Tíminn - 30.12.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 30.12.1983, Qupperneq 2
2 bókalisti Tímans mrssoN GUÐRÚN helgaoottir KOW MinnisverO t íðindi 1971-1975 SÆ' % Jóhann Páll Valdimarsson, framkvæmdastjóri Iðunnar: „gAttaður a þwí hve NKHIRSTAÐAN ER GOD ■ . „Ég satt að segja var alveg gáttaður á því hve niðurstaðan hjá okkur var góð,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson, framkvæmdastjóri Bókaforlagsins' Ið- unn m.a. er Tíminn ræddi lítillega við hann í gærkveldi um bóksöluna á þessu ári, og það hvort mikill samdrátt- ur hefði orðið í henni að hans mati, en Iðunn átti flestar bækur á bóksölulista Tímans að þessu sinni, fjórar talsins. „Pessi niðurstaða var nokkuð sem ekki svo mikið sem hvarflaði að mér,“ sagði Jóhann Páll, „því að í mínum huga var aldrei spurning um annað en það hversu mikill samdrátturinn yrði á árinu, en ég horfði ekki á slíkar tölur. Ég hef auðvitað heyrt frá bóksölum að heildarbóksala hafi dregist saman, og það verulega, en það er augljóslega ekki á okkar kostnað og það kom mér vægast sagt gríðarlega á óvart. Ég er því óskaplega glaður með þessa út- komu.“ Jóhann Páll sagði að Iðunn hefði á þessu ári gefið út um 90 bókartitla, en það væri örlítið minna en var í fyrra. Hann sagði að forlagið hefði verið með meira af stærri og dýrari verkum í ár en í fyrra, þannig að þótt titlafjöldinn væri talsvert minni en í fyrra, væri samdrátturinn ekki að sama skapi. 1 heildina sagði Jóhann Páll þó að Iðunn hefði verið með heldur minni útgáfu í ár. - AB ■ Komiði sæl ■ Öldin okkar ■ Helför á heimskautaslóðir Landið þitt ísland Eysteinn f eldlínu stjómmálanna ■ Bréf til Sólu ■ Tíminn birtir nú bóksölulistakönnun sína í síðasta skipti á þessu ári, og er hér um könnun að ræða, þar sem bóksalarnir 10, sem Tíminn hefur átt samstarf við í þessari könnun, gefa upplýsingar um það hvaða 10 bækur hafa selst best í allri jólabóksöl- unni. Listarnir sem birst hafa undanfarnar vikur í Tímanum um bóksöluna, hafa eins og kunnugt er aðeins náð til sölunnar hverja viku fyrir sig, en hér á eftir fer sem sagt heildarniðurstaðan. Eins og áður hefur verið greint frá, þá fá bækurnar stig, eftir því í hvaða sæti þær eru á listanum, þannig að bók sem er í 1. sæti fær 10 stig, og síðan koll af kolli niður í bókina í 10. sætinu, sem fær eitt stig. Bók sú sem samanlagt hlýtur svo flest stig, þegar lögð eru saman stigin frá öllum bóksölunum telst því, samkvæmt þessari könnun Tímans vera söluhæsta bókin í jólabókaflóðinu í ár, sem er að vísu með minna móti, samkvæmt því sem bóksalarnir segja. Verslanirnar 10 sém hafa aðstoðað Tímann við gerð allra listanna, svo og þessa síðasta, eru Hagkaup, Gríma í Garðabæ, Penninn í Hafnar- stráeti, Bókabúð Braga í Lækjargötu, Bókabúð Fossvogs, Bókhlaðan Glæsibæ, Bókabúð Jónasar á Akureyri, Bókabúð Jónasar Tómassonar á ísafirði, Aðalbúðin á Siglufirði og Bókabúð Grönfeldts í Borgarnesi. Tíminn kann þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina. - AB SKRIFAÐ í SKYIN II SðLUHÆSTA BÓKIN f ÁR ■ Engir nýjir bókatitlar eru á loka- listanum, en röðin hefur breyst nokkuð, og bækur sem höfðu dottið út af lista, svo sem í síðustu könnun eða fyrir tveimur vikum eru komnar á listann á nýjan leik, þegar heildarút- tektin er gerð. Skrifað í skýin II eftir Jóhannes Snorrason flugstjóra er sölu- hæsta bókin í ár, en fast á hæla henni er Skæruliðarnir, spennubók eftir Alistair Maclean, sem ávallt er í hópi metsöluhöfunda hér á landi. Listinn lítur annars svona út. Fyrir aftan titil er birtur stigafjöldi og í sviga er hvar bókin var í sæti á síðasta lista: 1. Skrifað í skýin II eftir Jóhannes Snorrason, hann gefur bókina út sjálf- ur og nefnir útgáfufyrirtæki sitt Snæljós. 76 stig (3. sæti síðustu viku) 2. Skæruliðarnir eftir Alistair Maclc- an. Iðunn gefur út. Hlaut 73 stig (2. sæti í síðustu viku) 3. Bjarni Benediktsson, Greinar um Bjarna. Ritstýring í höndum Ólafs Egilssonar. AB gefur bókina út. Hlaut 50 stig. (6. stig í síðustu viku) 4. Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Iðunn gefur út. Hlaut 45 stig (4.-5. st. í síðustu viku) 5. Bréf til Sólu. Ástarbréf Þórbergs Þórðarsonar. AB dreifir, en Guðbjörg Steindórsdóttir/Þórbergsdóttir gefur bókina út. Hlaut bókin 38 stig (1. sæti í síðustu viku) 6. Komiði sæl. Vilhelm G. Kristins- son ræðir við Sigurð Sigurðsson. Vaka gefur bókina út. Hlaut 35 stig. (8. til 9. sæti í síðustu viku) 7. Öldin okkar 1971 - 1975 Iðunn gefur út. Hlaut 32 stig (7. sæti í síðustu viku. 8. Helför á heimskautaslóðir eftir Hammond Innes. Iðunn gefur út. Hlaut bókin 30 stig (Var ekki á síðasta lista) 9. Landið þitt ísland 4. bindi eftir Steindór Steindórsson, Þorstein Jós- epsson og Pál Líndal. Örn og Örlygur gefa bókina út. Hlaut hún 29 stig. (10. sæti í síðustu viku) 10. Eysteinn, í eldlínu stjórnmálanna. Vilhjálmur Hjálmarsson skráði. Vaka gefur bókina út. Hlaut bókin 28 stig. (Var ekki á síðasta lista) það sem einna athyglisverðast er við þennan lista, fyrir utan þá staðreynd að aðeins tvær þýddar bækur eru á honum, er það hversu hátt bréfin hans Þórbergs, Bréf til Sólu komast, því bókin var ekki í sölu nema eins og 10 daga fyrir jól, og því er það hreint ótrúleg sala á svo skömmum tíma, að bréfin skuli vera fimmta söluhæsta bókin á jólavertíðinni. Að öðru leyti talar listinn fyrir sig sjálfur, og við sláum botninn í bóksölulistakönnun Tímans á þessu ári. - AB LANDIÐ ÞITT ISLAND ■ Skrifað í skýin ■ Sitji guðs englar ■ Skæruliðamir ■ Bjami Benediktsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.