Tíminn - 01.10.1983, Side 8

Tíminn - 01.10.1983, Side 8
8 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofurog auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Vandi stjórnar- andstöðunnar ■ Eftir viku kemur þing saman og er líklega mörgum orðið mál að komast þar í pontu. Þegar eftir kosningar voru uppi háværar raddir meðal þingmanna um að kalla saman Alþingi í vor eða sumar, en meirihlutinn hlaut að ráða. Ljóst var að þörf var á að gera róttækan uppskurð á lasburða efnahagslífi og þoldi það mál enga bið. í stjórnarmyndunarviðræðunum kom glöggt fram að tveir öflugustu stjórnmáláflokkarnir höfðu einir þor til að axla þá ábyrgð sem nauðsynlegum efna* hagsráðstöfunum fylgdi. Smáflokkarnir höfðu hvorki getu né kjark til að horfast í augu við vandann, og síst sá þeirra sem lagði fram neyðaráætlun í efnahagsmálum til að geta talist marktækur í kosningabaráttunni. Deila má um hvort það hafi verið réttmæt ákvörðun eða ekki að verða ekki við kröfum þeirra sem vildu að Alþingi kæmi saman í voreða sumar. Það hefði litlu breytt í sambandi við framkvæmd efnahagsráðstafananna. Þær voru fram- kvæmdar með bráðabirgðalögum en studdar af styrkum þingmeirihluta. bau rök hafa komið fram, að brýnt hafi verið að kjósa embættismenn þingsins þegar eftir stjórnarmyndun, en það er löng hefð fyrir því að Alþingi er ekki kallað saman fyrr en 10. október og hefur ekki valdið vandkvæðum til þessa og gerir ekki enn. í vor voru uppi hugmyndir um að efna til annarra kosninga á þessu ári vegna breytinga á kosningalögunum og hefur krafan um sumarþing m.a. verið byggð á þeim vilja. En slíkt kom náttúrlega ekki til greina eins og á stóð í efnahagsmálum. Illdeilur og átök hefðu ekki leitt til annars en glundroða og frestun þjóðnauðsynlegra ráðstafana með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er því réttmæt ákvörðun og eðlileg að hefja þinghald á venjubundnum tíma. Farið er að rofa til í efnahagslífinu og nokkur stöðugleiki að komast á eftir að þjóðinni hefur verið bjargað undan stærri verðbólguhol- skeflum en nokkru sinni hafa yfir hana gengið. Störf Alþingis í vetur munu á margan hátt bera annan svip en undanfarin ár. Þingflokkum hefur fjölgað um tvo og er þess að vænta að einhverra nýrra sjónarmiða gæti í þingsölum. En hver áhrif nýju flokkanna verða leiðir tíminn einn í ljós. Vafalaust munu stjórnarandstæðingar veitast harkalega að þeim aðgerðum sem í bráðabirgðalögunum frá því í vor felast, enda heimtuðu þeir sumarþing til að rífast um þau mál. En eftir þann góða árangur í baráttunni við verðbólguna sem ráðstafanirnar hafa leitt til,verður þeim erfiðara um vik að leggjast gegn þeim. Nema þeir óski að hverfa til fyrra ástands og magna upp kolvitlaust vísitölukerfi og skrúfa upp víxlgang launa og verðlags öllum til tjóns. Það sem einkum mun setja annan svip á þingið núna en verið hefur, er að þess er vart að vænta að stjornarandstaðan og einstakir þingmenn leiki það, að leggja fram hinar fjölbreyttustu tillögur sem fela í sér aukin ríkisútgjöld til að ganga í augun á kjósendum eða einstökum þjóðfélagshópum. Að sama leytinu verður það tæpast vænlegt til almennings- hylli að skreyta sig með yfirboðum og flottheitum á kostnað ríkissjóðs. Allur almenningur er þess vel vitandi, að ríkisútgjöld verða skorin verulega niður og í fjárlögum og lánsfjárlögum verður ekkert svigrúm til að mæta óskalistum, hvorki þingmanna né annarra. Oll áhersla verður lögð á að halda atvinnuvegunum og ríkisstofnunum gangandi og standa við þær skuldbindingar sem lög mæla fyrir um og aðhalds gætt í hvívetna. Þetta vita stjórnarandstæðingar á þingi ekki síður en aðrir og hljóta að haga málflutningi sínum samkvæmt því, þar sem það mun hvorki