Tíminn - 09.10.1983, Side 26

Tíminn - 09.10.1983, Side 26
26 . c riWl**%V4 » . SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 „Dallas" er allt öðruvísi leikið póló við Karl Bretaprins og drukk- ið te með Morton greifa frá Edinborg og greifynjunni. Það sem Norman Brinker metur mest er það ef hann getur kallað fram „reið- manninn" í fólki sem hann mætir og er þá sama hvort prins eða kúreki á í hlut. Hann vill gera pólóíþróttina að almenn- ingseign. Þannig geta fleiri en milljóna- mæringar fengið aðgang að klúbbi hans „Willow Bend,“ því hann stilli gjaldinu í hóf, - 700 dollarar á ári. Á landareign klúbbsins eru tennisvellir, hlaupabrautir og líkamsræktarmiðstöð. í engu ríki Bandaríkjanna er jafnmikil áhersla lögð á að menn séu í „topp- formi.“ Ekki þarf annað en að fylgjast með æfingum barna-fótboltaliðanna á sunnudögum, til þess að sannfærast um það. Boðorð þjálfara fimm og sex-ára deildanna er: „Vcrtu sterkur! Vertu harður! Vertu sá sem sigrar!“ Það leiðir af þessu hugarfari að Texas- búar eru djarfari að leggja eilthvað í sölurnar (og hreppa líka vinninginn oftar) en aðrir Bandaríkjamenn. Falli einhver af baki, þá segir hann við sjálfan sig í fallinu: „Næst skal það takast!“ „Við byrjuðum allir með tvær hendur tómar og erum því óhræddir," segir milljónamæringurinn Buzz Welker, framkvæmdastjóri pólóklúbbsins, 54 ára. „Við erum stoltir hér í fylkinu. Við gætum byggt í kring um okkur háa múra og bannað öllum að koma inn fyrir, en við þurfum þess ekki. Við sjáum um okkur.“ Hefði Ronald Reagan ekki verið til að dreifa, þá hefðu Texasbúar útvegað sér annan jafn góðan. Kenning hans um blómstrandi efnahagslíf er fyrir löngu komin í framkvæmd hjá þeim. Þarna fer lítið fyrir verkalýðsfélögum, skattafríð- indi verktaka eru geysileg og félagsleg aðstoð og framkvæmdir í lágmarki. Sem sagt, - þjóðfélag Darwinismans? Buzz Welker fórnar höndum og hlær: „Sei, sei, nei! Hér vinnur kerfið fyrir fólkið, en ekki gegn því. Sá sem vill, hann getur." Lægstar atvinnuleysisbætur En sá sem samt fær ekki bjargað sér, hlýtur minnstu atvinnuleysisbæturnar sem þekkjast í Bandaríkjunum, næst á eftir Mississippi, - eða 340 dollara á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu. (Hæstar eru atvinnuleysisbætur í Kali- fomíu, - 625 dollarar á mánuði). Það er því ekki að kynja að fjöldi atvinnulausra í Texas er lægstur af öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þar er atvinnuleysið aðeins 6.9%, meðan meðaltalið í Banda- ríkjunum er 10%. í Texas eru menn látnir finna það rækilega að það gengur ekki að vera fátækur. Samt hefur efnahagskreppan sett sín mörk á þetta fylki eins og önnur. Vöxturinn í byggingariðnaðinum er ekki lengur sá sem hann var og olíugróð- inn er úr sögunni í bili. Útgjöld til félagsmála aukast. En enginn þarf þó að hafa áhyggjur af þeim ríku í Texas. Þeir borða heitar máltíðir þrisvar á dag eftir sem áður, hafa þegar fjárfest í fyrirtækj- um sem miða á nýjar iðngreinar og þeir eiga hlutabréf í bönkunum. Nei, þeir liggja ekki á auði sínum. Það væri heldur ekkert gaman. Þeir lifa og láta aðra lifa. Samfélagið nýtur líka nokkurs góðs af því sem þessir (skatt- frjálsu) auðmenn láta af hendi rakna til góðgerðarstarfsemi bæði með því að efna til fjröflunar fyrir slík málefni og þá ekki síst með því sem inn kemur á böllum sem efnt er til í þessu skyni. Þesslags þykir sjálfsagður siður í Texas. Féð rennur til elliheimila og barnahei- mila, krabbameinsrannsókna, flótta- mannastofnana, skóla, kirkjudeilda og háskóla. ■John Conally, fyrrum fylkisstjóri, sést hér brosleitur á hestauppboði. Hann er stoltur af uppruna sínum sem Texasbúi. Eigendur Neiman-Marcus vöruhússins, sem er hið glæsilegasta i heimi, taka á móti samkvæmisgestum Ekki fer listin varhluta af þessu fólki. Texasbúar munu ekki hrökkva við þótt Reagan láti menningarmálin kenna á niðurskurðinum, því þeir hafa aldrei vænst nokkurs af því opinbera. í heldri móttöku í ópcrunni í Houston spyrjum við sextuga hefðarkonu um hvort hún eigi ekki einhver listaverk. Frú Eleanor McCollum, áður frú Cornelius Vander- bilt Whitney, lítur á okkur eitt augnablik með þeim brosglampa í augum, sem einkennir samkvæmisfólk í þessu fylki: „Hvort ég eigi listaverk? Nú, látum okkur sjá.:.“ Já, þau á hún. Hún á listaverk frá 19. öldinni. Franska impressionistaogamer- íska naívista. Nafn hennar má líta marg- sinnis á listanum yfir verndara menning- arstofnana. Hún hefur líka lagt stórfé í „Krossför fyrir Krist," sem prédikarinn Billy Graham stcndur fyrir. „Menil-safnið" Það þykir afar fínt meðal þeirra ríku í Texas að gerast „verndari" menningar- stofnana og það er þeim sið að þakka að fylkið státar af 23 sinfóníuhljómsveitum, sex óperum og meira en 300 söfnum. Þá eru ckki talin með söfn í einkaeign, sem sum eru á heimsmælikvarða. Af eigend- um safna þessara heyrist lítið annað en það að þeir sitja í höllum sínum í leðurstólum og lána nútímalistaverk endurgjaldslaust til sýninga hér og hvar um heiminn. Frú John Murchison er ein best stæðu. ekknanna í Texas og hún hefur lánað listaverk úr safni sínu til safna í New York, London og París, Tokyo og Sidney. Þegar við spyrjum hve mörg listaverk hún eigi, þá svarar hún: „Nú ■ Lynn Wyatt með tvær myndir af Andy Warhole fyrir ofan sig í höll sinni í Houston. Meðal vina sinna telur hún Kennedy-f jölskylduna, balletstjörnuna Rudolf Nurejew og rithöfundinn Truman Capote. Þegar henni dettur í hug leigir hún þotu og ÍOO manns til kvöldveislu i Monaco. ættuð þér heldur að spyrja umsjónar- manninn minn.“ Á sveitasetri hennar teljum við meira en 100 málverk og höggmyndir og þar á meðal eftir Rausc- henberg, Ueckcr og Stella. Við hefðum fremur átt að spyrja hvaða nöfn fyndust ekki í safni hennar. „Ég á þrjár dætur og einn son og þrjú barnabörn," segir hún. „Ég er hamingjusöm kona.“ Öðruvísi fer byggingakóngurinn og listavinurinn Ray Nasher að, en hann er af gamalgrónum auðmönnum í Boston kominn. Hann lætur hengja upp Iista- verk úr safni sínu í ráðhúsinu, í bönk- unum, verslunarmiðstöðvunum og stóru skrifstofubyggingunum, til þess að al- menningur geti notið þeirra meðan hann sinnir daglegum erindum sínum. Stórfenglegasti viðburðurinn er þó sá sem nú er í undirbúningi í Dallas. Þar mun mannvinurinn og hin sanna „grand darne" fagurra lista í Texas, Dominique Schlumberger