Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1983
fréttir
Sameinast Ríkisskipog stærstu skipafélögin um strandflutningana?
HÆGT VÆRIAÐ LÆKKA OP-
INBERA STYRKIUM 50%!
■ „Nefndin lét gera athugun á
vöruflutningum innanlands og í
áliti hennar kemur m.a. fram, aö
ná megi fram verulegri hagræð-
ingu meö því að færa flutninga
þeirra skipafélaga, sem tekið
hafa þátt í þessum viðræðum, á
eina hendi,“ segir m.a. í frétt frá
samgönguráöuneytinu í tilefni af
því að nefnd sem Steingrímur
Hermannsson skipaði í sam-
gönguráðherratíð sinni, til þess
að gera könnun á, á hvern hátt
unnt væri að koma á auknu
samstarfi og hagræðingu í strand-
flutningaþjónustunni, hefur skil-
að núverandi samgönguráð-
herra, Matthíasi Bjarnasyni, álit
sitt.
Var þetta viðræðunefnd hins opinbera
og þriggja stærstu verslunarskipafélag-
anna, og var hún skipuð þessum
mönnum: Formaður var Halldór S.
Kristjánsson, skrifstofustjóri í sam-
gönguráðuneytinu, Axel Gíslason,
framkvæmdastjóri Skipaútgerðar ríkis-
ins, Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskipafélags íslands og Ragnar Kjart-
ansson formaður stjórnar Hafskips.
„Ég tel þetta nefndarálit mjög athygl-
isvert,'- sagði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra í samtali við Tímann í
gær, „og það verður tekið til vandlegrar
athugunar, hvort ekki er hægt að koma
þarna við verulegum sparnaði með ein-
hvers konar sameiningu Skipaútgerðar-
Viðræðunefnd hins opinbera og þriggja stærstu skipafélaganna, áður en hún lauk störfum.
innar og þessara þriggja stærstu skipafé-
laga sem annast strandflutninga."
í fréttinni frá samgönguráðuneytinu
segir jafnframt: „Sýndu athuganir
nefndarinnar, að auka má nýtingu skipa
og tækja verulega við slíka breytingu og
að ekki sé ólíklegt að stofnun sérstaks
fyrirtækis þessara aðila gæti haft í för
með sér hagræðingu og sparnað, sem
svarar til lækkunar á framlagi ríkisins til
strandflutninga um allt að 50%“.
Gerir nefndin ráð fyrir að slíkt fyrir-
tæki veitti sambærilega þjónustu á
ströndinni og Skipaútgerð ríkisins býður
fram nú, og að verðlagning verði svipuð
og verið hefur. Telur nefndin að ef
stofnað yrði hlutafélag um þessa flutn-
inga, þá gæti slíkt fyrirtæki innan fárra
ára starfað sjálfstætt án ríkisstyrks, og
verið vel samkeppnishæft.
-AB
Nær 50 þúsund íslendingar
stunda lax-og silungsveidar
— Landssamband Stangaveiðifélaga mælist til að ríkisstjórnin taki
upp viðræður við Færeyinga um bann við laxveiðum í sjó
■ Á aðalfundi Landssambands
Stangveiðifélaga sem haldinn var
nýlega kom m.a. fram að nálægt
50.000 íslendingar leggja stund
á lax- og silungsveiðar allt frá 2
til 22ja daga á ári hverju. Þetta
eru meðal annars niðurstöður úr
könnun sem Félagsvísindadeiid
Háskólans gerði fyrir L.S. árið
1981.
A aðalfundinum urðu miklar umræður
um laxveiði Færeyinga í sjó og flutti
Gísli Ólafsson rannsóknarmaður hjá
Hafrannsóknarstofnun erindi um veiðar
þeirra en hann hefur verið eftirlitsmaður
um borð í laxveiðibátum þeirra. Gísli
skýrði frá tilhögun veiðanna og afla-
magni sem að áliti fundarmanna var
óhugnanlcga mikið.
Svohljóðandi ályktun var samþykkt
einróma á þessum 33. aðalfundi L.S.:
„Með vísun til samþykktar Alþingis í
mars 1983 og 66. greinar Alþjóðahafrétt-
arsáttmálans, beinir aðalfundur Lands-
sambands Stangveiðifélaga haldinn að
Hótel Esju 8. og 9. október 1983, þeim
tilmælum til ríkisstjórnar islands, að
hefja nú þegar viðræður við færeysku
landsstjórnina og aðrar þjóðir, sem hlut
eiga að máli, um bann við laxveiðum í
sjó utan 12 mílna landhelgi og leita
jafnframt samráðs upprunaríkja laxa-
stofna um málið.“
-FRI
Stúdentar kjósa um
1. des. dagskrána
■ Annað kvöld verður haldinn í Fé-
lagsstofnun stúdenta kosningafundur
þar sem kjörinn verður hátíðanefnd
fyrir 1. desember. Tveir listar eru í kjöri,
A-listi Vöku, sem leggur til að yfirskrift
hátíðahaldanna verði; Friður, frelsi,
mannréttindi og B-listi Félags vinstri
manna, sem bíður fram undir kjörorð-
inu; „Sjálfstæði" Eitthvað ofan á brauð?
