Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 11
10 MIÐVIKUDAGUR 19. 0KT0BER 1983 íþróttir Greinargerð Umf. Selfoss um Skallagrímsmálið: KÆRA DOMSNIÐURSTODUR OG MALSMEÐ- FERÐ TIL FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ÍSÍ dómsniðurstaða dómstóls ISI aðeins byggð á einu kæruatriði ■ Fimm félagslið sem þátt tóku í íslandsmóti 3. deildar KSÍ s.l. sumar kærðu Ungmennafélagið Skallagrím undir lok mótsins fyrir það að tefla fram ólöglegum leikmanni í allmörgum leikjum, en umrxddur leikmaður hafði þverbrotið þau lög KSÍ, sem gilda um félagaskipti. Það furðulega skeður þegar málið er lagt á borð að dómstóll ÍSÍ og KSÍ leiðir hjá sér að taka á meginkæruatriðum sem varða félagaskipti hins ólöglega leikmanns. I lögunt KSÍ segir ótvírætt að líða þurfi cinn mánuður á ntilli áður en félagsmaður í einu félagi geti leikið með nýju félagi miðað við það að hann tilkynni formlcga félagaskipti og ef leikmaður hefur leikið með félagi sínu þurfa að líða tveir mánuðir áður en hann getur leikið með nýju félagi. Þegar allir leikir 3. deildar höfðu veriö leiknir var staðan sú að Skullagrímur í Borgarnesi hafði 22 stig en Ungmennafélagið Selfoss hafði 19 stig. Málið snýst því um það hvort Skallagrímur hefur sigrað á löglegan hátt eða ekki.en niðurstaða í því máli sker úr um það hvort liö sem hefur fylgt settum reglum nýtur þess, eða hvort lið sem hefur þverbrotið íslenskar sem alþjóðlegar reglur fær að komast upp með slíka ósvinnu. Umræddur leikmaður, Garðar Jónsson, tilkynnti um félagaskipti úr Skallagrími í Borgarnesi 2. febrúar s.l. í Iþróttabandalag Akraness. I stuttu máli keppti Garðar með ÍA í maimánuði í Litlu bikarkeppninni og í Islandsmóti 1. dcildar. Síðast lék hann með ÍA 31. maí s.l. Þann 1. júlí tilkynnti hann úrsögn úr IA, en afturkallaði þá úrsögn sama dag. Þann 6. júlí óskaði Garðar eftir riftun á félagaskiptuin úr Skallagrími í 1A frá 2. febrúar 1983, en 2. júlí, daginn eftir að hann segir sig úr í A og hættir svo við það síðar um daginn, hyrjar hann að lcika í 3. dcild íslandsmótsins með Skallagrími. Með tilliti til alls þessa mun Ungmennafélag Selfoss og fleiri lið sem máliö varðar, kæra málsmeðferð og dómsniðurstöður til framkvæmdastjórnar íþróttasambands Islands.með þeirri kröfu að rannsókn vcrði gerð á málsmeðferð og niðurstaða endurskoðuð í takt við lög þau sem gilda á okkar landi um rétt og skyldur knattspyrnumanna. I lok 3. deildarkeppni íslandsmótsins var Skallagrímur í Borgarnesi kærður af fimm aðilum öðrum sem þátt tóku í mótinu, þ.e. Grindavík, ÍK, Snæfelli í Stykkishólmi, Ármanni og Selfossi. All- ar kærurnar hárust vegna þess að einn leikmanna Skallagríms reyndist ólög- legur að mati þessara aðila, þegar málið var kannað ofan í kjölinn. Kærurnar komu fram á misjöfnum tíma á seinni hjuta deildarkeppninnar, en síðasta kær- an kom frá Selfossi þegar nokkrir leikir voru eftir og var hún lögð fram til héraðsdómstóls heimahcraðs eins og aðrar kæru