Tíminn - 01.01.1984, Page 12

Tíminn - 01.01.1984, Page 12
ráðherra Frakka og Mitterrand, forseta, að máli og var gerður samningur um samvinnu milli landanna á sviði menningar og vísinda, er undirritaður var í París. í för með forsetanum var Óláfur Jóhannesson, forsætisráðherra. Skrýtin deila kom upp í Öskjuhlíðar- hverfinu. Þar höfðu arkitektar nýrra húsa gert ráð fyrir þökum með bláum lit, en eigendur vildu hafa þökin Ijósbrún. Stóð í þófi um hríð, en að lokum höfðu eigendur betur. 2000 minkar Voru fluttir með þotu til Akureyrar frá Danmörku. Var hér um að ræða upphaf að endurnýjun stofnsins, þar sem vart hafði orðið sýkingar í dýrum á ýmsum íslenskum loðdýrarækt- arbúum. Togarinn Einar Ben var tekinn af varðskipi á Halamiðum og færður til hafnar, þar sem haffæriskírteini skipsins var útrunnið. Eigendur töldu sig hins vegar hafa verið í gildri undanþágu. Sprengja sprakk við bandaríska sendi- ráðið í Reykjavík þann 15. apríl. Var hún all öflug, en skemmdir urðu þó ekki miklar og ekki urðu slys á mönnum. Tveir rússneskir sjómenn voru sóttir á haf út af þyrlum varnaliðsins í Keflavík helgina 16-17 apríl. Var annar skað- brenndur, en hinn hafði fengið hjarta- áfall. Lést sá fyrrnefndi á sjúkrahúsi í Rcykjavík. Söntu helgi gerðist sá atburður í Rcykjavík að Englendingur sem boðið hafði tveimur Islendingum hcim meðsér af dansleik stakk annan þeirra á hol með hnífi er í kekki kastaðist í samkvæminu. Meiðsli íslendingsins voru þó ekki mjög alvarleg. Nú leið að kosningum og efni Fram- sóknarflokkurinn til kosningafundar í Háskólabíói þann 22. apríl sem var mjög glæsilega sóttur. Að kvöldi föstudagsins 22. apríl gengu bráðabirgðalög í gildi, sem mæltu fyrir um tvo kjördaga helgina 23-24 apríl, þ.c. utan kaupstaða og kauptúna, því enn var færð misjöfn víða um landið. Þó skyldi hægt að Ijúka kosningu að kvöldi hins 23ja með samþykki kjörstjórna og umboðsmanna lista. Kosningar til Alþingis fóru fram um land allt þann 23ja apríl og tókst alls staðar að Ijúka kosningunni á einum degi. Kosningaúrslitin urðu þau að „nýju framboðin," þ.e. Samtök um kvenna- lista og Bandalag jafnaðarmanna fengu sjö þingmenn, en Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðubandalag töp- uðu mönnum. Sá fyrst taldi fjórum mönnum, Framsóknarflokkur þrcmur og Alþýðubandalag einum. Sjálfstæðis- flokkurinn vann fylgi alls staðar nema í Reykjavík og eru nú þingmenn hans 23. Að kvöldi mánudagsins 25. apríl fór- ust tveir menn með lítilli flugvél er hrapaði í Hvalfjörð. Þeir voru Svanur Tryggvason, rafvirki og Eggert Karlsson, framkvæmdastjóri. Kostnaður Vcgagerðarinnar við snjómokstur fram til aprílloka reyndist hafa orðið 60-65 ntilljónir, enda veturinn með afbrigðum snjóþungur. Þann 29. apríl hófust tilraunir til myndunar ríkisstjórnar og var það Geir Hallgrtmsson, er fyrstur formanna stjórnmálaflokkanna gekk í hlað á Bessastöðum að ræða málin við forseta íslands. Laugardaginn 30. apríl lenti ms. ís- berg í árekstri við v-þýska skipið Tilla undan strönd Englands og sökk mjög fljótlega. Allri áhöfninni var bjargað um borð í þýska skipið. Formaður kjörstjómar í Reykjavík, Jón G. Tómasson, bíður loka kjörfundar. (Tímamynd G.E.) ■ Franski fjallgöngumaöurinn rekur ferðasögu sína fyrir blaðamönnum. Timamynd Róbert mundi setjast þar að, munkar eða nunnur. Þann 5. maí lagði menntamálaráð- herra, Ingvar Gíslason, hornstein að . hinu nýja útvarpshúsi við Háaleitisbraut að viðstöddu fjölmenni. Þótt nú væri komið fram í maímánuð var afar kalt víða um landið og til dæmis á Bæjum á Snæfjallaströnd sögðu menn vera jökulvetur