Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 1983
mmm
■Gííi
■ „Áætlað er að um 60% af þeirri síld
sem borist hefur á land sé smásíld sem
ekki hefði verið unnt að nýta að neinu
ráð til manneldis, ef fyrirframsamningar
hefðu ekki tekist við Sovétríkin,“ sagði
Gunnar Flóvenz formaður Síldarútvegs-
nefndar í samtali við Tímann. „Við
höfum samið um sölu á 210 þúsund
tunnum, þar afum lóOþúsund tunnurtil
Sovétríkjanna."
Horfur á vid-
bótarsamning-
um ekki góðar
■ Teikning af brúnni yfir Grafarvog, gerð af arkitektunum Manfreð Vilhjálmssyni og Þorvaldi S. Þorvaldssyni.
Áætlun um brú yfir
Grafarvog samþykkt
— Gullinbrú kostar á bilinu 15-20 milljónir króna
í gærkvöldi var heildarsöltunin komin
upp í 160 þús. tunnur og má búast við
því að söltun verði stöðvuð innan fárra
daga, þar sem horfur á viðbótarsamning-
um eru ekki góðar. Veiði hefur heldur
glæðst síðustu tvo daga. Annars hefur
vertíðin gengið ilia það sem af er, og
vonir manna um að úr rætist eystra fara
nú dvínandi. Aðalveiðin er nú fyrir
austan Hornafjörð.
Hæstu söltunarstaðir (laugardags-
kvöld) eru Hornafjörður með 17 þús.
tunnur, Grindavík með 32., Eskifjörður
með 15. þús. Vestmannaeyjar með 12
þús. tunnur, Þorlákshöfn með 11 þúsund
tunnur og Djúpavogur, Seyðisfjörður og
Fáskrúðsfjörður með um 9 þúsund
tunnur.
-BK.
■ Borgarráð samþykkti í gær á fundi
teikningar og kostnaðaráætlun varðandi
byggingu brúar yfir Grafarvog, nánar
tiltekið á þeirri leið sem fengið hefur
nafnið Gullinbrú á milli Höfðabakka-
hverfisins og Grafarvogs. Að sögn Þórð-
ar Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings
verður brúin 60 metrar á lengd og um 10
metrar á breidd með tveim akreinum og
breiðri gangbraut öðru megin, byggð í
þrem brúarhöfum. Aðsögn Þórðarverð-
ur hún byggð á þurru, og bráðabirgða-
fylling grafin undan hcnni þegar stöplar
hafa verið byggðir.
Búist er við að útboðum Ijúki í lok
þessa mánaðar og framkvæmdir geti
hafist upp úr áramótiujt. Rætt hefur
verið um kostpað á hilin.u 15-20
milljónir króna.
- JGK
Hornafjörður:
Góð síldveiði
Búið að salta meira en í fyrra
■ „Það hefur verið góð síldveiði
hérna allan síðustu viku og það sem af
er þessarri og það er verið að salta á
báðum söltunarstöðvunum og það er
verið að fcysta síld í frysti*húsinu*‘,
sagði Hermattn Hansson á Höfn er
Tíminn hafði saniband við hann í gær.
Bátar hafa komið inn með þetta 50-500
tunnur og þeir fá hana austur á
Lónbugt, en það er austan við Horna-
fjörð sagði Hermann ennfrentur.
Talið er að síldin sé á hraðri leið
austur með landinu og í gær var saltað
á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Fáskrúðs-
firði, Reyðarfirði og Eskifirði. Á
Hornafifði er núna búið að salta milli
16 og 17 þúsund tunnur og hjá Stemmu
h/f er búið að salta milli 6 og 7000
tunnur, eða alls um 23 þúsund tunnur
á Hornafirði. -
- BK
Lengsta stíf la
landsins tekin
í notkun í gær
— kemur til með að auka afköst
Búrfellsvirkjunar um 12-15%
■ Vatni var veitt inn í nýja miðlunar-
lónið við Sultartanga í fyrsta skipti í gær
og undir kvöldið var vatnsyfirborðið í
lóninu orðið 3,5 metrar. Verður látið
þar við sitja fyrst um sinn, meðan verið
er að kanna ýmsan búnað, svo sem lokur
og ýmis stjórntæki. Að því loknu verður
vatnsyfirborðið hækkað smátt og smátt
þangað til lónið verður fullt, með 17
metra djópu vatni, um eða eftir áramót.
Vatnið kemur úr mótum Tungnaár og
Þjórsár og verður síðan veitt í Búrfells-
vikjun.
„Með tilkomu lónsins skilar Búrfells-
virkjun fullum afköstum allan ársins
hring, en það hefur hún ekki gert vegna
ísmyndurnar á vetuma. Viðbótin er 130
til 140 gígawattstundir á ári, sem er milli
12 og 15%. Aukningin á kerfi
Landsvirkjunar í heild er hins vega milli
4 og5%, „sagði Helgi Bjarnason, staðar-
verkfræðingur við Sultartanga, í samtali
við Tímann.
Stíflan við lónið er sú lengsta sem
hingað til hefur verið gerð hér á landi,
um sex kílómetrar. Framkvæmdir hófust
við stíflugerðina í maí í fyrra og í hana
hafa farið um 2 milljónir rúmmetra at'
fyllingu. Nú eru um 115 manns í vinnu
við Sultartanga.
