Tíminn - 30.12.1983, Side 11
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
11
Óskar með
Leikni
■ Óskar Tómasson, knattspyrnumað-
ur úr Víkingi hefur veríð ráðinn þjálfari
hjá 4. deildarliði Lciknis á Fáskrúðsfirði.
Oskar mun að líkindum leika með liðinu.
Óskar er þekktur knattspyrnumaður,
þótti ntjög efnilegur á sínum tíma, en
datt síðan út úr knattspyrnunni um
árabil vegna meiðsla. Óskar lék með
Víkingi síðastliðiðsumar, gerði á köflunt
góða hluti, cn náði ckki að fcsta sig í
sessi í liðinu. Óskar er mikill fengur
Leikni. .nönnum, og áreiðánlegt að liðið
verður framarlega í baráttu fjórðu deild-
ar í sumar. Leiknir lék í úrslitum deildar-
innar síðastliðið haust, en varð að láta í
minni pokann fyrir Leiftursmönnum frá
Ólafsfirði. -SÖE
io
iþróttir ^■■11
Forest vann
- og er nú í fimmta sæti
■ Nottingham Forest vann góðan sigur
á Coventry á heimavelli í fyrrakvold í
ensku knattspyrnunni. Peter Davenport
tvö og Gary Birtles skoruðu mörk
Forest.
Tveir leikir voru í annarri deild í
fyrrakvöld, Blackburn og Barnsley
gerðu jafntefli 1-1, og Cambridge og
Grimsby skildu jöfn í Cambridge, hvort
• lið skoraði 2 mörk.
Með sigrinum t fyrrakvöld lyfti Nott-
ingham Forest sér upp í fimmta sæti
fyrstu deildar, með 36 stig eftir 20 leiki.
Liverpool hefur 41 stig, Manchester
Unitcd 38, Southampton 37, Wcst Ham
36,Forest 36, Luton 35 og Covcntry 33.
-SÖE
Karfa varð
að kröfu
- prentvillupúkinn sprellfjörugur
■ Prentvillupúkinn brá á leik i vinnslu
blaðsins í gær, og breytti fyrirsögn
verulega á íþróttasíðunni. Vídeókarfa
varð að vídeókröfu, þar sem sagt var frá
leik ÍR og Hauka í úrvalsdcildinni í
körfubolta. Það átti að sjálfsögðu að
standa „Vídeokarfa dugði ekki einu
sinni", og var þar átt við körfu þá cr
dómarar leiksins fundu á vídeói, eftir að
uppgötvast hafði að ritara leiksins sást
yfir hana. Tíminn biðst afsökunar á
mistökunum. -SÖE
I .. ■ ; . "
Blakmót fyrir
trimmara
■ Á árínu 1984 á BlakdeUd HK 10 ára
afmxli.
í tilefni af því mun deildin standa fyrír
blakmótum.
Laugard. 7. jan. verður fyrsta mótið
haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópa-
vogi. Mótið hefst kl. 15.00 síðdegis.
Petta fyrsta mót er ætlað eldri iðkendum
eða þeim sem stunda blak sér til heilsu-
bótar.
Konur og karlar sem áhuga hafa á að
vera með í þessu móti geta fengið nánari
upplýsingar og skráð lið til keppni hjá
Albert H.N. Valdimarssyni Óldugötu
13, 220 Hafnarftrði (sími 52832).
Gerpla fékk studning af fjárlögum
til húsakaupanna:
Þakka öllum
af alhug
Starf félagsins ekki lengur í hættu
■ íþróttafélagið Gerpla hefur sent frá
sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
„Nú eftir að fyrir liggur samþykki
Alþingis og bæjaryfirvalda í Kópavogi
um fjárstuðning til íþróttafélagsins
Gerplu til kaupa á íþróttahúsi við
Skemmuveg, þar sem gert er ráð fyrir að
hvor aðili greiði 40% kaupverðs, hcfur
stjórn Gerplu ákveðið að kaupa húsið.
Sú óvissa, sem ríkt hefur um starfsemi
félagsins á næsta ári, er því ekki lengur
til staðar.
Gerpla þakkar af alhug öllum þeim
aðilum. sem veitt hafa félaginu stuðn-
ing við að gera kaupin möguleg, bæjar-
yfirvöldum í Kópavogi, Menntamála-
ráðherra, íþróttanefnd, fjárveitinga-
nefnd og fjölmörgum öðrum, sem ekki
verða upp taldir.
