Tíminn - 01.11.1983, Page 8

Tíminn - 01.11.1983, Page 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguróur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaóur Helgar-Tímans: Atli Magnusson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingastmi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Fagurgali sem þýðir verðbólgu og rýrnun þjóðartekna ■ í umræðum þeim, seni fram fóru um stefnuræðu forsætis- ráðherra á Alþingi, fjallaði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, um ábyrðarlausa afstöðu stjórnarandstöðunnar til ráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Þetta var þörf áminning. Sjávarútvegsráðherra bar fyrst saman stöðuna í efnahagsmálum á s.l. 'vori og nú í byrjun vetrar: „Hver var staðan þegar ríkisstjórnin tók við völdum? Vegna langrar sjálfheldu í stjórnmálum og óraunsæis Alþýðu- bandalagsins í fyrri ríkisstjórn, blasti við stöðvun atvinnuveganna. Afli haföi dregist saman, verðbólgan geisaði með nieiri eyði leggingarmætti en nokkru sinni fyrr. 1 þessari stöðu var ekkert annað aö gera en horfa framan í kaldar staðreyndir og grípa til þeirra aðgerða, sem illnauðsynlegar voru. Þetta hefur ríkisstjórnin gert og þar með forðað því, að við lentum út í botnlaust skuldafen og hringiðu verðbólgu, sem aðcins er kunn í stríðshrjáðum ríkjum eins og ísrael og vanþróuðum ríkjum herforingjastjórna. En hvar stöndum viö í dag? Þótt atvinnuvegirnir hvíli enn á fremur veikum fótum, þá ríkir þar sókn í stað vonleysis. Vissulega hefur almenningur einnig þurft að færa fórnir. En minnumst þess að atvinnuleysi hefur verið forðað og framtíðin er bjartari cn áður. Enn er staða sjávarútvegsins þó mjög erfið. Útgerðin býr við verulegan taprekstur vcgna aflaleysis og hækkandi kostnaðar. Fiskvinnslan á við mikla markaðserfiðleika að etja og aukna birgðasöfnun. Þessir aðilar skilja hins vegar jafnt og allur almenningur í landinu að eina leiðin til að byggja upp lífskjör þjóðarinnar er að draga úr gegndarlausri verðbólgu og erlendri skuldasöfnun. Enginn mælir á móti því að ríkisstjórnin hefur þegar náð verulegum árangri í að tryggja undirstöður efnahagslífs- ins og þar með lífskjara til framtíðar." Síðan vék Halldór Ásgrímsson að ábyrgðarleysi Al þýðubanda- lagsins: „Við höfum heyrt hér hvcrt stjórnarandstaðan stefnir. Málflutn- ingur hennar, sérstaklega Alþýðubandalagsins, er því miður eins og oft áður í litlu samræmi við raunveruleikann. Þeir segja: við viljum bæta hag fólksins með stórhækkuðum launum. Þeir segja í reynd: okkur varðar ekkert um afkomu atvinnuveganna og mögulega nýtingu auðlindanna. Þeir segja: við viljum auka fjárveitingar og framlög á vegum liins opinbera. Hvernig pening- anna er aflað skiptir þá ekki máli. Þeir krefjast eyðslu án tekna. Meö því að krcfjast framlaga og aukins eyðslufjár án tillits til þess hvað þjóðfélagið aflar, setja þessir menn í reynd fram kröfur um stórkostlega erlenda skuldasöfnun. Krafan er því ný íslensk flotkróna. Slík kröfugerð er að sjálfsögðu gegn hagsmunum launþega, enda hefur Alþýðubandalagið í reynd aldrei varið kjör þessa fólks. Þeir hafa látið slagorðin nægja." Halldór Ásgrímsson vék að fáránlegri fullyrðingu eins af foringjum Alþýðubandalagsins að gengisfelling væri í undirbún- ingi, og sagði: „Ég fullvissa ykkur um að sá undirbúningur á sér ekki stað hjá ríkisstjórninni. Stjórnin telur að forsenda stöðugs efnahagslífs sé stöðugt gengi. Þessi undirbúningur á sér hins vegar stað hjá stjórnarandstöðunni, sem krefst þess að ráðstafað verði peningum sem ekki eru til. Við verðum öll að sýna þá staðfestu að standast slík innantóm gylliboð. Við skulum ekki láta blekkjast af fagurgala stjórnarandstöðunnar, sem þýðir í reynd verðbólgu og rýrnun þjóðartekna. Við skulum frekar láta raunsætt mat