Tíminn - 01.01.1984, Síða 10
SUNNUDAGUR i. JANÚAR 1984
Janúar
PÓUTÍSKUR
SKJÁLFTI
UNDIR
ÓVEÐURS-
HIMNI
■ Ekki fór svo vel að áramótin gengju
um garð án átakanlegra slysfara og
óhappa.því þegar að morgni nýársdags
var framinn óhugnanlegur verknaður í
húsi við Kleppsveg. Var 28 ára gamall
maður, Óskar Arni Blomsterberg,
stunginn til bana af aðvífandi manni, en
Óskar Árni hafði verið gestkomandi
þarna um nóttina. Höfðu menn verið við
skál og blossuðu upp deilur milli Óskars
Árna og þess er verknaðinn framdi,
vegna gamalla væringa, með fyrrgreind-
um afleiðingum.
Eldhætta er jafnan mikil um hátíðarn-
ar og sannaðist það er kviknaði í húsi
Sölva Guðbjartssonar á Hellissandi að-
faranótt 2. janúar og brann það til
grunna. Veður var óhagstætt og gekk
slökkvistarf örðuglega, enda missti Sölvi
og fjölskylda hans þarna aleigu sína.
Tilþrif voru að vanda í efnahagslífinu
og heilsaði árið með 9% gengisfellingu í
kjölfar nýrrar fiskverðsákvörðunar og
jafnframt hækkaði gjaldeyrir um 10%.
Var þannig svo að sjá í ársbyrjun, sem
vel mundi ára hjá verðbólgudraugnum.
Húsráðandi á bænum Saltvík sunnan
við Húsavík þótti bregðast skörulega við
er hann hrakti fimm óboðna menn sem
réðust inn á heimili hans á brott með
skotvopni. Kom til nokkurra ryskinga
og hlutu húsráðandur, Atli Rúnar Stef-
ánsson og kona hans, skrámur í þeirri
sennu. Urðu talsverð blaðaskrif og
eftirmál af atburði þessum.
Kynlegt fyrirbrigði lét mjög á sér
kræla í byrjun ársins. Var þar um að
ræða hringingar til ýmissa stofnana og
fyrirtækja, þar sem boðað var að
sprengja ntundi springa í húsakynnum
þeirra innan stundar. Varð Hótel Borg
fyrst fyrir þessum gráa leik, sem brátt
varð að nokkurs konar faraldri. Sem
betur fór var hér um glettur einar að
ræða.
Geysilegt fannfergi var víðast um
landið eftir áramótin og snjóflóð tíð,
sem síðar urðu valdur að harmleiknum
mikla á Patreksfirði. - Segja mátti að
tólfunum hefði kastað í Reykjavík þann
5. janúar, þegar slíkt veður gerði á
höfuðborgarsvæðinu að öll tiltæk hjálp-
ar- og björgunarlið voru kölluð út.
Höfðu menn fest bifreiðum sínum hér
og þar um bæinn. Veður hafði og verið
með afbrigðum vont á Suðurlandi öllu
dagana á undan og lá skólastarf t.d.
víðast niðri af þeim sökum. í Mosfells-
sveit urðu 240 nemendur veðurtepptir í
skóla sínum.
Snjóflóð féll á Súðavík við Álftafjörð
vestra þann 6. janúar og tók það með sér
tvö fjárhús, svo og spennubreyti Orku-
bús Vestfjarða í plássinu. Mátti mildi
teljast að flóðið féll ekki á híbýli manna.
Hinir dagfarsprúðu vagnar SVR, sem
sjaldan eru í sviðsljósinu, urðu skyndi-
lega að bitbeini stjórnenda borgarinnar
og verðlagsyfirvalda, þegar þeir fyrr-
nefndu ákváðu einhliða að fargjöldin
skyldu hækka um 46.5% og verða 12
krónur í stað 8 króna. Gekk á ýmsu fram
eftir árinu í deilu þessari og sóttu báðir
málspartar sitt mál fast.
Miklum tíðindum þótti sæta þegar
fréttist að hingað til lands væru komnir
japanskir stóriðjuhöldar til viðræðna um
hugsanleg kaup á 20% hluta Elkem í
íslenska járnblendifélaginu.
Formenn stjórnmálaflokkanna þing-
uðu stíft um kjördæmamálið og fjölda
þingmanna í framtíðinni.Var helst rætt
um tvo möguleika og var sá annar að
þingmenn yrðu á bilinu 62-64 og út-
hlutun þingsæta miðuð við meðaltalsat-
kvæðafjölda íkjördæmi. Hinn kosturinn
var að miðað yrði við s'-onefnda
■ Ofviðri í Reykjavík 5. janúar. Tímamynd Ella
„d‘Hont“-reglu og yrðu þá þingmenn
65, en uppbótarþingsætin bundin við
Reykjavík og Reykjaneskjördæmi.
Sunnudaginn 10. janúar var talið í
prófkjöri Framsóknarmanna í Reykja-
vík og varð Ólafur Jóhannesson í fyrsta
sæti, en Haraldur Ólafsson í öðru.
Borgarfógeti auglýsti 19. janúar lög-
bann á fargjaldahækkun SVR og lagði
ríkissjóður fram 10 milljón króna tygg-
ingu meðan dómsúrskurðar væri beðið.