Kosningarétt hafa allir sem skráðir eru
til náms við Háskóla íslands. Kjörfundur
hefst með umræðum og stendur til kl.
24.00.
í greinargerð frá Vöku sem send hefur
verið fjölmiðlum segir að hugtökin þrjú,
friður, frelsi og mannréttindi verði ekki
aðskilin. Meirihluti mannkyns búi við
einræði og alræði og meðan svo sé í
pottinn búið sé tómt mál að tala um frið,
þær þjóðir sem búi við frelsi kæri sig
enda ekki um að fórna því fyrir friðinn.
Til að tryggja frið verði að ráðast á
undirrót átaka, í því að tryggja verði
frelsi og mannréttindi. Friður geti því
ekki eingöngu grundvallast á afvopnun.
Félag vinstri manna segir um tillögu
sína að umræðuefni á 1. desember, að
þannig sé kreppt að alþýðu manna um
þessar mundir að sjálfstæði þjóðarinnar
og vissu manna um daglegt brauð sé
stefnt í voða. Vegið sé að mennta- og
heilbrigðiskerfi og stefna ríkisvaldsins
miði að því að efla hinn sterka á kostnað
hins veika. Þetta sjáist best á gífurlegri
eflingu bankavaldsins í landinu og auk-
inni greiðvikni til handa erlendu auð- og
hervaldi.
Lista Vöku skipa Anton Pjetur Þor-
steinsson, Bergljót Friðriksdóttir,
Gunnar Jóhann Birgisson, Hörður
Hauksson, Ólafur Arnarson, Ragnar
Pálsson, og Stella Kristín Víðisdóttir.
Lista Félags vinstri manna skipa, Birna
Gunnlaugsdóttir, Karl Axelsson, Níels
Einarsson, Sóley Reynis dóttir, Sólveig
Óladóttir, Súsanna Svavarsdóttir og Jón
Gunna Grjetarsson.
-JGK
Vextir
/
lækka
um 3%
á föstu
daginn-
■ „Flest bendir til þess, að verð-
lagsspár það sent eftir er ársins, muni
í aðalatriðum rætast, þannig að verð-
bólguhraðinn verði á síðustu mánuð-
um ársins um cða innan við 30%,
miðað við heilt ár.“ segir m.a. í frétt
frá Seðlabanka íslands í gær, í tilefni
þess að ákveðið var í gær, \if banka-
stjórn Seðlabankans, að höfðu samráði
við ríkisstjórnina og bankaráð að
lækka almenna innláns- og útlánsvexti
af óverðtry'ggðum inn- og útlánum um
sem næst 3%.
-AB
Helstu breytingar inn- og útlán-
svaxta eru sýndar á eftirfarandi
töflu:
Vextir á ári %
Nú frá21/10 Breyting
INNLAN;
Ávisanareikn. 21.0 19.0 * 2.0
Alm.sparisj.
bækur 35.0 32.0 r 3.0
3jamán.upp-
sagnarreikn. 37.0 34.0 t 3.0
Umán.upp-
sagnarreikn. 39.0 36.0 T 3.0
ÚTLÁN:
Hlaupareikn-'
ingslan 33.0 30.5 - 2.5
Vixillán 33.0 30.5 t 2.5
Skuldabréia-
lán(2gjaldd.) 40.0 37.0 + 3.0
Auglýsinga
stofa Kristínar:
Fékk lóð
í Skip-
holti
■ Borgarráð samþykkti í gær með 4
atkvæðum að Augiýsíngastofa Kristín-
ar skyldi hljóta eftirsótta lóö viö
Skipholt, gegn Sjómannaskólanum.
Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins sat hjá, en hann
hafði áður lagt til að Hrafnkatli Guð-
jónssyni yrði úthlutað lóðinni. Fékk
Hrafnkell I atkvæöi og sömuleiðis
fengu ísafoldarprentsmiðja og Köku-
húsið, en tiilögur komu einnig fram
um þessa aðila. Fjölmargir aðilar
höfðu sótt um þcssa lóð.
-JGK
Sambandsverksmiðjurnar á Akureyri:
Stór samningur um
sölu sútadra skinna
■ Skinnadeild Iðnaðardeildar Sam-
bandsins á Akureyri hefur þegar gert
stóran samning um útflutning á gærum
af nýslátruðu til Finnlands. Er hér um að
ræða 110 þúsund gærur alls, bæði fullsút-
aðar og hálfsútaðar. Kaupandi er fyrir-
tækið Friitala, sem er stórveldi á sínu
sviði og hefur lengi verið einn af helstu
viðskiptavinum Skinnadeildarinnar.
Samningar standa yfir um frekari sölu til
útlanda.
„Hér er um góða byrjun að ræða á
aðalsölutíma ársins á skinnum," segir í
frétt frá Iðnaðardeild Sambandsins.
-JGK