í málinu. Dómar í öllunt héruðum féllu á þá leið að Skallagrími dæmdust tapaðir leikir í þeim leikjum sem Garðar Jónsson lék með félaginu. Voru leikirnir dæmdir tapaðir vegna þess að Garðar Jónsson var samkvæmt skilningi héraðsdómara brotlegur við þær reglur sem KSÍ hefur sett um félagaskipti. í öðru lagi fullnægir hann ekki skilyrðum KSÍ um biðtíma á milli félagaskipta sem á að vera 1 mánuðir í ölluin tilvikum, en ef leikmaður hefur tekið þátt í 'kappleik á vegum cins félags á sama ári þá er biðtíminn 2 mánuðir. Garðar Jónsson skipti um félag 2. febrúar 1983, sagði sig þá úr Skallagrími í Borgarnesi og gekk í ÍA á Akranesi. KSÍ tók á móti gögnum þar að lútandi og samþykkti félagaskiptin. Síðan tók Garöar Jónsson þátt í kappleikjum með ÍA í Litlu bikarkeppninni í maí 1983 og er þá einn af leikmönnum á velli og ennfremur tók hann þátt í fyrstu tveimur kappleikjum íslandsmótsins í 1. deild, með ÍA og þá sat hann á varamanna- bekk, en skráður leikmaður á skýrslum ÍA. Síðasta leikinn mcð ÍA lék Garðar 31. maí 1983. Þann 1. júlí 1983 sendi Garðar Jóns- son tilkynningu til KSÍ um félagaskipti, þá úr ÍA, en án þess þó að geta um nýtt félag. Þessi yfirlýsing er undirrituð af Garðari og Haraldi Sturlaugssyni for- manni Knattspyrnuráðs Akraness. „FORKASTANLEGT ad dæma eftir einu ákæruatriði en hundsa hin’% segir Gylfi Gíslason formadur knattspyrnu* deildar Selfoss ■ „Þetta er ekki „prinsippatriði" okk- ar Selfyssinga*1, sagði Gylfi Gíslasón formaður knattspyrnudeildar UMF Sel- foss í samtali við Tímann í gær, er við hann var rætt vegna grcinargerðar Sel- fyssinga. „Þetta er að vísu hagsmunamál okkar núna, en hverjir lenda í þessu næsta ár? Þetta á að vera eins og lögin eru, en það eru einhvcrjir aðilar sem breyta þessu milli þinga. Félögin verða að standa saman um sinn rétt“, sagði Gylfi. „Mcginatriðin eru þrjú í þessu“, sagði Gylfi. Spurningin um opinber mót, hver þau séu, og hver ekki, spurning um ábyrga afstöðu gagnvart varamönnum, spurning um lögleg félagaskipti. - Svo er náttúruiega dómsmcöferðin í þessu máli. - Það er í raun forkastanlegt að dómstóll leyfi sér að svara einu kæru- atriði eingöngu, þegar kæran er lögð frain í þremur áhersluatriðum. - Það er kært í þremur atriðum og aðeins dæmt í einu, það er engan veginn eölilegt að félögin í landinu uni því. Fyrir öðruni dómstólum væri ekki unaö við slík málalok, það er alveg á hreinu.“ - llver er afstaða hinna félaganna sem kærðu? „Þau bera ýmsu við. Ármenningar standa með okkur, enda eiga þeir hags- muna að gæta, hin setja fyrir sig ýmis atriði. Sumir vilja ekki eyðileggja sam- skipti sem þcir hafa átt við Borgnesinga, þá eru slík atriði ofar á vogaskálunum en reglur. Málið kemur náttúrulega ekki pcrsónulcga við þá, og inargir virðast hugsa sem svo í stjórnum félaganna scm hlut hafa átt að niáli, að Borgnesingar skuii ekki gjalda fyrir innanhússmistök KSÍ. Það virðist vera þannig meö marga, að meðan það lendir ekki á þeim