Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Mmhrn 9 á vettvangi dagsins ■ í upphafi stefnuræðu sinnar gerði Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra grein fyrir þeim árangri sem þegar hefur náðst til að draga úr verðbólgu og koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Jafnframt minnti hann á þau áföll sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir, sem óhjá- kvæmilega koma niður á lífskjörunum. Síðan fjallaði hann um markmið ríkis- stjórnarinnar og framtíðaráform, og fer hér á eftir meginhluti ræðu hans: Fjármál ríkisins Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1983 var stefnt að jafnvægi í ríkisfjármálum. Óhjákvæmilegur samdráttur í innflutn- ingi og veltu hefur hins vegar skert tekjur ríkissjóðs á sama tíma og útgjöld hafa aukist með verðbólgu. Útgjöld vegna þeirra mildandi aðgerða, sem ég hef lýst, námu um 450milljónum króna. Horfur eru á því, að rekstrarhalli ríkissjóðs í árslok geti numið 800-900 milljónum króna og greiðsluhalli verði um 1000-1200 milljónir króna. Þessi vandi verður ekki leystur á annan hátt en með lántöku. Pví miður virðist stefna í töluverða lánsfjárþörf ríkissjóðs á næsta ári. Þetta stafar m.a. af því, sem þegar hefur verið þannig að stöðva megi söfnun skulda erlendis. Síðustu áætlanir Seðlabankans benda til þess að erlend lántaka í ár verði um 5.600 milljónir króna. Til þess að skuld- irnar aukist ekki sem hluti af þjóðar- framleiðslu á næsta ári má erlend lántaka þá ekki verða yfir 4.000 milljónir króna, sé miðað við áætlað meðalgengi ársins 1983. Á áætluðu gengi 1984 vcrður samsvarandi tala 4.500 milljónir króna. Þar sem auknu framboði fjármagns á innlendum lánamarkaði eru takmörk sett, má af þessu ljóst vera, að svigrúm ríkissjóðs, opinberra fyrirtækja og at- vinnuveganna til lántöku verður mjög takmarkað. Atvinnuvegirnir Verðbólga undanfarinna ára hefur leikið atvinnuvegina grátt. Áætlanir hafa farið úr skorðum, rekstrarfé hefur skerst og greiðslubyrði vegna fjármagnskostn- aðar verið gífurleg. Aflabrestur hefur haft mikil áhrif á þjóðarhag, en útgerð- inni og sjómönnum hefur hann að sjálf- sögðu orðið þyngstur í skauti. Áætlaður samdráttur afla árin 1982 og 1983 nemur um 16 af hundraði frá árinu 1981. Afkoma atvinnuveganna var orðin auka atvinnutækifæri í dreifbýlinu en draga jafnframt úr framleiðslu, þar sem markaðserfiðleikar eru. Iðnaður. Eftir aðgerðirnar í efnahags- málum hefur fjárhagsafkoma iðnfyrir- tækja farið batnandi. í heild er gert ráð fyrir, að iðnaðarframleiðsla'n standi sem, næst í stað á þessu ári, en útflutnings- framleiðsla iðnaðarvöru aukist um 5 af hundraði. Þau opinberu framkvæmdaáform, sem fyrir liggja á sviði iðnaðar, verða endurskoðuð vandlega og gengið úr skugga um, að um arðbærar fram- kvæmdir sé að ræða. Til þess að tryggja sem best samræmi milli markaðar fyrir orku og virkjunar- framkvæmda fer fram endurmat á öllum áætlunum um orkuöflun. Framkvæmdir við kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði geta hafist á miðju ári 1984, ef Alþingi samþykkir. Fram- kvæmdir við byggingu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki munu væntanlega hefjast í byrjun næsta árs. Þótt búast megi við eftirspurnarsam- drætti í vissum greinum iðnaðar, einkum þeim er tengjast byggingariðnaði, er gert ráð fyrir nokkurri aukningu iðnað- arframleiðslu árið 1984, og sömuleiðis nokkurri aukningu útflutnings. kvæma að mestu þau verk, sem lang- tímaáætlunin gerir ráð fyrir. