Tíminn - 23.09.1983, Qupperneq 10
10
íþróttir
umsjón: Samúel Örn Erlingsson
Nýtt fyrirkomulag
í úrvalsdeildarkeppninni
Fjogurra liða
úrslitakeppni
- fyrir efstu liðin, en ekkert fyrir hin tvö
■ Nýtl fyrirkomulag verður í vetur á úrvalsdcildar-
kcppninni í körfuknattleik. Fjögur efstu liöin í úrvals-
deildinni, hvar 6 lið alls leika, munu leika úrslitakeppni,
þannig að lið númer 1 og 4 leika saman uns annað hcfur
unnið tvo leiki, og síðan nr. 2 og 3 á sama hátt.
Sigurvegararnir leika síðan til úrslita þar til annað liðið
hefur unnið tvo leiki. Liðin sem lenda í 5. og 6. sæti
Ijúka keppni frá og með fjórfaldri umferð deildarinnar,
og neðsta liðið fellur. Það lið sem sigrar í úrvalsdeildar-
keppninni sjálfri fær ekkert fyrir sinn snúð.
-SÖE
Jafntefli hjá
nágrönnunum
Holland - Belgía
Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
■ Sterkt hollenskt landslið í knattspyrnu gerði jafntefli
við það belgíska í fyrrakvöld í vináttulandsleik. Hvort
lið skoraði eitt mark, Van Basten kom Hollendingum
á sporið með góðu marki, en Vordeckens jafnaði fyrir
Belga.
-MÓ
Landsliðið tapaði
fyrir Bayern Miinchen
- í Kveðjuleik „Bombunnar“
Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
■ Vestur Þýska landsliðið tapaði fyrir Bayern Múnc-
hen í vikunni 2-4 í ágóðaleik fyrir „Bombuna" Gerd
Múller, hinn fræga markaskorara sem lék með Bayern
hér áður fyrr. Múller hefur nútekjur af knattspyrnu í
Bandaríkjunum, en fékk aldrei kveðjuleik, sem er hefð
hjá Bayern fyrir slíkar hetjur, þegar hann fór á sínum
tíma frá félaginu til Bandaríkjanna.
-MÓ/SÖE
Vestur-Þjóðverjar
í úrslit
- í kvennaflokki EM í blaki
Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
■ Vestur-Þjóðverjar stóðu sig með prýði í riðlakeppni
lokakeppninnar í Evrópukeppni landsliða í blaki
kvenna, en riðlakeppninni lauk í fyrrakvöld í A-Þýska-
landi. Vestur- Þjóðverjar komust í úrslit ásamt 5
Austur-Evrópuþjóðum, Sovétmönnum, Tékkum, Búlg-
örum, A-Þjóðverjum ogUngverjum. Kvennalið Vestur-
Þjóðverja hefur komið mjög á óvart, því það kom á
óvart að þær skyldu yfirleitt komast áfram í riðlakeppni
úr undankeppninni.
-MÓ/SÖE
Svíar á uppleið á ný
í borðtennis
■ Sænska landsliðið í borðtennis malaði það ung-
verska í Ungverjalandi 7-0 í landskeppni sem lauk í
fyrrakvöld. Ungverjarnir, sem eru fyrrverandi heims-
meistarar, áttu aldrei möguleika gegn sterku sænsku
liði, sem sýndi að sigurinn í Evrópukeppninni á
dögunum var engin tilviljun.
Vestur-Þjóðverjar sigruðu Frakka 4-3 í landskeppni í
borðtennis, sem einnig lauk í fyrrakvöld
-MÓ/SÖE
Skot irnir unnu
- Uniguay í vináttulandsleik
Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
■ Skotar sigruðu Uruguay í vináttulandsleik í knatt-
spyrnu 2-0 í Skotlandi í fyrrakvöld. Það voru Robertson
úr vítaspyrnu og Dodda sem skoruðu mörk Skotanna.
Körfuknattleikssambandid útilokaði
atvinnumennskuna, en:
ÚTILOKAÐI ALIA
AfiRA ÚTLENDINGA
Hvað gerist í máli Websters? Hvað gerist á þingi KKI?
