og reif hann, ætlaði að æra þá. Eftir að lokið var mestu ósköpunum, þegar skipið renndi á grunn, var enn óstætt af þeim hristingi sem varð meðan skrúfan vann af fullu afturá. Síðan barst nístandi væl um skipið þegar annar gufuketill þess bilaði og gufan spýttist út með hvini. í sömu andrá stöðvaðist vélin og Ijós slokknuðu. Sjálfsagt hafa ekki margir farþeganna gert sér ljósa hættuna á ketilsprengingu, enda var nóg annað að skelfast. Sumir farþeganna höfðu hlaupið fáklæddir fram á gang og nokkrir upp, eftir því sem geta þeirra hafði leyft við hamfarir skipsins í dauðateygjunum. Nú var þetta óskabarn þjóðarinnar orðið strandgóss. Farþegarnir sem sofið höfðu öruggir um sig í nýju og traustu skipi undir stjórn þaulvanra manna voru nú vaknaðir við hrollvekjandi aðstæður og skipstjórinn, sem verið hafði í miklum metum og notið óskoraðs trausts allra, sá nú ásökun í hverju andliti. Björgun eftir langa bið Hér verður farið fljótt yfir sögu: Þótt Goðafoss væri fyrsta íslenska skipið sem fékk loftskeytatæki, þá komu þau ekki að notum nú, því loftnetið hafði fallið niður og að auki var engin stöð hér til þess að taka á móti skeytum, þótt tækin hefðu verið í lagi. Það var næsta morgun sem annar björgunarbáturinn var sjó- settur og tókst mönnum að brjótast á honum til Aðalvíkur, þar sem talsverð byggð var um þetta leyti. Það var þó ekki fyrr en sólarhring síðar að hjálp barst og biðu menn um borð í Goðafossi milli vonar og ótta á meðan, því í áframhald- andi veðri af þessari átt mundi verða fljótt um skipið og auk þess voru menn í óvissu um afdrif björgunarbátsins. Skipið hafði ekki legið lengi þegar gat kom á botn þess og sjór flæddi inn í það. Skipstjórinn óttaðist að klefagólfin myndu springa undan sjónum. Farþegar hreiðruðu um sig sem best þeir gátu í farangri sínum og fatnaði og lágu þama í bendu í kulda og svartamyrkri með brimið gnauðandi á súðinni. Goðafossi verður ekki bjargað Laugardaginn 2. desember fengu Reykvíkingar fréttina í skeyti frá ísafirði og birtist hún í Morgunblaðinu 3. desem- ber. Landslýður allur var harmi lostinn og harmaði skip sitt. Flóra sem lá á ísafirði þegar Aðalvík- ingarnir komu hélt til Aðalvíkur og tók þar farþegana og hélt með þá norður, en skipshöfn Goðafoss varð eftir, því að ákveðið var að reyna björgun bæði farms og skips. Varningi og farmi var bjargað af mönnum úr Aðalvík og frá Isafirði og brátt kom björgunarskipið Geir á vett- vang og tók til að reyna björgun, en Goðafoss var þá orðinn fullur af sjó og hafði færst lengra upp í urðina. Nokkur von hafði verið um björgun á þriðjudeginum eftir að veðrinu slotaði, en svo gekk hann upp aftur og dapraðist þá vonin. Þann 11. desember sendi Emil Niel- sen, forstjóri Eimskipafélags íslands sem farið hafði vestur með Geir, skeyti til Reykjavíkur: - Goðafossi verður ekki bjargað... (-AM) Sagan um sjóslysið sem varð fyrirmynd strandsins í leikriti Jökuls Jakobssonar ■ Hið hrika- lega landslag undir Straum- nesinu, þar sem Goðafoss strandaði sést vel á þessari mynd. Enn þann dag i dag má sjá ketilinn úr skip- inu í fjörugrjót- inu og bendir örin á hvar hann liggur. (Timamynd Ámi Sæberg) ■ Hér má sjá fyrirhugaða sigi- ingaleið Goða- foss norður fyrir. Brotna lín- an sýnir hvernig skipið barafleið, uns það strand- aði í Aðalvíkinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.