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu ríkis- sjóðs og viðleitni til að takmarka lán- tökur erlendis, hlýtur óhjákvæmilega að verða nokkur samdráttur á næsta ári í framkvæmdum á ýmsum sviðum sam- göngumála. Félagsmál. Frá því að þessi ríkisstjórn var mynduð, hefur verið lagt kapp á að finna leiðir til lausnar á vandamálum húsbyggjenda. Gert er ráð fyrir því, að Byggingarsjóður verkamanna og Bygg- ingarsjóður ríkisins fái á fjárlögum árið 1984 og á lánsfjáráætlun samtals kr. 1.600 milljónir til útlána á næsta ári. í ár er samsvarandi upphæð kr. 718 milljón- ir. Hér er því um að ræða nokkru meira en tvöföldun á framlagi hins opinbera til húsnæðismála. Með þessu hækka öll lán frá og með næstu áramótum um 50 af hundraði. Verða lánin þá nálægt 50 af hundraði af verði vísitöluíbúðar. Ýmsar aðrar aðgerðir til hagsbóta fyrir húsbyggjendur hafa einnig verið ákveðnar, eins og t.d. að flýta afgreiðslu lána og lengja þau. Hið sama gildir um þá, sem kaupa eldri íbúðir. Auk þess ákvað ríkisstjórnin að afla fjármagns til þess að aðstoða þá, sem hafa verið að byggja undanfarin tvö til HEILBRIGT EFNAHAGSUF ER F0RSENDA BÆTTRA UFSKJARA Ur stefnuræðu Steingrfms Hermannssonar forsætisrádherra rakið, en jafnframt hafa útgjöld ríkisins á undanförnum árum aukist verulega vegna nýrra verkefna, m.a. félagslegrar þjónustu. Stefnt verður að því að leysa þennan vanda með innlendri fjáröflun, og verða reyndar ýmsar nýjar leiðir í því sambandi, m.a. er í undirbúningi ný útgáfa á gengistengdum skuldabréfum, sem verða boðin til sölu innanlands ásamt venjubundnum spariskírteinum. Auk þess verða gefin út sérstök skulda- bréf, sem tengjast tilteknum verkefnum, eins og væntanlegt skuldabréfaútboð vegna húsnæðislána. Með þessum hætti og fleiri ráðstöfunum verður stuðlað að því, að þau markmið náist, sem ríkis- stjórnin hefur sett sér varðandi erlendar lántökur á næsta ári. Tilhögun innlendr- ar fjáröflunar verður skýrð nánar í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun. í fjárlagafrumvarpi er stefnt að því, að skattbyrði heimilanna af tekju- og eign- arskatti verði að tiltölu ekki þyngri en á árinu 1983. Vegna hinnar erfiðu stöðu ríkissjóðs og til þess að draga úr viðskiptahalla, verður ekki hjá því komist, að umsvif hins opinbera á árinu 1984 dragist all- mikið saman. Þannig er ráðgert að draga um 8-9 af hundraði úr opinberum fram- kvæmdum. Framlög rtkissjóðs til fjár- festingarlánasjóða eru ýmist alveg lögð niður eða þau takmörkuð. Byggingar- áformum á ýmsum sviðum er slegið á frest og dregið úr byggingarhraða annars staðar. Verður ekki undan þessu vikist, eigi ríkisstjórnin að geta staðið við loforð í húsnæðismálum, sem njóta forgangs. Samneysluútgjöld á vegum ríkisins eru talin dragast saman 1984 um 3 af hundraði miðað við áætlun 1983. Þannig er reynt að gæta ráðdeildar og aðhalds í ríkisrekstrinum. Erlend lántaka Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1984 mun fljótlega verða lögð fyrir Alþingi. í henni verður lögð rík áhersla á aukna innlenda fjáröflun og bætt jafnvægi á Iánamarkaði innanlands, mjög ótrygg á s.l. vori og horfur í atvinnumálum því ískyggilegar. Ríkisstjórnin hefur atvinnuöryggi efst á stefnuskrá sinni samhliða aðgerðum gegn verðbólgu, og að gerðar verði ráðstafanir til að treysta rekstrargrund- völl atvinnuveganna. Um einstakar atvinnugreinar skal eftirfarandi tekið fram: Sjávarúfvegur: Áhersla verður lögð á að ná hámarksafrakstri fiskistofna með hagkvæmum hætti. í því skyni verða hafrannsóknir bættar með markvissri nýtingu þess fjár, sem til þeirra er varið, og með endurskoðun á rekstri