Tíminn - 19.10.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 19.10.1983, Qupperneq 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Biaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánssön, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Lágmarkslaunin ■ Það er auðvelt að styðja kröfuna um fimmtán þúsund króna lágmarkslaun á mánuði þeim rökum, að það getur enginn lifað neinu óhófslífi á þeim. Vissulega er þetta lágmark, sem stefna ber að. Þrátt fyrir það fékk tillaga á nýloknu þingi Verkamanna sambandsins um 15 þúsund króna lágmarkslaun ekki stuðning nema þriðjungs eða fjórðungs fulltrúa. Aðrir sátu hjá. Þetta mun þó ekki hafa stafað af því, að þeir væru tillögunni mótfallnir. Þeir munu hins vegar hafa talið, að þetta væri ekki framkvæmanlegt, eins og ástatt er hjá atvinnuvegunum um þessar mundir. Stærsta mál verkafólks nú er að tryggja atvinnuna. Hér má lítið eða ekkert út af bera, ef ekki á að koma til sögu svipað atvinnuleysi og í nágrannalöndunum. Pótt vont sé að búa við lág laun, er atvinnuleysið miklu verra. Gegn þeim vágesti verður að sporna með öllum ráðum. En það er ekki aðeins erfið staða atvinnuveganna, sem veldur því, að erfitt er að hækka lágmarkslaunin. Engu- minni þröskuldur er stéttastríðið í samtökum launþega. Ef lægstu launaflokkarnir eru hækkaðir koma strax fram kröfur um hliðstæðar hækkanir frá efri launaflokkunum. Meðan slík styrjöld ríkir innan launþegasamtakanna er erfitt að færa upp lægstu launin. Þess eru fjölmörg dæmi frá kjarasamningum fyrri ára, að stéttafélög þeirra, sem betur voru settir, hafa dregið að semja þangað til samtök láglaunamanna voru búin að ganga frá samningum. Þá hafa félög hinna betur settu notað tækifærið til að koma fram ýmsum sérkröfum. Það hefur ekki dregið úr því á síðari árum, að hálaunaflokkar hafi beitt þessum brögðum. Þvert á móti hefur það aukizt, að sérsamböndin hafi rofið samstöðu, sem búið var að mynda, og yfirleitt hafa þeir, sem betur voru settir, verið þar að verki. Það er ekki fjarri lagi að segja, að stéttabaráttan sé að verulegu leyti búin að breyta um form frá því, sem áður var. Þá stóð stéttabaráttan milli atvinnurekenda og verkamanna. Nú er magnaðasta stéttabaráttan raunveru- lega milli stéttahópanna innan launþegasamtakanna. í þeirri baráttu hefur láglaunafólkið oftast orðið útund- an. I stað þess að ójöfnuður í launamálum hefði átt að minnka, hefur hann farið vaxandi. Hér er um vandamál að ræða, sem launþegasamtökin verða að leysa, ef þetta ástand á ekki að leiða til þess að hlut láglaunafólksins verði að tryggja með löggjöf og takmarka samningsrétt á þann hátt. Þótt slíkt hafi verið gert víða erlendis, er þetta allt annað en æskilegt. Síst af öllu ættu þeir, sem vilja vernda samningsréttinn, að hvetja til þess. En þá verða stéttirnar í launþegasamtökunum að láta sér koma betur saman. Þá verður að taka meira tillit til láglaunafólksins en nú er gert þar. Þá mega hálaunaflokk- arnir ekki krefjast þess, að þeir fái alltaf hlutfallslega sömu hækkun og láglaunafólkið. Undirstaðara Vissulega á það að vera markmiðið að hækka lágmarks- launin. En því verður ekkki náð nema með því að treysta undirstöðuna, þar sem eru atvinnuvegirnir. Aðeins með því að efla þá verður hægt að afstýra atvinnuleysi og bæta launakjörin og þá hjá láglaunafólkinu fyrst. Að þessu er stefnt með efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar. Það er nú mesta hagsmunamál launþega, að sá árangur náist að treysta atvinnuvegina. Hann næst ekki nema menn sýni nokkra þolinmæði og eyðileggi ekki það, sem1 tr hc nnizt. Þ.