Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 7 umsjón: B.St. og K.L. ■ Nú er Inger Nilsson orðin 24 ára gömul og er farin að vinna sem einkaritari. En hún fær ekki frið til að gleyma Línu. Lína langsokkur skildi við Inger sem öreiga! ■ Nú eru meira en 10 ár liðin síðan Inger Nilsson gerði Línu langsokk ódauölega á hvíta tjaldinu, en hún er enn að súpa seyðið af þeim vinsældum, sem hún hlaut þá. Inger ákvað að leggja allan leik á hilluna eftir að hún sagði skilið við Línu. Nú, 24 ára gömul, vinnur hún sem einka- ritari hjá súkkulaðiverksmiðju og fær í laun sem svarar u.þ.b. 20.000 ísl. krónum á mánuði. Það má því nærri geta, að henni gengur ekkert of vel að standa skil á skattaskuldum, sem hún safnaði á velmektarár- unum og nema nú um 200.000 krónum. Hún hefur því skrifað Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, bréf og beðist vægðar. En Palme var ekki á þeim buxunum að sýna Inger neina linkind, vissi sem er, að ef henni yrði sýnd hlífð, myndi ekki linna beiðnuni frá öðrum Svíum, sem þykir skattyfirvöld hafa verið óþarflega harðhent við þá. Sænskum skólabörnum ■ Sænsk skólabörn hafa ekki gleymt Línu langsokk. rennur svo til rifja hvernig komið er fyrir Línu langsokk, að þau hafa nú ákveðið að koma til aðstoðar. Þau hafa nú efnt til samskota í skólum og æskulýðsmiðstöðvum til styrktar eftirlætinu sínu. Dýr mistök! ■ Þegar James Hardy hugð- ist gista á hóteli einu í Chattan- ooga í Tennessee, var honum afhentur vitlaus herbcrgislykill og varð 16.000 dollurum ríkari fyrir bragðið. Þegar James opnaði hurðina að hótelherberginu, brá hon- um heldur betur í brún. I herberginu var fyrir kona og allsnakin í þokkabót. Þar sem James er sannur herramaður, leit hann hið snarasta undan, með þeim afleiðingum, að það losnaði brjósk í bakinu á honum. Hótelið neyddist til að greiða honum 16.000 dollara skaðabætur fyrir vikið. ingu, þar með talið atvinnuupp- byggingu. Sem dæmi um verkefni á þessu sviði má nefna að koma þarf upp atvinnumiðlun fyrir þroskahefta og fjölga þarf vemd- uðum vinnustöðum. í menntamálum krafðist þing- ið þess að fötluð börn fái sér- kennslu og þjálfun strax og fötlun- ar þeirra verður vart í eða sem næst heimabyggð án alvarlegrar röskunar á tengslum við fjöl- skyldu og nágrenni - skorað var á Alþingi að samþykkja hið bráð- asta frumvarp til laga um fram- haldsskóla og frumvarp um full- orðinsfræðslu. Eins og málum er nú háttað vantar allt heildarskipu- lag fyrir framhaldsnám fatlaðra en með samþykkt þessara frum- varpa opnast leið til uppbyggingar framhaldsnáms fyrir þetta fólk.“ „Samtökin em samstarfsvett- vangur foreldra, fagfólks og ann- arra áhugamanna um málefni þroskaheftra. Tilgangur þeirra er að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra í landinu og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Þetta eru samtök aðildarfélaga og þeim er alltaf að fjölga og eru nú orðin 23 með um 7000 félaga. Við rekum skrifstofu í Nóa- túni 17 í Reykjavík. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Samtökin reka gisti- heimili að Melgerði 7, fyrir þrosk- ahefta og aðstandendur þeirra sem þurfa að leita sér sérfræði- þjónustu í Reykjavík. Þá eru samtökin í samstarfi við félög á Akureyri um uppbyggingu orlofs- búða á Botni í Eyjafirði. Þá má nefna að við tökum þátt í tveimur norrænum samtökum . Það fór mikil vinna í að krefj- ast þess að sett yrðu lög um málefni þroskaheftra, en þau lög náðust fram 1979. Einnig að berj- ast fyrir breytingum á og fram- gangi laga um málefni fatlaðra, sem taka gildi nú um áramótin. Samtökin fylgjast með og reka á eftir löggjöf og reyna að sjá til þess að hún þjóni skjólstæðingum þeirra sem best“. Við þökkum Eggert fyrir viðtalið og óskum samtökunum brautargengis og þeirra áhugamanna sem þar og annarsstaðar berjast fyrir hags- munum þroskaheftra. -BK erlent yfirlit ■ Thatcher á landsfundinum og Parkinsons bar svo mikið á milli, að fyrirsjáanlegt var, að það myndi leiða til mikilla deilna, ef þau færu að þræta opinberlega. Sara var hins vegar hvergi smeyk og kvaðst geta sagt miklu meira, ef þurfa þætti. Það kaus Parkinson ekki; heldur ákvað að scgja tafarlaust af sér og féllst Thatcher á afsögn hans. Þetta gerðist á síðasta degi landsfundarins eða rétt áður en Thatcher llutti lokaræðu sína og raunar aðalræðu á fundinum. í frásögnum fjölmiðla hvarf ræðan alveg í skuggann fyrir afsögn Parkinsons. Slík urðu áhrif af ástamáli Parkinsons, að fjölmiðlum kem- ur saman um, að íhaldsflokkur- inn hafi ekki síðustu tuttugu árin haldið eins misheppnaðan landsfund. FRAMGANGA Thatchers í Parkinsonmálinu hefur sætt vcrulegri gagnrýni. Margir telja, að hún hcfði átt að láta Parkin- son biðjast strax lausnar, þegar hún vissi um málavexti. Aðrir réttlæta hana með því, að hún hafi látiö mannlcg sjónarmið ráða. Skoðanakannanir sýna, að viðhorfin til Parkinsonsmálsins Ástamál Parkinsons varð Thatcher verulegt áfall ■ LANDSFUNDI íhalds- flokksins, sem haldinn var í Blackpool í síðustu viku, hafði verið ætlað að verða eins konar sigurhátíð vegna kosningasigurs flokksins í júní síðastliðnum. Alveg sérstaklega átti að hylla Margaret Thatcher, sem var óumdeild sem sigurvegarinn í kosningunum. Landsfundurinn átti að vera bæði henni og flokkn- um til styrktar í þeirri baráttu, sem framundan er. Þessa var lika þörf, því að vandamálin eru að hrannast upp hjá brezku stjórninni, eins og flestum ríkisstjórnum um þessar mundir. Verðbólgan hefur aftur færzt í vöxt tvo síðustu mánuði og horf- ur þykja á, að það geti haldist áfram, a.m.k. næstu mánuði. Hinum nýja fjármálaráðherra gengur illa að koma saman fjár- lagafrumvarpinu. án skatta- hækkana, eins og stefnt er að, nema enn verði dregið úr fram- lögum til félagsmála. Það sætir hins vegar harðri mótspyrnu ýmissa ráðherra og á Thatcher eftir að skera úr þeirri deilu. Reikningurinn vegna Falk- landseyjaævintýrisins hækkar stöðugt og á eftir að valda vax- andi deilum, sem geta orðið íhaldsflokknum erfiðar. Við þessi og fleiri vandamál bætist svo það, að síðustu skoð- anakannanir benda til, að Verkamannaflokkurinn sé að komast upp úr öldudalnum eftir að þeir Kinnock og Hattersley völdust til forustu. Síðustu kannanir benda til þess, að litlu muni nú á fylgi Ihaldsflokksins og Verkamanna- flokksins. Þetta gæti enn átt eftir að breytast Verkamanna- flokknum í hag. Reynslan annars staðar bendir til þess, að stjórnarflokkar eigi núyfirleitt undirhögg að sækja. ÞAÐ VAR því mikil þörf á því fyrir Thatcher og flokkinn, að landsfundurinn heppnaðist vel. Öll ástæðavirtist