hafrann- sóknaskipanna. Stefnt verður að aukinni hagkvæmni við fiskveiðar. Fjárfesting verður tak- mörkuð en aðgerðir til orkusparnaðar á fiskiskipum verða auknar. Sérstök áhersla verður lögð á gæði sjávarafurða á öllum sviðum veiða og vinnslu. í nánu samráði við aðila at- vinnugreinarinnar mun sjávarútvegs- ráðuneytið áfram beita sér fyrir víðtækri kynningar- og fræðslustarfsemi um gæði sjávarafurða. Lög og reglur um Fram- leiðslueftirlit ríkisins verða endur- skoðuð, m.a. með það í huga, að ábyrgð framleiðenda og útflytjenda á fram- leiðslunni verði aukin. Verðlagning sjáv- arafurða fari eftir gæðum. Landbúnaður. Erfitt árferði og mark- aðsaðstæður hafa haft slæm áhrif á afkomu í landbúnaði. Því var m.a. veitt aðstoð úr ríkissjóði vegna harðindanna á norðanverðu Iandinu s.l. vor. Sölu- skattur af vélum og tækjum til landbún- aðar var felldur niður og nokkru af niðurgreiðslufé varið til lækkunar á áburðarverði til bænda í ár. Þessar aðgerðir leiddu jafnframt til þess, að búvöruverð til neytenda hækkaði minna en annars hefði orðið. Aðlögun landbúnaðarframleiðslunnar að markaðsaðstæðum verður haldið áfram. í því skyni verður leitast við að efla greinar, eins og iðnaðarframleiðslu úr landbúnaðarafurðum, loðdýrarækt og fiskeldi, sem telja má víst, að geti orðið mjög arðbærar og öflugar útflutnings- greinar. Slíkur rekstur getur orðið og á að verða til þess að styrkja byggð og Tekist hefur, eins og kunnugt er, að ná samkomulagi við svissneska álfélagið um endurskoðun á aðalsamningi þess og íslenska ríkisins um álbræðsluna, hækk- un raforkuverðs í 10 mills (tíu þúsund- ustu úr bandaríkjadollar) á kwst. Að því er stefnt, að endurskoðun samningsins ljúki fyrir I. apríl n.k., þannig að unnt verði að afgreiða á því Alþingi, sem nú situr, frumvarp til laga um breytingar á aðalsamningnum. Verslun og viðskipti. Eins og fram kemur í bráðabirgðalögum um verð- lagsmál, er aðeins heimiluð sú hækkun á vörum og þjónustu til 31. janúar n.k., sem nauðsynleg er til að standa undir óhjákvæmilegum kostnaðarhækkunum. Eftir það er gert ráð fyrir að draga úr opinberum afskiptum, þannig að neyt- endur og atvinnulífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar þar sem sam- keppni er næg. Jafnframt er að því stefnt, að sveitarfélög ákveði sjálf gjaldskrár þjónustufyrirtækja sinna. Áfram verður þó fylgst með verðlagn- ingu opinberra fyrirtækja, sem og ann- arra. Einnig verður verðkönnunum beitt í ríkara mæii og upplýsingastarfsemi Verðlagsstofnunar um verðlag aukin. Haldið verður áfram að tryggja sem hagstæðasta markaði erlendis fyrir ís- lenskar framleiðsluvörur, m.a. með virkri þátttöku í samstarfi Evrópuþjóða um fríverslun og sérstökum samningum við þær markaðsþjóðir, sem ekki eru aðilar að því samstarfi. Vegna þýðingar utanríkisviðskipta fyrir ísland, er áríð- andi að alþjóðaviðskipti séu frjáls og staðið sé gegn hvers konar óeðlilegum hömlum og verndarráðstöfunum, sem torvelda þau. Ég mun nú víkja að málefnum annarra ráðuneyta en ráðuneyta atvinnuveg- anna. Samgöngumál. Gert er ráð fyrir því, að vegaframkvæmdir á næsta ári verði um það bil 2,2 af hundraði þjóðarfram- leiðslu. eða svipað og í ár. Þetta er heldur lægra en ráðgert er í langtímaá- ætlun um vegamál. Hins vegar er þess vænst, að með auknum útboðum við nýbyggingu vega reynist unnt að fram- þrjú ár. Verða lán til þeirra hækkuð um 50 af hundraði. Er ráðgert að verja í þessu skyni 250 milljónum króna. Þá hefur ríkisstjórnin samið við viðskipta- banka um sameiningu lána og lengingu í átta ár fyrir þessa