Tíminn - 09.10.1983, Síða 24

Tíminn - 09.10.1983, Síða 24
24 SIJNNUDAGUR 9, OKTÓBER 1983 „Dallas” er allt öðruvísi Svipast um meðal þeirra ríku í Dallas. Þeir eru ekki jafn líkir „Ewingum” og margir hefðu haldið ■ Enn haustar að og þar með hefst ný vertíð fyrir þær 40 milljónir Bandaríkjamanna sem fylgjast með ,,Dallas“ þáttunum. Alit frá því 1978 hefur þjóðin verið gagntekin af and- styggilegu giotti dásömuðustu mannskepnu, sem sést hefur á sjónvarpsskermi. Öil þjóðin þykist sjá sjálfa sig þarna lifandi komna, - nema þeir í Dailas. Texasbúum þykir nefnilega lítið í það varið nú orðið að vera túlkaðir sem stór „egóistar" með kúaskítinn undir nöglun- um. Það er eins og ekkert sé innan landamæra fylkis þeirra að finna nema olíu, nautgriþi og nýríka þrjóta. Ekkert sem horfir til einhverra framfara er nefnt á nafn. Enginn getur um tölvurnar frá „Texas Instruments" í Dallas eða þá hjartaskurðaðgerðirnar í „Medical Center of Houston" eða tækniundrin í „Lyndon B. Johnson Space Center.“ Þrjóturinn J.R. Ewing hefur vinninginn. Möguleikar á því að einhver taki sig til að nýju og skjóti hann, - og nú í alvöru, virðast ekki miklir. Hvað á þá að gera? Við spyrjum menn sem bera þekkt nöfn í Texas þessarar spurningar og þeir svara: „Best að hundsa þetta bara.“ Nokkrum sinnum er svarað með brand- ara: „J.R. frá Dallas. Hef aldrei heyrt á hann minnst.“ Hunt f jölskyldan Sagt er að höfundar „Dallas“ hafi notað sem fyrirmynd Hunt-fjölskylduna sem mun eiga eignir fyrir fimm milljarða doilara og er talin (ef til víll) sú auðugasta í Bandaríkjunum. En saman- burðurinn fær illa staðist að því leyti að Hunt-fjölskyldan sækist síður en svo eftir frægð og dýrðarljóma. Sá sem lagði grundvöllinn að auðæfum fjölskyldu þessarar, Haroldson Lafayette Hunt. alfrægur pókerspilari og olíuspekúlant, hafði brúnan nestispoka með sér á skrifstofuna fram á elliár. Þegar þessi maður, sem þá átti tvo milljarða dollara lést, 85 ára gamall, skildi hann eftir sig mikið veldi, sem ekki hrundi, þótt tveir sona hans töpuðu ógrynni fjár á verð- hruni á silfurmarkaðinum 1981. Lífsvið- horf hans kemur vel fram í þessum orðum hans: „Það eru ekki peningarnir sem veita lífsfyllinguna, heldur baráttan við að ná þeim. Við cruni boðin inn í lítið hótel „Mansion on Turtle Creek“ í Dallas. Þar er borið fyrir okkur laxpasta og hvítvín við borð Carolyne Hunt Schoellkopf, sem er sextug, og næstelst dætra gamla mannsins. Á listanum yfir 400 ríkustu Ameríkanana, er hún meðal þeirra efstu tíu. Hún er vel og snyrtilega klædd og brosið er vingjarnlegt og aðlaðandi, þvt hún vísar á bug öllum formlegheitum.. Það á raunar við um alla meðlimi Hunts-fjölskyldunnar... Þegar Lamar, yngri bróðir Caroline, kemur inn á veitingahús, en hann er kunnur vel- gjörðamaður ýmissa fótbolta og tennis- félaga, biður móttökustjórinn hann í hæsta lagi að setjast þar sem hann vill. En ástæða þess að menn veita frú Schoellkopf samt athygli-.er sú. að hún á það oft til að kaupa sjálft veitingahúsið, ef henni líkar viðurgjörningurinn. „Mansion on Turtle Creek,“ er eitt veitingahúsa sem hún þannig hefur keypt og hyggst laða að forríkt fólk, sem áður hefur borðað á stórum og rándýrum veitingastöðum. Það hvernig hún hefur útvegað sér þær 350 milljónir dollara sem veitingastaðirnir hafa þegar kostað hana, svarar hún með því að draga lista upp úr veski sínu. Þar eru skráðar þær stjórnarstöður sem hún gegnir í fjölda olíufyrirtækja Hunts og einnig í leigu- flugvélafyrirtæki því sem maðurinn hennar heitinn rak. Auk þessa eru þama skráðar stjórnarstöður í 20 fyrirtækjum öðrum í eigu fjölskyldu hennar. Leiguflugfélagið heitir „Pumpkin- Air“ vegna dálætis eigandans á gras- ■ Blómlegar yngismeyjar koma til fyrsta samkvæmisins. Viðburðarík- ur tími fer nú í hönd í lífi þeirra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.