Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 4 ■ Önnur frumsýning Leikfélags Reykjavíkur á þessu leikári verður í Iðno í kvöld. Þar er á ferðinni nýtt bandarískt verk, sem í íslenskri þýðingu Úlfs Hjörvar nefnist „Guð gaf mér eyra,“ en á frummálinu heitir verkið „Children of a Lesser God.“ Höf- undurinn heitir Mark Medoff, en hann er einna kunnastur fyrir leikrit sitt, „When you coming back red ryder?“ sem var frum- sýnt 1973 og hlaut ýmis verðlaun og hefur verið kvikmyndað. Guð gaf mér eyra er að því leyti sérstætt verk að það fer jöfnum höndum fram á tal- og táknmáli. Aðalpersónur- nar eru heyrnarlaus stúlka og kennari hennar við heyrnleysingjaskóla. Verkið lýsir sambandi þeirra sem kennara og nemanda, sem elskenda og hjóna. “Það er skrifað af miklu innsæi í mannleg samskipti," sagði leikstjórinn, Þorsteinn Gunnarsson, þegar verkið var kynnt á blaðamannafundi á dögunum. „Höf- undurinn hefur haft náin kynni af þeim heimi sem hann lýsir í verkinu, samdi það beinlínis með vinkonu sína, heyrn- arlausa leikkonu í huga. Þessir tveir heimar, þess heymarlausa og hinna heyrandi takast á og spurningum velt upp um hvemig þeir geti komið til móts hvor við annan, hvað geti tekist og hvað ekki. Það fjallar um réttindabaráttu, um ■ Sigurður Skúlason og Berglind Stefánsdóttir í hlutverkum sínum. Leikfélag Reykjavikur frumsýnir í kvöld: „GUÐ GAF MÉR EYRA,” VERK UM SAM- SKIPTI HEYRENDA OG HEYRNLEYSINGJA sjálfstæði einstaklingsins, samskipti manneskja yfirleitt." Inga „Guð gaf mér eyra,“ hefur verið_sýnt víða um Bandaríkin og í Evrópu frá því að það kom fyrst fram árið 1980. En höfundurinn hefur alls staðar sett eitt skilyrði fyrir uppfærslum, að hlutverk heyrnarlausu stúlkunnar sé leikið af heyrnarskertri stúlku. Svo er einnig í sýningu LR. Berglind Stefánsdóttir, serh fer með hlutverkið þar er heyrnarskert og kennir myndlist við Heyrnleysingja- skólann. Hún er sammála því að verkið lýsi innsæi í líf heyrnarlausra. „Það sem hann skrifaði skil ég mjög vel,“ sagði hún á fundinum,“ en leikritið gerist í öðru samfélagi en okkar og margt virkar mjög ólíkt því sem við þekkjum. Leikur- inn gerist í skólahverfi í New Mexico og þetta skólahverfi er aðalatriðið, jafnvel eftir að aðalpersónurnar eru farnar að búa saman. Hinn heymarlausi virðist standa miklu meira einn í baráttu sinni þar en hér. Það er hvergi minnst á að heyrnarlausir hafi félög eða samvinnu sín í milli og ég held að það komi fólki hér kannske dálítið spanskt fyrirsjónir,11 sagði Berglind, Þetta hlutverk er það lang stærsta sem hún hefur tekist á við á leiksviði, en hún hefur áður tekið þátt í leiksýningum í hópi heyrnarlausra. Hlutverk kennarans er leikið af Sig- urði Skúlasyni og er hann fenginn að láni frá Þjóðleikhúsinu vegna þessarar sýning- ar og vegur þar þungt að Sigurður hefur fullt vald á táknmáli, sem hann þarf mjög að nota í sýningunni. Hlutverkiðer ■ E.v. Þorsteinn Gunnarsson leikstjóri, Magnús Pálsson höfundur leikmyndar, Sigurður Skúlason, Stefán Baldursson leikhússtjóri og Berglind Stefánsdóttir. Timamynd Ámi Sæberg ■ F.v. Sigurður Skúlason, Karl Ágúst Ulfsson, Harald G. Haraldsson og Berglind Stefánsdóttir. óvenjulegt og kröfuhart að því leyti og bæði er leikarinn á sviðinu allan sýning- artímann og þarf jöfnum höndum að nota tal- og táknmál. Fimm aðrir leikarar taka þátt í sýning- unni, Karl Ágúst Úlfsson, Sigríður Hagalín, Lilja Þórisdóttir, Harald G. Haraldsson og Valgerður Dan. Þau hafa öll orðið að læra táknmál fyrir sýninguna og hefur Berglind annast þá kennslu. Magnús Pálsson gerir leikmynd og Dan- íel Williamsson annast lýsingu. Næstu sýningar á „Guð gaf mér eyra“ verða á föstudags og sunnudagskvöld. - JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.