Félagið hefur jafnframt hrint af stokk-
unum fjársöfnun til að greiða þann hluta
kaupverðsins, sem á vantar. Er velunn-
urum félagsins bent á að snúa sér til
starfsfólks íþróttahússins, eða leggja fé
inn á Gíróreikning í Sparisjóði Kópa-
vogs nr. 1136-26-3223, vilji þeir hjálpa
til við söfnunina með peningagjöfum."
Enska bikarkeppnin beint 7. jan:
Tottenham
— að öllum líkindum
segir Bjarni Felixson
■ „Við munum sýna leik úr
ensku bikarkeppninni beint 7.
janúar“, sagði Bjarni Felixson
íþróttafréttamaður sjónvarpsins í
samtali við Tímann í gær. Það er
nokkurn veginn öruggt að við
sýnum leik Fulham og Tottenham
á Craven Cottage" bætti Bjarni
við.
Bjarni sagði að vegna verkfalla
yrði nær öruggt að áðurnefndur
leikur yrði sýndur, leikur Liver-
pool og Newcastle á föstudags-
kvöldinu, 6. janúar yrði sýndur
beint um Engiand, og síðan Ful-
ham-Tottenham beint til Norður-
landanna daginn eftir.
Aðdáendur knattspyrnu á ís-
landi, og þá ekki síst ensku knatt-
spyrnunnar geta farið að setja sig
í stellingar og hlakka til, ekki er að
efa að leikurinn á Craven Cottage
verði fjörlegur, enda algilt að í
bikarkeppni á Englandi segir
deildaskipan minna um getu liða í
slíkri keppni en víðast hvar annars
staðar. Bjarni Fel, á hr<5s skilið
fyrir vasklega framgöngu í samn-
ingum um beinar knattspyrnu-
sendingar frá útlöndum, áfram
Bjarni.
-SÖE
■ Glenn Hoddle mun að öllum
líkindum verða í aðalhlutverki í
beinu sjónvarpssendingunni frá
Craven Cottage 7. janúar. Aðdá-
endur hans geta brátt farið að
setja sig í stellingar.
V
umsjón: Samúel öm Erlingsson
VILLUVANDRÆÐIN
URÐU VAL DÝRKEYPT
Njarvíkingar sigrudu Valsmenn 89-83
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik
■ Valsmenn urðu að lúta í lægra haldi
fyrír baráttuglöðum Njarðvíkingum i
leik liðanna í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik, en leikurinn var háður í
íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöldi. Loka-
staðan varð 89-83, en staðan í hálfleik
var 44-40 Valsmönnum í vil.
f fyrri hálfleik var yfirhöndin ávallt
Valsmanna og höfðu þeir á tímabili 10
stiga forskot 32-22 þegar 6 mínútur voru
til leikhlés. Valsmenn höfðu svo fjögurra
stiga forskot, 44-40 í hálfleik, en strax í
upphafi síðari hálfleiksins náðu Njarð-
víkingar að jafna, 50-50. Afturvarjafnt,
60-60, um miðjan hálfleikinn, en þegar
9 mínútur voru eftir af leiknum fékk
Torfi Magnússon sína 5. villu. Staðan
var þá 68-63 Njarðvíkingum í vil. Vals-
menn gáfust þó ekki upp og börðust
áfram á fullu. Það gerðu Njarðvíkingar
líka og þegar um fjórar og hálf mínúta
voru eftir urðu Valsmenn aftur fyrir
þungu áfalli, Kristján Ágústsson fékk
■ Sturla Örlygsson sést hér skora
fyrir Njarðvíkinga í leiknum við Val
i gærkvöldi. Sturla og félagar fóru
meö sigur af hólini 89-83. Njarðvík-
ingar hafa þar með náð forystunni í
úrvalsdeildinni með 16 stig.
Tímumynd Ari.
Lauk f erli
— golf leikari
missti
handlegg
og auga
í slysi
■ Ástralski golfleikarinn Jack Newton
lauk ferli sínum á sorglegan hátt. Jack
hcfur verið cinn bestí golfleikari Ástrah'u
undanfarin 10 ár, en varð að hætta
golfiðkun, alla vega í þeim flokki, mjög
snögglega.
Jack Newton varð fyrir því slysi, að
ganga á flugvélarskrúfu sem var í gangi,
er hann kom út úr flugvélinni, og missti
við það bæði handlegg og auga. Hann
var útskrifaður eftir níu vikna sjúkra-
hússvist, og er orðinn ótrúlega hress, en
er án beggja, augans og handarinnar.
