Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúei Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Árangur kaup- bindingarinnar ■ Það liggur Ijóst fyrir, að kaupbindingin, sem ákveðin var til átta mánaða í bráðabirgðalögunum um efnahagsmál, hefur borið mikinn árangur í baráttunni við verðbólguna. Verðbólgan var komin í 130%, þegar lögin voru sett, en stefndi í 170-180% á skömmum tíma, ef ekkert hefði verið aðhafzt. Hér myndi nú ríkjandi stórkostlegt atvinnuleysi, ef þannig hefði haldið áfram. Nú er verðbólgan komin niður í '30-40%. Þetta er óneitanlega mikill árangur. Óumdeilanlegt er, að þessi árangur hefur náðst fyrst og fremst vegna þess, að vinnufriður hefur haldizt í landinu. Útilokað er, að slíkur árangur hefði náðst, ef allt hefði logað í vinnudeilum á þessum tíma. Veruleg hætta er á, að einhverjum þeirra hópa, sem áttu í vinnudeilunum, hefði tekizt að brjótast út úr og fá fram kauphækkun, sem síðan hefði færzt út yfir alla línuna. Þessu hefur kaupbindingin afstýrt. Þess vegna hefur framangreindur árangur náðst. Þessi árangur hefur náðst á sex mánaða tímabili. Eftir eru nú rúmir tveir mánuðir af kaupbindingartímanum. Samkvæmt bráðabirgðalögunum eiga samningar milli aðila vinnumarkaðarins að gilda frá 1. febrúar. Tímann þangað til þurfa þessir aðilar að nota til að ná samkomulagi um nýja kjarasamninga. Bráðabirgðalögin leggja ekki neinn stein í götu þess, að þessar viðræður geti hafizt strax og að hægt verði að ganga frá'nýjum samningum með þeirri einu undantekningu, að þeir taki ekki gildi fyrr en 1. febrúar. Þrátt fyrir það, að launþegasamtökin hafa þannig fullan samingsrétt til að undirbúa og ganga frá slíkum samningum, segjast þau ekkert vilja semj'a fyrr en umrætt bindingarákvæði hafi verið fellt úr gildi. Tíminn tvo næstu mánuði verði því ekki notaður til samningsgerðar og aðilar vinnumarkaðarins standa þannig uppi samningslausir, þegar 1. febrúar rennur upp. Forsætisráðherra hefur fyrir nokkru lýst yfir því, að ríkisstjórnin sé til viðræðu um að endurskoða kaupbind- ingarákvæðið, ef það verði gert á þann hátt að náð verði því markmiði ríkisstjórnarinnar, að verðbólgan verði um 30% í janúarlok. Fulltrúar launþega höfnuðu að ræða þetta tilboð forsætis ráðherra á samráðsfundinum á dögunum. í stað þess gengu þeir út og fengu birtar af sér myndir í Þjóðviljanum. Væntanlega verrður ekki undan því skorazt að ræða þetta tilboð forsætisráðherra í þeirri þingnefnd, sem hefur bráða- birgðalögin til meðferðar. Ef niðurstaðan yrði sú, að breyta þessu ákvæði, myndi það byggjast á tvennu. I fyrsta lagi á því, að á þeim sex mánuðum, sem kaupbindingin hefur gilt, hefur náðst meiri árangur í baráttunni við verðbólguná en menn gerðu sér vonir um upphaflega og þess vegna væri hægt að stytta kaupbindingar- tímann. I öðru lagi yrði ekki gerðar tilraunir til þess með kaupdeilum og verkföllum að eyðileggja fyrir 1. febrúar þann árangur, sem náðst hefur af kaupbindingunni. Eins og ástand efnahagsmálanna er nú, er heldur ólíklegt að til slíks komi næstu tvo mánuðina. Þá væri þeim árangri náð, sem stefnt var að með átta mánaða kaupbindingunni. Þess vegna er líklegt, að tilboð forsætisráðherra verði vel íhugað ef það gæti greitt fyrir því að viðræður aðila vinnumarkaðarins hefjist. Þ.