■ Á síðasta ársþingi Körfuknattleiks-
sambands Islands var gerð sú samþykkt
að banna erlendum leikmönnum að
leika með íslcnskum liðum. Var þetta
gert til að útloka að atvinnumenn væru
keyptir hingað til að leika körfubolta,
undir því yfirskyni þó, að þcir væru
þjálfarar. Betur tókst þó ekki til en svo,
í meðferð þings KKI á málinu, að
útilokaðir eru allir frá keppni í Islands-
og meistaramótum sambandsins, nema
þeir sem hafa íslenskan ríkisborgararétt,
hvort sem þeir eru atvinnumenn á
launum, ferðalangar, skiptinemar eða
menn sem búið hafa á Islandi um margra
ára skeið en hafa ekki öðlast íslenskan
ríkisborgarrétt.
Haukar í Hafnarfirði sendu stjórn
Körfuknattleikssambandsins umsókn
um leyfi til að DeCarsta Webster, sem
leikið hefur með liðinu undanfarin tvö
ár, og búið hér í mörg ár, fengi að leika
V. ■
í ‘
með liðinu í vetur, þrátt fyrir ákvörðun
þá sem tekin var á ársþinginu. Nefndu
Haukar það til stuðnings máli sínu, að
Webster væri heimilisfastur í Hafnar-
firði, ætti íslenska.konu og barn og hefði
unnið fyrir sínu brauði eins og hver
annar íslendingur, og ekki fengið
greiðslur sérstaklega sem leikmaður.
Stjórn Kröfuknattleikssambandsins vís-
aði málinu til formannafundar, og þar
var fellt að Webster fengi að leika í
vetur, á grunni áðurnefndrar ákvörðun-
ar ársþings KKI.
Þessi ákvörðun Körfuknattleikssam-
bands íslands, eins og hún stendur.
kemur í veg fyrir að allir þeir, sem ekki
eru íslenskir ríkisborgarar, fá ekki að
spila hér körfubolta. Einu gildir hvort
um er að ræða ungling, sem hér væri um
tíma, skiptinema, mormóna á brúboðs-
ferð, eða eins og í tilfelli Websters,
mann sem hér býr, vinnur og er gildur
þegn í þjóðfélaginu að öllu leyti nema
því, að hann þarf að bíða eftir ríkisborg-
ararétti sínum í tiltekinn tíma, lögum
samkvæmt.
- Margir vilja reyndar meina, að
ákvörðun KKÍ brjóti í bága við lög um
mannréttindi og félagsfrelsi einstak-
linga, og víst er að það mál verður
fullkannað áður en lýkur. Þá er spurn-
ingin, hvernig geta íslendingar ætlast til
að þeir fái að leika körfuknattleik erlend-
is, eins og reyndar margir ungir körfu-
boltamenn gera í Bandaríkjunum og
víðar, þegar útlendingar fá ekki að leika
hér. - Enda vandræði að lög sem eiga að
koma í veg fyrir atvinnumennsku skuli
bitna svo á þeim sem ekki eiga það
skilið. Samt serp áður stendur ákvörðun
KKÍ óhögguð, og ekki Ijóst hvernig það
mál fer.
-SÖE
Þórdís Anna Kristjánsdóttir form.
KKÍ:
Einungis
■ DeCarsta Webster, fxr ekki að
spila, vegna skorts á ríkisborgara-
rétti.
breytmg”
— áður mátti bara vera einn útlendingur, nú enginn
■ „Ég held að þessi lög brjóti ekki í
bága við lög íþróttasambands Islands,
og ég held að okkur sé frjálst að setja
þrengri reglur en þar eru“, sagði Þórdís
Anna Kristjánsdóttir formaður Körfu-
knattleikssambands íslands í samtali við
Tímann í gær, er hún var innt eftir ýmsu
varðandi útilokun útlendinganna. „Við
vorum vissulega með þrengri reglur
áður, við leyfðum nákvæmlega einn
útlending, og nú breytist einn bara í
núll“, sagði Þórdis Anna.
„Áður voru aðrir eins útilokaðir, ef
útlendingur var hjá liði fyrir, svo þetta
breytir í rauninni engu. Hermann
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
íþróttasambands íslands var þarna á
þessu þingi, og hann sagði þá er hann var
inntur eftir því, að þessar reglur stönguð-
ust ekki á við lög ÍSÍ,“ sagði Þórdís
Anna Kristjánsdóttir.
- Hafið þið hjá KKÍ athugað hvort
þessi lög stangast á við mannréttindalög
eða slíkt? '
„Nei ég veit ekki til þess að slíkt hafi
verið gert. - Mín skoðun er sú, að þetta
sé ekki meira brot á mannréttindum en
voru. Það voru útilokaðir þeir menn sem
oft helst áttu heimtingu á að fá að spila,
t.d. mormónar sem hér hafa verið, og
fólk sem hér hefur verið við nám eða
með foreldrum sínurn". Þannig fólk
komst ekki að ef útlendingur var fyrir
hjá félagi."
