Tíminn - 07.10.1983, Síða 1

Tíminn - 07.10.1983, Síða 1
Dagskrá rlkisf|ölmidlanna — SJá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAD! Föstudagur 7. október 1983 232. tölublað - 67. árgangur Sidumúla 15-Posthólf 370Reykjavík-Ritstjorn86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Skráningu umferðarslysa ábótavant hér á landi? ÞREFALT FLEIRI SLASAST EN OPINBERAR SKVRSLUR SEGJA! — samkvæmt nýrri könnun Bjarna Torfasonar læknis á Borgarspítalanum ■ Margfalt fleirí slasast í um- ferðaislysum hér á landi en fram kemur í skýrslum Umferðarráðs þar að lútandi, að því er fram kemur í viðamikilli könnun sem gerð hefur verið af Bjama Torfa- syni lækni á Borgarspítalanum og hann skýrði frá á Norrænu umferðarslysaþingi sem nýlega var haldið hér á landi. Arið sem Bjami kannaði komu t.d. á Slysadeild Borgarspítalans 988 manns með meiriháttar meiðsl eftir umferðarslys (á svæði Slysa- deildar býr um helmingur þjóð- arinnar) en skýrslur Umferðar- ráðs sögðu þá 262 hafa hlotið meiríháttar meiðsl í umferðar- slysum á öllu landinu, eða aðeins rúmlega fjórðung þeirra sem komu á Slysadeild. í skýrslum Slysadeildar Borg- arsþítalans árið 1975 komst Bjarni að því að þangað höfðu þá komið 1.882 sem slösuðust eða létust í umferðarslysum það ár, sem var 6,4% allra sem þangað leituðu. Af þeim reynd- ust 988. vera með nieiriháttar meiðsl eins og fyrr segir, en 894 með minniháttar meiðsl. Skýrsl- ur Umferðarráðs sögðu alls 707 hafa slasast eða látist á öllu landinu það ár, þar af 262 með meiriháttar meiðsl en 412 með minniháttar. Mun fleiri virðist því vanta á skýrslur Umferðar- ráðs af þeim sem slösuðust alvar- lega en af þeim sem sluppu. í könnun Bjarna kom m.a. fram hve gífurlega mikið er um slys á ungu fólki (15-19 ára), sérstaklega karlmönnum. Aldr- að fólk og ungir karlmenn urðu fyrir hlutfallslega alvarlegri meiðslum en aðrir vegfarendur. Af þeim 1.882 er komu á skýrslur Slysadeildar árið 1975 voru 442 bifreiðastjórar, 630 farþegar af ýmsu tagi, 353 fótgangandi, 305 hjólreiðamenn og 130 ökumenn bifhjóla. Þess má geta að þótt 305 slasaðir hjólreiðamenn kæmu á Slysadeild umrætt ár komust aðeins 22 slasaðir hjól- reiðamenn á skýrslur Umferðar- ráðs yfir allt landið. Af þeim er slasast í umferð- arslysum er oftast um alvarleg slys að ræða meðal fótgangandi fólks. í þeim hópi vegfarenda þurftu 20% að leggjast inn á sjúkrahús. Hlutfall vélhjóla- manna var litlu lægra eða 19% slasaðra. Þá kom í Ijós að jafn hátt hlutfall slasaðra hjólreiða- manna og þeirra sem slösuðust í bílum, þurftu á sjúkrahúslegu að halda, eða 9% í hvorum hóp, það er 91 af 929 ökumönnum og farþegum í bílum, og 29 af alls 345 hjólreiðamönnum og farþeg- um á reiðhjólum. Bjarni valdi könnunarár svo langt aftur í tímann til að geta jafnframt komist að því hvernig þeim 214 sem leggjast þurftu á sjúkrahús vegna umferðarslysa árið 1975 hefði reitt af 5 árum síðar. Kom í ljós að u.