enn. Óskað var opinberrar rannsóknar vegna 54 tonna af skreið sem send höfðu verið áleiðis til Nígeríu, án þess að tilskildir pappírar fylgdu. Talið var að skreiðin (hertir þorskhausar) hefði verið send um borð eftir að lestarstjóri var farinn frab orði. Þann 11. maí skilaði Geir Hallgríms- son umboði sínu til stjórnarmyndunar og fékk þá Steingrímur Hermannsson það í hendur. Kannaði hann fyrst mögu- leika á saimstarfi Framsdknarflokks, Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks, en án árangurs. Skilaði Steingrímur umboði sínu þann 16. maí. Sama dag fékk Svavar Gestsson um- boð til stjórnarmyndunar. Lagði Svavar milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks og var ný ríkisstjórn mynduð undir forsæti Steingríms Hermannsson- ar. Tók hin nýja stjórn við völdum sama dag. Þegar föstudaginn 27. maí voru gefin út fimm bráðabirgðalög sem miðuðu að lausn aðsteðjandi vanda. M.a. var gengi krónunnar fellt um 14.5% og kveðið á um afnám verðbótavísitölunnar 1. júní og 1. október, auk þess sem verðlagseft- irlit skyldi hert. Þá má nefna ákvæði um gjaldfrest á verðtryggðum lánum og fleirá sem nauðsynlegt þótti til þess að létta á vandanum. Dr. Gunnar Thoroddsen afhenti Steingrími Hermannssyni lyklana að skrifstofu forsætisráðherra þann 26. maí og notaði tækifærið til þess að bera lof á ánægjulegt stjórnarsamstarf í fyrri stjórn. Humarvertíð hófst þann 26. maí og fengu alls um 110 bátar leyfi til humar- veiða. Gos hófst í Grímsvötnum þann 29. maí og reis upp mökkur 3-4 þúsund fet á hæð. Síðast hafði gosið í Grímsvötnum Maí NÝ STJÓRN, - ATLAGA AÐ VERÐ- BÓLGUNNI Hátíðarhöldin 1. maí fóru fram með nýju sniði og var nú gengið frá húsi ASI að Laugardalshöll í stað þess að haldið væri um Laugavegá Lækjartorg. Sýndist mönnum ekki öllum eitt um þessa ný- breytni. Vegna hugmynda um að leggja niður klaustrið að Jófríðarstöðum í Hafnar- firði hugleiddi Hafnarfjarðarbær að kaupa klausturhúsið. Þær ráðagerðir urðu þó að engu er Frehen biskup Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum. kaþólskra tilkynnti að ekkert mundi verða úr sölunni og yrði helgur lifnaður í klaustrinu eftir sem áður, en nýtt fólk Tekið á móti forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur á Orlyflugvelli. (Tímamynd GTK) fram spurningalista er hann bað forsvars- menn annarra flokka að svara og snertu spurningarnar margvíslega málaflokka. Mæltist þessi aðferð misjafnlega fyrirog litu margir svo á sem Svavar sóaði naumum tíma með þessu móti, en mikill vandi beið úrlausnar. Mörgum varð litið til lofts þann 19. maí, er geimskutlan bandaríska kom í heimsókn til íslands á leið á flugsýningu í París. Flaug þotan sem skutluna bar lágt yfir Reykjavík, en lenti síðan á Keflavíkurflugvelli. Fegurðardrottning íslands var krýnd á veitingahúsinu Broadway um miðnætti þann 20. maí. Varð Unnur Steinsson hlutskörpust og setti fegurðardrottning Breta 1982 kórónuna á höfuð henni. Skuttogarinn Haukur GK-25 strand- aði í rennunni við Sandgerði þann 20. maí. Var strandið kennt bilun i stýris- búnaði. Náðist skipið skjótt á flot að nýju og reyndist ekki mikið skemmt. Síðdegis laugardaginn 21. maí skilaði Svavar Gestsson umboði sínu til stjórn- armyndunar. Nú tóku hlutirnir að gerast hratt: Aðfaranótt fimmtudagsins 26. maí náð- ist samkomulag um málefnasamning (Tíntamynd Róbert) 1934 og kom þá mikið Skeiðarárhlaup, sem ekki varð að þessu sinni. ■ Unnur Steinsson var fegurðar- drottning Islands, þegar stjórnarmynd- unartilraunirnar stóðu hvað hæst. Tímamynd Ámi)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.