Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 11
10 Lausar stöður Norræna félagið óskar að ráða framkvæmda- stjóra í fullt starf. Launakjör verða eftir samkomulagi. Ennfremur vill félagið ráða starfsmann á skrif- stofu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu fyrir 10. des. n.k. Styrkir til háskólanáms og vísindalegs sérnáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsáriö 1984-85. Styrkfjárhæö er 3.020.00 s.kr. á mánuöi í 8 mánuði. - Jafnframt bjóöa sænsk stjórnvöld fram fjóra styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóö á háskólaárinu 1984-85. Styrkirnir eru til 8 mánaöa dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Styrkfjárhæö er 3.020.- s.kr. á mánuði. - Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á aö sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóöa fram í löndum þeim, sem aðild eiga aö Evrópuráöinu, en þeir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráöu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. janúar n.k., og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meömælum. - Sérstök umsóknar- eyðublöö fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö 7. nóvember 1983. ’sScSiF Sbun Erlingur Isleifsson Kvöldsími 76772 Móttaka ver'kbeiöna sicm Sími 83499 FER HVERT ÁLAND SEM ER VIÐGERÐIR á öllum smá rafstöðvum og rafmótorum Einnig iitlum bensín- og dieselmótorum. Getum bætt við okkur viðgerðaþjón- ustu fyrir innflutningsfyrirtæki. VÉLIN S.F. Súðarvogi 18 (Kænuvogsmegin) sími 85128.; IStAND VANN ■ íslendingar unnu Grænlendinga í óopinberum landsleik í borðtennis í fyrrakvöld. Pað var b-liö íslands sem kcppti og sigraði það með fimrn vinning- um gcgn cinum. - SÖE STENMARK FÆR EKKI AÐ KEPPA ■ Sænski skíðakappinn lngemar Sten- mark fær að öllum likindum ekki að keppa á Ólympíuieikunum í Sarajevo í febrúar. Það fær ekki heldur Hanni Wenzel frá Liechtenstein. Þetta skíða- fólk hefur haft of miklar tekjur af auglýsingum á undaförnum árum að áliti Alþjóðaskíðasambandsins, sem hefur farið fram á keppnisbann þeim til hdnda gefið út af Alþjóðaólympíuncfndinni. -SÖE ZICOMEÐ ÁTTA MÖRK - í ÍTÖLSKU DEILDINNI ■ Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Zico hefur nú skorað 8 mörk í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta. Zico skoraði sigurmark Udinese um síðustu helgi, þegar liðið skellti Ítalíumeisturunum, AS Roma, öllum áóvart 1-0. Þarsigraði Zico ianda sína, því Falcao og Cerezo leika með Roma. Juventus vann Verona í sömu umferð, Rossi skoraöi tvö mörk og Boniek eitt í 3-1 sigri. Ronia er enn efst á Ítalíu, hefur 12 stig, en Juventus og Verona hafa 11 stig hvort. Fiorentina og Torino hafa 10 stig og. Udinese 9 og Avellino, AC Milanö og Sampdoria hafa 8 stig. - SÖE ÞORVALDUR BYRIAÐUR MEÐ INNIG0LFIÐ ■ Þorvaldur Ásgeirsson golfkennari hefur nú hafið stjórn innahússæftnga fyrir golfmenn, eins og hann hefur gert undanfarin 15-16 ár. Þorvaldur kennir í Ásgarði í Garðabæ á laugardögum frá klukkan 9.30-14.(X). Kennslan er b;eði fyrir byrjendur og lengra komna, og þeir sem hafa áhuga geta Itringt í Þorvald í síma 34390. - SÖE AÐALFUNDUR ■ Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍK verður haldinn sunnudaginn 13. nóvcm- ber klukkan 14.00 í Sjálfstæðishúsinu Hamraborg Kópavogi. Á dagskrá veru venjuleg aðalfundarstörf. - SÖE ENNRÚM Á ÆFINGUM HJÁ ERNINUM ■ „Það eru enn lausir æfingartfmar hjá okkur fyrir unglinga, byrjcndur og lengra komna. Gunnar Finnbjörnsson þjálfari mun stjórna æfingunum", sagði Ásta Urbancic borðtennisfrumkvöðull hjá Erninunt er hún lcit við hjá Tíntanum f gær. Þeir sem ahuga hafa geta haft samband við Ástu í sínta 37073, cða Jónas