ráða viðhorfum okkar og stefna jafnt og þétt að auknum þjóðartekjum. Þaö eitt getur bætt hag okkar sem heildar og tryggt félagslegan jöfnuð." Þetta er skynsamlega mælt og vafalaust munu launþegar almennt átta sig á réttmæti þessara orða. Launafólk vill ekki láta Alþýðubandalagið kalla yfir sig á ný óðaverðbólgu, sem hlyti að verða fyrsta skrefið í átt til fjöldaatvinnuleysis í landinu. -ESJ ÍnÉni ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 Umdeilt nýmæli ■ Sérfræði margs konar er í nútímaþjóðfélagi og ótelj- andi eru þær starfsstéttir sem þurfa að afla sér réttinda til að fá leyti til að vinna tiltekin störf. Mikilvægar atvinnu- greinar eru þó undanþegnar og er landbúnaðurinn þar áreiðanlega mikilvægastur. Samtök bænda hafa nú bryddað upp á því nýmæli, að menn verði að geta lagt fram sönnun um hæfni og kunnáttu til að mega reka búskap. Skoðanir eru skiptar um þetta. Matthías Eggerts- son ritstjóri Freys gerir þetta mál að um talsefni í forystu- grein síðasta tölublaðs: „Meðal mála sem nýliðinn aðalfundur Stéttarsambands bænda fjallaði um voru drög að frumvarpi til laga um at- vinnuréttindi í landbúnaði. Aðalfundur Stéttarsamb- andsins árið 1981 fól stjórn sambandsins að vinna að stefnumótum i þessum efn- um í samvinnu við Búnaðar- félag íslands. í framhaldi af því voru á aðalfundi Stéttar- sambandsins árið 1982 lagðar fram tiUögur um starfsrétt- indi í landbúnaði. Fundurinn samþykkti þær lítið breyttar og fól stjórn sambandsins að leita eftir samstarfi.við íand- búnaðarráðuneytið og Bún- aðarfélag íslands um samn- ingu frumvarps að lögum um atvinnuréttindi í landbúnaði. í samræmi við það var komið á fót starfshópi til að annast það verk og sátu í honum Sveinbjörn Dagfinns- son fyrir landbúnaðarráðu- neytið, Steinþór Gestsson fyrir Búnaðarfélag íslands og Hákon Sigurgrímsson fyrir Stéttarsamband bænda og var hann formaður starfs- hópsins. Áðurnefnd drög að frumvarpi sem nýliðinn aðal- fundur Stéttarsambandsins fjallaði um var verk þessa starfshóps, og voru þau í heild birt í síðasta tölublaði Freys ásamt greinargerð og athugasemdum um einstakar greinar. Afgreiðsla aðalfund- arins er einnig birt í sama blaði og er þar lýst samþykki við frumvarpsdrögin í megin- atriðum, en tillögur gerðar um minniháttar orðalags- breytingar. Jafnframt fól fundurinn stjórn sambands- ins að senda öllum búnaðar- félögum og búnaðarsam- böndum frumvarpið með beiðni um að það verði ítar- lega kynnt á félagsfundum og afgreitt á aðalfundum búnað- arsambandanna 1984. Af framangreindu er Ijóst að vandað hefur verið eftir föngum að undirbúningi þessa máls og þess gætt að hafa bændur með í ráðum. Af tveimur ástæðum er mikið í húfi að hér sé vandað til verka. í fyrsta lagi er hér um grundvallarbreytingu að ræða, en hingað til hafa engar kröfur verið gerðar til reynslu manna né fagþekkingar til að framleiða búvörur til sölu. Afleiðing þess er að ýmsir leggja út í búskap með drauma um sveitasælu og rómantík að helsta vegar- nesti. I öðru lagi eru tvenn sjón- armið uppi meðal bænda í þessum efnum og komu þau hvoru tveggja vel fram í umræðum á nýliðnum aðal- fundi. Annars vegar eru það sjónarmið þeirra sem benda á að eðlilegt sé að bændur fylgi öðrum starfsstéttum og krefjist þess að þeir sem 1 hyggjast stunda búrekstur afli sér til þess fagmenntunar, em fjölmargar starfsstéttir þar sem ætla má að minni verk- kunnáttu þurfi en við búskap, hafa sett sér slíkar reglur. Hins vegar er sjónarmið þeirra sem búa á þeim stöðum á Iandinu þar sem búseta er á undanhaldi. Það er yfirlýstur vilji samtaka bænda sem og flestra ef ekki allra stjórnmálaflokka hér á landi að búseturöskun eigi sér ekki stað hér á landi. Margoft hefur verið bent á að byggð á þeim stöðum þar sem búseta er á undanhaldi