ARABIUÆVINTYRH)
VARBABENGU!
KR og Valur fara ekki til Quatar og Kuwait
■ Arabíuævintýri KRog Valsíknatt-
spyrnu, sem hefjast átti í kvöld, varð
að engu í gær. Að sögn Halldórs
Einarssonar, „alias“ Henson, gerðist
það í gær, sem óhjákvæmilega gerði
för KR og Vals til Quatar og Kuwait
að engu, en Halldór hafði komið
ferðum þessum í kring félögunum að
kostnaðarlausu gcgnum umboðsmann
sem sér um að skipuleggja keppnir og
keppnisferðir víða um lönd.
„Hann fékk svo lítinn tíma til að sjá
um að lið kæmu í mótið, sem upphaf-
lega átti að vera í dag, að hann reyndi
að fá mótinu seinkað til laugardags, og
hafði síðan samband við okkur“, sagði
Halldór i gær í samtali við Tímann. -
Það gekk ekki í Arabana, og því varð
að afpanta allt saman. Þetta er mjög
leiðinlegt að þetta skyldi koma fyrir,
en það kemur dagur eftir þennan dag.
Svona ferðir eiga að geta orðið til fvrir
Islendinga, vegna þess að við keppum
á þeim tíma ársins, að hvíldartími
okkar hentar Aröbunum og þeim sem
þeim megin eru á hnettinum mjög
vel“. -SÖE
RAGNAR HJA
ÖRGRYTE?
kannar adstæður —
hollensk félög í myndinni
Frá Þórði Pálssyni í Keflavík
■ Ragnar Margeirsson, Knattspyrnu-
maðurinn knái úr Keflavík er nú við
æflngar og keppni í æflngaleikjum með
Örgryte, liðinu í Svíþjóð sem Örn Ósk-
arsson lék með lengi. Ragnar hefur
kannað aðstæður hjá félaginu, og virðist
allt þarna úti í himnalagi, hvað varðar
aðstæður, kaup og kjör.
Ekki er þó víst að Ragnar skrifi undir
sanming hjá Örgryte, því fleiri félög eru
inni ■ myndinni, og hefur Holland verið
nefnt í því sambandi. Mun Ragnar
kanna aðstæður víðar en hjá Örgryte,
Ragnar Margeirsson, leikur hann
í Svíþjóð eða Hollandi í vetur?
þess vegna, en væntanlega skýrist fljót-
lega hvað hann mun gera í vetur.
TóP/SÖE
Einar Bollason þjálfari Hauka:
■ Einar Bollason: „Við gefumst
ekki upp“.
■ „Forsvarsmcnn úrvalsdeUdarlið-
anna komu á fundinn alveg ákveðnir í að
koma í veg fyrir að Webster gæti spilað",
sagði Einar Bollason, þjálfari Hauka í
samtali við Tímann í gær. „Haukar
sendu stjórn KKÍ beiðni um að Webster
fengi að spila, stjórnin klofnaði í afstöðu
sinni til málsins, og vísaði málinu til
Stjórn KKÍ
klofnaði
í málinu”
og vísaði til formannafundar
þar sem allir mótherjarnir
lögðust á eitt —
formannafundar, þarsem allir mótherjar
okkar lögðust á eitt“, sagði Einar.
„Aftur á móti fékk máiið mjög jákvæðar
undirtektir aUs staðar annars staöar."
„Nú er eiginlega bara hjá okkur að
bíða eftir því að Webster verði íslenskur
ríkisborgari, hann hefur búið hér á landi
TEL AÐ ÞETTA SE
VAFASAMT HJÁ KKÍ”
segir Gísli Gíslason körfuknattleiksmaður og lögfræðingur
hægt að banna einum eða öðrum að taka
þátt“. -SÖE
um bannið á útlendingunum
■ „Ég tel að þessi ákvörðun Körfu-
knattleikssambandsins eins og hún
stendur sé ákaflega vafasöm“, sagði
Gísli Gíslason, kunnur körfuknattlciks-
maður í mörg ár og lögfræðingur í
Reykjavík um ákvörðun KKI um útilokun
útlendinganna. „Mér finnst félagafrelsi
verða talsvert undir í íþróttum, ekki síst
varðandi þetta mál, og reyndar líka
vegna þessa gjalds sem byrjað er að
taka fyrír félagaskipti viða“, sagði Gísli.