líka til þess að búast mætti við æskilegum árangri. Landsfundurinn hafði verið vandlega undirbúinn og í stórum dráttum fór hann fram eftir áætlun. Samt fór fjarri því, að hann yrði nokkursigurhátíð. Ástæðan til þess var sú, að ástamál Cecils Parkinson viðskipta- og iðnaðar- ráðherra setti fundinn í skuggann. Það var kunnugt nokkru fyrir landsfundinn, að Parkinson ætti barn í vændum með fyrrverandi einkaritara sínum, Söru Keays. Það var einnig upplýst, að hann hefði lofað að giftast henni, en hætt við það. Þrátt fyrir þau blaðaskrif, sem höfðu orðið í tilefni að þessu, virtist allt vera klappað og klárt, þegar fundurinn kom saman. Parkinson hafði ákveðið aðsegja ekki af sér ráðherradómi og Thatcher hafði lagt blessun sína yfir það, enda var Parkinson uppáhalds ráðherra hennar og benti margt til þess, að hún kysi hann helzt sem eftirmann sinn. Sennilega hefði Parkinson tek- izt að framfylgja áætlun sinni, ef hann hefði ekki vcrið óheppinn í ræðu þeirri, sem hann flutti á fundinum. Þar reyndi hann að réttlæta framkomu sína, cn gerði það mcð þcim hætti, að Sara Keays varð bálreið og einnig urðu að- standendur hcnnar mjög sárir. Hún ákvað því að hringja beint til The Times og óska eftir að það birti eins konar leiðréttingu við frásögu Parkinsons. Blaðið tók því náttúrlega með þökkum. í frásögnum þeirra Söru Keays cru mjög mismunandi. Skoðana- könnun, sem fór fram á vegum Sunday Times, leiddi í Ijós, að 59% þcirra, sem spurðir voru, töldu rétt af Parkinson að segja af sér, cn 37% voru mótfallnir. Margir töldu, að Parkinson hafi komið illa fram við Söru, þegar liann braut lóforðin um að giftast henni. Réttur helmingur cða 51% laldi samt réttaf honum að hætta við hjónaskilnaðinn. Það virtist koma glöggt í Ijós, að kona Parkinsons, Ann Par- kinson, nýtur mestrar samúðar og að hún hcfði orðið fyrir mestu áfalli. Ann Parkinson viröist vera vcrulcgur kvcnskörungur. Par- kinson virðist ciga hcnni frama sinn vcrulcga að þakka. Faðir hcnnar er auðugur verktaki, sem kom fótunum undir Parkinson og atvinnurekstur hans, sem hef- ur borið þann árangur, að eignir Parkinsons eru nú mctnar á eina milljón stcrlingspunda. Hann var hins vcgar bláfátækur, þcgar hann kynntist Ann. Ann var þá þegar komin á kaf í pólitík og fékk því framgengt, að Parkinson gekk í íhaldsflokk- inn. Hún átti síðan drjúgan þátt í því, að hann komst á þing. Hún virðist jaínan hafa haft mikil áhrif á Parkinson. Henni virðist hafa reynzt auðvelt að telja honum hughvart, þegar hann ætlaði að skilja við hana. Dætur þeirra þrjár beittu sér cinnig cindregið gegn skilnaði. Sara Keays mun njóta góðs af því, að Ann hcfur komið Parkin- son í sæmileg efni. Talið er, að hann muni ánafna henni eða væntanlegu barni þeirra upphæð, sem verði á milli 100.000-200.000 sterlingspund. Mjög voru skiptar skoðanir um afstöðu Thatchers. 48% töldu, að hún hefði átt að láta Parkinson segja af sér, þegar hún frétti af ástarmáli hans, en 47% töldu það hafa verið rétt ráðið að láta hann halda áfram. Önnur skoðanakönnun benti til þess, að Parkinson nyti meiri samúðar hjá konum en körlum. Um 48% þeirra kvenna, sem spurðar voru, töldu að hann hefði átt að vera ráðherra áfram, en aðeins 34% karla. Þórarirm Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.