Vegna væntanlegra þingkosninga voru
sumri þegar byrjaðir að hugsa sitt ráð og
þar á meðal stuðningsmenn dr. Gunnars
Thoroddsen, sem áhuga höfðu á sér-
framboði undir forystu hans. Áttu þeir
með sér regluleg fundahöld í mánuðin-
um.
Fjórir fórust og 30 manns misstu
heimili sín er snjófloð féll á Patreksfirði
síðdegis laugardaginn 22. janúar. Nánar
segir fra þeim athburði á öðrum stað hér.
Krapaflóð hljóp úr árgljúfri í Álfta-
dalsá aðfaranótt 23. janúar og reif það
■ Fulltrúijapanska fyrirtækisins Suitomo (t.v.) og dr. RolfNordheim stjómarmaður
Elkem, ræða við blaðamann Tímans. (Tímamynd Róbert)
■ Ris hússins nr. 79 A við Aðalstræti á Patreksfirði. Þar var eldri kona og tvær dætur hennar staddar er ósköpin dundu yfir.
(Tímamynd Róbert)
Febrúar
HVALNUM
F0RÐAÐ FRÁ
„0FSÓKNAR-
MÖNNUM"
Mótmæli - eða mótmæli ekki - gegn
hvalveiðibanni voru mál dagsins í byrjun
febrúar og þótti það athyglisvert innlegg
í þa mræðu er boð barst frá bandarísk-
um stjórnvöldum um að íslendingar
skyldu fá leyfi til veiða í bandarískri
lögsögu, tækju þeir þann kostinn að
mótmæla eigi.
í skoðanakönnun kjördæmisþings
Framsóknarflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra var Páll Pétursson,
alþingismaður, valinn í fyrsta sæti á lista
flokksins, en Stefán Guðmundsson, al-
þingismaður, í annað sætið. Ingólfur
Guðnason, alþingismaður, er hlaut
þriðja sætið, neitaði að þiggja það.
Mjög þótti ÁTVR berast á er það
freftist að settar hefðu verið upp dyr
miklar og vandaðar fyrir inngang hússins
að Borgartúni 7, fyrir 640 þúsundir
króna. Sagði Jón Kjartansson, forstjóri
ÁTVR, að þótt víst væri mannvirki
þetta dýrt, hefði lægsta tilboði verið
tekið.
Naumur meirihluti á Alþingi sam-
þykkti að kvöldi annars febrúar að
mótmæla ekki hvalveiðibanninu og
fögnuðu friðunarsinnar þeim málalokum
ákaft, - einkum þó erlendis.
Þann 2. febrúar var talið í prófkjöri
Framsóknarflokksins á Austurlandi.
Varð Halldór Ásgrímsson, alþingismað-
ur, í fyrsta sæti, en Tómas Árnason,
alþingismaður, í öðru.
Tíminn greindi frá því þann 4. febrúar
að Steingrímur Hermannsson, hefði lagt
fram sérstakar tillögur til lausnar deilun-
um á milli Alusuisse og íslenskra stjórn-
valda, sem mótvægi við tillögur iðnaðar-
ráðherra um einhliða aðgerðir. Fólust
tillögur Steingríms m.a. í því að komið
yrði á álviðræðunefnd, sem skipuð skyldi
fullrúum allra flokka til þess að vinna í
málinu, en gömul deilumál skyldu lögð
í gerðardóm.
Litlu munaði að stórslys yrði, þegar 12
ára gamall drengur varð fyrir snjótroð-
ara á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Hann
slapp þó með handleggsbrot og fótbrot.
Að morgni sunnudagsins 6. febrúar
bættust þjóðinni þrír nýir borgarar með
nokkuð óvenjulegum hætti. Það var er
þeim hjónum Guðmundu Brynjólfsdótt-
ur og Reyni Arnórssyni fæddust þríburar
á Fæðingardeild Landspítalans. Þau
hjón eru frá Djúpavogi og reiknuðu
fróðir menn út að íbúum í plássinu hefði
þar með fjölgað um 1%.
Mikil flóð gerði í hlákukafla í Stranda-
sýslu í mánuðinum og tóku flóðin fjórar
með sér átta metra stálbitabrú og bar
hana með sér um 300 metra leið.
Heitt gerðist í kolunum í Vestmanna-
eyjum, er bæjarráð ákvað að selja
íþróttafélaginu Þór svonefnd Steinker-
hús. Lá einnig fyrir tilboð í húsið frá Tý
og þóttust félagar hans hafa-verið illa
hlunnfarnir.
Nú kom til álita hvort íslendingar ættu
að mótmæla ákvörðun Hvalveiðiráðsins
frá fyrra sumri um algjört bann við
hvalveiðum frá og með árinu 1986, en
mótmæli urðu að hafa borist fyrir 3.
febrúar. Sýndist sitt hverjum, hvað gera
skyldi.
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum, sem
fylgdu Sigurlaugu Bjarnadóttur að
málum, tilkynntu þann 28. febrúar að
þeir hyggðu á sérframboð og var ástæðan
óánægja með að ekki hafði farið fram
prófkjör hjá flokknum í kjördæminu um
áraraðir.
Skjálfti greip stjórnarliða á Alþingi,
þar sem útlit var fyrir að Eggert Haukdal
mundi ekki verða viðstaddur afgreiðslu
bráðabirgðalaga mánudaginn 31. janú-
ar.
■ Akurey á strandsstaö.
(Tímamynd Kristján Jónsson)