Tíminn - 30.12.1983, Page 8

Tíminn - 30.12.1983, Page 8
8. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjórí: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrei&slustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Gu&mundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:' Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúia 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Flugið og Steingrímur ■ Það eru góð tíðindi, að Flugleiðir hafa á þessu ári náð góðum árangri í Norður-Atlantshafsfluginu milli Banda- ríkjanna og Lúxemborgar með viðkomu í Reykjavík. Farþegafjöldi hefur aukizt mikið og flugið því skilað fjárhagslegum hagnaði. Góðar horfur eru á að þetta haldist og verður flugvéla - kosturinn því aukinn á komandi ári, svo að hægt sé að fullnægja stóraukinni eftirspurn. Þetta er vafalítið að þakka því að verulegu leyti, að vel hefur verið haldið á málum hjá Flugleiðum. Fyrir fáum misserum var ástandið lakara og horfur verri í þessum málum. Þá áttu Flugleiðir í miklum erfiðleikum og virtist svo um skeið, að félagið neyddist til að hætta Norður-Atlantshafsfluginu að mestu eða öllu, þrátt fyrir víðtækar sparnaðaraðgerðir undir forustu Sigurðar Helga- sonar, sem vafalítið kom í veg fyrir hrun fyrirtækisins. Ýms sterk öfl börðust þá fyrir því, að íslendingar hættu alveg við Norður-Atlantshafsflugið. Þar höfðu ýmsir leiðtogar Alþýðubandalagsins forustuna. Steingrímur Hermannsson, sem þá var flugmálaráð- herra, leit öðru vísi á málið. Hann taldi íslendingum nauðsyn að halda hlut sínum í þessum efnum. Hann tók upp viðræður við ríkisstjórnina í Lúxemborg um ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyrir að Norður-Atlantshafsflug Flugleiða stöðvaðist. Jafnframt beitti hann sér fyrir fleiri aðgerðum til að tryggja það, að þetta flug gæti haldið áfram, þótt halli yrði á því um skeið. Þessar aðgerðir hafa náð tilætluðum árangri, eins og kemur fram í því, sem rakið er hér í upphafi. Stundum hefur verið reynt að halda því fram, að Steingrímur Hermannsson hafi verið andvígur Flugleiðum og er því þá borið við, að hann hafi leyft vissa samkeppni á flugleiðinni milli íslands og meginlands Evrópu, með því að leyfa Arnarflugi áætlunarflug milli íslands og þriggja borga á meginlandinu. Þetta myndi koma Flugleiðum á kné. Reynslan hefur orðið önnur, þar sem Flugleiðir munu skila góðum hagnaði á þessu ári. Hins vegar hefur þessi samkeppni komið fjölda íslend- inga að góðu gagni. Þeir hafa getað komizt til meginlands- ins á ódýrari hátt en ella. Þetta hefur ekki verið minnstur ávinningur fyrir þá, sem hafa takmarkaðar tekjur. Skattur á bókum Það hefur verið sagt um íslendinga, að þeir væru mikil bókaþjóð. Með lestri bóka reyndu Islendingar að bæta sér það, að þeir höfðu ekki aðgang að ýmsum öðrum menningarlöndum, sem stærri þjóðir hafa getað veitt sér. Þótt þetta hafi heyrzt nokkuð á síðari áratugum, hefur bókin eigi að síður haldið velli. Margt hefur orðið til að þrengja að bókaútgáfu íslendinga upp á síðkastið. Innflutningur hefur orðið mikill á ódýrum bókum. Ut af fyrir sig ber ekki að átelja það, en fyrir tungu og menningu þjóðarinnar er þó æskilegt að lestur bóka á íslenzku geti haldizt. Með tilliti til þess er mikilvægt, að ekki sé þrengdur kostur innlendrar bókaútgáfu. Það er staðreynd, sem hlýtur að valda nokkrum