stendur og fellur með því fólki sem þar er fyrir. Á slíkum stöðum er búskapur einnig oft eða minna leyti fólginn í að nýta hlunnindi en kennsla í þeim greinum er takmörkuð í venjulegu bú- fræðinámi. Eðlilegt er því að tekið sé tillit til slíkra að- stæðna þegar reglur eru sett- ar um menntunarkröfur til búskapar. Það hefur einnig verið gert á þann hátt að þeir sem starfað hafa við búrekstur frá æsku þurfi aðeins að ljúka þriggja mánaða námskeiði frá búnaðarskóla til að hafa fullgild atvinnuréttindi. Hugsunin á bak við það ákvæði eru þær aðstæður sem hér að framan er lýst. Eftir að nær allir unglingar eru farnir að Ijúka grunnskóla- prófi ætti hér ekki að vera um kröfur að ræða sem fæla neinn frá því að afla sér atvinnuréttinda í landbún- aði. Enn er nokkuð í land að lög um atvinnuréttindi verði afgreidd frá Alþingi. Ef svo heldur fram sem horfir er þess að vænta að þau lög verði bændastéttinni og þjóð- inni til farsældar." Tandri skrifar Maðurinn með pennann ■ Var ekki Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson ein- hvcrn tíma að yrkja um, að hjörtum mannanna svipaði saman í Súdan og Grímsnesinu? Þetta kann svo sem rétt að vera, en hitt er líka víst, að hjörtu manna eru misstór. Til dæmis er einn ágætasti sonur Reykjavíkur, Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, með mjög stórt hjarta. Og gott. En hann er meira. Hann er kjarkmaður. Það sannaðist enn einn ganginn núna um daginn, þegar hann sagði, að nú yrðu menn að sýna dug, djörfung og hug - og lagði til, að skuldir útgerðarinnar yrðu felldar niður með einu pennastriki eins og hann komst að orði. Síöan hafa alls konar menn, ábyggilega flestir hjartasmáir, verið að hnýta í Albert. Tandra finnst því tími til kominn, að einhver rísi upp og verji Albert og geri mönnum Ijóst, hversu snjöll þessi hugmynd hans um pennastrikið er. Og eins og Alberts var von og vísa er þessi hugmynd lika einföld. Snilld er alltaf einföld. Við almúgamennirnir skiljum pennastrikið jafnvel og við botnum litið í alls kyns flækjum sem hjartsmáir og kjarklausir pólitíkusar eru að klekja til þess eins að rugla okkur í ríminu. Albcrt hefur réttilega bent á, að sum útgerðarfyrirtækjanna eru svo skuldum vafín, að vonlaust er með öllu, að þau geti nokkurn tíma borgað. Og við spyrjum - af hverju að láta þessi fyrirtæki fara á hausinn, úr því hægt er að nota pennann hans Alberts? Og hafa menn hugleitt hvað þessi aðferð býður upp á af möguleikum? Það er ekki nóg með, að þessi fyrirtæki skuldi sum mikið. Sum þeirra munu aldrei skila ágóða, af því að eigendurnir eru skussar, sem ekki kunna að reka fyrirtæki, eða þurfa að taka út úr rekstrinum til þess að geta fætt og klætt sig og sína. Þarna væri líka hægt að nota penna. Má til dæmis ekki hugsa sér, að hægt væri - að vísu þyrfti fíeiri pennastrik en eitt - að skapa þessum fyrirtækjum myndarlegar bankainni stæður með pennanum hans Alberts? Fjöldi manns hefur líka komið að máli við Tandra og haft orð á því, að Albert ætti að taka einkaleyfi á þessari hugmynd. Sjá menn ekki fyrir sér möguleikana hér heima og erlendis? Hvernig væri, til dæmis, að Jóhannes Nordal fengi pennann hans Alberts lánaðan, næst þegar hann fer til Washington að slá lán handa okkur í Alþjóðabankanum? Þá gæti hann bara setið í svítunni sinni á Four Season’s Hotel í Washington og slegið pennastriki yfír allar gömlu skuldirnar, áður en hann skrifar upp á nýjar. Hann gæti jafnvel strikað yfír hótelreikn- inginn? Og svo eitt í restina: Er það ekki rétt munað, Albert, að þú og aðrir sjálfstæðisframbjóðendur hafí lofað okkur því fyrir síðustu alþingiskosningar að slá pennastriki yfír tekjuskattinn ? Er það ekki örugglega rétt munað? Upp með pennann, Albcrt! Tandri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.