Tíminn - 01.01.1984, Qupperneq 8
SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1984
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Heigadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Lelfsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttlr.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofurog auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Árið 1984
■ Það ár, sem nú er að hefja göngu sína, hefur um
áratugaskeið haft yfir sér andblæ eins af þekktustu bók
menntaverkum aldarinnar, skáldsögunnar Nítján hundruð
áttatíu og fjögur eftir breska rithöfundinn George Orwell.
Skáldsaga Orwells var rituð fyrst og fremst sem aðvörun til
þjóðanna um hvert stefndi ef ekki yrði staðið gegn þeim
einræðisöflum, sem svo mjög settu svip sinn á þróun
heimsmálanna á fyrri hluta þessarar aldar og gera reyndar
enn. En aðvörun Orwells var af ýmsum tekin sem spádómur
um hvernig ástandið yrði árið 1984, og geta þeir hinir sömu
þá andað léttara að því leyti til, að í hinum svonefnda
vestræna heimi er ástandið mun betra en í skáldsögunni
frægu.
Hinu ber auðvitað ekki að leyna, að víða um heim er
samtíminn öllum almenningi hinn mesti táradalur. Þetta á
auðvitað fyrst og fremst við um þann fátæka fjölda, sem hefur
ekki hugmynd um það frá degi til dags, hvort matur verði
fyrir hendi til að lifa af morgundaginn. Tölurnar, sem
hjálparstofnanir hafa gefið út um mannfall vegna hungurs,
næringarskorts og sjúkdóma, sem hungurvofunni eru tengdir,
gefa til kynna hversu hrikalegt ástandið er víða um lönd. En
þessar tölur eru stærri en svo að velnærður almenningur í
vestrænum iðnríkjum geti raunverulega gert sér grein fyrir
þeirri eymd, sem þær gefa til kynna. Við Islendingar finnum
til hverju sinni sem einhver landsmanna okkar ferst af
slysförum, en út um heimsbyggðina er fjöldi þeirra, sem
deyja af hungri og almennum sjúkdómum slíkur, að öll
íslenska þjóðin er aðeins sem dropi í því tárahafi. Það
óhugnanlegasta er auðvitað, að hægt er að framleiða næga
fæðu í heiminum til þess að metta alla þá, sem hungraðir eru,
og til eru lyf til þess að lækna, eða fyrirbyggja, flesta þá
mannskæðustu sjúkdóma, sem stráfella vannærða íbúa
vanþróaðra ríkja. Það er hægt, en ekki gert vegna þess, að
það kostar bæði mikið fjármagn og breytt skipulag og hjá
þeim, sem ráða gangi heimsmálanna öðrum fremur, ej
enginn raunverulegur vilji til að leysa vanda þessa fólks. Á
því mun vafalaust engin breyting verða á árinu 1984.
Á liðnu ári hrikti mjög í samskiptum risaveldanna, og eldar
blóðugra vopnaviðskipta brunnu ákafar en nokkru sinni
síðan Víetnamstríðinu lauk. Kjarnorkuvígbúnaður í Evrópu
hélt áfram að stigmagnast, og ekkert bendir til þess, að
raunverulegur árangur í átt til takmörkunar kjarnorkuvopna
sé líklegur á næstunni. Þrátt fyrir sívaxandi skilning almenn-
ings á ógnum kjarnorkustyrjaldar, og viðamikla starfsemi
friðarhreyfinga víða um lönd, hafa risaveldin fjarlægst hvort
annað og dregið hefur úr líkum á samkomulagi þeirra í
millum um takmörkun vígbúnaðar. Enn er sú stefna rekin af
risaveldunum, að auka þurfi vopnabúnaðinn til þess að
minnka hann, og hefði sú kenning sómt sér vel í skáldsögu
Orwells.
Ef litið er frá ástandi heimsmálanna til málefna íslensku
þjóðarinnar, þá eru bæði dökkar og bjartar horfur í upphafi
hins nýja árs. Það er vissulega ánægjulegt, hversu vel hefur
tekist að hemja verðbólguna. Verðbólgan er nú, samkvæmt
nýjustu upplýsingum, talin vera um 20%, en þegar ríkis-
stjórnin greip til ráðstafana sinna á s.l. vori var stefnt að því
að verðbólgan væri komin niður í 30%. Arangurinn hefur því
orðið enn meiri en að var stefnt. Jafnframt er talið að
kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi skerst um 12% vegna
átakanna við verðbólguna og við ytri áföll, sem þjóðarbúið
hefur orðið fyrir. Staðan og horfurnar í verðbólgumálunum
eru því góðar í fyrsta sinn um langt árabil, og mikilvægt að
markmiðum í verðbólgumálum á nýja árinu verði einnig náð.