áhyggjum, að dregið hefur úr bókakaupum á þessu ári. Þetta er vafalítið að einhverju leyti að kenna samdrættin- um í fjárhagsmálum þjóðarinnar. En fleira kemur til. Eitt af því er það, að skattur hefur verið lækkaður á hljómplötum og þær því verið keyptar í auknum mæli á kostnað bókanna. Hér þarf að gæta samræmis. Því miður hefur sá ósiður skapazt hérlendis,að skattleggja bækur. Því verður að hætta. Það er réttmæt krafa bókamanna og bókaútgef- enda, að söluskattur á bókum verði felldur niður. Þ.Þ. Whxmm FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 skrifad og skrafað Pólitískur dauðadomur ■ Ráðvillt og ringluð stjórnarandstaða er mörgum undrunarefni, en varla er við öðru að búast þegar forystulið stjórnarandstöðuflokk- anna einbeita öllu þreki sínu til að karpa um aukaatriði í stjórn lands- ins og reyna að vekja óánægju og úlfúð, á sama tíma og ríkisstjórnin stendur í alvörubaráttu við verðbólgu og aðra efnahagslega óáran, sem var á góðri leið með að steypa efnahagsmálum þjóðarinnar í glötun. í stað þess að viðurkenna þann árangur sem náðst hefur og vilja alls þorra almennings til að koma á efnahagslegum stöðug- leika þrátt fyrir áföll og minnkandi þjóðartekjur, berja stjórnarandstæð- ingar höfðinu við stein- inn og leggjast gegn öllum skynsamlegum áformum að mæta þeim vanda sem óhjákvæmi- lega verður að gera. Um þessi mál fjallar Magnús Bjarnfreðsson í grein í DV og segir m.a.: „Sé litið til stjórn- málaátaka á innlendum vettvangi síðustu mánuði ársins vekur það athygli hvernig stjórnarandstað- an er. Enda þótt þar virðist hvorki skorta mál- gleði né orðfimi er sanit eins og stjórnarandstað- an sé ósamstillt og úrræðalítil. Sjálfsagt á þetta sínar skýringar. I fyrsta lagi er stjórnarandstaðan samansett úr ýmsum hópum með ólík viðhorf og ólík stefnumið. Hún er klofin í fjóra flokka, eða bandalög eða hvað sem þau vilja kalla sig. Alþýðubandalagið er þeirra langstærst og vill því eðlilega hafa forystu í stjórnarandstöðunni. Hinir flokkarnir láta að vísu misjafnlega vel að stjórn þess, en er þó öllum ljóst að það er pólitískur dauðadómur hérlendis að gerast tagl- hnýtingur kommúnista. I öðru lagi er stjórnar- andstaðan nokkuð ráð- villt vegna efnahags- ástandsins. Hinn al- menni borgari er kvíðinn vegna ástandsins. Öllum skym bornum mönnum er orðið það ljóst að samdráttur í þjóðarfram- leiðslu hlýtur að lokum að koma niður á al- mennri áfkomu lands- manna. Pegar við blasir enn meiri samdráttur í fiskveiðum má búast við meiri raunverulegri kjaraskerðingu í hvaða formi sem hún kann að verða. Undir slíkum kringumstæðum er ekki .þægilegt fyrir stjórnar- andstöðu að blása til orr- ustu. Alþýða manna er ekki bardagafús og leið- togum stjórnarandstöðu kann að þykja betra að láta duga heitstrengingar og bölbænir en að hætta á misheppnaða herför. í þriðja lagi er ljóst að mjög stór hluti þjóðar- innar styður hreinlega ríkisstjórnina og axlar þær byrðar sem hún telur nauðsynlegt að leggja á herðar fólks. Það sýna skoðanakannanir og það er auðheyrt á almenn- ingi. Þetta er auðvitað alvarlegast fyrir stjórnar- andstöðuna. Látlaus söngur um kjaraskerð- ingu og kauprán hefur ekki megnað að yfir- gnæfa þau rök, sem hald- ið hefur verið fram um nauðsyn róttækra að- gerða í efnahagslífinu. Stjórnarandstaðan lagði ofurkapp á að fá fólk til