að missa sæti í annarri deild cða falla í fjórðu deild vegna lögbrota, taki þeir ekki afstöðu“. -SÖE ■ Forsaga máls þess, sem Sel- fyssingar senda greinargerð vegna, og hér er birt í heild sinni, er sú að í sumar kærðu fimm félög Ungmennafélagið Skalla- grím í Borgarnesi fyrir að nota ólöglegan leikmann, Garðar Jónsson í leikjum sínum. Voru rök fyrir málinu færð í þremur liðum. Dómstóll KSÍ dæmdi stig- in af Skallagrimi i téðum leikjum vegna þátttöku Garðars í Litlu Bikarkeppninni með “ Iþrótta- bandalagi Akraness. Þeim dómi var síðan hnekkt hjá dómstóli ÍSÍ, en til hans áfrýjuðu Skalla- grímsmenn. Þar var málið dæmt Skallagrími í hag, en ekki tekin afstaða í þeim dómi nema til þess eina atriðis sem dómstóll KSÍ byggði sinn dóm á. Af þessum sökum kæra Selfyssingar og Ár- menningar amk. málsmeðferð- ina til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Greinargerð fyrir þeirri kæru er birt hér, og viðtöl við formenn knattspyrnudeild Selfoss og Skallagríms eru neðar. -SÖE Samdægurs barst síðan skeyti til KSI þar sem Garðar kveðst draga til baka beiðni um félagaskipti úr ÍA í Skallagrím, sem hann hafði þó ekki tilgreint á fyrrgreindri beiðni. Þann 6. júlí kemur enn eitt skeytið til KSÍ, þar sem Garðar kveðst draga til baka upphaflegu félagaskiptin sín frá 2. febrúar úr Skallagrími í ÍA. Garðar hóf að leika með Skallagrími þann 2. júlí 1983 í 3. deild, fjórum dögum áður en hann hyggst ætla, með skeyti til KSÍ, að ógilda eða rifta upphaf- legu félagaskiptunum, sem hann til- kynnti í ársbyrjun og veittu honum rétt til að leika fyrrgreinda leiki með ÍA í litlu bikarkeppninni og Islandsmótinu þar sem hann í öllum tilvikum er skráður einn af 16 leikmönnum ÍA. Garðar lék hins vegar alla leiki Skalla- grínrs í 3. deild eftir 2. júlí, en að lokinni síðustu umferð var Skallagrímur efsta lið með 22 stig, en Selfoss í öðru sæti með 19 stig. Þá hafði Garðar leikið 8 leiki með Skallagrími, eða seinni hluta 3. deildarmótsins. Tveimur niðurstöðum héraðsdóms í umræddum fimm kærum var áfrýjað af Skallagrími til KSI, niðurstöðum frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings og Ungmennasambandi Borgarfjarðar. í þessum tveimur málum staðfesti dóm- stóll KSI niðurstöðu héraðsdóma, en hinum kærunum þremur áfrýjaði Skalla- grímur beint til dómstóls íþróttasam- bands íslands, þ.e. kærunum frá Snæ- felli, Ármanni og Selfossi. Hins vegar er það skylt samkvæmt lögum ÍSÍ að dóm- stóll KSÍ skuli .fjalla um mál fyrst ef áfrýjað er niðurstöðú héraðsdóms, áður en komið getur til þriðja og síðasta dómstigs dómstóls ÍSÍ. Með ólíkindum komst dómstóll ÍSÍ að niðurstöðu sem gengur þvert á dómsniðurstöðu KSÍ og héraðsdóms. Allir dómstólarnir, dóm- stóll ÍSÍ og héraðsdómstólar dæmdu Garðar ólöglegan leikmann vegna leikja í Litlu bikarkeppninni (Akranes-Kefla- vík-FH-Haukar og Breiðablik), en niðurstaða dómstóls ÍSÍ komst að þeirri niðurstöðu að Garðar Jónsson væri lög- legur leikmaður með