Tíminn - 09.10.1983, Síða 16

Tíminn - 09.10.1983, Síða 16
16___________________ leigupennar f útlöndum SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 ncH á ^ouui, k« nt kloMfaatar ofulega á I acau act UÍIcfMrc burl öfðu þá sem betur voru búnir til aksturs (*niAK«-—• L— VeðurútUthel^rinnar lfárp +i, au ’joriai f Jf?*’*- Cttí m. Jj*Ni ÍKíjSiat/Sí! Einmu f Variöykkurá hálkunni. Mannbroddar og v |: Qaddaskóhlifar | Fásthiáokkur ?5« Póstwndum fslenska hræðilegt tungnmál9 ■ Nemendur eru hingað komnir til þess að læra að tala og lesa, starfa, auk þess er þetta mjög kostnaðar- samt fyrir ráðuneytið. Starfsmennirnir eru algjörlega teknir úr umferð og settir á skólabekk í 6 mánuði. Kennslutímarnir fara síðan eftir nemendafjölda hverju sinni þannig að einn nemandi fær 4 tíma með kennara, tveir fá 5 tíma en hámarksfjöldinn sem er yfirleitt 6 nemendur fá 6 tíma. Þetta er fullt dagsverk og vel það því mikil heimavinna fylgir náminu. Það eru viss störf í sendiráðinu sem krefjast þess að viðkomandi hafi málakunnáttu en enn sem komið er hefur þessi kvöð einungis verið á starfi stjórmálafulltrúa heima á Islandi. Hann þarf að geta lesið blöðin, fylgst með stjórnmálum og öðrum lands- málum. Til að byrja með nota ég bók sem er sú sama og Málaskólinn Mímir hefur notað „Icelandic in Easy Stages". En síðan nota ég bækur, sem Háskólinn heima notar. Það er ekki um svo auðug- an garð að gresja í kennslubókum í íslensku. Þess ber að geta að nemendur F.S.I. eru ekki hingað komnir til að verða íslenskukennarar, að geta skrifað mál- fræðilega rétt endilega. Þetta eru ekki doktorar í málvísindum, þótt ég hafi að vísu haft einn nemanda með doktors- gráðu í þýsku. Öilu fremur eru nemend- ur hingað komnir til að tala og lesa. Gaddaskor, skóhlífar og mannbroddar Ég reyni eins og mögulega er hægt að tala alltaf íslensku frá fyrsta degi. Fólk er vitanlega misjafnlega mikið fyrir að tjá sig. „Komdu sæll: Komdu sæl; Vertu sæll; Vertu sæl og Verið þið sæl‘; Ýmiss konar myndspjöld nota ég til þjálfunar talmáls. í þessu eins og öðru lærir maður mest af reynslunni. Sigrún hefur útbúið ógrynni af kennslugögnum í gegnum árin. Hún notast mikið við íslensku dagblöðin og klippir úr þeim ótrúlegustu hluti. Sér- staka möppu sá ég hjá henni um allt er viðkemur stjórnarfari landsins okkar. Aðra um fjölmiðla og þeirra fylgifiska. Norræna deildin flokkast með N-Evr- ópumálum. Allar deildir hafa ákveðinn yfirmann og sér dr. Argoff um íslensku og finnsku. íslenska hefur verið kennd mun skemur en önnur Norðurlandamál eða síðan ’74 eins og áður er getið. Þörfin fyrir þjálfun nýrra starfsmanna er ekki eins knýjandi i sendiráðinu heima og á hinum Norðurlöndunum. Það er t.d. ekkert ákveðið með nýtt námskeið á næstunni eftir að Maher-hjónin eru farin. En þó er ekki ólíklegt að nýtt námskeið hefjist í janúar næstkomandi því yfirmaður flotastöðvrinnar á Ketla- víkurflugvelli hættir í júlí á næsta ári og það tekur 6 mánuði að þjálfa nýjan ntann. Þetta er auðvitað háð því hvort staðgengill hans fær íslenskuþjálfun eða ekki. Captain McVaden núverandi yfirmað- ur flotastöðvarinnar var fyrsti starfs- maður Keflavíkurflugvallar sem fékk íslenskukennslu, að vísu voru hann og stað þess geturðu borðað sigri hrósandi án þess að hafa gert nokkra málfræði- skekkju og fengið meltingartruflanir að máltíð lokinni." Nemendur og kennarar norrænu deilda F.S.I. skemmta sér konunglega við að hlusta á upplestur Sydel Maher og ég spyr Peter hvort algengt sé að makar bandarískra starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar læri mál viðkomandi lands. U.þ.b. helmingur þeirra telur það nauð- synlegt, segir hann mér. Maher hjónin tala bæði ótrúlega góða íslensku eftir ekki lengri námstíma þótt auðvitað séu þau nokkuð feimin að tjá sig við ókunn- uga. Mér leikur því forvitni að vita hvaða göldrum Sigrún beitir til að ná fram slíkum árangri hjá nemendum. Nemendur eru hér ekki til að Ijúka doktorsprófi í íslensku. ■ „Það eru ýmsar ástæður sem liggja til grundvallar þess að fólk lærir íslensku. Sumum finnst grasið ekki nógu grænt heima hjá sér og fara til íslands í ævintýraleit og læra málið eingöngu til að svala forvitniþorstanum. Aðrir gætu talið þér trú um að þeir læri málið til þess að geta lesið íslendingasögurnar á frum- málinu, en því er erfitt að trúa þegar þeir sem eitthvað þekkja til mála gera þér ljóst að það er nær ógjörningur vegna þess hve torskildar sögurnar eru í þýð- ingu.