Tíminn - 01.10.1983, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
2
fréttir
„Dauði
H.C. And-
ersens”
— flutt á mánu-
dag
■ Ámánudaginnkemurkl. 22:35 verð-
ur flutt útvarpsleikritið „Dauði H.C.
Andersens" eftir Jan Guðmundssen í
þýðingu Nínu Bjarkar Árnadóttur
Leikritið fjallar um síðustu stundir
H.C. Andersens. Hann rifjar þar upp
liðna ævi, þar á meðal kynni sín af
sænsku söngkonunni Jenny Lind.
Upptakan er ekki síst athyglisverð
fyrir frábæra túlkun Þorsteins Ö. Step-
hensens á aðalhlutverkinu, en auk hans
koma fram: GuðrúnStephensen, Kristín
Anna Þórarinsdóttir og Jón Sigurbjörns-
son. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnars-
son, sem leikur nú sjálfur H.C. Ander-
sen í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á
leikriti P.Ó. Enquists „Úr lífi ánamaðk-
anna“
Leikritinu var áður útvarpað 1972.
- BK
Sam vinnuferðir
gera nýjan
„sumarhúsa-
samning”
fyrir næsta
sumar:
Fá 80 hús
til afnota
■ Samvinnuferðir-Landsýn hefur nú
undirritað nýjan samning við Spurthuis
Ccntrum, eigendur sumarhúsanna í
Eemhof og Kempervennen í Hollandi.
Hljóðar samningurinn upp á um 15
milljón króna viðskipti og munu íslend-
ingar hafa til afnota 80 sumarhús í
Hollandi á árinu 1984.
„Að jafnaði munu því um 400 íslend-
ingar dvelja í húsunum í einu næsta
sumar og um 3.600 manns í heild á öllu
árinu. Er hér um verulega aukningu að
ræða frá síðast liðnu sumri, en þá voru
að jafnaði 35 hús setin fslendingum
hverju sinni. Uppselt var í allar ferðir
sumarsins," segir í frétt frá Samvinnu-
ferðum-Landsýn.
Þá segir að sú nýbreytni verði tekin
upp í vetur að ferðirnar verði seldar
strax í oktober á sama verði og gilti í
sumar: „Fögnum við því, að geta mætt
erfiðu árferði í efnahagsmálum með jafn
hagstæðum magnsamningum og raun
ber vitni,“ segir í fréttinni.
Ferðaskrifstofan mun í vetur gangast
fyrir samkeppni meðal almennings um
nýtt nafn á húsin sem nefnd hafa verið
„Sumarhús í Hollandi“. „Húsin eru
annað og meira en það sem við íslend-
ingar köllum „Sumarbústað" eða
„sumarhús, auk þess sem þau eru opin
allan ársins hring,“ segir í frétt ferða-
skrifstofunnar.
í samkeppninni er óskað eftir einu
góðu orði sem stendur ekki aðeins fyrir
húsin sjálf og gæði þeirra, heldur einnig
það sém einkennir fjölskyldudvöl og
annað sem umhverfi húsanna hefur upp
á að bjóða. Fyrstu verðlaun í samkeppn-
inni verða 3ja vikna dvöl fyrir alla
fjölskylduna í „sumarhúsi" í Hollandi á
sumri komanda.
Ævisaga Eysteins Jónssonar:
Medal bóka á jólamarkaði
■ Meðal jólabókanna í ár, verður
ævisaga Eysteins Jónssonar fyrrverandi
ráðherra og formanns Framsóknar-
flokksins, og samkvæmt því sem segir í
frétt frá fórlaginu Vöku, sem gefur
bókina út, munu í henni koma fram
margvíslegar nýjar upplýsingar um
íslensk stjórnmál síðustu áratugi og
skoðanir Eysteins á mönnum og málefn-
um sem tengst hafa löngum ferli hans á
stjórnmálasviðinu.
Það er annar fyrrverandi ráðherra,
sem skrifað hefur bókina, Vilhjálmur
Hjálmarsson.
