Tíminn - 23.09.1983, Side 2

Tíminn - 23.09.1983, Side 2
■ í kvöld verður fyrsta frum- sýningin í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári, og er þar á ferðinni breskur farsi, Skvaldur eftir breska höfundinn Michael Frayn. Hann er heimspekingur, blaðamaður, skáldsagnahöf- undur og leikskáld og hefur stjarna hans risið hæst á síðast- talda sviðinu undanfarin ár, en hann hlaut verðlaun fyrir besta gamanleikinn í Bretlandi árin 1975, 1976, 1980 og 1982. Síðasta viðurkenningin var fyrir Skvaldur, en það leikrit hefur notið gífurlegra vinsælda frá því að það kom fyrst fram og m.a. verður það sýnt á einum 6 stöðum á Norðurlöndunum fyrir áramótin. Leikstjóri í Þjóðleikhús- ■ Sviðsmynd úr Skvaldri F.v. Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Bessi Bjamason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyjólfsson Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Tímamyndir Ámi Sæberg ,ySkvaldur” frumsýnt í Þjódleikhúsinu íkvöld: ÞETTfl ER FARSI EINS 0G ÞEJR GERAST BEST1R rætt við Sigurð Sigurjónsson og Bessa Bjarnason inu er Jill Brooke Árnason en Árni lbsen þýddi. Leikarar eru 9 og fara allir með stór hlutverk; þeir eru Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Það er líklega ekki rétt að fara ítarlega út í söguþráð leikritsins, en það er raunar farsi um uppsetningu á farsa. Leikritið hefst á því að æfing er að hefjast á farsa og þar með er grínið hafið og eru eiginlega tvö leikrit í gangi í einu, farsinn sjálfur ogfarsinnsemveriðerað æfa í honum. Við náðum stuttu spjalli við þá Bessa Bjarnason og Sigurð Sigurjónsson, en þessir tveir gamanleikarar fara báðir með stór hlutverk í leiknum. „Við höfum svo sem eldað grátt silfur saman áður." sagði Bessi, „en þetta er líklega í fyrsta sinn sem við förum saman með stór hlutverk í gamanleik á sviði.“ Þetta er annars heilmikill farsi, það er mikið hlaupið og hoppað og ekki þurr þráður á mannskapnum þegar þessu er lokið. „Þetta hafa verið afskaplega strembn- ar æfingar,“ segir Sigurður. „Allir eru á fartinni allan tímann og mikill hraði á öllu. Það gerir það líka að verkum að allt verður að vera hárnákvæmt, innkomur eru spurning um sekúndubrot. Einn verður að koma inn á nákvæmlega sama tíma og annar fer út og þá er ekki alltaf hægt að fara eftir stikkorðum, við verð- um bara að fá þetta mcira og minna á tilfinninguna. Ef einhverju skeikar þá getur það eyðilagt heila parta úr verkinu, maður verður að vera með sperrt augu og eyru allan tímann.“ „Staðreyndin er sú að það er oft miklu erfiðara að leíka í farsa en alvarlegri verkum,“ segir Bessi. - Eruð þið ekkert hræddir um að þessi breski húmor fari fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum áhorfendum. „Ég hef ekki áhyggjur af því“ segir Bessi. „Þetta er farsi eins og þeir gerast bestir og ég held að hann komist til skila hjá öllum. Þar að auki gerist hann í leikhúsi og fjallar um fólk sem er að æfa leikrit, og það er nú einu sinni svo með íslendinga að stærstu hluti þeirra hefur einhvern tíma leikið og þekkir þetta því af eigin raun. En það er greinilegt að höfundurinn þekkir leikhús út og inn og er mikill leikhúsmaður." „Ég er alveg sammála þessu,“ segir Sigurður. „Við sem höfum þetta að atvinnu sjáum meira að segja sjálf okkur í þessu á köflum, þó að hlutirnir séu nú tæplega eins geggjaðir hjá okkur og í leikritinu.“ Svo að þið spáið því að þetta leikrit gangi? „Ég held að það hafi allt til þess,“ segir Sigurður, „ég held að þetta sé vel við hæfi í öllu baslinu og hafi allt til þess að ganga vel og lengi." „Ég held að við hljótum að hafa gott af þessu í skammdeginu.