Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 9 á vettvangi dagsins Mannafli við fiskveiðar hefur vaxið 1963-1981 úr 523 í 748 ársverk. sem er 43% aukning og nemur 225 ársverkum. Nókkrar sveiflur hafa orðið á mannafia í fiskveiðum yfir tímabilið; hæst fór hann 1977; 791 ársverk og lægst 1963; 523 ársverk. Tilkoma og hvarf síidar og sveiflur á loðnuafla og ekki síst mikil togarakaup seinni ára hafa hér sitt að segja, en frá 1973 hefur mannafli verið nokkuð stöðugur, um og yfir 700 ársverk. og hreyfist varla mikið frá þeim fjölda á næstunni þar eð ljóst er að fiskimiðin gefa ekki meira af sér en nú er á þeim veitt, að minnsta kosti ekki í veiðum á þeim fisktegundum sem hingað til hefur verið sótt í og er að mörgu leyti óvitlaust að ætla að þessi mannafli geti farið minnkandi í framtíðinni því endur- nýjun togaranna feli m.a. í sér vaxandi tækni og vinnuaflssparnað. Úrvinnslugreinarnar, fiskiðnaður, annar iðnaður, bygginga- og mannvirkjagerð og rafveitur og vatns- veitur eiga verulegan þátt í aukningu mannaflans á Norðurlandi eystra síðustu 20 ár'in. Eins og áður sagði hefur mannaflinn á þessum tíma vaxið um 4297 ársverk og er hlutur úrvinnslu- greina í því 1788 ársverk eða tæplega 42%. Fiskiðnaður hefur vaxið úr 775 árs- verkum í 1393 þ.e. um 618 ársverk sem er tæplega 80% aukning. Hefur vöxtur- inn verið jafn og stöðugur því kaup á fiskiskipum, stórum og smáum, vinda upp á mannaflanotkun í fiskiðnaði. En þar sem Ijóst er að flotinn verður vart stækkaður mikið á næstunni verður þessi vöxtur varla viðvarandi um ókomin ár nema til komi frekari þróun á vinnslu sjávarafurða. Iðnaður, annar en fiskiðnaður, hefur vaxið með tilliti til mannafla um 706 ársverk eða rétt um 50% sem er hlutfalls- lega minni vöxtur en í fiskiðnaði en þó jafn og stöðugur yfir tímabilið. Hér er fyrst og fremst um að ræða vöxt og viðgang iðnaðar á Akureyri, í Sam- bandsverksmiðjunum, Slippstöðinni, við lagmetisiðnað o.fl., en á öðrum svæðum kjördæmisins hefur ekki verið lögð áhersla á iðnaðaruppbyggingu ef frá er talin smíði Kísilgúrverksmiðjunn- ar við Mývatn. Er þetta mjög bagalegt og rýrir stórkostlega atvinnuöryggi þeirra svæða sem alfarið byggjast upp utan um fiskveiðar og fiskiðnað og eru þannig háð duttlungum náttúrunnar sem gefur jú af sér aðföngin þeim til handa. Byggingar og mannvirkjagerð orsaka miklar sveiflur í mannafla. Hann var lægstur í þessum atvinnuvegi 1963; 610 ársverk og hæstur 1980; 1266 ársverk. Helstu niðursveiflurnar koma í kjölfar hruns síldarstofnsins 1967 og olíuverðs- hækkunarinnar 1973 enda ræður efna- hagur almennings og fyrirtækja því alfarið hversu mikið byggt er af íbúðar- og verksmiðjuhúsnæði og óbeint hversu mikið af byggingum á vegum hins opin- bera því samdráttur í þjóðartekjum bitnar jafnt á opinberum aðilum sem öðrum. Þaö má í raun segjaað samdrátt- ur þjóðartekna komi einna fyrst og skýrast fram í þessum atvinnuvegi enda hljóma í dag háværar raddir um að atvinnuástand í byggingariðnaði sé að þróast til verri vegar og kemur ekki á óvart að þaðan skuli fyrst heyrt kvartað í kjölfar þess samdráttar sem varð í þjóðartekjum á íslandi á sl. ári og virðist munu halda áfram á þessu. Veitur taka til sín hlutfallslega lítinn mannafla á Norðurlandi eystra, innan við 1%, og hafa því í sjálfu sér lítið að segja í sveiflum á heildarmannaflanum. Aukning varð á mannafla við veitur eftir 1974 og ræðst það aðallega af lagningu hitaveitu í hús á öllum þéttbýlissvæðum