Þ. skrifad og skrafað Ævintýralegur vettvangur ■ „Landsfundir Sjálf- stæðisflokksins eru ævintýra-. legasti vettvangur íslenskra 1 stjórnmála", skrifar Björn Bjarnason í upphafinni frá- sögn af landsfundinum í Morgunblaðið. Svo mikill ævintýrabragur var á fundar- mönnum, að í fagnaðarvímu í fundarlok höfðu menn á orði að fylgja ætti sigrinum eftir með því að efna sem fyrst til alþingiskosninga, og fengi Sjálfstæðisflokkurinn þá hreinan meirihluta. Glæsi- legur sigur Þorsteins Pálsson- ar í formannskjörinu villti svo um fyrir landsfundarfull- trúum að þeim fannst sjálf- gefið að flokkur allra stétta og allra byggða og hinn nýi formaður hans nyti svipaðrar hylli meðal allra landsins barna og meðal þess einvala- Liðs íhaldsins, sem landsfund- inn sat. Ekki er nema von að þetta sé kallaður-ævintýra- legur vettvangur. Eðlilegt ér að fylgst hafi verið með formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með miklum áhuga. Það bar að með öðrum hætti en venja er til í íslenskum stjórnmálum, og með kjöri Þorsteins hafa ekki einasta orðið kynslóða- skipti heldur eru gamlar hefðir lagðar á hilluna og nýjar baráttuaðferðir upp teknar. Sjálfstæðisflokkurinn er svo öflugt stjórnmálaafl að öllum Islendingum kemurvið hver velst þar til forystu, hvort sem þeir fy.lgja flokkn- um að málum eða ekki, og á þetta reyndár við um aðra flokka einnig þótt smærri séu. Yfirleitt héfur kjöri Þor- steins verið vel tekið af and- stæöingum SJálfstæðisflokks- ins, og látið er í veðri vaka að mikil eining sé um nýja for- manninn meðal flokks- manna. En framtíðin verður að skera úr um hvernig til hefur tekist og hversu leiði- tamur þingflokkurinn, með ráðherrana' sex verður þegar til kastanna kemur ef skerst í odda með þeim og hinum unga formanni. Um helgina skrifaði Ellert Schram um formannskjörið í DV og stóð kosningabaráttan þá enn yfir miili þremenning- anna sem eftir vegtyllunni sóttust, eitthvað á þá leið að sýnt væri að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi nýjan formann á landsfundinum, en lét í ljós efasemdir um að flokkurinn hreppti einnig nýjan foringja. Þetta mun tíminn og rás við- burða leiða í Ijós. Sem fyrr er sagt skiptir það alla landsmenn máli hvernig til tekst með forystu stærsta stjórnmálaflokksins og því ástæða til að óska formannin- um unga farsældar í viða- miklu og vandasömu starfi. Eftir helgina fjalla öll blöð- in um formannskjörið í for- ystugreinum og verður hér gripið ofan í ummæli þeirra um Þorstein Pálsson. Tíminn segir m.a.: „Þótt Þorsteinn Pálsson hafi ekki verið í fararbroddi í stjórnmálabaráttunni fram að þessu, og sé því að ýmsu leyti óskrifað blað, þá hefur hann með störfum sínum á öðrum vettvangi sýnt ýmsa þá hæfileika, sem nú hafa lyft honum upp í æðstu valda- stöðu innan Sjálfstæðis- flokksins. Bæði sem ritstjóri á Vísi og ekki síður sem framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands Islands sýndi hann einurð og festu, en jafnframt sanngirni og drengskap. sem varð til þess, að hann ávann sér traust jafnt samherja sem andstæð- inga. Þetta eru allt eiginleik- ar, sem mikið mun reyna á hjá Þorsteini nú, eftir að hann hefur tekið við forystu Sjálfstæðisflokksins - bæði í starfi innan flokksins og út á við í samstarfi við forystu- menn annarra flokka og ým- issa hagsmunaaðila í þjóðfé- laginu. Reynslan ein mun sýna, hvernig hann veldur því hlutverki, en full ástæða er til að láta í Ijósi þá ósk, að hann muni beita hæfileikum sínum og áhrifum til góðra verka fyrir land og þjóð.