“ Við erum stödd á samnorrænni þjóð- hátíð Norðurlandadeilda Foreign Ser- vice Institute í Washington sem er skóli rekinn af bandaríska utanríkisráðuneyt- inu. Sú sem les ofangreindan texta er Sydel Maher en hún ásamt eiginmanni sínum Peter hafa stundað íslenskunám við F.S.Í í 6 mánuði. Peter Maher tók við starfi stjórnmála- fulltrúa bandaríska sendiráðsins á ís- landi í ágúst síðastliðinn. Aðalkennari þeirra hefur verið íslensk kona Sigrún Tryggvadóttir Rockmaker búsett í Was- hington. Hefur hún kennt við F.S.Í. síðan íslenskudeild tók til starfa við stofnunina eða allar götur síðan 1974. Á meðan Sydel skemmtir þjóðhátíð- argestum með upplestri greinar Brendan Glacken (írsk stútents er stundaði nám við íslenskudeild H.í.) erbirtist í Iceland Review 1973 undir fyrirsögninni „The Awful Icleandic Language" (Hið hræði- lega íslenska mál) spyr ég Peter spjörun- íslenska alerfiðasta málið! í Ijós kemur í samtali okkar að F.S.I. sem er til húsa í Rosslynhverfi fyrir suðvestan Potomac-ána er liðast hægt meðfram miðborg Washington fer fram þjálfun starfsmanna fyrir 40 bandarísk stjóínunarfyrirtæki. Á venjuleguin degi eru u.þ.b. 900 karl og kvenmenn þarna í námi í 60 mismunandi greinum. Sam- tals eru um 17 þús. manns í einhvers konar námi við stofnunina á ári hverju. 62 erlend mál eru kennd við F.S.Í. í Washington og aðra skóla á vegum þess í Yokohama, Taipei og Túnis. Er ég forvitnaðist um hvers vegna ísland varð fyrir valinu hjá Maher-hjón- unum sagðist Peter lengi hafa haft áhuga fyrir landi og þjóð og þar sem leggja má fram óskir um þrjá til sex staði varð ísland einn af valkostunum. Maher-hjónin ásamt syni hafa áður dvalið í Guineu-Bissau í Afríku og í Mið-Asíu. Peter kvaðst orðinn lang- þreyttur á hitabeltisloftslagi og hlakka til að komast í svalann á íslandi. íslenska er ekki fyrsta erlenda málið sem Peter þarf að læra því vegna fyrri starfa hefur hann lært portúgölsku og Urdu, mál innfæddra í Pakistan. Hvort íslenska væri eins hræðilegt tungumál og írski stúdentinn teldi svar- aði Peter að bæði væri málið hrífandi en um leið það alerfiðasta sem hann hefði þurft að læra. Minnti sig talsvert á latínu sem hann hefði þurft að læra í mennta- skóla. „Sérðu sjálfan þig í anda inni á íslenskum veitingastað. Þú ert nýbúinn að læra íslensku orðin yfir ristað brauð og kaffi; auk þess að orðið egg þýðir það sama á báðum málum. Þjónustustúlkan birtist og þú biður um „Egg“. Ferð nákvæmlega eftir kennslubókinni og hef- ur aðaláherslu á fyrsta atkvæði. „Hve mörg?“ spyr hún. Nú vandast málið. Hvernig í ósköp- unum gastu vitað að orðið „egg" þýði fleira ein eitt? Kaffi? Á svarið að vera tveir, tvær eða tvö? Þrír, þrjár eða þrjú sneiðar af ristuðu brauði? Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að talan 5 er ekki einungis auðveld í framburði hcldur breytist hún aldrei. „Má bjóða þér kaffi?“ spyr þjónustustúlkan. „Já, fimm“ svarar þú ákveðið. „Ristað brauð?“ „Já takk, fimm!“ Þegar þú loks situr með fimm kaffibolla, fimm ristaðar brauð- sneiðar, fimm glös af ávaxtasafa og fimm harðsoðin egg fyrir framan þig fer ekki hjá því að þú vekir eftirtekt annarra viðskiptavina veitingahússins. En láttu það ekkert á þig fá. Huggaðu sjálfan þig við, að hefðir þú gert tilraun til að beygja málfræðilega rétt einn af öllum réttum á borðinu fyrir framan þig værirðu kominn með meltingartruflanir jafnvel áður en þú byrjaðir að borða. { Fyrst ber þess að geta að þegar fólk byrjar í bandarísku utanríkisþjónust- unni fer það í F.S.I. og lærir allt sem er því viðkomandi að vera í utanríkisþjón- ustunni segir Sigrún mér. Auk þess fer það í málanám og síðar í alls konar endurhæfingarnámskeið sem boðið er upp á. Tungumálaskólanum er skipt eins og venjulegum slíkum skóla. Hér er norræn deild, slavnesk deild o.s.frv. kona hans aðeins hér í 4 í stað 6 mánuði. íslenska tilheyrir svokölluðum mið- flokki samkvæmt reglum um hversu erfið eða auðveld málin eru. Norður- landamál og þýska tilheyra auðveldari flokki. íslenskunám á að standa í 32 vikur en finnska, pólska og rússneska hins vegar í 44 vikur. Sigrún segir að enginn hafi fengið 32ja vikna þjálfun. Yfirleitt liggur mikið á að fá fólkið til Sigurborg Ragnarsdóttir skrifar frá Bandaríkjunum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.