kjördæmisins á seinni hluta 8. áratugar- ins. Þjónustugreinarnar; samgöngur, verslun og viðskipti og önnur þjónusta, eiga 59% í aukningu mannaflans í Norðurlandskjördæmi eystra á síðustu 20 árum en í þeim hefur mannafli vaxið um 2803 ársverk og munar þar mest um þjónustu almennt. í samgöngum hefur mannafli vaxið um 245 ársverk, úr 367 í 612 ársverk, á tímabilinu 1963-1981. Þetta ræðst að sjálfsögðu af því að kröfur hafa farið vaxandi í garð þeirra samsksipta manna á millum sem sam- göngugeirinn annar. Flugið hefur tekið stórstígum framförum og er orðið all- verulegt að umfangi, sérstaklega á Akur- eyri, og einnig eru flutningaferðir bíla og skipa tíðari nú en áður. Nú orðið þykir ekki tiltökumál að fljúga milli landshluta Hafþór Helgason: Mannfjöldi og mannafli á Norðurlandi eða fá vörusendingar samdægurs af hinu horni landsins og fyrirtækjum fyrir norð- an kann að koma vel að geta nýtt sér tíðar ferðir bíla og skipa til að þurfa ekki að liggja með lager vara sem upphaflega einstökum árum tímabilsins. í dag, árið 1983, búa skv. spánni hér framar 26.403 á Norðurlandi eystra sem gefur ársverka- fjöldann: Y= -9.867 + 0,824(26.403) =11.889 eystra ársverka er þarna sýnd 231,9 á ári sem er 13,3 ársverkum lægra en regressionin fyrir mannaflann í heild hér framar og stafar það af smá frávikunt í grunnupp- lýsingum og útreikningum. framleiðslu þar eða innflutnings. íbúar kjördæmisins verði 31. 472 árið Árleg Hlutfall Svokölluð önnur þjónusta lýtur í 2000. Þessi mannfjöldi segir, með hlið- fjölgun afibúa- aðalatriðum að hvers kyns umsvifum sjón af jöfnunni, að um aldamótin verði ársverka fjölgun-% hins opinbera og jafnframt öllu því sem 16.066 ársverk unnin í kjördæminu þ.e.: kalla má þjónustu við almenning en Y= -9.867 + 0,824(31.472) = 16.066 Landbúnaður -33.8 -11.6 fellur ekki undir banka- og verslunarrek- Þetta gefur vísbendingu um fjölgun Fiskveiðar 8.9 2.9 stur, tryggingar eða hótelrekstur. Vöx- um 4.177 ársverk. Hér er miðað við tur hefur orðið gífurlegur á þessu sviði á ákveðna fólksfjölgun til aldamóta en í Fiskiðnaður 36.2 12.6 Norðurlandi eystra síðustu 20 árin sem þeirri ritgerð sem hér er stuðst við er Iðnaður 43.9 14.4 og í öðrunt kjördæmum. Almennum einnig gerð regression fyrir mannafla í Bygginga- orðum má segja að þetta stafi af breyttu gegnum tíma þar sem fram kemur að frá starfsemi 31.9 10.6 viðhorfi í þjóðfélaginu í kjölfar vaxandi 1963 til 1981 hefur vöxturinn verið 245.2 Veitur 1.0 0.4 velmegunar. Vöxtur í frum- og úrvinnsl- ársverk að meðaltali á ári. Þannig er Samgöngur 11.8 4.0 ugreinum skilar sér í aukinni kaupgetu niðurstaðan örlítið mismunandi eftir því Verslunog fólks sem snýr sér þá beint að þjónust- hvort þróun mannaflans er skoðuð með viðsk. 30.1 10.2 unni; nú orðið vilja allir láta þjónusta hliðsjón af þróun mannfjölda eða sjálf- Þjónusta 101.9 34.3 sig. Enda skilar vöxtur í frum- og stætt í gegnum tíma. Ef mannfjöldaspáin úrvinnslsugreinunum sér í stöðugt vax- er lögð til grundvallar má reikna með andi mannafla í þjónustunni og samsvar- aukningu um 4.177 ársverk til aldamóta Alls 231.9 77.8 ar hann nú 2826 ársverkum en var 832 en ef miðað er við þróunina í gegnum ársverk 1963. Þetta þýðir að mannafli í þjónustu er 1981 nærri tvisvar og hálfu sinni það sem hann var 1963 og eru þessi 1994 ársverk sem vöxturinn nemur um 40% heildaraukningar mannaflans í kjördæminu. Ekki er mér ljóst hvort þetta getur haldið svona áfram á næstu árum, að þjónustan