Hinar dökku horfur snerta hins vegar svartsýnar spár um afla
á nýja árinu og það alvarlega ástand í framleiðslu- og
atvinnumálum, sem því fylgir ef þær spár ganga eftir. bað
verður því vandrötuð siglingin hjá stjórnendum þjóðarinnar
á árinu 1984, þótt mörgum þyki vafalaust vandamálin léttvæg
miðað við hörmungar margra annarra þjóða.
-ESJ
„ALLT VAR GOTT, SEM
HÖRÐUR GERBI”
Hljóðfæraleikarar, dansmenn og slíkir
hafa með sér samtök og eiga að sjálf-
sögðu, félagsmannatal. En hve fjölmenn
er skemmtimannastéttin í raun og veru,
og hverjir teljast til hennar? Það er út af
fyrir sig, að hljómsveitir eru sagðar
skipta hundruðum. Teljanlegar eru þær
þó og augljóst fyrirbæri. En hversu
margir eru þeir, sem lifa, að miklu eða
öllu leyti, á skemmtiiðnaðinum? Og'
hvar eru tölur yfir gróðann af hljóm-
plötum, vídeói og alls konar hljómburð-
artækjum, sem eru að útrýma bókum og
heimiíisfriði í landinu? Nýjasta plágan
eru svokölluð leiktæki, andlausar pen-
ingahítir, sem foreldrar standa ráðþrota
gegn.
Gróðahítir sjá sér auðveldan leik á
borði, þar sem börn og unglingar eiga í
hlut. Þær byrja þegar að fjárfesta í
smábörnunum, sem vinir og vandamenn
gefa svolítið tölvuspjald, sem kostar víst:
á annað þúsund - ofurlítið spjald, þar
sem mislitar agnir þyrlast á dökkum
fleti. Þetta verður anginn litli að eignast
„til þess að vera eins og aðrir“. Svo fitlar
hann við þetta ár og síð og rýnir í
agnirnar, sem skoppa á fletinum.
Þroskaleikföng er nýtt orð og eflaust
réttnefni um hluti, sem barngott fólk er
að mæla með. En hvað er hægt að kalla
tölvuspjaldið, sem smábarnið í fangi
móður sinnar í strætisvagninum rýnir í,
svo það sér hvorki Hallgrímskirkju né
vatnsgeymana á Öskjuhlíðinni, hvorki
Viðey né stóra skipið, sem brunar inn á
höfnina? Hvað á að kalla þroskadeyf-
andi leikföng af þessu tagi?
Keimlík er fjárfestingin í allavega
lélegum teikningum og ófreskjumyndum
á pappaspjöldum, sem látast vera bækur
handa ólæsum börnum (því lesmál er
næstum ekkert). Leikföng hafa verið
flutt inn svo kappsamlega, að þau eru
orðin heimilisvandamál. Eflaust telja
innflytjendurnir sig mikla barnavini,
„Fyrst og fremst hugsjónastarf" segir
eigandi Videóson í Helgarpóstinum (20/
11 ’81)
Fjölmiðlunum er vandi á höndum.
Þeir verða að sinna skemmtiiðjunni,
fjáraflamönnum hennar, átrúnaðargoð-
um og aðdáendum. Þeir verða líka að
gera sér títt um aðra tízku-andstæða:
Blekiðjumenn sem kenna sig við raun-
sæi, bannfæra tilfinningar í skáldskap og
hafa hin háðulegustu orð um menn og
málefni, sem þeir annars fylgja. Þeir
verða að vera „kaldir karlar". Þessar
andstæður sem eru báðar í tízku, geta
blandast saman á óvæntan hátt. Þannig
fór fyrir Bubba kóngi, þegar Lennon var
myrtur.
Bubbi kallaði það „asnaleg læti“,
þegar fólk harmaði dauða söngvarans og
sagðist ekki ætla að semja „einhvern
væmnitexta um þann atburð". (Hver
bað þig yfirleitt að yrkja, Bubbi sæll?
„Enginn bað þig orð til hneigja".)
Lætur hann ekki sitja við orðin tóm en
heiðrar hinn alkunna friðarvin með
ljóði, sem lýkur svona - án þess að
hugsjóna Lennons sé minnst með einu
orði:
„Viðarbjöllumar era með samfaraorgiu
uppi í risinu
öll tegund kynlífs er viðruð þar í húsinu.
Meindýraeyðirinn sagði starfi sínu lausu
ígær
hann segist vera með bjöllu á föstu
sem er á fæði úti í bæ.“
Þetta er, sem sagt, ort í minningu
Lennons.
Það þarf víst töluvert mikla háskóla-
menntun til þess að skilja, að Ijóðin hans
Bubba séu svo þrungin frelsisást og
mannréttindaboðskap, að slíkt réttlæti
vísnagerðina.
