Tíminn - 01.10.1983, Síða 7

Tíminn - 01.10.1983, Síða 7
LAUGARDAGUR 1. ORTÓBER 19R3 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Torsten Kroop var alveg kórrétt klæddur fyrir veislu drottningar. Ætli það séu margir jafnaldrar hans, sem hafa klæðst öðrum eins skrúða og það í fullri alvöru? Sýningin túkst með afbrigð- um vel og einhver skólafélaga Torstens kom ineð þá uppá- stungu, að einhverjum með- limi konungsfjölskvldunnar yrði boðið til að sjá hana. Díana prinsessa varð fyrir val- inu. Hún varð því miður aö afþakka gott boð, en bauð Torsten í staðinn til hinnar frægu garðveislu drottningar í sumar. Það boð þekktist Tor- sten með þökkum. Hann var svo mættur í London viku áður en veislan átti að fara fram, vel snyrtur og með pressaðan viðeigandi fatn- að í farangrinum. Þegar hinn stóri dagur rann upp, mætti Torsten við hlið Buekinghamhallar ásamt um 2000 öðrum spenntum gestum drottningar. Inni i garðinum stóðu gestgjafarnir og tóku í hendur gestanna, þeirra, sem til þeirra náðu. Sú náð féll nefnilega ekki þeim öllum í skaut. - Ég komst í 10 metra fjar- lægð frá drottningu, segir Torsten. - En þá koinu lífverð- ir frá Scotland Yard í veg fyrir tnig og ákváðu, að drottningin hefði þegar tekið í nógu margar hendur þann daginn. Þá fór ég í biðröð, sem vildi heilsa upp á Díönu prinsessu, en þar endur- tók sig sama sagan. Ég átti ekki langt ófarið, þegar Karl prins kom og leiddi hana inn í tjaldiö, það seni fjölskyldan og æðstu gestir ætluðu að neyta tesins síns. Ekki fór Torsten í fleiri bið- raöir. En þó að honum tækist ekki að komast í nánari snert- ingu en þetta, fullyrðir hann samt sem áður að hann hafí átt þarna góðan dag. Það varð ekki einu sinni til að eyðileggja ánægjuna fyrir honum, að hann varð fyrir því óláni í þessari fyrstu utanlandsferð sinni, að vera rændur öllum fjárntunum sínum; umboðsmenn listamanna bæði hér heima og erlendis og að kynna íslenska tónlist og flytj- endur sem víðast. Hvernig ætlið þið að standa að skipulagningu tónleikahalds? Við söfnum upplýsingum um fyrirhugaða tónleika í borginni og færum þær inn á töflu sem við hengjum upp hér á skrifstofunni, í ístóni við Freyjugötu og hjá FIH. Sú gróska sem verið hefur í tónlistarlífinu í borginni undan- farin ár hefur gert það að verkum að tónlistarviðburðir hafa stang- ast á, tvennir tónleikar sem vafa- lítið mundu laða til sín sama áheyrendahhópinn hafa verið haldnir á sama tíma, til tjóns fyrir bæði flytjendur og tónleika- gesti. Þetta viljum við koma í veg fyrir með því að gefa flyt- jendum kost á því að geta gengið á einum stað að töflu yfir tón- leika sem á döfinni eru, þannig að nauðsynleg samræming kom- ist á. Síðan höfum við upplýsing- ar um kostnað við tónleika á hverjum stað o.s.frv. Þið segið í fréttatilkynningu sem þið hafið sent út að þið ætlið að safna upplýsingum um kostn- að við tónleika, aðsókn, tegund þeirra og fjárhagsafkomu. Til hvers safnið þið slíkum upplýs- ingum? Við gerum það meðal annars mcð tilliti til þess að það á að fara að hefja byggingu tónlistar- húss í Reykjavík og þá er gott að svona upplýsingar liggi fyrir. Það hlýtur að auðvelda mönnum all- an undirbúning og hönnun að hafa tölur um þessa hluti og greiða fyrir því að húsið verði samræmi við raunverulegar þarf- rr flytjenda og tónleikagesta. Varla