Gísli sagði að menn mættu samkvæmt
lögum vera í félagi hvar sem er, óháð
þjóðerni og sér þætti gróft að útiloka
menn frá keppni, vegna þjóðernis síns.
„Að vísu verða menn að fá heimild frá
íþróttasambandi Islands til að leika í
keppni, og ég veit reyndar ekki hvort
það rekst á við þessa ákvörðun KKÍ, en
það kann að vera. Þá er spurning hvort
nær lengra, lög ÍSÍ, eða sérsamband-
anna. í lögum ÍSÍ er t.d. búsetuskilyrði,
í 6 mánuði. - Mér finnst þetta satt að
segja allt mjög vafasamt hjá Körfuknatt-
leikssambandinu. Ég benti þeim á á
sínum tírtia, að ef þeir ætluðu með þetta
í gegn, yrði þetta að vera ansi vel orðað,
og mér sýnist að þeir hafi ekki vandað
sig nógu vel. -Það á ekki að vera hægt
að útiloka menn frá keppni á þeim
grundvelli að þeir séu útlendingar“,
sagði Gísli.
„Það að menn megi ekki taka þátt í
íþróttum, sem eiga að vera af hinugóða,
verður að vera byggt á einhverju stærra
eða meira en að af sökum þjóðemis sé
■ Gísli Gíslason: „Tel málið vafa-
samt hjá KKÍ“
í nægilega mörg ár, en ákveðinn tími frá
því hann gifti sig hér er ekki liðinn.
Þegar hann er liðinn, er ekkert því til
fyrirstöðu að hann fái ríkisborgararétt."
„Afstaða félaganna í úrvalsdeildinni
til Websters er fáránleg, svo ekki sé
meira sagt. Þeir hugsa bara um eigið
skinn, og það hvarflar ekki að þeim hvað
okkur vantar sárgrætilega miðherja í
landsliðið. Webster er maður sem gæti
skipt sköpum hjá okkur í því, því
landsliðið hefur engan mikilhæfan mið-
herja sem stendur."
Einar Bollason sagði að tillögunni,
sem segir að leikmenn í íslandsmótum
skuli vera íslenskir ríkisborgarar hafi
verið troðið í gegnum ársþingið til að
koma í veg fyrir að tveir menn fengju að
spila hér, þeir DeCarsta Webster og
Stewart Johnson,“ sem báðir eru giftir
íslenskum konum, og eiga íslensk börn
og eru búsettir hér á landi. En andi
laganna eins og upphaflega átti að setja
þau fram var að stöðva launaða atvinnu-
menn í körfuknattleik á íslandi, vegna
þess að félögin stóðu ekki undir þessu
fjárhagslega."
„En við munum berjast í þessu máli,
okkur finnst þetta hróplegt ranglæti,
sem á ekki að viðgangast, og við munum
leita allra leiða í þessu, þetta er ósann-
gjarnt gagnvart Webster, sem býr hér og
vinnur hér og greiðir hér sína skatta, og
þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum
sem kynnu að lenda í svipaðri aðstöðu
síðar“, sagði Einar Bollason. -SÖE
Hilmar var bestur
— á Tékk-kristalmótinu í golfi
- Frá Þórði Pálssyni í Keflavík:
■ Hilmar Þorbjörnsson GS sigraði í
meistaraflokki karla á Tékk-kristalmóti
Golfklúbbs Suðurnesja sem haldið var
um síðustu helgi. Gamli jaxlinn Þor-
bjöm Kjærbo fylgdi honum fast eftir, og
annar gamall jaxl, Sigurður Albertsson
varð þriðji. Tékk-kristall gaf öll verðlaun
til mótsins, og ungfrú ísland, Unnur
Stcinsson afhcnti verðlaunin.