de Menil, láta byggja hús með glerþaki yfir safn sitt, „Menil- safnið," en það er eitt stærsta safn í einkaeigu í heiminum. I safninu eru meira en 10 þúsund hlutir úr afríkanskri, asískri. amerískri og evrópskri list frá elstu tímum til dagsins í dag. Þessu söfnuðu þau frúin og maður hennar heitinn, John Menil, á þrjátíu árum. „Þið eruð ekki bangnir, ef þið ætlið að heimsækja alla ríkisbubbana í Texas,“ segir hún hlæjandi og flýtir sér að skjótast undan auga myndavélarinnar. „Hvað eruð þið að vilja mér. Ég er hálfgerðsveitakerling," segirhún. Þann- ig talar kona sem gefið hefur Houston og raunar öllum heimi „Rothko kapell- una,“ samkomustað sem prýddur er listaverkum expressionistans Mark Rothko. Þar koma árlega saman menn og konur af öllu þjóðérni og minnast afmælis mannréttindayfirlýsingar S.Þ. og afmælisdags Martins L.uther King. „Yellow Rose of Texas“-böll Eitt verður að segja Texasbúum til lofs: Þá skortir ekki úthaldið. Menn falla sofandi niður á rúmið, loks þegar degin- um lýkur, þótt ekki hafi sést þreyta á gestgjöfunum. Það erfáránlegt aðspyrja þetta fólk um hvar takmörk þess séu, eða hver auður þess sé: „Hundrað til tvöhundruð milljónir," mundi svarið hljóða. Eða: „Eitthvað örlitlu meira en útgjöldin til varnarmálanna." Um þá sem eru sannarlega ríkir er sagt: „Hann á svo mikið að hann fær allt sem hann vill undir eins.“ Hér er dæmi um hina frægu rausn og gestrisni Texasbúa: Þegar frú Lynn Watt frá Houston, konu aðalframkvæmdastjóra „Coastal States Petroleum and Gas“, dettur það í hug, þá leigir hún Boeing 707 þotu og býður um það bil hundrað vinum og kunningjum á „Yellow Rose of Texas“ ball í Monaco. Með í för eru 100 fiðluleikarar, sem leika „Country og Western" tónlist og farangursgeymslur vélarinnar eru fullar af gulum rósum og „barbecue“-steik. Hún sér um að halda sæti sínu á lista best klæddu kvenna í Bandaríkjunum með því að vera fastur viðskiptavinur fremstu tískuhönnuða og auðvitað kann hún að velja sér fólk til að umgangast. Heimilisvinum er tekið á móti í Cap Ferrat, stjórnmálamönnum í Washington, samkvæmi með lista og menntamönnum fara fram í Upper- Manhattan. Araba ræðir hún við í Houston. Sé New York óopinber höfuðborg Gyðinga, þá er Houston hið sama fyrir Araba. Fyrst reistu Texasbúar olíuturn- ana fyrir „Sheikinn," en svo kom „Sheik- inn“ sjálfur til þess að fjárfesta olíugróða sinn í Texas. „Líklega erum við jafn skrýtnir og þeir,“ segir verkfræðingur einn frá Fort Worth. „Þúsund og ein nótt" heimfærð upp á Texas: Við opnun póló-keppnistímabilsins koma gestirnir á staðinn í þyrlum, Rolls-Royce bifreið- um, pick-up bílum og vögnum með átta hestum fyrir. Brúðkaup á vísu þeirra í Texas: Brúðguminn skýtur upp í loftið að loknu vel lukkuðu brúðarráni og hleypir með konuefnið fyrir framan sig móti sólarupprisunni. „í Texas gerum við milljónasamninga með handsali enn þann dag í dag,“ segir pólóklúbb-framkvæmdastjórinn Buzz Welker. „Texasbúar segja blátt áfram: „Jæja, herra kóngur, fáðu þér sæti og sýndu af þér kæti.“ En ekkert af öliu þessu kemur fram í sögunum af Ewing-fólkinu í sjónvarp- inu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.