“ segir Bessi. Nú eruð þið tveir oft nefndir sem gamanleikarar fyrst og fremst, hvort sem þið eruð því sammála eða ekki. Kemur það ekkert niður á ykkur þegar þið leikið alvarleg dramatísk hlutverk, þannig að fólk taki ykkur ekki jafn alvarlega og aðra? „Það kvarta margir gamanleikarar yfir þessu,“ segir Bessi. „Þeim finnst að fólk hlægi bara að þeim þegar þeir eru sem alvarlegastir. Ég hef sjálfur leikið alvarleg hlutverk jöfnum höndum undanfarin ár og ég held að ef maður nær tökum á hlutverkunum þá sé þetta ekki vandamál. Fólk kannske hlær við fyrstu innkomu, en ef leikurinn er í lagi þá áttar fólk sig á því að maður er ekki að fíflast." „Ég vil taka það fram í þessu sambandi að mér finnst það ekki slæmur stimpill að vera kallaður gamanleikari. Ef nokk- uð er þá finnst mér upphefð í því,“ segir Sigurður. Nú er það reynsla síðustu ára í leikhúsunum að farsar hafa ekki gengið sérlega vel og jafnvel fallið hver eftir annan. Erum við orðin svona alvarlega þenkjandi að okkur falli ekki gamanleik- ir? „Við höfum rætt talsvert um þetta atriði og satt að segja þá höfum við ekki fundið neina skýringu,“ segir Sigurður. „En það má vera að þetta stafi af því að einhverju leyti að leikritin séu of stað- bundin við umhverfi höfundarins." „Ég hef nú ekki trú á því að það sé skýringin að áhorfendur séu að missa skopskynið," segir Bessi. „Ég held að það sé líklegri skýring sem Sigurður var að ympra á, að húmorinn sé oft á tíðum of breskur eða of amerískur fyrir smekk íslenskra leikhúsgesta. Það er freistast til að velja verk sem hafa gengið vel annars staðar, það ætti að vera einhver vísbending ef verkin hafa hlotið miklar vinsældir. En það hefur sýnt sig að þetta er ekki einhlítt fyrir okkur. En þetta er vandaverk, það er ekkert mikið framboð á góðum gamanleikjum í heiminum og staðreynd er að við íslendingar höfum ekki náð að festa í sessi neina hefð í að semja eigin gamanleiki. Það er meira að segja vandamál að fá efni í 15 mínútna skemmtiþátt. Venjulega endar það með, því að maður semur það sjálfur." Er skrekkur í ykkur fyrir frumsýning- una? „Það er alltaf skrekkur í mér fyrir frumsýningu, svo að það er ekkert nýtt“, segir Sigurður. Svo eru undirtektir áheyrenda dálítið óskrifað blað fyrir manni. Maður er orðinn svo samdauna þessu að maður áttar sig ekki á því hvað áhorfendum finnst fyndið og hvað ekki og það veldur því að maður er svolítið óöruggur. Reynslan er sú af gamanleikjum að það tekur nokkrar sýningar að slípa þá til. Maður fer smátt og smátt að læra á viðbrögð áheyrenda, en í byrjun hættir manni til að fara að tala ofan í hlátrana og þá fer kannske eitt og annað forgörð- um. En við skulum ekki vera að fara lengra út í þá sálma, þá endar það með því að engir vilja sjá fyrstu sýningarnar. En ég get sagt það að það hafa verið nokkrir hópar á síðustu æfingunum sem hefur verið boðið til að við fengjum aðeins forsmekkinn af því að leika þetta fyrir áhorfendur og ég gat ekki annað en fundið en að þeir skemmtu sér hið besta." Þar með sláum við botn í samtalið. Sigurður og Bessi eru nýkomnir af fjögurra stunda æfingu og generalprufan er framundan, svo ekki er vert að trufla þá lengur. Gott gengi og góða skemmtun. - JGK ■ Bessi Bjarnason og Sigríður Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínum. ■ Sigurður Sigurjónsson og Þóra Friðriksdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.