Það var því sorglegur endir á góðum
íþróttamannsferli. Eiginkona Jacks er
þó að sjálfsögðu ánægðust með að hann
skuli hafa lifað slysið af sem skiljanlegt
er. Jack er sjálfur ótrúlega hress, og er
á sömu skoðun og eiginkonan.
■ Jack Newton ásamt konu sinni
og dóttur, er hann var útskrifaður af
spítalanum.
Falla Norður
landametin
á morgun?
Baldur og Ingvar reyna f síöasta
sinn við unglingametin
■ A morgun, gamlársdag munu
þeir Baldur Borgþórsson og Ingvar
J. Ingvarsson revna af alefli við
Norðuríandamet unglinga í ólym-
pískri tvíþraut iyftinga á Reykjavík-
urmótinu í lyftingum. Þetta ersíðasta
mót beggja í unglingaflokki, og verð-
ur væntanlega ekkert gefið eftir.
Reykjavíkurmótið hefst klukkan
14.00 á morgun í Ármannsheimil-
inu. Líklegt er að Ingvar rcyni við
nýtt met í jafnhendingu, en núgild-
andi Norðurlandamet unglinga á
hann sjálfur, 193,5 kg. Baldur á
Norðurlandamet unglinga í bæði
snörun (150 kg.), og samanlögðu
(237,5 kg), í 90 kg. flokki, og mun að
líkindum reyna að slá þau. Allt útlit
er því fyrir skemmtilegt mót.
-SÖE
MARAD0NA AF STAÐ
■ Diego Maradona,
knattspvmusnillingur frá Argentínu,
sem fotliratnaði svo að sögulegt var
í haust, mun hefia æfingar hjá liöi
sínu Barcelona eftir helgina.
Þetta eru miklar gleoifréttir fyrir
aðstandendur og áhangendur Barce-
lonaliðsins, sem um fyrir miklu áfalli
þegar Maradona meiddist. Diego
litfi hefur verið undir læknishöndum
allt frá því hann meiddist, og grannt
verið fylgst með bata hans.Ef allt fer
vel ætti Maradona að verða Barce-
síðari hluta
lona vemlegur styrkur í síð
mcistaramótsins a Spáni.
-SOE
sína 5. villu og voru þá tveir bestu menn
Vals kómnir útaf, staðan var þá 80-73
fyrir UMFN. Stuttu síðar varð Tómas
Holton einnig að yfirgefa völlinn með 5
villur. Eftirleikurinn reyndist Njarðvík-
ingum auðveldur og þeir tryggðu sér
öruggan sigur, 89-83, og efsta sæti úrvals-
deildarinnar, með 16 stig.
Kristinn góður í lokin
Bestu menn Njarðvíkinga í þessum
leik voru þeir Valur Ingimundarson og
Gunnar Þorvarðarson, þá átti hinn ungi
og efnilegi Kristinn Einarsson frábæran
leik undir lokin og geta Njarðvíkingar
þakkað honum öðrum fremur hvernig
leikurinn fór, en Kristinn er aðeins 16
ára gamall.ísak Tómasson átti líka góða
spretti í síðari hálfleiknum.
Valsmenn í öldudal
Valsmenn koma enn á óvart, fyrir
mótið voru þeir taldir með langsterkasta
liðið og framan af mótinu léku þeir vel.
En í dag eru þeir í fjórða sæti úrvals-
deildar og tapa hverjum leiknum á fætur
örðum. Verða Valsmenn að taka sig
verulega á ef þeir ætla sér að komast í
úrslitakeppnina, því engan veginn er
tryggt að þeir haldi fjórða sætinu ef þeir
leika ekki betur en þeir hafa gert uppá
síðkastið.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson
30, Gunnar Þorvarðarson 24, Kristinn
Einarsson 13, Isak Tómasson 9, Sturla
Örlygsson 7, Júlíus 4 og Helgi 2.
Stig Vals: Kristján Ágústsson 24,
Björn Zoéga 12, Jón Steingrímsson 10,
Tómas Holton 6, Páll Arnar 4, Leifur
Gústafsson 4, Helgi Gústafsson 2 og
Valdimar Guðlaugsson 2.
- BL
STAÐAN
Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik er nú þessi:
Njarðvik ....
KR .........
Haukar......
Valur.......
Keflavík .. . .
ÍR..........
11 8 3 878-824 16
10 7 3 723-689 14
11 6 5 796-807 12
11 5 6 899-842 10
10 4 6 667-760 8
11 2 9 820-881 4
BESIUR?
EKKIENNM
— segir sænski tennisleikarinn
Mats Wilander
■ „Ég er enn ekki orðinn bestur, en ég
er ánægður með gang mála, og vonandi
kemur að því að ég verði bestur“, sagði
Svíinn ungi, Mats Wilander, nýja tenn-
isstjarnan.
