Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1983, Blaðsíða 5
 ' £ .ZÍS&SKKi l •: • f'V' ■ Frá Stofnfundinum á Hótel Sögu á sunnudaginn. Tímamynd GE Fjölmenni á stofnfundi Samtaka um tónlistarhús Samtök um tónlistarhús: Vilyrði fyrir hálfrar milljón króna gjof ■ „Þegar faðir minn, Guðjón Sig- urðsson, lést árið 1915, þá kom í ljós að í erfðaskrá sinni hafði hann mælt svo fyrir um að ákvcðin upphæð skyldi rcnna í sjóð sem hafði það að mark- miði að efla tónlistarlíf í Reykjavík og gefa Reykvíkingum kost á að njóta góðrar tónlistar," sagði Gunnar Guð- jónsson skipamiðlari í Reykjavík í samtali við Tímann í gær, en á stofnfundi Samtaka um tónlistarhús á sunnudaginn lýsti hann því yfir að hann myndi beita sér fyrir að stofnskrá þessa sjóðs yrði breytt þannig að hin nýju samtök fengju hann tií ráðstöfun- ar. „Já, þetta hefúr verið töluvert fé á sínum tíma. en við vitum öll hvernig peningar hafa farið undanfarin ár. Ég geri ráðk fyrir að sjóðurinn nemi um hálfri milijón. Ég tel að þetta fé sé best komið í umsjá þessara samtaka. Ég tel að það sé f samræmi við vilja föður míns og að sjóðurinn geri mest gagn þar miðað við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu,'* sagði Gunnar Guöjóns- son. -JGK ■ „Það hefur verið afar ánægjulegt að starfa að þessu málefni, vegna þess mikla og almenna áhuga sem ríkir á framgangi þess,“ sagði Ingi R. Helgason einn af þeim sem unnið hafa að undir- búningi stofnun Samtaka um tónlistar- hús í Reykjavík, en á sunnudaginn var stofnfundur þeirra haldinn á Hótel Sögu. Húsfyllir var á fundinum og samtökin hafa því þegar hafið göngu sína. Með- limatalan nálgast óðfluga 2000 manns. ■ „Staðan hjá loðdýrabændum er al- mennt góð og manni virðist sem flestir af þeim sem komnir eru af stað ætli að auka við sig“ sagði Jón R. Bjarnason framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda í samtali við Tímann en um helgina var haldinn á Akureyri aðalfundur samtakanna og þar samþykkt, m.a. lagabreyting sem gerir það að verkum að samtökin breytast í landssamtök frá því að vera samtök einstakra bænda. Alls stunda nú 89 aðilar loðdýrarækt- un og er framleiðslumagn, yfirstandandi framleiðsluérca. 25 þúsund refahvolpar og 22-23 þúsund minkahvolpar. Um- reiknað í væntanlegt skinnaverð gæti þetta orðið um 25 milljónir fyrir refinn og upp í 15 milljónir fyrir minkinn en útflutningsverðmætið er nokkuð lægra þar sem hluti af þessum hvolpum verður notaður til undaneldis. í máli Jóns kom fram að erfitt er fyrir Ákveðið var á fundinum að árgjald félaga skyldi vera kr. 200, en að sögn hafa ýmsir þegar lagt meira til. 36 manna fulltrúaráð var kosið en auk þess geta félagasamtök gengið í Samtök um tón- listarhús í heilu lagi og fá þá einn mann að auki í fulltrúaráð með fullum réttind- um. Enn eru ýmsir kostir til athugunar varðandi það hvar húsið verður byggt en fullnaðarákvörðun um það bíður betri tíma. menn að byggja upp búin vegna verð- bólgunnar... „þetta er.mikil fjárfesting sem skilar sér ekki fyrr en I -2 árum eftir að byrjað er og því þungur róður fyrir mennað byrjaáþessu. Þarámótikemur aftur að allir byrja