í síma 26806. -SÖE HAPPDRÆTTIÍBK ■ (síðustu viku var dregið í happdrætti knattspyrnuráðs ÍBK. Þessi númcrhlutu vinning: 1393,2225,112,1846,137,638, 105. STARFSMENN ERU SJALDAN STARFI SÍNU VAXNIR” — segir Rögnvaldur Erlingsson, m.a. um starfsaðstöðu dómara í Hafnarfirði ■ „Það er ekkert grín að dæma bar- áttuleiki í handboltanum í Hafnarfirði, sjaldnast eru starfsmenn starfi sínu vaxnir, staðsetning þeirra er óvenjuleg og þó yfir þessu hafi verið kvartað margoft, og svo árum skiptir, er ekkert gert þar til úrbóta. Allt sem miður fer af þessum sökum er okkur kennt dómur- um. Menn eru nú almennt ekki hrifnir af að dæma í Firðinum, oft er heitt í kolunum og sumir eru beinlínis hræddir við áhorfendur þar. Það er leiðinlegt að fá það framan í sig að maður vinni störf sín illa, þegar þau mistök sem eru starfsmanna, eru manni eignuð, úr því maður lætur sig hafa það að dæma þama yfirleitt“, sagði Rögnvaldur Erlingsson handknattleiksdómari í samtali við Tím- ann í gær. Rögnvaldur sagði, að tímaverðir í Hafnarfirði væru oftast unglingsstelpur, sem vildu gera vel, en kynnu ekki nægileg skil á hlutverki sínu, og því hvað og rangt innan þeirra „Þetta fólk veit ekki mun á rétt væn starfssviðs. réttri og rangri innáskiptingu, hvar hún á að fara fram og hvar ekki. Það tekur tímann ekki rétt, þegar menn em útaf í tvan’ mínútur. Stefán Arnarson dómari, sem áhorfandi, tók tímann á öllum þeim sem voru reknir útaf í leik Stjörnunnar og Hauka á föstudag, og í öllum tilvikum var ífminn sem menn vom útaf 15-20 sekúndum of stuttur. Það á nefnilega að taka tímann frá því dómarinn setur leikimaf stað á ný, en ekki frá því að leikmaðurinn kemur útaf.“ Þá er stað- setning tímavarðar leiksins og þess sem tekur tímann á þeim sem reknir em útaf í Hafnarfirði fáránleg, sitt hvoru megin við völlinn, starfsmenn þessir eiga að vera á sama stað, og eiga að kunna skil á innáskiptingum. Þetta er búið að margbiðja Hafnfirðinga um að leiðrétta, en ekkert gengur“, sagði Rögnvaldur Erlingsson. -SÖE ■ Amór Guðjohnsen hefur ekki getað snert bolta síðan hann lék með íslenska landsliðinu gegn íram á dögunum. Þar meiddist hann, og nú bendir margt til að hann þurfi að gangast undir skurðaðgerð. Fari svo, verður hann frá keppni í minnst tvo mánuði til viðbótar. Þetta er mikið áfall fyrir Amór, þar sem hann var að vinna sér fastan sess hjá stórliðinu Anderlecht. Tímamyitd EHa. ER ORÐINN SVEKKTUR” — segir Arnór Gudjohnsen, sem ekki hefur getað snert bolta í sjö vikur ■ „Maður er óneitanlega orðinn svekktur á þessu, það eru liðnar 7 vikur síðan ég meiddist í leiknum gegn írum, og ég hef ekkert getað snert bolta síðan“, sagði Araór Guðjohnsen knatt- spyrnumaður í Anderlecht í samtali við Tímann í gær. „Það má búast við því að ég þurfi að fara undir hnífinn, en það kemur nánar í Ijós síðar í vikunni", sagði Arnór. Arnór sagði, að færi svo að hann yrði skorinn, mundi taka minnst tvo mánuði að jafna sig. Hann sagði að efnahagslega kæmi þetta ekki við hann, þar eð hann fengi allar greiðslur frá klúbbnum og trygging hans í landsleiknum gegn írum hlyti því að hafa verið í góðu lagi. „Maður er alveg orðinn vitlaus á þessu, að sitja bara og horfa á. Maður hefur ekki getað snert bolta,“ sagði Arnór. Nýja íþróttamiðstöðin ÍLaugardal fokheld: JJÚKUM VÆNTMtfGft VIB BY0GINGUNA 1985" — segir Gísli Halldórsson, formaður byggingarnefndar ■ „Við vonumst til að geta lokið við þessa byggingu árið 1985“, sagði Gísli Halldórsson, formaður bygginganefndar nýju iþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og fyrrum forseti íþróttasambands ís- lands í samtali við Tímann í gær, er hann var inntur eftir gangi byggingarinnar, sem