Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 5 fréttir „GOB BVRIUN IHUITA- FJARSÖFNUN TfMANS" — segir Þráinn Valdimarsson, forstöðumaður hennar ■ „Þetta er góð byrjun á hlutafjár- söfnun Tímans“, sagði Þráinn Valdi- marsson sem hefur yfirumsjón með henni í samtali við blaðið er hann var spurður um árangurinn hingað til, en nú hafa sextíu og sex einstaklingar gefið loforð fyrir kaupum á hlutafé að upphæð ein milljón og fjörutíu og fimm þúsund krónur. „Við erum bjartsýn", sagði Þráinn, „og ekki síst fyrir það að þessi framiög eru að mestu komin frá mönnum sem við höfum kallað óbreytta liðsmenn. Ég vil í framhaldi af þessu vinsamlega biðja þá sem fengið hafa eyðublöð um hlutafjár- loforð að útfylla þau eins fljótt og þeir mögulega geta, og koma þeim á skrif- stofu flokksins að Rauðarárstíg 18.“ Hér á eftir er birtur listi um hvernig það hlutafé skiptist sem þegar hefur verið safnað. í fyrri dálkinum er fjöldi einstaklinga sem í hlut eiga, en í þeim seinni er að finna þá upphæð sem þeir hafa gefið loforð um hver fyrir sig. Einstaklingar Fjárhæð 33 lofað 5.000 kr. 11 44 10.000 kr. 4 u 15.000 kr. 1 44 20.000 kr. 8 ii 30.000 kr. 1 ii 40.000 kr. 7 ii 50.000 kr. 1 44 60.000 kr. ■ Þráinn Valdimarsson gefur yfirlit um stöðu hlutafjársöfnunarinnar á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem haldinn var á mánudagskveldið, en þar var sérstaklega fjallað um málefni Tímans. Fundarritari var Gylfi Kristinsson, fundarstjóri Valdimar Kr. . Jónsson, en frummælendur Hákon Sigurgrímsson, blaðstjórnarformaður, og Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Tímamynd: G.E. ■ Pétur Jónasson, gítarleikari. Fyrstu tónleikar vetrarins kjá íslensku hljóm- sveitinni: „Frá nýja heiminum” ■ Fyrstu ákriftartónleikar íslensku hljómsveitarinnar á öðru starfsári fara framí Neskirkju annað kvöld kl. 20.30. Auk hljómsveitarinnar koma fram þau Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari, Pétur Jónasson gítarleikari og Kristinn Sigmundsson söngvari. Stjórn- andi á þessum tónleikum, sem bera yfirskriftina „Frá nýja heiminum“, verð- ur Guðmundur Emilsson. íslenska hljómsveitin bendir þeim áskrifendum sem ekki hafa sótt að- göngumiða sína, að gera það sem fyrst, en skrifstofa hljómveitarinnar er að Fríkirkjuvegi 11 og er hún opin frá kl. 9 til 15. Jafnframt bendir hljómsveitin á, að hægt verður að kaupa áskrift við innganginn annað kvöld, ef komið er tímanlega. Skátahreyfingin vill að...: Frjáls félög taki að sér rekstur æsku lýðsm iðstöð va — og hid opinbera hætti samkeppni með launuðum starfsmönnum ■ Á fjölmennum fundi foringja skáta- félaga landsins, sem haldinn var fyrir skömmu, var samþykkt ályktun um að skora á stjórnvöld að hætta samkeppni við æskulýðsfélög með opinberu launuðu æskulýðsstarfi en feli þess í stað æskulýðsfélögum hin ýmsu verkefni sem nú eru rekin af launuðum starfs- mönnum. í ályktun fundarins segir ennfremur að stjórnvöld framkvæmi þetta á þann hátt að gera samning við hin einstöku félög um að annast æskulýðsstöðvar og verkefni en í staðinn fái viðkomandi félög það fjármagn sem í þessi verkefni hafa farið. Þannig telur fundurinn að fjármagn sem þarna kæmi myndi nýtast félögunum betur en því opinbera og veita almenningi betri þjónustu. -GSH Unnið að gigt- lækningastöð ■ Gigtarlækningafélag íslands heitir á alla sína félagsmenn og áhugafólk að bregðast vel við happdrætti og jólakorta- sölu til styrktar Gigtlækningarstöðinni að Ármúla 5. í happdrættinu verður dregið 8. desember. Félagsmenn í G.L.l. eru nú 1700 og fer alltaf fjölgandi. Þeir þyrftu þó að vera miklu fleiri því að lauslega er áætlað að 25000 íslendingar séu meira eða minna þjakaðir af gigt. Fyrir þann fjölda er þekking á gigt og málefnum gigtssjúkra undirstöðuatriði. Félagið heldur fræðslufundi og gefur út íimarit sem berst félagsmönnum fjórum sinnum á ári. Austur-Skafta- fellssýsla: Konur stofna friðarhóp ■ Konur í A-Skaftafellssýslu hafa stofnað friðarhöp. 90 konur sóttu stofnfundinn úr öllum hfeppum sýsl- unnar Lóni, Höfn, Nesjum.Suðursveit og Mýrum. Á fundinum talaði Sigríður Thorlacíus um friðarmál, tvær konur fluttu Ijóð sem þær höfðu samið í tilefni dagsins, Beta Einarsdóttir sagði frá Jane Adams bandarískri blaðakonu sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1931. Hún barðist fy(ir ríki jafnréttis og lýðræðis. Þá voru flutt erindi um stríðsrekstur og striðsleik- föng,, lesin upp ljóð og sungið. Ákveðið var að hafa starf friðar- hópsins ckki fastmótað, það yrði unnið í nefndum þar sem ein nefnd sjái um næstu uppákomu og síðan kæmi Ytý nefnd og, síðan koll af kolli. í næstu nefnd starfa Ingibjörg Zopham'asdótt- ir, Kristín Sævarsdóttir, Unnur Garð- arsdóttir, Guðrún Ingimundardóttirog Svanhildur Sigurðardóttir. , -BK Finnsk leðursófasett 3 litir Verð aðeins kr. 46.800.- settið Húsgögn og . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simt 86 900 Sfmi 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viöhald JHHH' Mf samvirki JS\§ Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. Oskilahross í Hraunhreppi Mýrasýslu er í óskilum ungur hestur rauöur aö lit. Mark: óglöggt, gæti verið blaðstýft framan gagnbitaö vinstra. Verður seldur á Brúarlandi laugardaginn 19. nóv. kl. 14 hafi eigandi ekki gefið sig fram. Hreppstjóri. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! UMFEROAR RÁÐ t Innilegar þakkir til allra þeirra er vottuðu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför Bósasar Valdórssonar, Ðrekkustíg 23, Njarðvfk. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkl i lungnadeild Vífilsstaða- sþítala og hjartadeild Landsþítalans. Margrét Eiríksdóttir, Eðvald Bóasson, Sigrún Albertsdóttir, Valdór Bóasson, Rósa Gústafsdóttir, Eiríkur Bóasson, Matthildur Bjarnadóttir, og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Perlu Höskuldsdóttur, Hellubæ, Hálsasvelt. Sérstakar þakklr færum við Kventélagi Hálsasveitar, læknum og öðru starfsfólki á deild 11-A á Landsþítalanum. Jens Pétursson, börn, tengdabörn og barnabörn. Bróðir minn Guðmundur Þorsteinsson frá Klafastöðum lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 7. nóv. Kristmundur Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.