Tíminn - 09.10.1983, Síða 25

Tíminn - 09.10.1983, Síða 25
SÍíKSlíjÖAGÍJR 9. OKtÓBER 1983 kerjum (Pumpkin-grasker). Þetta dálæti hefur gengið svo langt að hún hefur ritað bók sem heitir „The complete Pumpkin Eater". Þarna eru 275 síður með upp- skriftum. Hún segir að oft séu grasker aðeins holuð að innan og notuð til þess að búa til úr þeim grímur. Hún er andvíg hvers konar sóun. ■ Meðan dæturnar dansa, þinga mæður þeirra á dansleiknum, þar sem unga fólkið er látið stíga fyrstu skrefin í samkvæmislífinu. Metnað- argjarnir feður leigja bestu salina og dæturnar eru bókaðar í tvö og þrjú samkvæmi á dag, enda þykja þau vænleg til hjúskaparmiðlunar. Hér eru allir ríkir í stjórnmálaefnum taka þeir ríku í Texas sér stöðu með repúblikönum, því þeir stuðla að því að auka enn auð þeirra. Þegar nautabóndinn John Con- ally var fylkisstjóri og bauð sig fram til forsetakjörs 1980, þá fjármagnaði hann sjálfur kosningabaráttu sína, sem kost- aði hann sjö mitljónir dollara. Hann tók upp merki þjóðlegrar einingar. Ríkir Texas-repúblikanar líta á frjálslynda menn sem forblindaða kommúnista og styðja því rammhægrisinnuð félög, eins og John Birch Society og láta milljónir af þeim auði sem Guð hefur veitt þeim renna til kirkjumála. Fólk úr þjóðfélags- legum minnihlutahópum kemur ekki inn í híbýli þeirra nema sem þjónustulið, sem bíður fyrirmæla og klukknahring- inga húsbændanna í hlé við stigahandrið- in. Við heimsækjum Anne Draper, móð- urlega og stjórnsama konu sem í 20 ár hefur séð um heldri samkvæmin í Dallas, sem þeir eitt þúsund útvöldu eiga aðgang að. Minnst tvisvar sinnum fleiri vildu vera á lista hennar, en starfandi er nefnd sem skilur sauðina frá höfrunum. En eftir hverju skyldi vera farið? Auðæfun- um? Frú Draper hristir höfuðið: „Því það? Hér eru allir ríkir.“ Pers- ónuleikinn hefur mikið að segja, álit og það að hafa unnið sér eitthvað til ágætis. í Dallas, þar sem eru 900 þúsund íbúar, búa 1136 milljónamæringar. En þeir bruna ekki þegjandi og hljóðalaust inn í fínu samkvæmin. Sá hópur er furðulega íhaldssamur og formfastur. Böllin þarna þykja jafnan hinn ágætasti vettvangur hjónamiðlunar. Þetta er samfélag sem lýtur því gamla sjónarmiði að menn sem velgengnin hefur brosað við, skuli lofa heiminum að sjá hinar fögru konur sínar. Þetta kann að virðast fáfengilegt og sjálfsagt yrðu samkomur fína fólksins í Dallas yfrið fáfengilegar, ef konurnar sem þarna koma væru ekki sltk kjarna- kvendi og raun er á. í augum fína fólksins í Boston og í New York, þá trana þær því um of fram sem þær hafa til að bera, hlægja of hátt og eru of úthaldsgóðar, - þær vilja aldrei stansa. En þetta er einmitt merki þess að þær eru ekki uppaldar í stofum stórborganna heldur í ys og þys lífsins á stóru búgörð- unum. Joanne King Herring er ekkja jarðgas- stöðvareiganda nokkurs, sem lést fyrir tveimur árum. Hún er fræg fyrir hug- myndarík samkvæmi sín og nýlega fyrir það er hún hræddi allan mátt úr tveimur innbrotsþjófum, sem réðust inn á heimili hennar, vopnaðir í bak og fyrir. Hún stökk upp á „þeytifjöl" í leikfimiherbergi sínu og hoppaði á henni upp og niður, æpandi af öllum lífs og sálar kröftum, þar tíl hjálp barst. Milljónamæringur 22ja ára „Ég átti stórkostlega bernsku," segir hún. „Afi minn kom sem verkfræðingur frá Missisippi hingað á fljótabáti, keypti sér land og gerðist bómullarræktandi. Hann átti hús í ekta Suðurríkja-stíl með ballsal og bókasafni og þangað kom ræninginn Jessie James einu sinni í heimsókn. Þegar fjölskyldan flutti, setti afi hjóil undir húsið og flutti það með sér. Eftir að hún hafði skilið við fýrsta mann sinn, sem hún giftist mjög ung, (fyrsti maðurinn minn vann aldrei, en ég ' 4 > 1 25 alltaf) var hún í 12 ár samfleytt með viðtalsþætti fyrir CBS og NBC útvarps- stöðvarnar. Yngri sonur hennar Robin sem nú er 21 árs, vill verða kvikmynda- gerðarmaður. Eldri sonurinn, Beaufort, var aðeins 22jæ ára, þegar hann var orðinn milijónamæringur á eigin fast- eignaviðskiptum, og það þykir móður hans eiginlega full mikið af því góða. Konur af tagi Joanne Herrings, setja markið hátt, þegar þær efna til sam- kvæmis. Meðan maður hennar