Skallagrími. Eina afstaðan sem ÍSÍ-dómstóllinn tók í málinu. var gagnvart þátttöku Garðars í Litlu bikarkeppninni. Dóm- stólarnir hafa hins vegar ekki tekið ennþá á félagaskiptum Garðars, sem eru vægast sagt mjög torkennileg og standast engan veginn þær reglur sem skylt er að fara eftir. Eina niðurstaðan sem ÍSÍ-dómstóllinn tók varðandi þátttöku í Litlu bikar- keppninni, fékkst í fyrsta kærumálinu, kæru Snæfells gegn Skallagrími, en þeg- ar málið var dómtekið var sækjandi fjarverandi vegna þess að hann hafði aldrei fengið boð um að mæta fyrir dómi. Verjandi mætti hins vegar og dómsniðurstaðan var fengin að fengnum upplýsingum frá verjanda einum, full- trúa Skallágríms. Upplýsingarnar voru þess eðlis að fyrir dómi lá staðlað vottorð, útbúið af ákærða, Skallagrími, þar sem sagt var að Litla bikarkeppnin væri að mati þátttakenda lokað æfinga- mót, sem færi ekki að öllu leyti eftir reglum KSÍ. Það er furðulegt að dómstóll ÍSÍ skuli taka þá afstöðu eftir persónulegt mat þátttakenda Litlu bikarkeppninnar, að um sé að ræða óopinbert mót og virða þannig að vettugi lög ÍSÍ um opinber mót þar sem segir m.a. að þar sem tvö félög eða fleiri keppi innbyrðis, teljist slíkir kappleikir opinberir. Dómurinn byggist sem sagt á mati kærða en ekki þcim lögum sem dæma á eftir. Formaður Dómarasambands Islands skilgreindi fyrir dómstól ÍSÍ reglur um skyldur leikmanna og þar með vara- manna og staðfesti formaðurinn að líta skuli á varamenn í kappleikjum sem fullgilda leikmenn. Meginmálið er það að lög íþrótta- sambands íslands, lög Knattspyrnu- sambands íslands og alþjóðalög, eru þverbrotin í þessu máli og dómstóll ÍSÍ leyfir sér að líta fram hjá kæruatriðum sem heyra undir þessi lög, en láta geðþóttaákvarðanir utanaðkomandi að- ila ráða niðurstöðunni. Endanleg niðurstaða þessa máls sker úr um það hvort réttlætið tryggir rétt- mætum sigurvegara þátttöku í 2. deild og jafnframt kemur endanleg niðurstaða þessa máls til með að skera úr um hvort réttmætur aðili fellur í 4. deild. íþróttahreyfingin getur ekki byggt á geðþóttaákvörðunum í svo mikilvægum málum sem snertir siðferðis- og réttlætis- vitund þúsunda manna sem vilja hag hreyfingarinnar sem mestan og drengi- legastan. Mistök geta alltaf átt sér stað, en hafa skal það sem sannara reynist og fara að lögum. Með vinsemd og virðingu: Ungmennafélag Selfoss MARGT RANGTÚLKAD í greinargerð Selfyssinga - þeir kærðu t.d. alltof seint’% segir Þorsteinn Benjamínsson formaður Knattspyrnudeildar Skallagríms 98 ■ „Það er margt rangtúlkað í þess- ari greinargerð“, sagði Þorsteinn Benjantínsson formaður knatt- spyrnudcildar UMF. Skallagríms, er hann var spurður álits á greinargerð Selfyssinga hér að ofan. „I fyrsta lagi var skeytið, þar sem þeir segja að Garðar hafi dregið til baka skiptin úr ÍA í Skallagrím 1. júlí misritað á símstöðinni, þannig að það sncrist alveg við. í öðru lagi er það orðin hefð, og samkvæmt starfsreglum KSÍ, að inenn sem tilkynna