Tíminn - 07.10.1983, Síða 4
4
KÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983
fréttir
„KOM A ÓVAKT HVAD
VANDAMAUÐ ER MIKUI
STÆRRA EN TflllÐ VAR”
— Rætt vid Bjarna Torfason, lækni, um könnun hans á
skýrslum Slysadeildar Borgarspítalans
■ „Fyrst og fremst kom mér á óvart
hve vandamálið er miklu stxrra en talið
hefur verið og hve unga fólkið er í
miklum meirihluta þeirra sem slasast í
umferðarslysum. Einnig kom á óvart
hve afleiðingar slysanna eru miklar og
langvarandi og í framhaldi af því hve
menn eru harðir af sér og stunda vinnu
þrátt fyrir verki og þjáningar“, sagði
Bjarni Torfason læknir á Borgarspítal-
anum erTíminn spurði hann hvað einna
helst hafi komið honum á óvart við
athugun sína á skýrslum Slysadeildar
Borgarspítalans yfir slasaða í umferð-
arslysum. Eins og fram kemur annars-
staðar komst Bjarni að því í samtölum
og bréfaskriftum við þá sem þurftu á
sjúkrahús vegna umferðarslysa árið
1975, að helmingur þeirra báru cnn
varanleg mein eftir slysið, fimm árum
eftir að það atti sér stað. Könnun Bjarna
er sú víötækasta sem gerð hefur verið
hér á landi og munu niðurstöður hennar
koma út í bók bráölega í samvinnu við
Landlæknisembættið.
Tíminn spurði Bjarna jafnframt hvað
hann teldi að verða mætti til úrbóta í
baráttunni við að fækka umferðarslys-
um.
„Ég held að vinna ætti miklu meira að
fræðslu og beina henni jafnframt meira
að þeim sem of lítið hefur verið sinnt til
þessa, þ.e. ungu fólki, gangandi vegfar-
endum og hjólreiðafólki. Ökukennslu
bifreiðastjóra þarf að bæta, lögleiða
notkun bílbelta bæði í fram og aftursæti
- því það er jafn hættulegt að sitja aftur
í bíl og framí - og taka upp kennslu í
slysafræði til prófs í grunnskólum.
Vegna mjög tíðra slysa á 15 ára vélhjóla-
mönnum tel ég að færa eigi lágmarksald-
ur til aksturs vélhjóla upp um eitt ár
a.m.k. og hefja vélhjólakennslu.
Fyrir þá sem eru á reiðhjólum tel ég
að lögleiða eigi hjálmnotkun því m.a.
■ Slysahætta vegfarcnda sem ekki eru í bílum er mjög mismunandi eftir árstímum. Árið 1975 voru slasaðir í þessum hópi
837 af alls 1.882 sem slösuðust í umferðarslysum. Á myndinni sáum við hvernig þeir skiptast eftir einstökum mánuðum
ársins. Þannig kom enginn slasaður reiðhjólaökumaður á Slysadeild í janúar, í kring um 20 mánuðina mars og apríl og
komust upp í um 60 í maí og yfir hásumarmánuðina. Slys á gangandi vegfarendum voru flest í mars og september, en fæst
í júní. _______________________________
■ Bjarni Torfason læknir, sem gert
hefur stærstu könnum sem gerð hefur
verið á umferðarslysum hér á landi.
Tímamynd: GE.
kom í ljós að meiðsl á höfði eru lang
algengust meiðsla hjá hjólreiðafólki.
Janframt þyrfti að hækka aldursmörkin
fyrir þá sem mega vera á reiðhjólum í
umferðinni. Gangandi vegfarendum
þarf að gera auðveldara að ferðast án
þess að þurfa sífellt að fara yfir akbraut-
ir. í öðrum löndum má víða sjá skipulag
þannig að gangandi fólk getur komist
leiðar sinnar án þess að þurfa stöðugt að
krossa umferðaræðar. Þetta á að vera
hægt að gera á tiltölulega ódýran hátt,
t.d. með því að hafa gönguleiðir annars-
staðar en alltaf upp við akbrautir. Einnig
má hafa brýr eða upphækkaða vegi með
undirgöngum sem sést í gegnum. Undir-
göng niður í jörðina hafa hinsvegar sýnt
sig að vera tilgangslítil því fólk notar þau
ekki“, sagði Bjarni m.a..