sömu aðila, auk þeirrar frestunar á greiðslu vaxta og afborgana sem fyrr er getið. Ríkisstjórnin leggur áherslu á at- vinnuöryggi. Því hefur verið ákveðið að efla vinnumáladeild félagsmálaráðu- neytisins. Auk þess sem upplýsingasöfn- un um skráð atvinnuleysi verður aukin og bætt, er gert ráð fyrir því, að stjórnvöld og aðrir sem á slíku þurfa að halda fái í tíma vísbendingu um framboð og eftirspurn á vinnumarkaði. Heilbrigðismál. Unnið verður að því að heilsugæsla samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu komist sem allra fyrst á um allt land. Vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í fjárveitingum, verður þó sérstök áhersla lögð á að Ijúka þeim framkvæmdum, sem þegar hafa verið hafnar, en nýjum framkvæmdum fremur frestað um hríð. Áhersla verður lögð á, að lög um málefni aldraðra, sem gildi tóku í árs- byrjun 1983, komi, eftir því sem tök eru á, til framkvæmda á þessu ári. í því skyni að auka aðhald í sjúkrahús- rekstri, mun verða ítarlega kannað fyrir endanlega gerð fjárlaga ársins 1984, hvaða sjúkrahús verða tekin beint inn á fjárlög á næsta ári. Leitað er leiða til þess að veita sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu með minni tilkostnaði. Á næstu mánuðum munu niðurstöður þessara athugana koma fram. í athugun er, hvort draga megi úr útgjöldum ríkissjóðs vegna lífeyris- og sjúkratrygginga með skipulagsbreytingu á Tryggingastofnun ríkisins og sjúkra- samlögum landsins. Þetta tengist sér- staklega þeirri viðleitni að færa megin- hluta sjúkrastofnana beint inn á fjárlög. Umsvif sjúkratrygginga Tryggingastofn- unar ríkisins minnka þá að sama skapi og fyrirkomulag sjúkrasamlaga þarf því að endurskoðast. Menntamál. Með hliðsjón af mikil- vægi fjölskyldunnar sem grunneiningar í þjóðfélaginu, verður í skólastarfi lögðj áhersla á að auka tengslin við fjölskyldu- líf og á samheldni og samveru foreldra og barna. Einnig verður lögð áhersla á virkari tengsl skóla og atvinnulífs. í því sam- bandi má nefna aukna fræðslu um tölvu- notkun. Áformuð er breytt og skýrari verka- skipting milli ríkis og sveitarfélaga í skólamálum, m.a. þannig, að ýmis af- mörkuð verkefni í fræðslumálum verði færð til sveitarfélaga. Jafnframt er unnið að frumvarpi um skólakostnað. í menningarmálum vill ríkisstjórnin örva frjálsa og sjálfstæða listsköpun og annað menningarstarf og efla höfuð- menningastofnanir þjóðarinnar. í fjölmiðlamálum verður unnið að auknu frjálsræði á sviði útvarps og sjónvarps. Vegna hins þrönga fjárhags ríkissjóðs er í samstarfi við skóla og aðrar menn- ingarstofnanir stefnt að aðhaldi í rekstri og framkvæmdum, en þó þannig, að ekki skerði fræðslu- og menningarstarf eða rannsóknir, sem eru nauðsynlegir þættir fyrir lífvænlega byggð í landinu. Dóms- og kirkjumál. Að dóms- og kirkjumálum verður unnið með hefð- bundnum hætti. Gert er ráð fyrir breytingu á lögum um dómvexti, þannig að ákvæðin verði ský- laus. Áformað er að lögfesta skýrari reglur um skyldur, ábyrgð og vinnubrögð fast- eignasala, enda eru hagsmunir almenn- ings í viðskiptum á þessu sviði geysimikl- ir. Breyting á umferðarlögum varðandi skráningu bifreiða er ráðgerð, svo og endurskoðun á reglum um skoðun bif- reiða til sparnaðar og hagræðis. Endur- skoðun á umferðarlögunum er jafnframt í undirbúningi. Unnið er að heildarendurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála, sem er orðin mjög tímabær, og tillagna er einnig að vænta um breyting á lögum um meðferð einkamála í héraði. Framh. á síðu 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.