Þ. mmnm MIÐVIKIJDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Nýr spá- maðurstóra- sannleiks ■ Núerveriðaðgefaút48. árgang af Þjóðviljanum. í hartnær hálfa öld hefur þetta málgagn marxista og allskyns furðukenninga hafið hvern stórasannleik af öðrum til vegs og lagt ofurkapp á að sanna að hvítt sé svart, ill- menni velviljaðir hugsjóna- menn, hrjáðum þjóðum sé hollast að hreinsa til í pólitík með blóðbaði, að lýðræðis- þjóðirnar einar ógni heims- friðnum auk þess að taka hinar fjölskrúðugustu sér- þarfir upp á sinn eyk og gera málstað hvers einasta sér- þarfahóps að sínum. Goðum er lyft á stall og stórisannleikur prédikaður og hverjum þeim sem dirfist að mæla á móti er vísað út í ystu myrkur með tilheyrandi rógi og þeim hroka og yfirlæti sem jafnan fylgir handhöfum stórasannleiks. Nú er upp risinn splunku- nýr spámaður á síðum Þjóð- viljans og svo mikil áhersla er lögð á boðskap hans, að sér- stökum tæknibrellum þarf að beita til að leturstærðin hæfi guðspjallinu. Yfirsvonafínni tækni réði málgagnið ekki þegar mikið lá við að mæra hugsun þeirra Brynjólfs, Ein- ars og Stalíns. En nú eru runnir upp nýir tímar og nýir menn. Hinn nýi boðberi stóra- sannleiks er enginn annar en Sighvatur Björgvinsson kontóristi í Framkvæmda- stofnun. Jú, það er rétt, þetta er sami maðurinn og kratar felldu í prófkjöri hjá sér á Vestfjörðum og Vestfirðing- ar kærðu sig síðan ekki lengur um að hlyti sæti á þingi. ' Hann er nú orðinn aðal- talsmaður málgagns Alþýðu- bandalags og þjóðfrelsis í ríkisfjármálum, og innvirðu- lega titlaður fyrrverandi fjármálaráðherra. Allur bægslagangurinn á forsíðunni er ekki nema rétt upphafið af ávarpi hins „fyrr- verandi". því það er ávísun á viðtal, sem á að birtast í dag, miðvikudag og á þessi for- smekkur aðeins að kitla og æsa upp forvitni og eftirvænt- ingu lesenda Þjóðviljans, sem eiga að fá að sjá „sparn- aðarfjárlögin í nýju ljósi“. er að segja með augum Sig- hvats Björgvinssonar. Öðru vísi méráðurbrá Áður en Sighvatur Björg- vinsson var felldur út af þingi var hann aðaltalsmaður Al- þýðuflokksins í málefnum er varða efnahagsmál og þar meðfjárlög. Ámeðansíðasta stjórn sat var þingflokkur Alþýðuflokksins hinn eini heillegi sem var í stjórnar- andstöðu. Því er óhætt að líta svo á að Sighvatur hafi verið höfuðtalsmaður stjórn- arandstöðunnar í öllum þeim málum er lutu að ríkisfjár- málum. Þrisvar sinnum lagði Ragn- ar Arnalds þáverandi fjár- málaráðherra fram fjárlög og er þess skemmst að minnast að Sighvatur Björgvinsson tætti þau ávallt í sig, fann þeim allt til foráttu og sýndi fram á með alls kyns reikni- kúnstum, sem færri skildu, að fjármálaforysta Alþýðu- bandalagsins væri að leiða þjóðina til glötunar. Ragnar var fundvís á veilurnar í málflutningi Sighvats og elduðu þeir löngum saman grátt silfur í þingsölum, enda var Þjóðviljinn þá ekki búinn að uppdaga fjármálasnilli. Sighvats og var hann talinn hafa rangt fyrir sér í nær hverjum punkti útreikninga sinna. Þegar Sighvatur hefur lok- ið sér af í Þjóðviljanum væri fróðlegt að heyra álit Ragn- ars Árnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, á rökum hans og talnameðferð. Ef skoðanir þeirra falla saman væri það nýtt fyrirbæri undir sólinni. Það er afleysingarritstjóri Þjóðviljans sem stendur fyrir boðun hins umfangsmikla stórasannleiks og skrifar upp á frásögnina. Þetta tiltæki á ef til vill að sýna, að það