Tíminn - 07.10.1983, Síða 12
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983
með. Hann vill það alls ekki, en segir
að ég geri ekkert þar, - bara tali og tali.
Hann vill heldur vera úti að leika sér.
„Ef ég verð svangur fer ég bara til
ömmu, og ef ég þarf að pissa, þá pissa
ég bara úti,“ segir sá stutti.
Klukkan eitt er ég komin í útvarps-
húsið. Þar sitja þeir Ólafur Torfa og
Örn Ingi og hlæja mikið og lengi. Þeir
eru að hlusta á þátt, sem þeir verða
með nk. sunnudag (2. okt.) og eru að
sjálfsögðu mjög ánægðir með.
Jónas kemur með hraði inn úr
dyrunum. Króar mig af úti í horni og
sýnir mér kynningarnar sem ég á að
lesa. Ekki erum við alveg sammála um
orðalagið, svo við þráttum dálitla
stund, - en eins og góðu fólki sæmir
gengur dæmið upp hjá okkur og við
erum bæði ánægð.
Bjössi tæknimaður er með nýja
útsetningu á stefinu okkar norðan-
manna og það er sett á kynningarnar.
Eins árs afmæli
hjá RÚVAK 3. október
Hjá RÚVAK hef ég starfað í eitt ár,
eða síðan 3. okt. '82. Ég fer einu sinni
í viku niður í útvarp og þá eru teknar
upp kynningar viku fram í tímann.
Margir halda, að ég hlaupi til í hvert
skipti sem útvarpað er héðan, en það
er ekki svo. Það er hentugra að taka
kynningarnar upp fyrirfram, eins og
við höfum gert.
RÚVAK er í litlu húsi hér á Eyrinni,
sem einu sinni var notað sem reykhús,
og verðum við oft vör við það, einkum
í hvassri suð-vestanátt, en þá kemur
ilmandi hangikjötslykt í húsið. Lyktin
er enn þá viðloðandi í einangruninni
frá því í „fyrra lífi" þessa vinalega
húss. Hjá RÚVAK er gott að vera og
þar er gott fólk.
Á leiðinni heim þarf ég að koma við
í miðbænum. Ég hafði ákveðið að
kaupa tuskudúkku, helst með rauðar
fléttur, - og hana fékk ég reyndar!
Veðrið var frábært og ég naut þess
að ganga um í miðbænum og sjá
breytinguna, sem hefur átt sér stað, en
við Akureyringar höfum nú eignast
okkar göngugötu.
Um klukkan þrjú er ég komin heim,
en þá er bóndinn að renna í hlaðið.
Hans vinnudagur er búinn í bili en
hann byrjar daginn snemma, kl. fimm.
Fimm ára sonur minn kemur hlaup-
andi og spyr hvort „matartíminn sé
bráðum, og hvort ég sé búin að tala í
útvarpið“, - og svo er hann horfinn.
Síðan komu fjölskyldumeðlimirnir
hver af öðrunt heim. Það er mikið
talað um umferðarvikuna á Akureyri,
sem er að ljúka og hefur tekist bærilega
að ég held.
Leikiistaráhugi á
heimilinu
Átta ára sonur minn spyr hvort það
sé leikritakvöld í útvarpinu, en við
verðum fyrir vonbrigðum, - ekkert
leikrit í kvöld.
Dyrabjallan hringir, og úti stendur
félagi minn, bóndi framan úr Eyjafirði.
Hann er að færa mér brodd (ábrystir).
Það er lostæti og ég tek því tveim
höndum og býð honum inn í kaffi.
Hann má ekki vera að því en þarf að
flýta sér heim til að setja kýrnar inn,
þeim sé kalt. En við tölum aðeins um
leikrit, sem félagið okkar, Leikfélag
Öngulsstaðahrepps, er að setja á svið.
Við erum búin að ráða leikstjóra, en
vantar leikara í nokkur hlutverk enn
þá. Hann kveður í skyndi, því ekki
mega kýrnar fá kvef!
...en þá heyri ég suð..
Ég fer að taka til matinn um hálfsex-
leytið. Við borðum oftast snemma.
Það er mikið fjör við matborðið, eins
og oftast nær.
Síðan taka við hreingerningar og
svo að koma yngstu börnunum í
rúmið. Drengirnir eru orðnir ansi
þreyttir.enda búnir að slást í klukku-
tíma.
Það var ekkert spennandi í útvarp-
inu, svo ég fór snemma í háttinn. Ég
var alveg að sofna, - en þá heyri ég
suð... Þarna er þá komin feit og falleg
fluga, - kannski sú sama og í morgun?
■ í nákvæmlega ár (og fjóra daga)
höfum við heyrt í útvarpssendingum
frá Akureyri „Röddina að norðan“,
sem við kynnum í dag í Heimilistíman-
um. Það er Anna Ringsted sem segir:
„Þetta er RÚVAK..." Hún ætlar að
segja okkur frá einum degi í lífi sínu,
og kynnir sig sjálf á eftirfarandi hátt:
„Ég, Anna Ringsted, er fædd 8/5 '49
á Siglufirði, en hef búið hér á Akureyri
síðastl. tuttugu og eitt ár og tel að ég
sé því orðin gjaldgengur Akureyring-
ur. Ég er gift og við hjónin eigum
fjögur börn, á aldrinum 5-17 ára. Mitt
aðalstarf er húsmóðurstarfið, en ég hef
tvö önnur störf að glíma við þar fyrir
utan - er ræstitæknir í brauðgerð og
svo á ég RÖDDINA sem kynnir
dagskrárliði frá RÚVAK.“
Síðan segir Anna Ringsted á eftirfar-
andi hátt frá deginum 29. septcmber
sl.:
Þegar umsjónarmaður Heimilistím-
ans fór þess á leit við mig að lýsa einum
degi mínum, þá tók ég vcl í það, en
fékk um leið hálfgert samviskubit, -
það eru allir dagar eins, hugsaði ég
með sjálfri mér, og ég hef ekki haldið
dagbók síðan ég var í skóla!