“ Þjóðviljinn skrifar um hið miskunnarlausa íhald og seg- ir m.a.: „Það varð hinsvegar bert í fyrstu orðum nýkjörins formanns, að hann hyggst taka sæti í ríkisstjórn þegar honum hentar, en ekki eftir geðþótta öldungaveldisins í flokknum. Þar með sló for- maðurinn þegar í upphafi á fingur forvera síns, sem hafði lýst yfir að hann teldi eðlilegt að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins í núverandi ríkis- stjórn sætu sem fastast allan tíma hennar. Og þrátt fyrir yfirborðseiningu er síður en svo að búið sé að uppræta illvígar persónulegar deilur og hagsmunaágreining í Sjálfstæðisflokki. Hið miskunnarlausa íhald. Það er eftirskrift landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hið miskunnarlausa íhald hefur fundið sér glæsilegan blaða- fulltrúa í Þorsteini Pálssyni, sem þó hefur alla burði til þess að vaxa með tímanum í föt forvera sinna. Og í öllum forystustörfum Sjálfstæðis- flokksins sitja nú trúir mála- liðar atvinnurekendavaldsins í landinu. Hin mannlegu sjónarmið eru víkjandi þáttur í fari Sjálfstæðisflokksins." Alþýðublaðið: „Þorsteinn Pálsson er mörgum góðum kostum gæddur og Alþýðublaðið óskar honum til hamingju með hið nýja embætti. Það breytir þó ekki hinu, að til- koma Þorsteins Pálssonar í stól formanns Sjálfstæðis- flokksins styrkir þau öfl í sessi, sem berjast fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn tileinki sér í auknum mæli stefnumið og vinnubrögð íhaldsflokka í Evrópu, s.s. eins og aðferðir breska íhaldsflokksins. Frjálshyggjupostularnir í Sjálfstæðisflokknum studdu Þorstein Pálsson með ráðum og dáð. Þeir vilja harkalegan niðurskurð á félagslegri þjón- ustu og brjóta niður al- mannatryggingakerfið í land- inu. Þeir boða hreina og ómengaða hægri stefnu. Ef Þorsteinn Pálsson kemur til með að endurspégla þessi viðhorf helstu stuðnings- manna sinna sem formaður Sjálfstæðisflokksins, þá verð- ur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur hinn „breiði, frjáls- lyndi og víðsýni" flokkur sem foringjar hans fram að þessu hafa viljað stuðla að - með mismiklum árangri þó.“ Og Morgunblaðið: „Frá því þessi orð voru skrifuð hefur frami Þorsteins Pálssonar innan Sjlafstæðis- flokksins orðið mikill á skömmum tíma. Hann hefur nú með góðum og afdráttar- lausum stuðningi axlað mikla ábyrgð. Hann ávann sér traust og trúnað samstarfs- manna og viðmælenda á vett- vangi kjaramála. Undir for- ystu Þorsteins hafa sjálf- stæðismenn sameinast í Suðurlandskjördæmi og leyst á farsælan hátt úr ágreiningi. í báðum tilvikum hefur Þor- steinn Pálsson sýnt að hann hefur hæfileika sem formað- ur Sjálfstæðisflokksins þarf að vera búinn, að vera fastur fyrir en um leið mannasættir. Tandri skrifar Dýr baðhús í Ölf usborgum ■ Halldór Björnsson, stjórnarformaður Ölfusborga, hiýtur að vera maður gefinn