í þessum fyrrihluta minningaogstarfs-
sögu Eysteins Jónssonar eru kreppuárin
og stríðsárin fyrirferðarmikil, margvís-
■ Guðmundur jaki safnaði ekki mörgum undirskriftum þann tíma sem við
stóðum við, en hann var drjúgur að spjalla við þá sem á vegi hans urðu. Hér
ræðir hann við Björgólf Guðmundsson stjornarformann Hafskips.
VERKALÝÐSLEIÐTOGAR
REKA ARQÐUR FYRIR
UNDIRSKRIFTALISTUM
■ í gær miili fjögur og
sex dreifðu helstu verka-
lýðsforingjar landsins sér
um stræti og torg höfuð-
staðarins og afhentu þeim
sem á ferli voru bæklinga
frá ASÍ, þar sem rekinn er
áróður fyrir undirskriftar-
söfnun verkalýðsfélaganna
með dæmum, frásögnum,
töflum og línuritum.
Á göngugötustubbnum í Austurstræti
höfðu tekið sér stöðu meðal annarra
Bjarni Jakobsson, Magnús L. Sveinsson,
Grétar Þorsteinsson, Benedikt og
Guðmundur J. Guðmundsson. Heldur
gekk þeim illa að ná til vegfarenda sem
flestir flýttur sér hjá, alls sinnulausir um
lífskjör sín. Þó stöldruðu margir við,
þáðu bæklinga og nokkrir skrifuðu undir
þann tíma sem Tímamenn voru á rölt-
inu. Svo voru aðrir sem rökræddu við þá
forkólfa og enn aðrir sem aldrei höfðu
heyrt minnst á bráðabirgðalög eða undir-
skriftarsöfnun.
Það var gaman í Austurstrætinu þrátt
fyrir að veður væri frekar svalt. Menn og
konur buðu fram framleiðslu sína í
miklum móð, smákökur, blóm og barm-
merki og þegar þeir ASÍ menn bættust í
hópinn var erfitt að komast um göngu-
götuna ósnortin af mannlegum sam-
skiptum. Hér á síðunni fylgja viðtöl við
nokkra vegfarendur sem þegið höfðu
bæklinga ög fróðleik af þeim ASÍ
mönnum.
-BK
leg stórmál og barátta á mörgum víg-
stöðvum, eftir því sem segir í frétt Vöku.
Þar segir jafnframt að Vilhjálmur leggi
■ Gunnar Þórólfsson trésmiður:
Þetta eru aðhaldsaðgerðir hjá ríkis-
stjórninni. Annað hvort verður að
draga saman í kaupinu, eða það
skellur á okkur atvinnuleysi.
■ Reynir Kjartansson húsasmið-
ur: Mér líst ekki nógu vel á þessa
undirskriftasöfnun. Eg vil harðari
aðgerðir.
■ María Kristinsdóttir, hjúkrun-
arfræðingur: Mér finnst þessar að-
gerðir ríkisstjórnarinnar eiga fullan
rétt á sér, því við verðum að reyna
að ná niður verðbólgunni en ég ætia
að skoða vel texta undirskrifta-
eyðublaðsins áður en ég ákveð
hvort ég skrifa undir það.
áherslu á, að sagan verði lifandi og
læsileg og hann kryddi því frásögnina
eftir föngum með sögum og minningar-
brotum. Er stefnt að því að bókin komi
út fyrri hluta nóvembermánaðar.
- AB
■ Gerður Torfadóttir, sóknarkona
á Grund: „Mér líst vel á undirskrift-
arsöfnunina, því að ég vil að við
fáum samningsrétt. Það eru sjálf-
sögð mannréttindi."
■ Frá undirrítun samningsins, sem gerir ferðskrífstofunni Ideift að selja ferðir
■ sumarhúsin á sama verði og í sumar næsta ár. Tímamynd GE
■ Þeir Vilhjálmur og Eysteinn skeggræða fortiðina í gönguferð um Ásvallagötuna. Það er margt að ræða frá löngum ferli
og því miðla þeir svo í ævisögu Eysteins sem væntanleg er frá bókaútgáfunni Vöku í haust.