kemur þetta fyrirtæki til með að mala gull? Við búumst nú ekki frekar við að verða ríkar á þessu. Við verðum hér með opna skrifstofu frá 2-5, en við erum báðar í vinnu annars staðar. Við tökum eitthvað fyrir að skipuleggja tón- Jeika og þess háttar en vitum ekki ennþá hvað það kemur til með að kosta. Þetta verður allt að koma í Ijós. En það hefur verið svo mikið rætt um nauðsyn þess að koma svona þjónustu á fót svo að við ákváðum að láta reyna á það hvernig það gengi. - JGK fráwm erlent yfirlit ■ James Prior írlandsmálaráð- herra í bresku stjórninni vefst tunga um tönn þegar hann er beðinn skýringar á því hvernig það hafi getað átt sér stað að 38 fangar hafi getað brotist út úr Maze-fangelsinu. Það var um síðustu helgi að fangarnir sem allir eru í IRA og sátu inni fyrir morð og hermdarverk flúðu sam- tímis úr fangelsinu. Einn fanga- vörður var stunginn hnífi til bana og annar var særður með byssukúlu er hann var skotinn í höfuðið. Fangarnir voru vel vopnaðir þegar þeir brutust út og virtist lítil fyrirstaða. Þeir voru allir hafðir í haldi í sérstakri álmu sem álitin var örugg fyrir flóttatilraunum. í álmunni fund- ust birgðir skotfæra eftir að fang- arnir voru flúnir. Af þeim 38 föngum sem sluppu út eru 19 enn ófundnir og þeirra ákaft leitað af her og lögreglu. Fangelsin í Norður-írlandi virðast ekki þannig búin að þau haldi hermdarverkamönnum því flótti úr þeim hefur verið ■ Breskir hermenn handtaka ungan mann sem grunaður er um hermdarverk. Norður-írland: Fjöldaflóttinn getur orðið upp- haf nýrrar hryðjuverkaöldu tíður og er greinilegt að föngun- um berst hjálp utanaðkomandi aðila. Um fjöldaflóttann segja yfirvöld að fráleitt sér að fanga- verðir eða aðrir opinberir starfs- menn hafi aðstoðað fangana við flóttann. Það sem gerir norður- írsku hermdarverkamönnunum mögulegt að flýja úr ramm- byggðum fangelsum er hve ófyr- irleitnir þeir eru og svífast einskis til að öðlast frelsi. Flestir þeirra eru dæmdir í lífstíðarveru í fangelsunt svo að það er Iitlu að tapa þótt flótti mistakist. Þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna og líf gæslumannana er ekki mikils virði í þeirra augum. Um fjórðungur fanga í Norður-írl- andi afplánar lífstíðar fangelsis- dóma. Annars staðar í Bretlandi eru aðeins 5 af hundraði fanga dæmdir í lífstíðarfangelsi. í Maze fangelsinu sitja 850 fangar og af þeim hafa 250 hlotið lífstíð- ardóma. Maze fangelsið var reist um miðjan síðasta áratug og vel til þess vandað. Það er um 18 km norður af Belfast og tók við hlutverki Long-Kesh búðanna þar sem dæmdir hermdarverka- menn voru áður hafðir í haldi. Þar voru öryggismál öll í ólestri og flóttar tíðir, og skildu flóttamenirnir iðulega blóðslóða eftir sig. Það sem einkum vakti fyrir yfirvöldum með byggingu Maze-fangélsisins var að vista dæmda hermdarverkamenn með ótíndum afbrotamönnum. IRA hefur ávallt lagt á það mikla áherslu að herinn ætti í stríði við Breta og því væru hermdarverk þeirra stríðsaðgerðir. Þetta sjón- armið er ekki viðurkennt, heldur er farið með mál þeirra sem nást og dæmdir eru eins og hverra annarra morðingja og skemmd- arverkamanna. IRA mennkrefj- ast þess aftur á móti að farið sé með fanga úr þeirra hópi sem stríðsfanga, og farið að alþjóða- lögum samkvæmt því. Þetta sjónarmið harðneita Bretar að