félagaskipti geta dregið til baka þau félagaskipti og byrjað um leið að leika með gamla félaginu sínu, hafi þeir ekki leikið opinbcran kappleik með því félagi sem þeir skiptu yfir í. Í þriðja lagi kvað dómslúll KSÍ upp úr með að varamaður í leik sem ekki kemur inná er ekki hlutgengur í leik, og taldi Garðar löglegan itieð okkur miðað við þá kæru. En dóm- stóllinn dæmdi stigin svo af okkur á þeim forsendum að Litla bikar- keppnin væri opinhert mót. Það er alveg klárt að Selfyssingar hafa ekki dreift þeim dómum sem dómstóll KSÍ kvað upp úr með, vegna þess að það var þeim í óhag. Í fjórða lagi gat lörmaður KDSÍ, scm mætti þegar málið var tekið fvrir, ekki skýrt hve langt svið dóm- ara náði. Það nær að sjálfsögðu yfir leikmenn á velli, varamenn og for- ráðamenn liða, én það getur líka náð ýfir hvern þann annan sem nálægt leikvellinum kemur. Í fimmta lagi kærði Selfoss mánuði 1 , ' eftir að leik okkar við þá á Selfossi lauk, kærulrestur, sem er 14 dagar, var löngu útrunninn. Og það mál virtust þeir hafa í hendi sér, því því var frestað, dómararnir læstir inni og svo framvegis. Að lokum vil ég bara segja, að markatalan í leikjum okkar viö Sel- fyssinga, innhyrðis er okkur vel í hag, þeir gátu ekki sigrað okkur á leikvelli. - Við niunuin svara þessu inálefnalega, höfum ekki viljað tjá okkur um þetta hingað til. En við munum svara nú, af sönnum íþrótta- anda, eins og einkcnnir þá Selfyss- inga og litlu bræður þeirra í Ár- manni," sagði Þorsteinn Benjamins- son að lokum. -SÖE fðsSal Íi i MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1983 hingad! — Tekst FH ad komast í 8 liða úrslit? umsjón: Samúel Örn Erlingsson FH og appelsínudrengirnir: Fa bada leikina ■ Nú er bara spurningin hvort FH-ingum tekst að færa sér það í nyt að leika báða leikina gegn Maccabi heima. Það mun áreiðanlega mikið mæða á þeim Kristjáni Arasyni, Atla Hilmarssyni og Þorgils Óttari Mathiesen, ásamt félögum þeirra í FH-liðinu, því Israelsmenn eru sterkir á svellinu. Skyldu þeir þurfa að líta oft vonsviknir um öxl gegn Maccabi eins og á myndinni eftir að skot Viggós Sigurðssonar í Víking hafði ratað rétta leið í netið? - Myndln er tekin í leik FH og Víkings um síðustu helgi, og það er Guðmundur B. Guðmundsson Víkingur sem er lengst til vinstri. Tímamynd Róbert ■ „Við erum mjög ánægðir með þetta að sjálfsögðu, sagði Egill Bjarnason formaður handknattleiksdcildar FH í samtali við Tímann í gær, eftir að kunnugt var að Israelsmennirnir í liðinu Maccabi Tel Aviv væru tilbúnir að koma hingað til lands og leika báða leikina í 16 liða úrslitum IHF Evrópukeppninnar hér á landi. „Þctta er það sem við ætluðum okkur, og með það hljótum við að vera ánægðir“, sagði Egill. Egill sagði, að væntanlega bærust upplýsingar um styrkleika ísraelska liðs- ins næstu daga. Vel má reikna með, að FH-ingar komist í 8 liða úrslit keppninn- ar, ef vel tekst til í leikjunum gegn Maccabi. Þó er þess að gæta, að ísraels- menn hafa ekki