Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 1983
bækur
rt'í 0 l F;
RU DYRIN
Setberg hefur gefið út barna- og unglingabók-
ina „Svona eru dýrin“ eftir Joe Kaufman.
Áður hafa komið út í þessum bókaflokki
„Svona er tæknin", „Svona er heimurinn" og
„Svona erum við“.
Þessi nýja bók. „Svona eru dýrin“ fjallar
um dýr og fugla, villt dýr og tamin, lífshætti
og hegðun, líkamsgerð og útbreiðslu. Hvaðai
dýr er stærst? Hvaða farfugl flýgur lengst?
Hvað átu stóreðlurnar? Hve langt getur
kengúra stokkið? Hvenær var farið að tcmja
hesta? Hvað er beltisdýr? Hvaða dýr hefur
andarnef, sundfit og loöinn feld?
Svona eru dýrin vekur athygli á ýmsu
forvitnilegu í fari dýranna í kringum okkur
og fræðir okkur um framandi dýr í fjarlæ.gum
löndum. Skemmtilegar myndir og fróðlegt
lesmál. Bókin er í stóru broti og ríkulega
myndskreytt. Þýðandi: ÖrnólfurThorlaeius.^
Ritarastarf
Viljum ráöa ritara meö góða vélritunar- og íslen-
skukunnáttu til staría sem allra fyrst.
Nánari uppiýsingar hjá starfsmannastjóra.
SAMBAND ÍSL.SAMV1NNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
JOKER skrifborðin
eftirsóttu eru komin aftur
Óbreytt verð kr. 3.650.-
(Með yfirhillu)
Húsgögn og
. Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar stmi 86-900
Allskonar
smáprentun
Umslög - Bréfsefni - Reikninga'-
Frumbækur - Vinnulista - Kort.
Hverskonar eyöublöð önnur í einum eða
fleiri litum - allar tegundir af pappír og umslögum.
Sjálfkalkerandi pappír - Rúðustrikaðar blokkir A-4
og A-5 á lager, einnig með sérprentuðu firmamerki
ef óskað er. Sjáum einnig um hönnun á nýjum
eyðublöðum o.þ.h. Hringið og við veitum
allar upplýsingar eða komum til yðar.
BOLHOLTI 6 REYKJAVIK SIMI 82143
ÖLVUR
„Þetta þarftu
að vita um TÖLVUR“
heitir nýútkomin bók, sem er fyrir börn og
unglinga. Útgefandi er Setberg.,
Á síðustu árum hefur orðið tölvubylting.
Tölvur tengjast næstum öllum þáttum hinsdag-
lega lífs, bæði í leik og starfi. Tími tölvunnar
er upp runninn, - einnig hér á íslandi, og í
þessari bók gefst tækifæri til að kynnast þessu
undratæki. Dæmi um nokkrar kaflafyrirsagn-
ir í bókinni: Tölvubyltingin. Forrit og gögn.
Stórtölvur, millitölvur og örtölvur. Upplýs-
ingasöfnun og vinnsla gagna. Tölvur í iðnaði.
Vélmcnni. Talað við tölvur.
TÖLVU-bók Setbergs skýrir á einfaldan
og aðgengilegan hátt hvernig tölvur eru
samsettar og hvernig þær nýlast til margs
konar verkefna.
Fjölmargar litmyndir eru efninu til skýring-
ar, en þýðandi er Lárus Thorlacius.
BILAPERUR
ÓDYR CÆÐAVARA FRÁ
MIKIÐ ÚRVAL
ALLAR STÆRÐIR
HEILDSALA - SMÁSALA
IHIHEKLAHF
UuKiHvt111170 172 gimj 21240
3 bækur frá Isafold
Isafoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér
frímerkjaverðlistann „(slensk frímerki
1984". Þetta er 28. útgáfa listans, og í þessari
útgáfu er í fysta skipti verðlagðir frímerkja-
miöar, en það eru miöar sem límdir eru á
póstsendingar, cins og um frímerki væri að
ræða. Bókin „Islensk frímerki 1984“ er 87
bls., útsöluverð bókarinnar er 352 kr.
ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér
Algebru fyrir framhaldsskóla 1. og 2. hefti
eftir bandarísku stærðfræðingnana Róbert A.
Carman og Marily J. Carman oger hún þýdd
af nokkrum stærðfræðikennurum Mennta-
skólans við Hamrahlíð. Bókin er jafnt ætluð
þeim sem eitthvað kunna í algebru og
byrjendum, og er þannig uppbyggð, að beita
má mismunandi náms- og kennsluaðfcrðum,
en hentar einnig þeim sem hyggja á
sjálfsnám. Bókin er prentuð í tveimur litum,
hvort bindi er u.þ.b 300 bls. að stærð og er
útsöluverð hvorrar bókar 578 kr.
ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér
bókina „Ráð sem duga" fyrir þá er væta rúm,
eftir breska barnalækninn Roy Meadow.
Bókinn er þýdd af Sigurði H. Þorsteinssyni
og Ragnhildi Ingibergsdóttur, yfirlækni.
Þýðendur segja í formála bókarinnar
„Reynslan er sú að þetta er vandi sem snerti
marga en fáir tali um. Börnin skammast sín
fyrir bleytuna og minnast ekki á hana utan
heimilis. Foreldrar hafa áhyggjur vegna
barna sinna, óttast um heilbrigði þeirra og
eins að þau séu bæld eða uppeldið hafi
mistekist á einhvern hátt“.
í bókinni cr lýst á einfaldan og auðskilinn
hátt hvernig taka eigi á vandanum við
rúmvætingu.
Bókin er 47 bls. og er útsöluverð hennar
Tvær nýjar bækur
frá Bókaútgáfunni Björk
Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér 2
barnabækur í safninu: Skemmtilegu smá-
barnabækurnar, sem hafa verið sígildar
barnabækur í áratugi og átt miklum vinsæld-
um að fagna m.a. hjá mörgum skóla-
mönnurn, sem háfa notað þær við smábarna-
kennslu. Bækur þessar eru:
1. Dýrin og maturinn þeirra, endursögn úr
dönsku af Stefáni Júlíussyni rithöfundi og
kemur nú út í fyrsta sinn. Hún er 14. bókin
í safnir.u, Dýrin og maturinn þeirra, er
prentuð í 4 litum, bráðskemmtileg og mjög
vel til hennar vandað. Bókin er þar að auki
vel til þess fallin að auka þekkingu lítilla
barna á fjölda dýra, sem myndir eru af í
bókinni. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni
Odda Vt.
2. Skoppu, er 11. bókin í þessum flokki í
þýðingu Vllbergs Júlíussonar skólastjóra.
Hún hefur komið út áður en verið ófáanleg í
mörg ár. hún er einnig prentuð í litum, í-
Kvikmyndir
BATAVEL
GMC 150 ha.
Til sölu bátavél 150 ha. GMC,
meö öllu tilheyrandi.
Vélin er í mjög góðu lagi, 24
volta rafkerfi, tveir rafalar
fylgja.
Gott verð ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 32101.
NÚ líður mér vei!
, Ljósaskoðun!
Lífeyrissjóður Málm-
og skipasmiða tiik.
Þeim sjóðsfélögum er fengið hafa verðtryggð lán
úr sjóðnum á undanförnum árum er hér með
gefinn kostu rá að fjölga árlegum gjalddögum.
Þeir sem óska eftir þessari breytingu þurfa að
hafa samband við skrifstofu sjóðsins að Suður-
landsbraut 30 sími 83011.
Simi 78900
SALUR 1
Villidýrin
(The Brood)
Hörkuspennandi hrollvekja um þá
undraverðu hluti sem varla er hægt
að trúa að séu til. Meistari David
Cronenberg segir: Þeir bíða
spenntir eftir þér til að leyfa þér að
bregða svolitið.
Aðalhlutverk: Ollver Reed,
Samantha Eggar, Art Hindle.
Leikstjórl: David Cronenberg
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
SALUR2
Herra mamma
(Mr. Mom)
Splunkuný og jafnframt frábaer
grínmynd sem er ein aðsóknar-
mesta myndin í Bandarikjunum
þetta árið. Mr. Mom er talin v„ra
grinmynd ársins 1983. Jack missir
vinnuna ng verður að taka að sér
heimilisstörfin, sem er ekki beint
við hans hæfi, en á skoplegan hátt
kraflar hann sig fram úr því.
Aðalhlutverk: Michael Keaton,
Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian
Leikstjóri: Stan Dragoti
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
SALUR3
Vegatálminn
Skemmtileg og fjörug mynd um
trukkakarla og villtar meyjar.
Þetta er ein siðasta myndin sem
Henry Fonda lék i
Aðalhlutverk: Henry Fonda, Ei-
leen Brennan, John Byner, Dub
Taylor
Leikstjóri: John Leone
Sýnd kl. 5,7,9 og 11
SALUR4
í heljar-
greipum
Sýndkl. 9 og 11.15
Porkys
Sýnd kl. 5 og 7