Hérna fann ég raunar vísu, þar sem
„auðvald", „skítur" og „slor“ einkennir
ekki kveðskapinn. Þá verða lærdóms-
mennirnir að meta skáldgáfu höfundar-
ins út af fyrir sig, án þess að háfleygur
„boðskapur" réttlæti allt annað. Höf-
undurinn kveðst hafa ort þetta, þegar
hann vaknaði í sólskini og hugsaði: „Vá,
það er komið sumar“. Þetta er því bara
dæmi um, hvernig fegurð vorsins hrífur
ungan mann og leggur honum Ijóð á
tungu:
„Geislar sölarinnar negla glerið,
ég og þú getum orðið dús.
Það getur ekki verið
ekki hingað upp á skerið
sé komið sumarblús.“
íslenzkar bókmenntir eru þar með
einu vorkvæðinu ríkari. „Eitthvað handa
öllum“ er kjörorð fjölmiðlanna. Og
eitthvað þarf að yrkja handa bókmenn-
tafræðingum og öðrum háskólamönnum
til að rökræða.
Að lokum bið ég þennan unga ljóða-
smið velvirðingar á þvf, að ég skuli vera
að atyrða hann einan, þegar aðrir eiga
hlut að máli engu síður. Ég hafði í æsku
minni illan bifur á háðfuglum, sem voru
að spana auðtrúa menn til að yrkja bull.
2. HLUTI
(Þá var nefnilega skopast að illa gerðum
vísum). Blessaður Bubbi, hættu að
yrkja, hvað sem vinir þínir segja. Viltu
ekki bara syngja fyrir okkur, meðan
röddin er svona hrein og þýð, eins og
hann kunningi minn orðaði það? Ég get
vel gert rétt stuðlaða vísu. En mér dettur
ekki í hug, að ég geti sungið hana. Ég er
nefnilega laglaus, eins og þig skortir
brageyra og skáldæð.
Þar sem engin æð er til, er ekki von að
blæði“, sagði Páll Ólafsson.
Þú mátt gjaman, mín vegna, láta
mynda þig beran niður að belti, svo
framarlega sem þú ekki safnar ístm og
myndskreytir hörundið - bara ekki
yrkja.
Kvæðið hans Megasar um fatlaða
fólkið, er ekki subbulegra að orðalagi en
gerist og gengur um nútímaljóð. En það
er svo lágkúrulega ljótt, að því verður
ekki jafnað við gelgjuskeiðshjal ung-
linga, sem stundum er kallað klám.
Þegar Pétur Gunnarsson líkir íslandi
við „stóran kúk“ í kvæðinu Landsýn,
særir það víst éngan. En sálfræðigrúskari
sagði í gamni, að maðurinn væri ekki
kominn af „þermistiginu“, þó hann hins
vegar virtist líka kominn á næsta stig
fyrir ofan „völsastigið“. Það em nefni-
lega fjögur þroskastig neðan við sjálft
kynþroskastigið (kringum tólf ára aldur-
inn), ef talið er frá frumbernsku, segja
þeir, sem bækurnar hafa - í sálarfræð-
inni.
„Ég reika stundum framhjá sjopp-
unni,
það afgreiðir þar berrössuð kona“, segir
Pétur Önundur Andrésson. (Hlustað á
vorið).
Margan heillar vorið. Þegar Guðjón
Friðriksson gekk yfir Leggjabrjót í
fyrra, kom andinn yfir hann, eins og oft
hefur komið fyrir ung skáld „um sumar-
dægrin ljós og löng“:
„Vordrullan lætur ekki að sér hæða“,
andvarpar hann. Tilhlökkun leysir og
orðheppnina úr læðingi, því hann kveðst
eiga von á brjóstbirtu sunnan Leggja-
brjóts. En Ragnar hafði, í trássi við
mannréttindahugsjón margra íslend-
inga, byrgt Ríkisbrunninn, áðuren börn-
in álpuðust ofan í hann á útisamkomun-
um. Það var því allsgáður maður, sem
auðgaði málið með nýyrðinu „vor-
drulla".
Ég geri það engan veginn að mínum
orðum, að nútímaskáldin og listamenn-
ina hafi dagað uppi á þessu svokallaða
„þermistigi“. En sálfræðigrúskarinn
þykist vita betur og minnir mig á
skemmtiskrána í Tónabæ 17. nóvember.
Þar léku: Tidon, Þarmagustarnir, Afsak-
ið, 69 á salcrninu og Tappi tíkarrass.