nú er verið að Ijúka við að gera fokhelda. „Við gætum klárað þessa byggingu á næsta ári hún er það langt komin, en Ijármálin koma í veg fyrir að það verði hægt,“ sagði Gísli. Gísli Halldórsson sagði, að byggingin mundi þjóna margs konar hlutverki. Hún yrði aðstaða til námskeiðahalda, og þar yrði heimavist fyrir 26 manns í tengslum við það. Sagði Gísli að þá væri um að ræða aðallega styttri námskeið, viku eða helgamámskeið, og þá ein- göngu að vetrarlagi. Þá sagði Gísli að heimavistin mundi geta þjónað íþrótta- flokkum, sem kæmu til Reykjavíkur, en fátt hefur verið fyrir slíka nema hótel í Reykjavík til þessa. Gistiherbergin eru á fyrstu hæð. Á annarri hæð eru kennslustofur og eldhús ásamt samkomusal, sem notaður yrði sem morgunverðarsalur fyrir þá sem gistu á morgnana, og sem fundarsal- ur síðdegis. Á þriðju hæð verður aðsetur íþrótta-. sambands íslands og Olympíunefndar íslands. Gísli sagði að þröngt væri orðið um íþróttasambandið í núverandi hús- næði í gömlu íþróttamiðstöðinni, og auk þess vildu sérsamböndin allmörg stækka við sig. Þá sagði Gísli að Olympíunefnd íslands hefði ekki ráðið yfir neinu hús- næði hingað til, en þama yrði bætt úr. Nú er verið að setja gler í bygginguna, og skoðast hún fokheld að því loknu. Gísli Halldórsson sagði, að framkvæmd- um yrði haldið áfram en líklega þó aðeins hægar en verið hefði í sumar, og verið gæti að byggingin stöðvaðist alveg í lok næsta árs. - En við vonumst til að byrja aftur af endurnýjuðum krafti um áramótin 1984-85, og ætlum að reyna að Ijúka byggingunni á því ári“, sagði Gísli Halldórsson formaður bygginganefndar nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal að lokum. -SÖE ■ ■■9HI Kasta kúlu |til styrktar jÓlympíuförum [ I i i i i i i i i i nemendur íþróttakennara- skólans með sérkennilega fjáröflun I I 1 I H I I I Nemendur Iþróttakennaraskóla Islands ætla að hrinda af stað dálítið sérstakri fjáröflunarherferð til styrkt- ar íþróttamönnum þeimm sem keppa munu á Olympíuleikunum á næsta ári fyrir íslands hönd. Ætla nemend- urnir að kasta kúlu frá Laugarvatni til Reykjavíkur og safna áheitum og styrktarframlögum í þvi tilefni. Kúluvarpið hefst á Laugarvatni á hádegi á föstudaginn kemur. Tals- menn nemenda töldu, í samtali við Tímann, að ferðin til Reykjavíkur mundi taka um það bil sólarhring, og koma því nemendumir að öllum líkindum tU Reykjavíkur um hádegis- bilið á laugardag. Kúluvarpinu mun Ijúka á LaugardalsveUi, Nemendura- ir munu kasta til skiptis, og mun fylgja þeim lanferðabQl aUa leið. Auk fjármögnunar með áheitum og styrktarframlögum hafa ýmis fyrirtæki tekið vel á móti nemendum ÍKÍ, með auglýsingaframlögum, og má þar nefna Samvinnuferðir/ Landsýn, Henson, Adidas og fieiri. -SÖE - Hafa læknar þínir komist að niður- stöðu um hvað sé að? „Nei, það er nú ekki alveg ljóst, en þeir halda að vöðvi sé tognaður eða rifinn, en nákvæma niðurstöðu hef ég nú ekki fengið að heyra. Nú kemst ég alveg um, get gengið alveg eðlilega, en þegar maður ætlar að taka á, þá togar í þetta“. Ástandið hjá Anderlecht er ekki glæsi- legt nú, tveir af burðarásum í liðinu eru meiddir, Arnór og Daninn Per Frimann meiddist í hné nýlega, og verður frá í minnst þrjár vikur. Á móti kemur, að Daninn Frank Arnesen er kominn á fullt með liðinu, en hann hefur átt við meiðsli að stríða í um það bil ár. Félaginu hefur ekki gengið sem skyldi undanfarið, deildin hefur gengið illa, ogfélagiðvar slegið út úr bikarkeppninni. „Þetta gengur ekki vel eins og er, en það vonandi lagast“, sagði Arnór Guðjohn- sen að lokum. -SÖE ■ Diego Armando Maradona er bráðlátur að áliti iækna Barcelonu- félagsins, en heimilislæknir hans seg- ir