þ.b. helmingur þeirra bar ennþá var- anleg mein eftir slysið, þ.e. fundu til meiri og minni verkja við störf, en um þriðjungur þjáð- ist einnig af verkjum í hvíld. Langsamlega flestir stunduðu þó fulla vinnu. Um tveir tugir, eða um 10% þeirra sem lagðir voru á sjúkrahús, höfðu hlotið misjafnlega skerta starfsgetu og rösklega fjórðungur taldi sig bera varanleg Iýti af völdum slyssins. -HEI Sjá nánar bls. 4-5 HALLINN Á EDDU UM EIN MILUÓN BAN DARÍKJ ADALA? — Leiga skipsins og olíu kaup ákveðin í dollurum sem hafa styrkt mjög stöðu sína á þessu ári ■ „Það iiggur ekki endanlega fyrir hversu hallinn á rekstri Eddu í sumar var mikill, en það er nokkuð Ijóst um hve háa upphæð er að ræða,“ sagði Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri Farskips hf. í samtali við Tímann, er hann var spurður hve mikill halUnn á rekstri Eddunnar hefði verið, en Einar sagðist ekki geta gefið upp hve mUdl upphæð þetta væri, á þessu stigi. Tíminn hefur hins vegar haft fregnir af því að hallinn á rekstri skipsins í sumar sé í kringum ein milljón dollara, og því séu forráðamenn Eim- skips og Hafskips, móðurfyrir- tækja Farskips nokkuð tvístíg- andi um það hvort þeir eigi að haida áfram rekstri á Eddu •næsta sumar. Einar sagði að meginuppi- staðan í hallarekstrinum væri tilkomin vegna þess að skipið hefði verið leigt í dollurum og öll olíukaup færu einnig fram í dollurum, en dollarinn hefði stöðugt styrkt stöðu st'na gagn- vart Evrópugjaldmiðlum. Nefndi Einar sem dæmi að sterkasti gjaldmiðill Evrópu, vesturþýska markið, stæði nú 11 prósentum verr gagnvart bandarískum dollar, en það hefði gert fyrir einu ári. „t>ar sem allar okkar tekjur eru í Evrópugjaldmiðlum, þá eru þessar upphæðir fljótar að verða stórar, vegna slíks gengismunar." Aðspurður um hvort hann teldi líklegt að Farskip ræki Edduna áfram næsta sumar, sagði Einar: „Það eru frekar líkur á að svo yerði en ekki. Fað er hins vegar ákaflega erfitt að segja til um það á þessu stigi." -AB ■ Einhvern tíma hefur mátt horfa yfir Viðey og Sundin úr þessu braki, sem nú prýðir norðurströnd Reykjavíkur og gerir útsýnið til Viðeyjar og Esjunnar skemmtilegra og Ijölbreytilegra. - BK Tímamynd Róbcrt. Hafnafjardarhöfn: KVIKNAEH í BflT ÚT AF LOGSUÐU ■ Klukkan rúmlega 14:00 í gær var slökkviliðið í Hafnarfirði kallað út að Óseyrarhöfn þar sem hafði kviknað í bát, Þor- steini GK 16. í bátnum, sem var að bíða eftir plássi í slipp, voru menn að logskera í gangi undir brúnni, stjórnborðsmegin, og er talið að kviknað hafi í út frá neistaflugi. Logaði glatt í göngum og stakkageymslu, en mönnum tókst að loka dyrum að vélarúmi og upp í brú. Fimmtán menn únnu við slökkvistafið og lauk því um kl. 14:40. Miklar skemmdir urðu á ganginum, eld- húsi og setustofu. Sprengihætta var mikil þar sem, unnið var með súrefnis- og gaskúta, og var enn vakt við skipið í gærkvöldi. Laust fyrir kl. 18:00 var slökkviliðið kallað út, og nú logaði í „ónýtu“ húsi, Stekk. Engar skemmdir urðu, en tals- verður reykur. Talið er að börn hafi kveikt í húsinu. GSH/BK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.