Þetta var áreiðanlega ekki
„Litla flugan" hans Fúsa
Fimmtudaginn 29. sept. vaknaði ég
rétt fyrir átta við það, að stór og bústin
fluga fór á ógnarhraða um herbergið
og suðaði mikið. Synir mínir vöknuðu
einnig, og við fylgdumst lengi með
flugunni. Þeir töluðu um það sfn á
milli, að flugan væri örugglcga ófrísk
því hún væri svo feit! Ég hugsaði með
mér, að þetta væri að minnsta kosti
ekki hin fræga „Litla fluga.’sem mest
hefur verið sungið um.
Því næst klæddum við okkur, og
fengum okkur te og brauð, nema sá
yngri. Hann vildi MAT, sagði hann.
Eldri sonurinn átti eftir að reikna,
svo við settum okkur niður, en sá yngri
fór út til að gá að hvort enginn snjór
væri kominn. Það liðu þó ekki nema 5
mínútur en þá opnaði hann útidyra-
hurðina og kallaði: „Mamma mundu
eftir að panta tíma hjá tannlækninum".
Það þykir kannski skrýtið hjá herra-
manni á þessum aldri að hafa áhuga á
að fá tíma hjá tannlækni, en það var
ástæða fyrir því. Vinur hans hafði
verið hjá tannlækni nýlcga og verið
leystur út með gjöfum, smádóti, sem
sonur minn varð geysilega hrifinn af.
Þaðan var kominn áhuginn á tann-
lækningum.
Við héldum svo áfram aö reikna, en
í sama bili heyrðum við að í útvarpinu
var verið að segja magnaða tröllasögu,
svo við lögðum reikninginn til hliðar
og hlustuðum alveg hugfangin, og þar
á eftir setti þulur svo hinar einu og
sönnu Grýlur á fóninn og við sungum
meö.
Anna Ringsted, útvarpsþulur á Akureyri
Rödd að norðan
„Þetta er RÚVAK“
■ RÚVAK er í litlu húsi, sem einu sinni var reykhús, og það er eins og
„Mamma, kallinn í útvarpinu
er í símanum“
Klukkan er að verða níu ogdagurinn
rétt að byrja. Ég hleyp ofan í kjallara.
Þar bíður mín hægri hönd (þvottavél-
in) tilbúin í slaginn. Þá kallar sonur
minn. „Mamma, mamma, kallinn í
útvarpinu er í símanum.".
Ég hleyp upp og í símanum er Jónas
Jónasson, hress og endurnærður eftir
nætursvefninn, og hann spyr. „Hvað,
... af hverju ertu ekki að vinna?"
„Ég er hætt", segi ég.
„Hvað ætlar þú eiginlega að fara að
gera? Ekki neitt kannski?"
„Jónas minn, ég er með sex manna
fjölskyldu, má ég minna þig á það“,
segi ég.
Þessi vinna, sem Jónas talar um, er
sú, - að ég vann í allt sumar hjá KEA
og hef verið þar af og til síðan ég var
17 ára gömul, - en þetta var nú
útúrdúr.
Bílaeigendur skafa rúður
—það er f rost en fallegt veður
Jónas Jónasson, deildarstjóri hjá
RÚVAK, biður mig að koma ofan í
útvarp kl. 1 (13.00) til að kynna þátt,
sem verður á vetrardagskrá. Sá þáttur
mun vera úr sögu Akureyrar.
Klukkan er orðin 10 og ég þarf að
fara í búðina. Þegar ég kem út sé ég að
bílaeigendur eru í óðaönn að skafa
rúður á bílum sínum, sem eru hrímað-
ar. Það er frost, en mjög fallegt veður.
Fjörðurinn okkar er hreinn og fallegur.
Mér er boðíð upp á kaffi í búðinni
og þar er mikið talað um kjötfjallið, og
hvort verðbólgan sé kannski að verða
að engu?
Þegar ég kem heim „brosir" við mér
þvottabunki, sem þarf að strauja. Ég
er rétt byrjuð, en þá hringir síminn, og
í símanum er kunningi okkar hjóna
sem ég hef ekki heyrt í langa lengi, og
við röbbum lengi saman, og enn er
verðbólgan á dagskrá.
„...þá fer ég bara til ömmu“
Það er kominn matartími, en í
hangikjötslyktin loði enn við þar.
hádeginu borðum við bara léttmeti.
Ekki koma allir heim í mat. Stundum
erum við bara þrjú, stundum fjögur og
fimm, en eiginmaðurinn kemur ekki
heim í hádeginu, hann hringir bara
heim.
Við förum að tínast út eitt og eitt.
Tvö fara í skólann, ég fer niður í
útvarp, og ætla að taka 5 ára soninn
Dagur í lífi Önnu Ringsted, þular í Ríkisútvarpinu á Akureyri