Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 21 '= andlát Jón Sigurðsson, fyrrum verkstjóri í Hampiðjunni, andaðist í Borgarspítal- anum laugardaginn 15. okt. Ingveldur Ólafsdóttir andaðist í Land- spítalanum 16. þ.m. Guðmundur Ágústsson, bakarameistari, Vesturgötu 52, andaðist að heimili sínu aðfaranótt 17. október. Leifur Jónsson frá Stykkishólmi, andað- ist á Kópavogshæli 4. október. Ingunn S. Tómasdóttir, Hátúni 8, lést laugardaginn 15. október. Hallgrímskirkja: Lútherskvöld verður í Hallgrímskirkju í kvöld miðvikudag kl. 20:30. (ath. tímann) Dagskrá: í máli, tónum og myndum. Náttsöngur í lok samverunnar. Kaupmannafélag á Norðurlandi vestra stofnað ■ Laugardaginn 8. október s.l. gengust Kaupmannasamtök fslands fyrir stofnun kaupmannafélags á Norðurlandi vestra, en félagssvæði þess er Skagafjarðar og Húna- vatnssýslur. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Blönduósi og hófst hann kl. 14.00. Um 20 manns sóttu fundinn. í upphafi fundar greindu formaður Kaup- mannasamtaka íslands, SigurðurE. Haralds- son og Magnús E. Finnsson, framkvæmda- stjóri, frá starfi Kaupmannasamtakanna. Par kom m.a. fram að K.í. hafa að undanförnu beitt sér fyrir stofnun kaupmannafélaga á landsbyggðinni, svo sem á Vestfjörðum, Austfjörðum, Akureyri, Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Nokkrar umræður fóru fram á fundinum um stöðu smásöluverslunarinnar á landinu og lögðu fundarmenn sérstaka áherslu á að aðstöðumunur samvinnufyrirtækja og kaupmanna yrðu jafnaður, en eins og kunn- ugt er nýtur samvinnuverslun ýmsra forrétt- inda fram yfir kaupmannaversíun, svo sem í skattamálum, lánamálum o.fl. í stjórn félagsins voru kjörnir eftirtaldir kaupmenn: Formaður, Karl Sigurgeirsson, Versl. Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga. Aðrir í stjórn þeir: Einar Porláksson, Blönduósi, Pétur Valdimarsson, Sauðár- króki, Sveinn Jóhannsson, Varmalæk og Elín Grímsdóttir, Blönduósi. Fulltrúi í fulltrúaráð K.í. var kjörinn Pétur Valdimarsson frá Sauðárkróki. sundstaðir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar ( Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í síma 15004, í Laugardalslaug í síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á þriðjud. ogfimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 ( apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — I maí. júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - í júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykajvík, sími 16050. Sím- svari í Rvík, sími 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 f lokksstarf Viðtalstímar Borgarfulltrúar og varafulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík veröa til viötals næstu laugardaga aö Rauðarárstig 18 kl. 10.30-12. N.'k. laugardag 22. okt. munu Jósteinn Kristjánsson og Sveinn Grétar Jónsson veröa til viðtals.Jósteinn á sæti í heilbrigöisráöi og Sveinn Grétar á sæti í íþróttaráði. Þing Landssambands framsóknarkvenna verður haldiö á Hótel Húsavík síöustu helgina í október. Allar konur sem áhuga hafa á stefnu og starfi Framsóknarflokksins eru velkomnar. Beint flug verður til Húsavíkur frá Reykjavík, ísafiröi og Egilsstöðum. Þingið hefst föstudagskvöld 28. okt. og stendur fram á sunnudaginn 30. okt. Rætt verður um stjórnmálaástandið, störf og stöfíu Framsóknarflokks- ins, konur og stjórnmál, aðstööu framsóknarkvenna til aukinnar stjórnmálaþátttöku, friðarmál, launamál kvenna, fjölskyldupólitík og stefnuskrá Framsóknarflokksins. Gestur þingsins verður Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst. Allar nánari upplkýsingar hjá Ingu Þyri Kjartansdóttur á skrifstofu Framsóknarflokksins sími 91-24480. Stjórnin. FUF Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 20. okt. n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar- störf 2. Önnur mál. Fulltrúi SUF mætir á fundinn og kynnir starfsemi vetrarins Stjórnin. Sjónvarpsnámskeið Unglingaklúbbur FUF í Reykjavík heldur sjónvarpsnámskeið sunnu- daginn 23. okt. Þátttaka tilkynnist til Helga Hjartarsonar formanns klúbbsins, sími 82124,eða á skrifstofuna. Kennari: Viggó Jörgensson. Unglingaklúbbur FUF. Til London með SUF Þann 2. nóvember efnir SUF til vikuferðar til London. Dvalið verður á London Metopole Hotel í 7 nætur. Innifalið í verði: Flug frá Keflavík til London og til baka aftur. Gisting á framangreindu hóteli ásamt continental morgunverði. Akstur frá flugvelli að hóteli og til baka aftur þann 9. nóvember. Verð: 11.980. Greiðsluskilmálar. Það er ferðaskrifstofan Samvinnuferðir/Landsýn sem annast ferðina og eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að panta far sem fyrst. Síminn hjá Samvinnuferðum/Landsýn í Reykjavík er 27077 og 28899. Umboðsmenn eru líka víða utan Reykjavíkur. Þátttaka í ferðinni er ekki bundin við þá sem eru flokksmenn og allir aldurshópar éru hjartanlega velkomnnir. SUF Borgarnes - nærsveitir Félagsvist verður haldin í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 21. okt. kl. 20.30. Allir velkomnir Framsóknarfélag Borgarness Ferð í Álverið Laugardaginn 22. okt. n.k. förum við í Álverið í Straumsvík. Mæting kl. 14. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Allir velkomnir. Unglingaklúbbur FUF og SUF. VIÐGERÐIR á öllum smá rafstöðvum og rafmótorum Einnig litlum bensín- og dieselmótorum. Getum bætt við okkur viðgerðaþjón- ustu fyrir innflutningsfyrirtæki. 'ý' VELIN S.F. Súðarvogi 18 (Kænuvogsmegin) sími 85128. Laust starf Viðskiptaráöuneytið óskar eftir að ráða ungling til sendilsstarfa og aðstoðar við skrifstofustörf frá 1. nóvember n.k. Umsóknir berist ráðuneytinu fyrir 24. þ.m. Viðskiptaráðuneytið Arnarhvoli Reykjavík Allskonar smáprentun Umslög - Bréfsefni - Reikninga - Frumbækur - Vinnulista - Kort. Hverskonar eyðublöð önnur í einum eða fleiri litum - allar tegundir af pappír og umslögum. Sjálfkalkerandi pappír - Rúðustrikaðar blokkir A-4 og A-5 á lager, einnig með sérprentuðu firmamerki ef óskað er. Sjáum einnig um hönnun á nýjum eyðublöðum o.þ.h. Hringið og við veitum allar upplýsingar eða komum til yðar. BOLHOLTI 6 REYKJAVIK SIMI 82143 t Arndís Þorsteinsdóttir Litlu-Gröf Borgarhreppi lést á Sjúkrahúsi Akraness 17. okt. 1983 Börn hinnar látnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.