að þetta sé allt í lagi... Nýja íþróttamiðstöðin í Laugardal er nú að heita má fokheld. Áætlað er að Ijúka byggingu hússins á árinu 1985. Tímamynd Arai Sæberg. Maradona brádlátur — er farinn að nota veika fótinn ■ Diego Armando Maradona knatt- spyrnusnillingur í Barcelona er farinn að stíga í fót þann sem slátrarinn frá Bilbao, Goicoechea hantéraði fyrir ekki all- löngu. Maradona fer eftir ráðleggingum hins argentínska heimilislæknis síns, sem seg- ir að hann megi fara að ganga á fætinum, fimm vikum eftir slysið. Læknar Barce- lonuliðsins ráðleggja hins vegar 6-7 vikur, og telja að meðþessu háttarlagi séu aðeins 20% líkur á að kappinn fái fullan bata. Maradona trúir hinum argentínska lækni, en læknirinn sem raðaði fætinum saman“ á sínum tíma eftir slysið segist enga ábyrgð taka á lækningu kappans, úr því hann sé svona óþolinmóður. Hið sama segja kollegar hans í Barcelona. Forráðamenn Barcelonuliðsins láta ekkert uppi um hvort þeim líki betur eða verr, þeir vilja helst sjá snillinginn í kapphlaupi við tuðruna eftir hálfan mánuð... -SÖE Motherwell gerði jafntefli við - Saint Mirren - Aberdeen áfram efst ■ Motherwell, lið Jóhannesar Eð- valdssonar í Skotlandi gerði um síðustu helgi jafntefli við St. Mirren í botnbar- áttu úrvalsdeiidarinnar í grófum leik þar sem sjö leikmennAwu bókaðir. Aberdeen er enn efst í deildinni, sigraði um helgina botnliðið St. Johm stone á útivelli 5-0. Joþn Hewitt gerði þrcnnu, og Pcter Weir og Gordon Strachan eitt ntark hvor. Skotlandsmeistararnir -Dundee Unit- ed töpuðu óvænt heima fyrir Dundee, 0-1 og eru það óhagstæð úrslit fyrir Jóhannesog félaga. Hibcrnianog Hearts gerðu jafntefli 1-1 og Celtic vann Rang- ers 2-1 á Ibrox., Staðan er nú þessi í úrvalsdeildinni: Aberdeen . Celtic..... Dundee Utd Hearts .... Hibernian . Dundee ... Rangers ... St. Mirren . Motherwell St. Johnstone 11 8 1 2 32:7 17 11 7, 2 2 29:14 16 10 7 1 2 22:9 15 11 6 3 2 14:9 15 11 5 1 5 16:21 11 11 4 1 6 15:23 9 11 3 1 7 16:21 . 10 1 5 4 9:15 . 11 1 5 5 8:18 11 2 0 9 10:33 -SÖE Týr vann Eyjamennirnir efstir í 3. deiídinni ■ Týrarar unnu Þórsara frá Akureyri í Eyjum um helgina í þriðju deildarkeppn- inni í handknattleik 22-19. Staðan var -14-12 Tý í hag í hálfleik. Hörður Pálsson var atkvæðamestur Týrara með 7 mörk, og Sigurlás Þorleifsson þjálfari skoraði 5 mörk, öll úr vítum. Sigurður Pálsson skoraði mest Þórsara, 6 mörk þar af 3Tír vítum^- í öðrum leikjum í þriðju deild um helgina sigraði Afturelding ÍA 22-16, Ármann ÍBK 27-21 og Selfoss Skalla- grím 24-12. Týrarar eru nú efstir í dcildinni með II stig eftir 6?lciki, Afturclding og Ármann hafa 8 ^tig eftir 5 leiki, Þór frá Akureyri hefur 6 stig eftir fjóra leiki og ÍBK hcfur 6 stig eftir fimm léiki. f A hefur 5 stig eftir 6 lciki, Selfoss 2 stig eftir fimm leiki og Skallagrímur og ögri hvorugurhlotiðstig í fimmleikjum. SGG/-SÖE Haukarunnu ■ Haukar unnu Selfoss 14-10 f annarri dcild kvenna í handknattlcik um hclgina í Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var5-5. -LSG/SÖE 2. deildin af stað í körfunni ■ 2. deild karla í körfuknattleik fór af stað urn helgina. Þá voru lciknir fjórir lcikir. Úrslit urðu þessi: Breiðablik-ÍA........... 60-47 Esja-K.F.Í.............. 35-70 Drangur-Reynir ......... 36-101 Drangur-KFÍ ............ 40-100 -SÖE N Urslit - í 1. og 2. flokki í '■ Eftirtaldir leikir voru leiknir í 1. og 2. flokki karla í körfuknattleik um síðustu helgi: 1. flokkur: Valur-Njarðvík................. 65-63 2. flokkur: Reynir-Fram.................... 53-74 Njarðvík-Haukar.................0-2 Þá sigraði (S a-lið ÍR 70-48 í Lávarða- deild. -SÖE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.