gefið íslcndingum neitt eftir í leikjum landsliða þjóðanna. Þessi lið leika í 16 liða úrslitum: MaccabiTel Aviv(ísrael)-FH íslandi, Lokomotiva Trnava (Sovét) - UHK FERBRADY AFTUR HEIM TIL ARSENAL? ] Minningarhlaup um Jóhannes ■ Liam Brady, landsliðsmaðurinn írski talaði um það eins og sjálfsagð- an hlut í samtali við fréttainann BBC um helgina að hann mundi fara heim til Arsenal frá Sampdoria á Spáni, þar sem hann leikur á. Brady sagðist ekki komast heim fyrir jól, en vonandi sem fyrst. Terry Neal, framkvæmdastjóri Arsenal var þó ekki eins bjartsýnn, cn sagðist hafa fullan hug á að ræða við forráða menn Sampdoria er samningur Bradvs rennur út í vor. -SÖE haldid á sunnudag ■ Næstkomandi sunnudag, 23. októ- ber gengst Iþróttafélag Menntaskólans í Reykjavík fyrir boðhlaupi til minningar um Jóhannes Sæmundsson íþrótta- kennara skólans, er lést uin aldur frani s.l. vor. Var hann m.a. frumkvöðull að því hér á landi að láta skólanemendur hlaupa úti í leikfimitímum, sem nú er orðið mjög algengt. Keppt verður í eftirtöldum ijórum flokkum: a) Konur 3x2 km. opinn flokkur b) Karlar 4x2 km opinn flokkurf c) Konur 3x2 km bekkjadeildir í M.R. d) Karlar 4x2 km bekkjardeildir í M.R. <■ Brady sagðist ekki komast heun -SOE m mgíírTmííastudi — sökkti HK - Grótta vann Fylki naumt ■ Dagur Jónasson Framari var í aldcil- is fínu formi í leik Fram og HK í annarri deild karla í handbolta, er liðin mættust í fyrrakvöld á fjölum Laugardalshallar- innar. Dagur skoraði 11 mörk fyrír Fram í 25-21 sigri. Staðan í hálfleik var 13-8 Fram í hag, og því á brattann að sækja hjá HK í síðari hálfleik. í síðari hálfleik var. leikurinn jafn. en HK hefði þá þurft að ná yfirhöndinni til að jafna sem ekki tókst. Dagur var markahæstur Framara. svo sem áður sagði meö 11 mörk,' en Gústaf Björnsson var honum næstur með 5 mörk. Sigurður Sveinsson var atkvæða- mestur Kópavogsmanna með 9 mörk, en Guðni Guðfinnsson skoraði 5. Grótta komst einu sinni yfir ■ Grótta komst einu sinni yfir í leik sínum við Fylki í 2. deild karla í handknattleik um helgina, en leikið var í Seljaskóla. Fylkir hafði forystuna allan leikinn. en í lokin komst Grótta yfir 21-20, og það voru lokatölur. Leikurinn var, samkvæmt heimildum Tímans, lé- legur og illa leikinn, bæði af leikmönnum og dómurum. Sverrir Sverrisson skoraði mest Gróttumanna. 8/5 mörk, en Gunn- ar Lúðvíksson skoraði 4. Hjörtur Ing- þórsson var markahæstur Fylkismanna með 6 mörk, en Einar Einarsson skoraði 5. -SÖE Staöan í annarri dcild karla er nú þessi: ÞórVe.......... 4 4 0 0 91-58 8 Fram .......... 4400 93-74 8 Grótta ........ 430 1 92-85 6 Breiðablik..... 3 2 0 1 58-47 4 HK ............ 3 1 0 2 59-63 2 Reynir............. 3003 62-83 0 ÍR............. 3 0 0 3 62-83 0 Fylkir......... 