vekja traust né verða vænlegt til lýðhylli að ávísa framfaravilja sínum á ríkissjóð. Það mun heldur ekki vekja tilætlaða hrifningu hjá þeim stóra og þolinmóða hópi þar sem skattgreiðendur eru. Stjórnarandstöðunni er því nokkur vandi á höndum. Hún mætir úrræðalaus til þings en mun gagnrýna allt, sem gert er þjóðinni til bjargar, en efalaust mun bylja hátt í henni. OÓ skrifað og skrafað Kvennamál ■ Mörgum finnst að konur séu að skapa sér sérstöðu með því að hasla sér völl á mörgum þeim sviðum sem karlar hafa áður ráðið. Það er álitamál hvort konurganga of langt eða of skammt í þessum efnum og verður hver og einn að fá að hafa sína skoðun í friði hvað því við- kemur. Leikkona er tiltölu- lega nýtt fyrirbæri í norður- evrópskum menningarheimi. Því var þannig varið að ekki þótti við hæfi að konur léku listir sínar á fjölunum og þau kvenhlutverk sem körlunum þóknaðist að hafa með í leikritum sínum voru leikin af körlum. Þetta hefur breyst sem bet- ur fer enda flestum körlum þannig varið að þeim þykir meira augnayndi að horfa á leikkonur en leikkarla og sakna síður en svo þeirrar venju, að setja stráka í pils til að fara með kvenhlutverk. Nú er í bígerð að koma á fót kvennaleikhúsi hérlendis og láta þær pilsklæddu ekkert á sig fá þótt einhver kunni að sveia við svoleiðis, og þeir karlfuglar sem hafa dálæti á kvenfólki munu ekki láta sig vanta þegar kostur gefst á að horfa á og hlýða á glæsilegar og menntaðar leikkonur iðka list sína. Inga Bjarnason er meðal törvígismanna kvennaleik- hússins. í Helgarpósti birtist mikið viðtal við hana um þessa helgi og víkur hún þar m.a. að kvennaleikhúsi og eru eftirfarandi brot úr við- talinu: „Ef við skoðum söguna sjáum við að flest leikrit eru skrifuð af körlum og þau lýsa heiminum frá sjónarhóli karla. Það eru mjög fáar konur sem hafa skrifað klass- ísk leikrit, það er helst á síðustu árum sem þær hafa sent frá sér leikverk. Þar við bætist að um 80% af leikhlut- verkum eru karlhlutverk, en 60% af íslensku leikarastétt- inni eru konur. Leikritin sýna allt of einhæfa mynd. Að mínum dómi á leikhúsið að vera spegill samtímans og það dugar ekki að láta karl- ana eina um að lýsa tilfinn- ingum kvenna, þó að margir og merkilegir höfundar hafi auðvitað gert það vel. Við vilum örva konur til að skrifa leikrit og semja tónlist. Þó að sumir karlar segi reyndar að konur geti ekki skrifað lag- línu, trúi ég því ekki. Við viljum stuðla að því að listakonur úr mismunandi greinum vinni saman og síð- an ætlum við leikkonurnar að koma verkinu á framfæri á okkar hátt. Ég fór fyrst að hugsa um kvennaleikhús fyrir nokkrum árum þegar ég vann í leikhúsi úti í Bretlandi, nánar tiltekið í Cardiff. Þá kom þangað 50 kvenna leikhópur sem kallar sig Spiderwomen frá Banda- ríkjunum. Það gustaði um leikhúsið við komu þeirra. Svo fór ég að ræða þetta við Sólveigu Halldórsdóttur leik- konu, en við höfum unnið mikið saman, bæði hér heima og í Bretlandi. Kvenna- leikhús er nokkuð sem ég hef ætlað mér að setja á stofn iengi og nú er loksinskomið að framkvæmdum“. Miklu síðar: „Það skapar alltaf tog- streítu að berjast á mörgum vígstöðvum í einu, en ein- hvern veginn gengur það, þetta er það sem við konur höfum löngum búið við, að þjóna mörgum herrum. Ég hef alltaf barist fyrir því að vera sjálfstæður einstaklingur og standa fyrir mínu, en hin hlutverkin toga líka í mig. Þetta sumar hefur reyndar verið mjög merkilegt fyrir mig, það hefur fært mér nýja reynslu. Það byrjaði mcð því að ég las Öskubuskukom- plexinn eftir Collette Dowling, en sú bók fjallar einmitt um þessa togstreitu margra kvenna. Þar fann ég ótrúlega margt líkt með skyldum. Síðan fór ég í kvennaferð til Parísar með hópi af hressum konum og