Mats Wilander er orðinn mjög hátt
skrifaður tennisleikari, ekki síst eftir
sigur hans í opna Ástralska meistaramót-
inu í tennis,þar sem hann sigraði Wim-
bledon meistarann John Mc Enroe frá
Bandaríkjunum í undanúrslitum, og síð-
anTékkann fræga, Ivan Lendl í úrslila-
leik. Wilanderer núsú stjarnasem Svíar
binda vonir við í tennisíþróttinni eftir að
Björn Borg hætti alvarlegri keppni.
Vonir Svía um arftaka Wilanders eru
meira að segja þegar farnar að glæðast,
unglingurinn Karlsson sigraði nú nýlega
í stórmóti, og er yngsti keppandinn sem
unnið hefur í því móti síðan Börn Borg
keppti þar ungur að árum...
-SÖE
■•tw®
jNK
IKSaaiiifa:;:
HMÍl
■ Mats Wilander með Ástrralíubikarinn: „ekki enn orðinn bestur", en þessi ungi
Svíi ætlar sér það áreiðanlega, og reyndar eru margir komnir á þá skoðun að hann
sé það þegar.
Huginn á
■ mm
70 ára
■ Iþróttafélagið Huginn á Seyðisfirði
varð 70 ára fyrir skömmu. Afmælisins
var rninnst með veglegri veislu í félags-
heimilinu Herðubreið á Seyðisfirði í
byrjun desember.
1 fagnaðinum voru fluttar ræður, saga
félagsins rakin t stuttu ntáli, sungið og
síðan dansað fram eftir allri nóttu. Um
250 manns sóttu hófíð, scm hciðrað var
með nærveru formanns, varaformanns
og framkvæmdastjóra ÚÍA. Hermann
Níelsson formaður ÚÍA færði fclaginu
að gjöf fagran og stóran bikar, til
frjálsrar ráðstöfunar. Núverandi for-
maður íþróttafélagins Hugins er Jóhann
Hansson. -SÖE
Siglingaklúbbur
á Fljótsdals-
héraði
■ Nýstofnaður „Siglingaklúbbur
Fljótsdalshéraðs" var tekinn í Ungmenna-
og íþróttasamband Austurlands fyrir
skömmu. Þar með eru áhugantenn um
siglingar á Austurlandi komnir í hóp
sívaxandi fjölda siglingamanna sem
stunda íþrótt sfna af kappi í skipulögðum
félögum hér á landi. _ SÖE
Knattspyrnusam-
band íslands:
Þátttökutilkynningar
og þátttökugjöld:
■ Þeir aðilar sem ætla að taka þátt á
landsmótum og hikarkeppnum Knatt-
spyrnusambands íslands árið 1984 verða
að senda þátttökutilkynningar ásamt
þátttökugjöldum til KSÍ pósthólf 1011
Reykjavík fyrir 20. janúar næstkomandi.
Þátttökugjöld eru sem hér segir:
1. deild ........... 4(KK).-kr
2. deild ............. 2200.-kr
3. dcild ............. 1600.-kr
4. deild ............. 1600.-kr
Kvennaflokkur..........8(K).-kr
2. flokkur ............ 800.-kr
3. flokkur ............8(K).-kr
4. flokkur ............8(K).-kr
5. flokkur ............8(X).-kr
Bikarkeppni KSÍ:
Meistaraflokkur karla.. 2200.-kr
1. flokkurkarla....... 800.-kr
2. flokkur karla.......8(K).-kr
kvennaflokkur .......... 800.-kr
Öidungaflokkur........ I600.-kr
íslandsmót í
innanhúss-
knattspyrnu:
■ íslandsmótið í innanhússknatt-
spyrnu verður haldið í Laugardalshöll
21-22 janúar nk. og 25-26 febrúar nk.
Þátttökugjald í hvorum flokki (karla og
kvenna) er kr. 800. Þátttökutilkynningar
ásamt gjöldum berist KSf fyrir 31. des.
nk.
Skuldarar fá
ekki að vera með
■ Þeir sem skulda KSÍ þátttökugjöld
fá ekki að vera með í mótum Knatt-
spyrnusambandsins á næsta keppnis-
tírnabili. Þetta er tekið fram í bréfi sem
KSÍ hefur sent þeim aðilum sem eiga
lilut að máli. Samkvæmt bréfinu eru
margir þátttökuaðilar í verulegum van-
skilum við sambandið. - SÖE