4004 75-104 0 HHBHn Verðlaun veröa veitt fyrir sigursveit í hverjum flokki og til þess aö einstaklings er fær bestan tíma í hverjum flokki. Hlaupið hefst í Tjarnargötu og er síöan hlaupiö um Vonarstræti, Frí- kirkjuveg, Sóleyjargötu, Hringbraut, Bjarkargötu og þaöan um gangstíg út í Tjarnargötu. Mest allur hluti hlaupsins fer fram á gangstéttum. Búningsaðstaöa er í íþróttahúsi Mcnntaskólans og að hlaupi loknu fer fram vcrðlaunaafliend- ing í skólanum og boðið veröur upp á hressingu. Skráning í hlaupiö fer fram í skólanum frá kl. 9 f.h. að morgni keppnisdags og er íþróttafélögum, vinnustaðahópum og hvers kyns trimmhópum boðin þátttaka í opna flokknum. Hlaupið hefst kl. 10 fyrir hádegi. Dómur „slátrarans“ mildaður Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Um helgina var dómurinn yfir „Slátraranum frá Bilbao“, Antonio Go- icechca, mildaður úr 18 leikja banni í 10 leikja bann. Þetta hefur ekki mælst vel fyrir hér í Þýskalandi, né heldur mun snillingurinn Maradona vera ánægður með þetta. Goicoechea verður í sviðs- Ijósinu í kvöld, er hann kcppir mcð Atletico de Bilbao gegn Liverpool á Anfield Road í Liverpool. -MÓ/SÖE latabanya Banyasz (Ungverjalandi) - Ystads 1F (Svíþjóð), Balonmano Granollers (Spáni) - HC Roverto (ftalíu) Oppsal IF (Noregi)- BSV Bern (Sviss), Kronohagcns IF (Finnlandi) - Gladsaxe Söborg (Danmörku), Rauða-stjarnan Belgrad (Júgóslavíu) - Boule D'or Lebbeke (Belgíu). „Appelsínudrengirnir" Maccabi Tel Aviv eru hálfgert huldulið, ekkert er vitað um skipan liðsins eða hve margir landsliðsmenn leika með. Liðið sló út grískt lið í undankcppninni, 26-20 í Grikklandi og 33-18 í ísrael. -SÖE Reykjavíkur- mót í borötennis ■ Rcykjavíkurmótinu í horðtennis lauk í Laugardalshöll um helgina, eins og drepið var á í blaðinu í gær. Urslit urðu þcssi: Karlar: Einliðalcikur: 1. Tómas Guðjónsson KR 2. Hjáltýr Hafsteinsson KR 3-4. Jóhanncs Hauksson KR 3-4. Tómas Sölvason KR Tvíliðaleikur: 1. Tómas Sölvas./Tómas Guðjónss. KR 2. Kristján Jóhanns./Stcfán Konráðss. Vík 3. Gunnar Birkiss./Vignir Kristm. Ern. Konur: Einliðaleikur: 1. Ásta Urbancic Ernmum 2. Arna Sif Kjærnested Víkingi 3. Elísabet Olafsdóttir Erninum Tvfliðaleikur: I. Ásta Urbancic/Elísabet Ólafsd. Ern. Tvenndaricikur follorðimia I. Ásta Urbancic/Tómas Guðjónss. Einiiðaleikur: 1. Emil Þálsson KR 2 Jóhann Örn Sigurjónsson F.rninum, 3. Ragnar Ragnarsson Erninum Tvfliðaleikur: 1. Gunnar Hall/Ragnar Ragnarss Ern. 2. Alexander Arnars/Emil Páls. KR 3. ÞórðurÞorvarðars./Jóh.OrnSigurj. E Sveinar 13-15 ára Einliðalcikur: 1. Gunnar Valsson Erninum 2. Eyþór Ragnarsson KR 3. Halldór Steinsen Erninum l'vfliðalcikur: 1. Gunnar Valss./Halldór Reyniss. Em, 2. Magnús ÞorstÆyþór Ragnarss. KR 3. Kjartan Bricm/Stcfán Garðarss. KR Drcngir 15-17 ára: / 1. Bcrgur Konráðsson Víkingi 2. Trausti Kristjánsson Vikingi 3. Friðrik Bcrndscn Víkingi Stúlkur: Einliðalcikur: Arna Sif Kjærncsted Vikingi Tvcnndarkcppni unglinga: I. Arna Sif Kjærnested/Friðrik Bcrndsen Þiltar, undir 13 ára: Einliðalcikur: 1. Kjartan Briem KR 2. Þór Hauksson Víkingi 3. Jóhann P. Guðjónsson Víkingi. -SÖE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.