það var aldeilis frábært. Svo hámaði ég í mig andlegt fóð- ur með 100 konum á kvennaráðstefnu að Búðum á Snæfellsnesi í byrjun sept- ember og þar sýndi kvenna- leikhúsið forleik að því sem koma skal. Nú er komið að því að stofna kvennaleikhús- ið formlega. Ég hef kynnst mörgum konum í sumar sem mér fannst ég eiga margt sameiginlegt með og það er bæði hollt og nauðsynlegt eftir að hafa hrærst í lista- mannakreðsum árum saman". Ekki mikii hækkun „Alþýðublaðið birtir fréttaviðtal við Jón Helgason landbúnaðarráðherra um nýtt búvöruverð: „Ég vona að mjólkur- vörurnar hækki sem næst um 4%, ég get þó ekki fullyrt hvort þær fari aðeins upp fyrir það. Kjötið hækkar nokkru meira vegna slátur- kostnaðarins, en ég geri mér þó vonir um að það lækki eitthvað frá því bráðabirgða- verði sem nú er í gildi“, sagði Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Á laugardaginn tekur nýtt búvöruverð við og fundar nú sexmannanefndin stíft. Jón sagði að í væntanlegum bú- vörugrundvelli kæmi til frá- dráttar niðurfelling á sölu- skatti vegna vinnuvéla, sér- stök aðstoð við bændur frá í sumar og svo kæmi vaxta- lækkunin til með að hafa töluverð áhrif á vinnslu- og dreifingarkostnaðinn. Hann var spurður að því hvort ekki væri útlit fyrir mun minni útflutningsþörf á næsta ári með því að byrðar yrðu í lágmarki vegna kindakjöts- útsölunnar. „Það er áætlað að slátra í mun minna mæli en í fyrra og útlit er fyrir að megnið af gamla kjötinu seljist. Þannig að ég býst við að þörf verði fyrjr nokkru minni útflutn- ingi á næsta ári. En þetta liggur þó ekki ljóst fyrir á þessari stundu, hversu þörfin verður endanlega mikil. En við erum að huga að nýjum leiðum varðandi útflutning- inn og vorum t.d. að flytja út nýtt kælt kjöt til Danmerkur, en það gekk ágætlega og fæst um 20% hærra verð fyrir þetta kjöt. Flutnignskostnað- urinn er þó nokkru hærri en ýmislegt annað kemur á móti, þannig að þetta dæmi liggur ekki endanlega fyrir", sagði Jón. r Islenski fáninn á borðum Álit flugmálastjóra er uppistaða í frétt DV í gær, um utanlandsreisur opin- berra starfsmanna: Það er álit flugmálastjóra að draga megi verulega úr utanferðum opinberra starfsmanna án þess að það komi að sök. Sjálfur hefur hann fækkað utanferðum starfsmanna Flugmálastjórn- ar um helming frá því hann tók við embætti. „Islenska ríkið tekur þátt í allt of mörgum alþjóðlegum ráðstefnum og stundum virð- ist mér eins og við séum að rembast við að vera ekki minni en meginlandsþjóðirn- ar á þvf sviði,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri í samtali við DV. „Við megum ekki gleyma því að önnur lönd hafa sameiginleg landa- mæri og því kostnaðarminna að ferðast á milli. Sérstaða okkar er mikil vegna fjar- lægða og er mér ekki grun- laust um að oft myndi gera sama gagn að senda borðfána á alþjóðlegar ráðstefnur.“ Flugmálastjóri sagði að yfirlett væri þarflaust að senda fleiri en tvo á sömu ráðstefnuna, 5-10 manna sendinefndir væru bruðl - og hvað þá alla leið til Indlands. Sér hefði fundist sem opin- berir embættismenn litu oft á utanferðir og ráðstefnuset- ur sem nokkurs konar launa- uppbót og væri þar að sjálf- sögðu um mikinn misskilning að ræða. Einnig væri ljóst að ráðstefnugarpar ynnu ekki störf sín hér heima á meðan þeir væru erlendis, nokkrir dagar færu í undirbúning og jafnvel jafnmargir dagar í það að koma sér heim. í raun og veru eru það aðeins þrír íslenskir aðilar sem nauðsynlega verða að taka þátt í reglubundnu al- þjóðasamstarfi en það eru, eðli málsins samkvæmt, utanríkisþjónustan, Póstur og sími, vegna fjarskipta, og svo Flugmálastjórn," sagði Pétur Einarsson. „Á þessum sviðum gilda engin landamæri."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.