taki þetta stóran hluta heildarmannaflaaukningarinnar til sín, en það er ekki eins ósennilegt og í fljótu bragði virðist því að á höfuðborg- arsvæðinu er hlutdeild þjónustunnar í vexti mannaflans enn stærri og ef Norð- lendingar vilja búa við sama þjónustustig og höfuðbogarbúar verða þeir enn að bæta um betur, ef það er þá rétta orðalagið í þessu sambandi. í heild má segja að þróun mannafla á Norðurlandi eystra sé nokkuð í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar á landinu á síðustu 20 árum. Frumvinnslu- greinarnar vaxa ekki verulega, enda auðlindirnar sem þær sækja aðföng sín í fullnýttar, úrvinnslugreinarnar hafa bætt nokkrum mannafla við sig en þó að mínu viti alls ekki nógu stóru hlutfalli heildar- aukningarinnar og þjónustugreinarnar hafa bætt verulega við sig mannafla og eiga hugsanlega eftir að gera enn betur því svo virðist sem þeim störfum í þjónustu sem vöxtur í frum- og úrvinnslu leiðir af sér eigi enn eftir að fjölga hlutfallslega og hámarkinu sé ekki ennþá náð í því efni í kjördæminu. Fjölgun um 4200 heilsársstörf til alda- móta Regression-lína fyrir heildarmannafla á Norðurlandi eystra 1963-1981 er sýnd í mynd II. Jafnan er þannig: Y= -9.867 +0,824(X) Hér stendur Y-ið fyrir mannaflann en X-ið fyrir mannfjölda í kjördæminu á tíma nemur fjölgunin 4.168 ársverkum. Ef tryggja á áframhaldandi fólksfjölgun á Norðurlandi eystra er Ijóst að skapa þarf tæplega 4.200 heilsársmönnum vinnu til aldamóta. Spurningin er síðan hvaða atvinnugreinar eru í stakk búnar til að mæta þessum vexti ársverka? Atvinnuvegirnir í ritgerðinni, sem hér er stuðst við, eru gerðar regression-línur fyrir mannafla einstakra atvinnuvega á Norðurlandi eystra 1963-1981 og sýnir tafla I niður- stöður þeirra. í töflunni kemur fram, í fremri dálki, að að meðaltali hefur mesta fjölgun ársverka orðið í þjónustu eða 101,9 á ári en fækkun í landbúnaði árlega um 33,8 ársverk. Heildafjölgun Mannafli - Y TAFLA I: Mannaflavöxtur atvinnuvega á Norðurlandi eystra 1963-1981 Seinni dálkur töflu I sýnir að fyrir hverja 100 sem hefur fjölgað í kjördæm- inu hefur mannaflinn vaxið um 77.8% mest í þjónustunni eða um 34.3 en minnst í landbúnaði þar sem bein fækk- un hefur átt sér stað um 11.6 fyrir fjölgun um hverja 100. Það má því gera ráð fyrir því að fyrir hverja 10 sém fjölgar um á Norðurlandi eystra vaxi mannaflinn um 8. Það er auðvitað hvers og eins að meta hvert framhaldið verður. Langmesti vöxtur mannaflans hefur verið í þjónust- unni, 102 ársverk á ári að meðaltali, en SIÐARI GREIN það er hverjum manni Ijóst að þjónusta verður ekki starfrækt nema sköpuð hafi verið verðmæti til að greiða fyrir hana. Auðlindir í sjávarútvegi og landbúnaði eru fullnýttar m.t.t. mannaflanotkunar, framfarir í fiskvinnslu, fyrir tilstilli raf- eindatækni, eru vinnuaflssparandi svo ljóst er að iðnaðurinn er sú atvinnugrein sem verður að mæta þeim vexti sem verður á mannafla á Norðurlandi eystra ef mannfjölgun helst í því horfi sem hún hefur verið í síðan 1963. Hvernig svo haldið verður á þeim málum er á annarra færi en mínu og nægilegt umfjöllunarefni í þúsundir blaðagreina skrifaðar undir öðru horni en þessi. Hér hefur þróun mannfjölda og mannafla frá 1963 til 1981 verið skýrð, vonandi á skilmerkilegan hátt, og það ætti að geta stutt menn í umræðu eða ákvarðanatöku um þessi mál. MYND II Regressionlína fyrír heildarmannafla á Norðurlandi eystra 1963-1981.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.