háværra mót- mæla og róttækra að- gerða áður en árangur færi að sjást af viðureign ríkisstjórnarinnar við verðbólguna. Það tókst ekki. Nú er orðið enn þyngra fyrir fæti. Al- menningur er farinn að átta sig á því hve gott það er að geta gengið að vörum á stöðugu verðlagi í verslunum, að næsta sending þurfi ekki endi- lega að hækka. Hann er líká farinn að átta sig á kostum þess að vextir skuli lækka. Einkum á það auðvitað við þá sem skulda háar upphæðir vegna húsbygginga. En jafnvel sparifjáreigendur skilja að því aðeins að verðbólgan náist niður geta þeir fengið arð af fé sínu. Enda þótt vaxta- byrðin væri að sliga lán- takendur í verðbólgunni náðist í raun aldrei að verðtryggja spariféð. Þegar svo árar er ekki von að stjórnarandstað- an sé burðug. Sannast sagna er líka að hún hefur verið sundurleit og athyglisvert er hvernig baráttuaðferðir hennar hafa þróast. í stað þess að leggja höfuðáherslu á meginstefnur og úrræði er öllu púðri eytt í nokkur tilfinningamál, samanber jeppamal forsætisráð- herrans og þá hugmynd sem fram hefur komið um að láta vel stæða sjúklinga borga hluta fæðiskostnaðar síns á sjúkrahúsum , en það mál var nánast hið eina sem foringjar stjórnar- andstöðu vildu ræða í sjónvarpsþætti á dög- unum. Möguleikar við eðlilegt ástand Skuggi óðaverðbólgu hefur legið yfir þessu þjóðfélagi mörg undan- farin áramót, dregið kjark úr mönnum og komið í veg fyrir að gerð- ar væru áætlanir um framtíðina. Ég hefi stundum skrifað um það í þessum pistlum að þjóðfélagsumræða á ís- Íandi snúist einvörðungu um efnahagsvanda líð- andi stundar, raunhæfar umræður um stefnu- mörkun í náinni framtíð heyrist sjaldan. í þeim efnum erum við miklir eftirbátar flestra annarra þjóða, þar sem menn gera sér far um að skyggnast inn í framtíð- ina og haga málum þann- ig að framvinda þeirra falli sem best að framtíð- arsýninni. Það er eiginlega sama hvar borið er niður í þessu sambandi. Sama hvort heldur litið er til almennrar þjóðfélags- þróunar eða atvinnu- vega. Hvergi hefur farið fram nein alhliða stefnu- mótun, engin raunveru- leg tilraun hefur verið gerð til þess að mæta fyrirsjáanlegri þróun. Glöggt dæmi um þetta eru viðbrögð okkar við jafnfyrirséðum hlut og mannfjölgun á vinnu- markaði. Hún er áþreif- anleg staðreynd og út- reiknanleg, einfaldlega eftir manntalsskýrslum. Spekingar hafa fyrir löngu séð fyrir að þessu nýja fólki yrði að útvega störf við iðnað og þjón- ustu. Þetta hefur hver étið upp eftir öðrum á meðan fjármagni hefur verið beint annað. Ár- angurinn blasir nú við.“ Grein Magnúsar lýkur með þessum orðum: „Vonandi gefa menn sér tíma til þess við kom- andi áramót að líta upp frá karpi hversdagsins um prósentur kjarabóta og kjaraskerðinga og horfa eitthvað fram á veginn. Vonandi gera menn sér grein fyrir því að það er nú, eða aldrei í náinni framtíð, að reyna að hugsa skipulega fyrir komandi árum. í fyrsta skipti í langan tíma búum við við eðlilegt ástand, eða nokkurn veg- inn eðiilegt. Verðbólga er í örri hjöðnun, viðskipta- jöfnuður er þolanlegur og atvinnuleysi sama og ekkert. Eigum við ekki að reyna að nota þetta tæki- færi til þess að koma hugsanagangi okkar á réttan kjöl, svo unnt verði að halda þjóðar- skútunni á réttri stefnu? Kannski er óvenju bjart framundan við ára- mót.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.