- Hvað viltu segja um mismun á
slysatölum Umferðarráðs og Slysadeild-
ar?
„Það eru sjálfsagt eðlilegar skýringar
á því, því oft leitar fólk sér frekar læknis
en lögreglu. Skráning Slysadeildar hefur
í mörg ár verið tölvuvædd og hún er talin
fullkomnasta slysaskráning á Norður-
löndum. Ég vil taka það fram að allar
skýrslur Slysadeildar eru meðhöndlaðar
sem trúnaðarmál og fullri nafnleynd er
beitt gagnvart utanaðkomandi aðilum,
m.a. lögreglu. En mér finnst mikilvægt
að fólk fái að vita allan vandann og því
þarf að gera þessar tölur aðgengilegar
fyrir fólk til að m.a. foreldrar geti tekið
afstöðu gagnvart börnum sínum í um-
ferðinni með tilliti til þessra upplýsinga“.
Það kom fram í samtalinu við Bjarna
að þótt mörgum þyki læknis- og annar
meðferðarkostnaður slasaðra hár, þá er
hann ekki nema brot af þeim beina og
óbeina kostnaði og tjóni sem verður
vegna vinnutaps og ótímabærra dauðs-
falla þeirra sem slasast í umferðarslys-
um. - HEI/GSH.
■ Gífurlega hátt hlutfall slasaðra meðal unglinga og sérstaklega ungra stráka kemur glöggt fram á þessari mynd, er sýnir
aldurs dreifingu þeirra er komu á Slysadeild 1975, vegna umferðarslysa.
Tölurnar við Ijóðrétta strikið sína fjölda slasaðra í umferðarslysum^er komu á Slysadeild, af hverjum 100 íbúum í hverjum
aldursflokki (lárétta strikið) á höfuðborgarsvæðinu. Lang hæsta toppinn mynda slasaðir 15 -19 ára strákar, um 4,3% af
strákum á þeim aldri. Fremsta toppinn mynda börn á fyrstu skólaárunum. Frá 25 ára aldri er hlutfall slasaðra af hverjum
aldursflokki nokkuð jafnt þar til það lækkar verulega er kemur yfir 75 ára aldurinn.
Piltar á aldrinum 15-19 ára á
höfuðborgarsvæðinu:
Rúmlega 4%
slösuðust í
umferðinni
á einu
■ Um einn af hverjum 23 eða 4,3%
25 -19 ára pilta á höfuðborgarsvæðinu
slasaðist í umferðarslysi árið 1975. Hlut-
fall stúlkna á sama aldri var um helmingi
lægra. En af fólki komnu yfir 25 ára
aldur var slysatíðnin innan við 1,5%.
Þetta kemur m.a. fram í umferðaslysa-
könnun Bjarna Torfasonar læknis. í
rannsókninni er einnig sýnt fram á að
raunverulegur fjöldi slasaðra í umferð-
inni árlega á landinu öllu er að minnsta
kosti á þriðja þúsund.
í hópi þeirra sem leggjast þurfa inn á
sjukrahús eða látast vegna umferðar-
slysa eru hinir 15 -19 ára ofurhugar og
enn yngri drengir hlutfallslega mjög
margir. í þeim hópi eru einnig hlutfalls-
lega margir aldraðir - bæði konur og
karlar.
ari
í könnun Bjarna kom og í ljós að
ólíkir vegfarendahópar í mjög mismikilli
hættu eftir árstímum. Þannig kom í ljós
að tvöfalt fleiri gangandi vegfarendur
urðu fyrir slysi í mánuðum mars og
september en t.d. í dimmustu vetrar-
mánuðunum og í apríl, mái og júní.
Topparnir í vélhjólaslysum reyndust
vera í apríl og október. En þar var
slysatíðnin samt jafnari milli mánaða.
Reiðhjólaslysin voru hlutfallslega fá tvo
fyrstu og tvo síðustu mánuði ársins en
ruku svo upp í krongum 60 á mánuði í
maí, júní og júlí.
í bifeiðum slösuðust langflestir í mán-
uðunum ágúst, september og október,
eða í kringum 120 á mánuði, en aftur
færri hina mánuði ársins, eða kringum
70 á mánuði.
- HEI