Tíminn - 07.10.1983, Side 9

Tíminn - 07.10.1983, Side 9
■ Þóra Einarsdóttir, formaður Indlandsvinafélagsins. ■ Haraldur Ólafsson varaþingmaður flutti erindi um Indland á fundinum. FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER 1983 á vettvangi dagsinsj FUNDUR MEB „INDVERSKU YFIRBRAGH” ■ Þegar komið var í salinn að Rauðarárstíg 18 mánu dagskvöldið 26. sept. mætti manni önnur angan en er venjulega á fundum. Þarna blandaðist saman matarlykt með austurlenskum keim, reykelsisilmur í lofti og hugljúfír tónar indverskrar tónlistar bárust. Ljós voru tempruð og kerti á hverju borði. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík var með sinn fyrsta félagsfund á þessu hausti, sem þær kölluðu með „indversku yfirbragði". En félagskonur eru svo heppnar að í félaginu er Þóra Einarsdótt- ir, fyrrv. formaður Verndar og formaður Indlandsvinafélagsins á íslandi. Þarsem Indland er mikið til umræðu manna á meðal núna vegna sýninga á stórmynd- inni Gandhi, var ákveðið að fræðast meira um Indland. Þóra Einarsdóttir starfaði með Móður Teresu á I ndlandi og sagði hún frá einum degi úr starfi hennar. Lýsti hún m.a. hugblænum yfir dagrenningunni þegar störfin hefjast hljóðtega en markvisst. Síðan flutti Haraldur Ólafsson, vara- þingmaður, stórfróðlegt erindi um sögu og menningu Indverja. Þá var framreiddur indverskur matur og var matarborðið mjög skemmtilega skreytt og stórglæsilegt á að líta. Eftir matinn sagði Þóra Einarsdóttir okkur svo frá störfum sínum í fjallahér- uðum Tamil-Nadu og kynnum af reglu- bræðrum heilags Benedikts. Æðsti bróðirinn er hinn þekkti Richard Bene- dikt Keithauh, sem var einn af nánustu samstarfsmönnum Gandhis og sá eini sem er á lífi. Hann er formaður íslands- vinafélagsins á Suður-lndlandi. Þá höfðu félagskonur boðið til sín þetta kvöld konum úr Björk, félagi framsóknarkvcnna í Keflavík. Sigur- björg Gísladóttir, formaður Bjarkar, flutti ávarp og þakkaði fyrir ánægjulegan fund, færði félagi framsóknarkvcnna í Reykjavík mjög fallega þurrblóma- skreytingu og var platti frá Keflavík mcð í skreytingunni. Sigrún Magnúsdóttir formaður þakk- aði hjartanlega fyrir gjöfina og lýsti ánægju sinni yfir að fá konurnar í heimsókn. Einnig var gestur þetta kvöld nýkjör- inn formaður FUF (félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík), Viggó Jörg- enson. Hann var boðinn sérstaklcga velkominnogóskað velfarnaöar ístarfi. Geta má þcss, að Félag framsóknar- kvenna í Rcykjavík er búið að skipu- leggja starf félagsins fram að áramótum. Næsti fundur verður 17. október og er hann helgaður skólamálum. Þann 14. nóv. verður fundur þar scm scrstaklega verða rædd lífeyrisréttindi kvenna og 12. desember vcrður jóiafundur. Basar fé- lagsins verður 3. descmber. ■ Móðir Teresa er löngu heimskunn fyrir mannúðarstörf sín í Kalkútta, en með henni starfaði Þóra um hrið á Indlandi, og sagði hún félagskonum frá einum degi í starfi Móður Teresu. ■ Mjög vel var mætt á þennan skemmtilega fund með indverska yfirbragðinu. Tímamyndir — Árni Sæberg. Þóra flutti félögum mikinn fróðleik á fundinum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.