lifði, var heimilið rekið eins og sendiráð. Þegar 200 ára afmælis Bandaríkjanna var minnst með tilheyrandi viðhöfn, tók hún á móti þremur konungum, tveimur forsetum, sex prinsum, tólf utanríkisráð- herrum og tuttugu sendiherrum. Hún segir að gott samkvæmi eigi að vera þannig að þar hittist allur heimurinn í hnotskurn og þar geri karlmennirnir mikilvæga samninga og sáttmála, „með- an ég bý til hinn við eigandi bakgrunn Þegar hún frétti að Gústaf Svíakórigur kynni vel að meta „diskótek”, lét hún brjóta niður veggi á fyrstu hæð hússins og koma þar upp „diskóteki" í arabísk- um stíl, þar sem líta mátti uppstoppuð tígrisdýr, zebrahúðir, og arabíska púða og hægindastóla. Slíkt og þvílíkt er sannarlegt sælgæti að mati þeirra sem rita um samkvæmis- lífið í liandarísk blöð. „Áður var hún hefðarkona úr sveit," sagði tímaritið „Texas Monthly," sem skrifar um sam- kvæmin í Texas. „Nú er hún hefðarkona á alþjóðlegusviði." Þetta hljómarundar- lega í eyrum fína fólksins á austurströnd Bandaríkjanna, sem spyr sjálft sig hvernig þeir í Texas geti yfirleitt átt einhverja samkvæmisstétt, þarsem fæst- ir hafa búið lengur í fylkinu en sem nemur aldri þriggja ættliða. Álit og ítök En Texasbúar kippa sér ekki upp við slíkar raddir, Sjálfsálit þeirra er meira en svo, Ekkert er amerískara en þaðað fyrsti ættliðurinn í nýjum heimkynnum hafi ræktað upp fyrstu milljónina. Næsta kynslóð eykur auðlegðina enn meir og þriðja kynslóðin.leggur loks af þann sið að koma í samkvæmin á kúrekastígvél- um. Það er látið eftir uppskafningunum norðan frá Massachusetts. Sjálfir nota Texasbúar -aurana til þess að fara á tónleikana hjá Fílharmoníunni. Vissulega eru hinar gljáandi skýja- kljúfaborgir ekki auðugar að fornum menningaminjum. En Dallas státar af stærstu flughöfn í heimi, fótboltaliði Dallas-kúrekanna og þeim stöðum sem tengjast morði John F. Kennedy. Þarna er líka íburðarmesta vöruhús í heimi, Neiman-Marcus. Houston er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna og háborg olíuiðnaðarins. Þaðan koma 25 prósent olíuframleiðslu Bandaríkjanna. Þarna er líka miðstöð geimrannsókna í Banda- ríkjunum og stærsti yfirbyggði íþrótta- völlur heims, - „Astrodome." Við lítum inn í póló og veiðiklúbbinn hans Norman Brinker í Plano við Dallas. Því grænni sem garðurinn er, því meiri höfðingja vitum við að við erum að hcimsækja. Hvernig verða menn millj- ónamæringar fyrir eigið frumkvæði? Hví tekst einum þetta, en öðrum ekki? Það er vegna þess að annar hefur þann stálvilja sem þarf til þess að vilja verða ■ Nortnan Brínker sýnir listir sínar sem pólóleikari á æfingahesti úr tré. Hann er meðal fremstu manna í þessari íþrótt í landinu. ■ Frú Carolyne Hunt Schoellkopf. Hún er stjórnarformaður í meira en 20 fyrirtækjum. Líki henni viður- gjörningurinn á veitingahúsum sem hún kemur inn á, kaupir hún gjarna staðinn sjálfan. ríkur. Jú, víst þarf hér fjármagn til, en þó öllu fremur snillina, til þess að skapa sér nauðsynlegt álit og ítök. Norman Brinker er 52ja ára og þraut- þjálfaður andlega og líkamlega. Hann er fremstur meðal áhugamanna um póló í Bandaríkjunum. Árið 1952 var hann framarlega í flokki á olympíuleikunum í Helsinki og hann vann silfurbikarinn í bandarísku landskeppninni 1979. Ári áður hafði hann þó orðið fyrir meiðslum í póló og skaddast á lunga, lifur og milta. Hann hefur brotnað á nefi og öxl, brákað rifbein og slitið sinar. Þetta er vegna þess sóknarstíls sem hann hefur vanið sig á í leiknum, og einkennir einng verslunarviðskipti hans. Hann elskar alla áhættu og deilir kröftum sínum milli klúbba sinna og þess fjölda af salat og steikarveitingastöðum sem hann rekur. Auk þeirra er hann þátttakandi í rekstri 50 fyrirtækja annarra. Hin unga kona hans, Nancy, er geysilega áhugasöm um hesta, líkt og hann, og það er sonurinn Eric einnig, en hann er 18 ára. í „toppformi" Segja mátti að sam'anburðurinn væri þessum fyrrum snauða bóndasyni frá New Mexico í hag, þegar hann sté í söðulinn klæddur gallabuxum, til þess að sýna jafnöldrum sínum í jakkafötum og með bindi leikni sína. Hann hefur Sjá næstu síðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.