Úrslit urðu þessi í hinum ýmsu flokkum:
Meistaraflokkur karla:
1. Hilmar Björgvinsson, GS ..........77
2. Þorbjörn Kjærbo, GS.................80
3. Sigurður Albcrtsson, GS.............82
1. flokkur karla:
1. Skúli Skúlason, GH..................80
2. Þorsteinn Geirharðsson, GS .........81
3. Rúnar Kjærbo, GS ...................81
2. flokkur karla:
1. Ragnar Magnússon, GN ....... 84
2. Hafsteinn lngvason, GS............84
3-4. Rúnar Gunnarsson. GS .............85
3-4. Rúnar Valgeirsson, GS ............85
3. flokkur karla:
1. Logi Þormóðsson, GS ..................83
2. Elías Kristinsson, GS ................87
3. Grétar Grétarsson, GS ................88
Kvennaflokkur:
Með furgjöf:
1. Hildur Þorsteinsdóttir, GK ...........78
2. Kristín Sveinbjörnsdóttir, GS.......81
3. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, GS ... 87
Án forgjafar:
1. Guðfinna Sigþórsdóttir, GS........ 94
2. Hanna Aðalsteinsdóttir, GK .... 102
3. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK ......... 104
-TóP/SÖE
Ráðstefna
um launamál kvenna
á vinnumarkaðinum haldin í Félagsheiníilinu á Seltjarnarnesi,
laugardaginn 24. september kl. 9.00.
2.
3.
Formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna
Kristín Guðmundsdóttir setur ráðstefnuna.
Ráðstefnustjóri: Kristín H. Tryggvadóttir
Kl. 9.05—11.45: Erindi
1. Kristinn Karlsson, félagsfræðingur
Launamisrétti kynjanna i Ijósi félags-
fræðinnar.
Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur
Helstu niðurstööur vinnumarkaðskönn-
unar Framkvæmdastofnunar viðvíkjandi
launamálum kvenna.
Björn Björnsson, hagfræðingur A.S.Í.
Hversu ákvaröandi er eftirvinna, bónus,
yfirborganir eða önnur hlunnindi í kjör-
um kvenna i samanburði við karla á
vinnumarkaðinum? — Á aö viðhalda
bónuskerfinu eða fara nýjar leiðir?
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur
V.S.Í.
Viðhorf vinnuveitenda til launamisréttis
kynjanna. Hvað er til úrbóta?
10. mín. kaffihlé.
Kona i frystihúsi: Aðalheiður Franz-
dóttir, B.Ú.R.
Vinnan og kjörin í frystihúsinu.
Láglaunakonan: Ragnhildur Vil-
hjálmsdóttir, V.R.
Að lifa af lægstu laununum.
Ragna Bergmann, formaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður
Hjúkrunarfélags islands
Er skýringa að leita á launamismun
kvenna og karla vegna aðildar að kyn-
greindum stéttarfélögum?
Sigrún D. Elíasdóttir, formaður Al-
þýðusambands Vesturlands
Hvað hefur verkaiýöshreyfingin gert til
að koma á raunverulegu launa- og
kjarajafnrétti kynjanna? — Hvað er til
úrbóta?
4.
5.
6.
7.-8.
9.
10. Ester Guðmundsdóttir, formaður
Kvenréttindafélags íslands
Hvernig er hægt að ná fram iaunajafn-
rétti milli kynja á vinnumarkaðinum?
11. Erna Indriðadóttir, fréttamaður
Getafjöimiðlargegnt hlutverki I aö uþþ-
ræta launamisrétti kynjanna?
Kl. 11.45—12.30
Fyrirspurnir og umræður
Kl. 12.30-
Matarhlé
-13.45
Kl. 13.45—15.30
Pallborðsumræður og fyrirspurnir um viöhorf og
stööuna í iaunamálum kvenna.
Stjórnandi: Jóhanna Sigurðardóttir, alþm.
Þátttakendur:
1. Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir, form. Starfs-
mannafélagsins Sóknar
2. Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í.
3. Einar Árnason, lögfræðingur V.S.Í.
4. Guöríður Þorsteinsdóttir, fyrrv. framkvstj.
B.H.M. og form. Jafnréttisráðs.
5. HrafnhildurSiguröardóttir, fulltrúi., Varafor-
maður S.Í.B.
6. Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B.
7. Þorsteinn Geirsson, formaður Samninga-
nefndar ríkisins
Kl. 15.30-
Kaffihlé.
Ki. 16.00-
Umræður.
-16.00
17.30
Ráðstefnuslit um kl. 17.30.
Ráóstefnugjald 250 kr.
(innifalið m.a. léttur hádegisveröur og kaffiveitingar)
Fjölmennum og leitum leiða til að upprceta
launamisrétti kynjanna.
Samband Alþýðuflokkskvenna
Snjóruðningstæki:
Framleiðum snjóruðnings-
tennur fyrir vörubíla og
dráttarvélar. Pantanir þurfa að
berastsem fyrst svo hægt
verði að afgreiða
þær fyrri part vetrar
StálIækni sf.
Síðumúla 27, sími 30662