-Sjó.
Aflatölur Fiskifélagsins fyrir
fyrstu 10 mánuði ársins:
VANTAR 74 MJSUND
LESTIR AF ÞORSKI
— til að ná sama afla og í fyrra
■ Heildarþorskafli íslenskra skipa
fyrstu tíu mánuði þessa árs dróst saman
um 74 þúsund lestir miðað við sama
tímabil í fyrra. Nú var landað 261
þúsund tonnum en í fyrri 335 þúsund
tonnum. í októbermánuði síðast liðnum
var landað um 9.300 lestum af þorski á
landinu, en í október í fyrra var alls
landað 14.640 lestum, samdrátturinn er
38%.
Það sem af er árinu hefur veiðst
heldur meira af öðrum botnfiski en
þorski en á sama tímabili í fyrra. Alls
hefur nú verið landað rúmum 273 þús-
und tonnum en í fyrra 263.700 tonnum.
Minna hefur veiðst af síld núna en á
sama tíma í fyrra, um 19000 tonn á móti
Námskeið f
skyndihjálp
■ Rauðakrossdeild Kópavogs gefur bæj'ar-
búum og öðrum sem áhuga hafa, kost á
námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst
15. nóvember kl. 20.00 í vestur álmu Kópa-
vogsskóla. Þar verður reynt að veita sem
mesta verklega þjálfun en einnig verða
sýndar kvikmyndir um hina ýmsu þætti
skyndihjálpar. Einnig verða kenndar nýjung-
ar í skyndihjálp.
Námskeið þetta er gott fyrir fólk sem
stundar mikið útivist á veturna svo sem
fjallaferðir og rjúpnaveiðar. Þátttaka til-
kynnist í síma 41382 dagana 14. og 15.
nóvember kl. 14.00-18.(H). Námskeiðinu lýk-
ur með verkefni sem hægt er að fá metið í
fjölbrautaskólum, iðnskólum og mörgurn
menntaskólum.
- GSH.
um 25000 tonnum. Hins vcgar hcfur
rækjuafli og hörpudiskafli aukist vcru-
lega og sömu sögu cr að scgja af
kolmunna, en fyrstu lOmánuðina í fyrra
veiddust innan við 1000 tonn af honum
en núna er búið að veiða tæp 8000 tonn.
- Sjó.
Þjóðarbókhlað-
an stopp en út-
varpshúsið
rýkur upp
■ Samkvæmt fjárlögum á aðeins að
veita 2. millj. kr. til byggingar Þjóðar-
bókhlöðu á næsta ári, en framkvæmt
hefur verið í ár fyrir 19 millj. kr. Sé það
fé sem varið hefur verið til byggingarinn-
ar til þessa framreiknað til verðlags
þessa árs, hefur verið varið til hennar
sem svarar 90 millj. kr.
Þetta kom fram í svari Ragnhildar
Helgadóttur menntamálaráðherra við
fyrirspurn frá Karvel Pálmasyni um
kostnað við framkvæmdirnar.
Karvel spurði einnig um kostnað við
útvarpshúsið og hvað fyrirhugað er að
leggja í þá byggingu á næsta ári. Mennta-
málaráðherra upplýsti að varið hafi verið
144 millj. kr. til útvarpshússins. í ár
nema framkvæmdir 65 millj. kr. og á
næsta ári er áætlað að verja 87 millj. kr.
til byggingarinnar. Þessar upphæðir eru
allar miðaðar við verðlag 1. okt. s.l.
-O.Ó.
Fyrstu lO mán
uðir ársins:
Atvinnu-
leysi um
1 prósent
■ Skráð atvinnuleysi það sem af cr
árinu jafngildir um 1 hundraðshluta af
vinn'ufærum mannafla í landinu.
Fyrstu 10 mánuði'ársins hafa í heild
verið skráðir 233 þúsund atvinnulcysis-
dagar á móti rösklega 157 þúsund
sömu mánuöi í fyrra og tæplcga 200
þúsund allt árið t fyrra.
í októbermánuði sfðast liðnum voru
skráðir 14.667 atvinnuleysisdagar á
landinu öllu. Þetta svarar til þess að
676 manns hafi verið á atvinnuieysis-
skrá allan mánuðinn, sem jafngildir
0,6% af áætluðum vinnuafla á vinnu-
markaði samkvæmt spá Þjóðhags-
stofnunar. í september voru skráðir
atvinnuleysisdagar 11.503 og hcfur því
atvinnuleysisdögum fjölgað um 3.164
milli mánaða. Þessa attkningu má
cinkum rckja til þriggja svæða,
Norðurlands vestra, Norðurlandseyst-
ra og Suöurlands. Aðeins á höfuð-
borgarsvæðinu og Vcsturlandi hefur
skráðum atvinnuleysisdögum fækkað
milli mánaða.
Orsakir aukins atvinnuleysis verða
fyrst og fremst raktar til lengri eða
skcmmri stöðvunar fiskvinnslu vegna
hráefnisskorts, scm ýmist stafar af
lélcgunt aflabrögðum eða veiðiskip
hafa stöðvast...
í október bárust tilkynningar frá 10
fyrirtækjum um uppsagnir og taka þær
til 195 starfsmanna. Þá cru ekki með
taldar tímabundnar uppsagnir í frysti-
húsum.
- Sjó.