Hægt er að láta sér detta í hug, að
Oddný
Guðmundsdóttir
skrífar
„kóngur" og „meistari“, séu að slægjast
eftir kærum og lögbanni vegna kviðlinga
sinna. Við heyrum sagt frá mönnum hér
og þar í heiminum, sem hætta lífi sínu
fyrir málfrelsið. Það er eins og skopstæl-
ing á hugrekki þessara manna, þegar
blekiðjumenn í meinleysinu hérna
heima hjá okkur eru að burðast við að
ögra perntfrelsinu með aulalegu skopi
um líkama mannskepnunnar. Aðrir
blekiðjumenn þrátta síðan um það bál-
reiðir, hvort þetta sé klám eða ekki
klám, verra klám eða mildara klám en
eitthvert annað klám.
Mikið eru þetta þarfir menn.
Aftur á móti kann hann Úlfar til
verka. Honum hefur þegar áskotnast
kæra og viðunandi athygli. En það skil
ég ekki, þegar blöðin hafa sagt, að
nektarmynd af karlmanni sé ástæða
kærunnar. Ég trúði ekki þeirri fáránlegu
sögu og gerði mér ferð þangað, sem ég
vissi af blaðinu. Hversvegna segir enginn
eins og er, að þetta sé hryllingsmynd af
manni, sem ræðst að sjálfum sér með
eggjárni á hinn hryllilegasta hátt? Þetta
er hálfsannleikur.
„Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi
lygi“, segir Klettafjallaskáldið.
Hryllingsmynd Úlfars er ekki í húsum
hæf fremur en verstu hrollvekjur Sjón-
varpsins. Misjafnlega „djarfar" kynlífs-
myndir eru allt annað mál og ekki til
umræðu hér. Nú fyrst, fyrir nokkrum
dögum, 20. nóvember, kemur lýsing á
myndinni í einu dagblaðanna - og mynd-
in sjálf. Ekki er hún þó svipur hjá sjón,
lítil og litlaus, sem betur fer.
Ég vona, að Úlfar fái sig ekki dæmdan
sekan í hæstarétti vegna ómyndar sinnar.
Blaðamenn hefðu engan tíma afgangs til
að sinna heimsfréttunum þá dagana. Og
aleigu Úlfars er illa varið, ef hann verður
að fórna henni fyrir ekki merkilegri
hugsjón.
Þar að auki er svona maður ekki einn
um alla flónskuna. Það er ekki ótrúlegt,
að einhverjir hafi það sér til gamans að
espa mann, sem skortir kímnigáfu, til að
gera skopiðju að atvinnu sinni? Skop-
iðjumaður án kímnigáfu getur orðið
varasamur, ef illa tekst til. Eg man ekki
betur en Þjóðviljinn bæði lesendur af-
sökunar á ferðapistlum Úlfars fyrir
nokkrum árum. En þá urðu Skagfirðing-
ar fyrir þessari hvimleiðu áráttu manns-
ins - að leika háðfugl. Dagblöðunum
væri raunar sómi, ef þau bæðu oftar
afsökunar á skemmtimönnum sínum.
Úlfar er annars miklu jarðneskari í
augum sinna manna en dýrlingaþrenn-
ingin, sem ég nefndi. Hann hleypir ekki
hvítum fáki syngjandi um víða völlu, og
konur keppast ekki um að snerta klæði
hans. Hann nefnist hvorki meistari,
kóngur, kántrýstjarna né kyntákn ís-
lendinga. En hvað gerist, ef hann fær
dóm og verður tekinn í tölu píslarvotta?
Ég vona, að hann fái vægan sektardóm
eða engan. Gervipíslarvottar eru jafn
óþarfir og dýrlingar.
Undanfarin ár hefur verið mikið unnið
á íslandi. Tómstundirnar eru athvarf og
helgidómur vinnandi manns. Tómstund-
irnar hafa gert stritandi fólki fært að
mennta sig af sjálfsdáðum og njóta
hæfileika sinna. Nú eru þær ekki lengur
neitt athvarf eða friðland. Við höfum
engan frið fyrir háreysti og allskyns óróa.
Börn vinna lengur en margur fullorð-
inn. Vinnuharka námsskrárinnar er
mikil. Þessar fáu tómstundir unglinga
eru hrifsaðar af þeim. Skemmtiiðjan
þarf að græða á þeim, reyta hvern eyri
af unglingnum, sem svo reytir foreldra
sína. Ekkert foreldri stenzt það að
bænheyra ekki barnið sitt, svo það geti
verið eins og aðrir - fengið að láta
gróðahítirnar féfletta sig eins og aðra.
Enda á ég ekki von á, að tekið verði í
taumana, fyrr en unglingarnir fara raun-
verulega að ráða sér sjálfir, leika sér eins
og æskan kann svo vel, ef hún lætur ekki
gróðahítirnar teyma sig á eyrunum og
telja sér trú um, að peningasnatt
skemmtiiðjunnar sé „fyrst og fremst
hugsjónastarf.“
Raufarhöfn, 3. desember, 1983
Oddný Gnðmniidsdóttir