sé sko mark takandi á þegar fyrrverandi þingflokksfor- maður taiar, ekki síst ef hann hefur verið felldur í prófkjöri innan eigin flokks og síðar í þingkosningum. Miklir menn erum við Hrólfur minn. Skotið yfir Dagur á Akureyri er ekki alls kostar sáttur við ritstjórn- arstefnu Þjóðviljans og segir: „Nú virðist stjórnmála- fræðingnum Ólafi Ragnari Grímssyni og Þjóðvilja- möhnum vera farið að förlast í stjórnlist sinni, sem einkum felst í því að níða niður einstaklinga sem eru and- stæðrar skoðunar í stjórn- málum. Raunareru skoðanir andstæðinganna ekki aðal- atriðið í persónupólitík Þjóð- viljans, heldur eru þeim jafn- vel gerðar upp hugsanir í iíkingu við það sem gagnrýn- endur stjórnarfarsins austan járntjalds fá oft að reyna. Bærilega tókst Þjóðviljan- um að koma höggi á Stein- grím Hermannsson, forsætis- ráðherra, út af bílafríðindum ráðherra sem tíðkast hafa um árabil og þóttu til dæmis ekkert athugaverð þegar ráð- herrar Alþýðubandalagsins notuðu þau á sínum tíma. Fríðindi sem Lúðvík Jóseps- son notfærði sér í friði og spekt fyrir nokkrum árum eru nú allt að því glæpsamleg í umfjöllun Þjóðviljamanna. Þó tók nú steininn úr þegar nýjasta afrek áróðursmeist- aranna birtist, en þar var forsætisráðherra ætlað að hafa í huga persónunjósnir og ofsóknir vegna þeirra um- mæla hans að heimilisföng fylgdu ekki undirskriftunum gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Þessi vöntun rýrir að sjálfsögðu gildi undirskriftanna, því sem hægast hefði verið hægt að láta marga skrifa oftar en einu sinni undir listana, auk þess sem ekki er þá hægt að svara hverjum og einum, eins og forsætisráðherra hafði í huga. En að ætla Steingrími Hermannssyni persónu- njósnir og ofsóknir í anda þess þjóðskipulags sósíalista sem Ólafur Ragnar Gríms- son og Þjóðviljamenn líta svo mjög til, er skot yfir markið og kemur úr hörðustu átt. „Margur heldur mig sig,“ segir máltækið. Vonandi verður þetta til þess að fólk varast í framtíðinni áróðurs- brellurnar, sem lýsa best mál- efnafátækt þeirra sem þær stunda og ótta þeirra við að andstæðingunum sé að takast að koma þjóðfélaginu á rétt- an kjöl. Varðandi bílafríðindi ráð- herra og annarra háttsettra embættismanna er það að segja, að það sem ekki þótti tiltökumál á árum áður er nú orðið illa þokkað, ekki síst vegna þess að nú eru þreng- ingar með þjóðinni. Því á að afnema þessi fríðindi,. jafn- vel þótt sá kostur sé dýrari að ríkissjóður útvegi ráðherrum bíla til afnota í vinnu þeirra, en það verður vart talið óeðli- legt miðað við það sem t.d. tíðkast hjá fjölda fyrirtækja út um allt land. Þjóðviljanum tókst með bílafríðindamálinu að afla ríkisstjórninni, stefnu hennar og aðgerðum mótbyrs á fölskum forsendum. Með persónunjósnamálinu átti að höggva í sama knérunn, en sem betur fer sjá nú allir hversu ómerkilegur áróður Ólafs Ragnars og Þjóðvilja- manna er og kunna því von- andi að sjá í gegnum hann í framtíðinni.“ DJÚÐVIUINN •lll h*rfru<ui •£ Sjö .< 1 ] október 1983 8 M firiójudagur 237. tolublað 48 árgangur IvJ • jReksturinn á ríkisstjórninni í frumvarpi Alberts 1 564% HÆKKUN • Yfir .100% hækkiin d Idntukum ríkissjóös • L tanfvröir d alþjóðardöstefnur hcvkka iiin 175% • í 'tan/eröir til uö seinju viö erlend ríki uni 155% • Skrifslnftikostnaður Stemf’rinis, Jóns Helf;asonar og (íeirs liækkar frd 102",, til 225",, • Hekstrarhulli ljiírlin;iiiiiiii er ii.oi.k. 400 iniljónir • \ uxtiiniiild <>•; vei;iiiiidl ...( ’

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.