smátt, sem er skynsamlegt að mínu mati, því þá sjá menn hvort þetta borgi sig fyrir þá án þess að hætta miklum fjármunum." Hvað þróun á mörkuðum okkar er- lendis varðaði, en skinnin eru öll send á uppboð í Kaupmannahöfn og London, sagði Jón að á síðasta ári hefði orðið verðfall á refaskinnum, um 35%, vegna mikillar framleiðsluaukningar, sérstak- lega hjá Finnum. Eftirspurn hefði hins- vegar ekki minnkað en vegna verðlækk- unarinnar hefði dregið úr framleiðslu Finna og Norðmanna vegna þess hve fóðrið er dýrt hjá þeim og þróunin orðið þannig að framboð á bláref hefði minnkað, en það er aðalútflutningsvara okkar á þessu sviði, og Norðurlandabúar hefðu lagt aukna áherslu á aðrar tegund- Væntanlega verður cfnt til almennrar fjársöfnunar á næstunni til að fjármagna frekari framkvæmdir. lngi minnti á það að árið 1985 verður ár tónlistarinnar í Evrópu og stefnt cr að því að það ár verði undirbúningi lokið og unnt verði að hefjast handa af fullum krafti við að hrinda draumnum um fullkomið tónlist- arhús fyrir allar tegundir tónlistar í framkvæmd. JGK ir refa... ,Við erum að vonast til þess að verðið á bláref verði betra nú og það eru viss teikn á lofti um að svo verði. Þannig voru óseld hjá Finnum 340 þúsund blárefaskinn, sem er töluvcrt stór hluti af heimsframleiðslunni eða rúm 10% og voru menn uggandi um söluna á þeim cn þau seldust upp í ár á verði sem metið var á 5-6% hækkun", sagði Jón. Á aðalfundinum á Akureyri voru, auk lagabreytingarinnar, rætt um hvað stefnu loðdýraræktunin þyrfti að taka og samþykktar ályktanir í þá veru að rækt- unin byggðist upp þar sem greiður aðgangur væri í fóður og lögð áhersla á að byggja upp ræktunarstöðvarnar samhliða fóðurstöðvunum og dreifa þeim ekki meir um landið en orðið er. Ennfremur var samþykkt að nauðsyn væri á að koma á fót leiðbeiningarþjón- ustu og væri þjónustan sem næst bænd- um á vegum sambandsins sjálfs og/eða búnaðarfélaga á viðkomandi svæðum. -FRI Staða loðdýrabænda almennt góð: Viss teikn á lofti um að verð á bláref hækki Sambandi ísl. loðdýraræktenda breytt í landssamtök Tvö ný dóma- söfn komin út ■ Arnljótur Björnsson prófessor hefur tekið saman tvö dómasöfn sem komu nýlega út á vegum námssjóðs Lög- mannafélags íslands. Annað safnanna fjallar um dóma í vátryggingamálum 1920-1982. þar er í fyrsta lagi um að ræða ágrip af hæstarétt- ardómum í vátryggingamálum, kveðn- um upp eftir að lög um vátryggingasamn- inga nr. 20/1954 tóku gildi, og í öðru lagi ágrip af eldri hæstaréttardómum sem telja má að enn hafi raunhæft gildi. Hitt dómasafnið er um dóma í sjórétt- armálum 1965-1982. Fyrir utan dóma í sjóréttarmálum eru teknir með dómar um samninga um flutning farms með flugvélum og bifreiðunt, þannig að í safninu er að finna tæmandi skrá fyrir hæstaréttardóma í flutningarétti fyrir tímabilið 1965-1982. Dómarnir eru til sölu hjá Bóksölu stúdenta. ísland og frið- arumræðan: Ráðstefna Lífsog lands á laugardag ■ „ísland og friðarumræðan" er yfir- skrift ráðstefnu sem samtökin Líf og land gangast fyrir n.k. laugardag. Þar verða flutt erindi um ýntis efni tengd vígbúnaðar- og öryggismálum, Geir Hallgrímsson utanríkisráðhcrra flytur ávarp og svarar spurningunt, fulltrúar friðarhópa og stjórnmálaflokka svara sömuleiðis spurningum sem fjórir spyrlar beina til þeirra. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 á laugar- daginn á Hótcl Borg og verða fluttir 6 fyrirlestrar fyrir hádegi. Dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur fjallar urn friðarhreyfingar almennt, Sigurður Björnsson læknir fjallarum kjarnorku- vá og heilbrigði, Ágúst Valfclls fjallar um sögu vígbúnaðarkapphlaupsins, Albert Jönsson flytur erindi sem hann ncfnir Gagnvirk fæling risaveldanna, (Gagnvirk fæling er þýðing á hugtak- inu „mutual deterrcnce" á ensku), Gunnar Gunnarsson talar um afvopn- un og stjórn vígbúnaðar og Þórður Ægir Óskarsson um stöðvun vígbúnað- arkapphlaupsins, hugmyndir sem komið hafa fram á undanförnum árum eins og frystingu, kjarnorkuvoþnalaus svæði og afneitun á fyrstu beitingu kjarnorkuvopna. Eftir hádegi flytur utanríkisráðherra fyrst ræðu og svarar síðan spurning- um um mótun íslenskrar utanríkis- stefnu og afstöðu íslands á alþjóðavctt- vangi til friðar- og öryggismála. Síðan svara fulitrúar sjö samtaka ogstofnana spurningum um friðarmál, þ.e. prestur, fulltrúar Friðarsamtaka lækna, Friðarsamtaka listamanna, Friðarsamtaka kvenna, Friðarsamtaka íramhaldsskólancma, Varðbergs, Samtaka um vestræna samvinnu og Samtaka herstöðvaandstæðinga. Loks svara svo fulltrúar stjórnmálaflokk- anna spurningum. Ráðstcfnunni lýkur um kl. 18.00. Erindin á ráðstefnunni verða gefm út samdægurs og ráðstefnan cr haldin ' og umræður aö öðru leyti teknar upp með möguieika á útgáfu fyrir augum. JGK Sinfóníutónleikar á fimmtudagskvöld: VERK EFTIR MOZART BEETHOVEN ■ Þekktur franskur píanóleikari, Pasal Rogé, verður einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tónleikum hennar n.k. fimmtudagskvöld. Hannleikurmeð hljómsveitinni 5. píanókonsert Beet- hovens, Keisarakonsertinn. Hann er fæddur í París 1951 og lék fyrst einleik með sinfóníuhljómsveit 11 ára gamall og fékk þá inngöngu í tónlistarskóla. Hann hefur leikið inn á hljómplötur fyrir Decca, öll píanóverk landa sinna, Ravels og Debussys og alla píanókonserta Béla Bartoks, hlotið fjölda verðlauna og leik- ið með mörgum af þekktustu hljómsveit- um heims. OG HAYDN Auk Keisarakonsertsins verða leikin tvö verk sem ekki hafa verið flutt áður af hljómsveitinni, þótt þau séu afar vel þekkt meðal flestra tónlistaráhuga- manna, en það eru Divertimento í D-dúr K 131 eftir Mozart og Kveðjusin- fónían eða sinfónía nr. 45 eftir Haydn. Sinfóníur hans urðu alls 107 og hefur margur orðið að una við minna. Haydn var líka kennari þeirra beggja, Mozarts og Beethovens og hafa ekki allir kennar- ar verið jafn heppnir með nemendur. Stjórnandi tónleikanna verður Jean Pierre Jaquillat. -JGK ■ Nokkrír aðstandendur ráðstefnunnar. F.v. Áslaug Brynjólfsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir og Kristinn Ragnarsson, öll í stjórn Lífs og lands ásamt Ágúst Valfells og Gunnari Gunnarssyni, en þeir flytja báðir erindi á ráðstefnunni. Tímamynd Árni Sæberg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.