viðurkenna og er bygging Maze- fangelsisins liður í því að sýna fram á að hermdarverkamenn njóti engra annarra réttinda en aðrir glæpamenn. En hermdarverkamenri eru hafðir í sérstakri álmu þar sem öryggisgæsla er mun strangari en í öðrum hlutum fangelsisins og betur gætt af fangavörðum. En ekki er betur um hnútana búið en svo, að áður en fangelsið var tekið í notkun voru harðjaxlar úr breska hernum lokaðir þar inni og var hlutverk þeirra að brjótast út ef þeirgætu. Þaðgátu þeir, en ekki hefur verið upplýst hvernig. Nokkru eftir að nýja fangelsið var tekið í notkun tóku dæmdir hermdarverkamenn upp á því að ata klefaveggi saur og gerðu fangavörðum lífið leitt á ýmsan hátt. Meðal annars neituðu þeir að klæðast fangafötum, en vöfðu sig inn í teppi. Það var liður í þeirri kröfu að ekki væri litið á þá sem venjulega fanga heldur stríðsfanga. Mótmælin í Maze-fangelsinu náðu hápunkti er nokkrir fang- anna fóru í hungurverkfall sem fór þaning að tíu þeirra sveltu sig til bana. Þá var lagt mjög að breskum yfirvöldum að láta und- an og viðurkena handtekna IRA-menn sem stríðsfanga. Þau létu sig ekki en þetta uppátæki vakti gífurlega athygli um allan heim. í hópi þeirra fanga sem kom- ust undan um helgina eru hátt- settir foringjar í hinum ólöglega her. Margir þeirra hafa mörg morð á samviskunni, méðal ann- ars fjöldamorð sem þeir frömdu með sprengjukastí á fjölmenni. Aldrei áður hefur jafnmörgum IRA-mönnum, tekist að flýja samtímis úr prísund og úr Maze- fangelsinu s.l. sunnudag, en stundum hefur fámennari hóp- um tekist að sleppa úr fangels- um. 1981 tókst átta hermdar- verkamönnum að komast út úr Cumlin Road-fangelsinu í Belfast. Vopnum var smyglað inn til þeirra og tókst þeim að afvopna og binda fangaverði og komast undan á bílum sem biðu við fangelsisvegginn. Sama ár grófu þrír IRA-menn sig út úr Brixton-fangelsinu í London. Sá flótti sem hvað mesta athygli vakti var er fjorir ÍRA-menn sluppu út úr fangelsi í Dublin. Félagar þeirra tóku þyrlu traustataki, flugu henni inn í fangelsisgarð, þar sem IRA- mennirnir voru úti við, kipptu þeim upp í og flugu á brott. 1980 átti að endurtaka svipaðan leik í Hull, en mistókst. Fjöldaflóttinn úr Maze-fang- elsinu er meiriháttar sigur fyrir IRA. Það hefur verið að dofna yfir félagsskapnum og fólk er orðið dauðþreytt á sífelldum hermdarverkum og stríðsástandi og þráir heitast að ósköpunum linni. Innan IRA-hersins erbar- áttuandinn mjög að þverra. Sí- fellt fleiri IRA-menn gefa sig fram og með því að ljóstra upp um félaga sína eru þeim gefnar upp sakir ef þeir hafa ekki alvar- lega glæpi á samviskunni. Margir meðal þeirra sem flúðu úr Maze-fangelsinu um síðustu helgi voru einmitt teknir og dæmdir vegna lausmælgi fyrrver- andi félaga sinna. Líf uppljóstraranna eru nú i hættu því IRA-samtökin eru þekkt að öðru en því að taka svikara vettlingatökum. Ef einhverjum þeirra flótta- manna, sem ekki hefur tekist að handsama, tekst að forðast handtöku má búast við að ólög- legri herinn eflist á ný og herm- darverk færist í aukana. Þeir munu reyna allt sem þeir geta til að ögra breska hernum og fá hann til að sýna meiri hörku en verið hefur um hríð. En spum- ingin er hvort þeir fá almenning- sálitið með sér. Oddur Olafsson lc skrifar Wmf/l

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.