fyrir þrífnað. Magnús Gíslason, formaður Vcrslunarmannafélags Suðumesja, sagði í DV ekki alls fyrir löngu að Halldór hefði látið hefja framkvæmdir við baðhús eitt voldugt í Ölfusborgum - þrátt fyrir að aðalfundur hefði fellt tillögur þar að lútandi. Ef marka má vini vora hjá DV þá er nú búið að framkvæma fyrír 2,5 milljónir, en upphaflegur kostnaður var áætlaður um 700 þúsund. Það hlýtur að vera gott að baða sig í húsinu hans Halldórs, sem er talandi dæmi um þá óráðsíu sem á sér stað innan verkalýðs- hreyfingarinnar þegar kommar eiga í hlut. í gegnum tíðina hafa- alþýðubandalagsmenn hreiðrað um sig í verkalýðs- hreyfingunni og það er mál manna að þeir hafi ráðskast með sjóði hennar rétt eins og þeir væro kosningasjóðir Alþýð- ubandalagsins. Raunar hafa menn oft spurt sig þeirrar spurningar hvort Alþýðubandalagið væri fjármagnað í gegnum sjóði verkafólks og svo mikið er vist að fáir auglýsa betur og meir í Þjóðviljanum á 1. maí en verkalýðsfélögin - þó svo að minnihluti þeirra sem í félögunum eru styðji kommúnistana í Alþýuðubandalaginu. Auðvitað var það alveg rétt hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja að neita að greiða 57.000 á hús í eigu VS vegna baðhallar Halldórs - fyrr en hann væri búinn að útskýra af hverju baðhöllinn reis þrátt fyrir andstöðu aðalfundar. Hitt er svo aftur annað mál að Halldór er ekki sérstaklega fús á að halda aðalfund, en það má lesa út úr orðum hans i viðtali sem DV átti við hann um þessi mál. Aðalfundurinn hafði ekki veríð dagsettur sl. föstudag og sjálfsagt ætlar Halldór að vera í sturtu yfir helgina á meðan hann hugsar sitt ráð. Verkafólk hvar sem er á landinu ætti nú að láta til skarar skríða gegn þeim kommúnistum sem sitja í valdastólum verkalýðs- hreyfingarinnar, aðeins vegna þess að meirihluti félagsmanna mætir ekki á fundi. Yfirleitt ero þessir menn kosnir með atkvæðum lítils hluta félagsmanna og þeir gæta þess vandlega að smala sínu fólki saman þegar dregur að kosningum. Þrátt fyrir stórorðar yfirlýsingar helstu verkalýðsforingja landsins, um að fátt vildu þeir frekar en að fá fólk á fundi, á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þeir vita mæta vel að ef upp kæmi almennur áhugi á störfum verkalýðsfélaga þýddi það að alþýðubandalagsmenn í valda- stólum yrðu látnir fjúka. Þeir vita það líka að þá yrðu ekki reistar neinar baðhallir án þess að talað væri við félagsmenn og að þeir samþýkktu framkvæmdirnar. Tandrí er þess fullviss að það líður ekki á löngu áður en fólk fer að forvitnast um fjármál verkalýðshreyfingarinnar og fróðlegt væri að fá að vita hve mikið hin einstöku félög greiddu Þjóðviljanum fyrír 1. maí kveðjurnar á þessu ári. Talið er að breski verkamanna- flokkurinn muni tapa mestum hluta sinna tekna ef ný lög um verkalýðsfélög ná fram að ganga á breska þinginu. Á sama hátt má búast við að mesti vindurinn færi úr Alþýðubandalag- inu og Þjóðviljanum ef tækist að skrúfa fyrir þá peningakrana sem þessir aðilar hafa geirneglt á verkalýðshreyfinguna. Því fyrr sem hinn ahnenni félagsmaður í verkalýðshreyfingunni tekur á honum stóra sínum og neytir atkvæðisréttar síns - því betra. -Tandri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.