Tíminn - 01.01.1984, Qupperneq 14

Tíminn - 01.01.1984, Qupperneq 14
SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1984 Þétt var tjaldað í Húsafelli um verslunarmannahelgina. (Tímamynd Árni) SKIPTAPAR OG UMFEEtÐAR- SLYSABYLGJA Breskur kvendávaldur, Gail Gordon, kom hingað til lands þann 2. september og hélt hér nokkrar sýningar á list sinni við góða aðsókn. Verð á kindakjöti lækkaði þann 2. september um 20%,-sem nam um 20 krónum á hvert kíló og hugsuðu margir sér gott til glóðarinnar og vildu birgja sig vel upp fyrir hátíðarnar, en kjötsalan skyldi standa í 40 daga á þessu verði. Veðurfarið hafði slæm áhrif á afkomu margra bænda og var óttast að margir þeirra yrðu að bregða búi innan skamms. Þann 2. september sökk togbáturinn Brimnes frá Ólafsvík 27 sjómílur vestur af Öndverðarnesi. Kom upp eldur í bátnum, sem engin leið var að ráða við. Fimm skipverjar voru í bátnum og yfirgáfu þeir hann nokkru áður en hann sökk. Varðskip kom á vettvang og reyndi að vinna bug á eldinum en árangurslaust. Rauði krossinn skipulagði hjálparstarf til aðstoðar bændum sem mikil hey áttu úti vegna ótíðar. Brugðust margir vel við og kom þessi hjálp víða að verulegu liði. Þann 10. desember lækkuðu vextirum September 4-5% og var vonast til að þeir yrðu orðnir í samræmi við verðbólguna, eða um 30% um áramót. A hádegi þann 7. september var gengið frá bráðabirgðasamkomulagi í áldeilunni í Zúrich. Fólst í samkomulag- inu hækkun orkuverðsins og fyrirheit um heimild til stækkunar álversins. Nú fréttist um fyrirheit stjórnvalda um 50% hækkun húsnæðislána til þeirra er voru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn og var ákveðið að viðbótarlán til þeirra er fengið höfðu lán sl. tvö ár yrðu greidd út í desember. Talið var að þetta mundi kosta að auka yrði framlög til húsnæðis- lána um 800 milljónir. Tveir bræður fórust er vélbáturinn Bakkavík ÁR sökk í innsiglingunni við Eyrarbakka. Þriðja bróðurnum var bjargað eftir klukkustundar volk í sjónum. Mun báturinn hafa fengið á sig hnút og hvolfdi honum á svipstundu. Jasshljómsveitin „The Great Eight" kom til landsins og hélt hljómleika í Gamla bíói þann 7. september. M.s. Edda lenti í mikluóveðrifimmtu- daginn 8. september og brotnuðu nokkr- ar rúður, svo sjór flóði inn í farþegak- lefa. Greip nokkur ótti um sig meðal farþega, en hann dvínaði er gripið var til þess ráðs að snúa skipinu upp í veðrið. Ungur fallhlífarstökkvari komst í hann krappann, þegar fallhlíf hans opn- aðist ekki, - tvívegis sömú helgina! Náði fallhlífarstökkvarinn, Kristófer Ragn- arsson, að opna varafallhlífina og bjarga sér þannig. Ótti greip um sig meðal starfsmanna þvottahúss ríkisspítalanna, þegar ákveð- ið var að bjóða út reksturinn til einkaað- Ágúst L0KS K0M FLÆSA, - RÁS 2. í UNDIRBÚNINGI . Eftir langvarandi óþurrkatíð gerði loks flæsu í ágústbyrjun Qg tóku bændur þá rösklega til hendinni, því víða, t.d. á Suðurlandi höfðu menn ekki náð inn þurri tuggu fram til þess tíma. Að vanda fjölmenntu unglingar og aðrir íbúar þéttbýlis út á land um verslunarmannahclgina og bar víða nokkuð á drykkjuskap, mest þó í Húsa- felli. Sem betur fer var þar tiltækt fjölmennt hjálparlið sem forðaði því að drukkið fólk yrði fyrir óhöppum, cn vcður var hráslagalegt. Á fjórða þúsund ntanns var í Húsafelli. Þá var og með sukksamasta móti í Atlavík. Sömu helgi var „þjóðhátíðin" haldin í Eyjum og fór hún vel fram ogslysalaust. Veðurstofan sendi frá sér yfirlit um hitastig í júlí og kom þar fram að mánuðurinn hafði verið sá kaldasti í heila öld. Fjárlaga og hagsýslustofnun lagði til 5% niðurskurð við gerð næstu fjárlaga eða alls um 400 milljónir króna. Mjög óx mörgum í augum er einhverj- ir reiknuðu það út að bifreiðarstjórar íslenskra ráðherra hefðu full ráðherra- laun fyrir akstur sinn þegar best léti. Kvaðst forsætisráðherra mundu setja nýjar og hertar reglur til þess að hafa eftirlit með þessu. Nú var talsvert tekið að ræða um væntanlega rás 2. hjá Ríkisútvarpinu og þann 5. ágúst var ráðinn að henni forstöðumaður, Þorgeir Ástvaldsson, löngu kunnur að störfum sínum að útvarpsþáttum og sem skemmtikraftur. Válegt atvinnuástand þótti á Akureyri er í Ijós kom að þar var atvinnuleysi 110% meira en í Reykjavík í júlímánuði. Þá voru þar 92 án atvinnu. Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleik- stjóri, þótti detta í lukkupottinn er hann var ráðinn til þess að gera kvikmynd um Harald hárfagra fyrir Norðmenn. Mun ástæðan hafa verið sú að Norðmenn hafa nú vaxandi áhuga á að kvikmynda efni úr sögu sinni, en Ágúst búinn að sanna hæfni sína á slíku sviði með myndinni um Gísla Súrsson. P Framámenn íslensks iðnaðar brugðu sér í gervi olíufursta í tilefni af kynningu íslcnskrar olíu á iðnsýningunni. (Tímamynd Róbert) ■ Frá brunanum á Hellissandi. (Tímamynd A.L.) ítalskt beitiskip, Caio Duillo, kom til hafnar í Reykjavík og um borð var 550 manna áhöfn og um 100 sjóliðsforingja- efni. Tugmilljóna tjón varð í eldsvoða á Hellissandi, þegar frystihúsið á staðnum brann til kaldra kola þann 17. ágúst. Frystihúsið var aðalatvinnuveitandinn á staðnum, sem veitti um 60% allrar atvinnu þar. Þann 17. ágúst kom til landsins Frakk- inn Jean Claude Bertrand, sem skipulagt hafði hér svonefnt „íslandsrall. Verðlaun voru veitt fegurstu götu í Reykjavík sumarið 1983 og varð Selja- gerði fyrir valinu fyrir góða umhirðu lóða, þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Arnarvarpið var með betra móti þetta árið og komust 22 ungar á legg hjá 15 arnarhjónum. Ráðning Guðmundar J. Guðmunds- sonar á Þresti Ólafssyni sem fram- kvæmdastjóra Dagsbrúnar sætti mikilli gagnrýni starfsmanna félagsins. Þótti þeim hart að setja mann yfir sig, er þeir sjálfir voru kosnir til starfa sinna. Áhugamannahópur um úrbætur í húsnæðismálum var settur á laggirnar til þess að bjarga hag þess fólks sem komið var í vandræði með íbúðakaup sín í kjölfar róttækra efnahagsráðstafana. Það var Reykjavtkurborg r.okkuð áfall er ljóst varð að tveir af hverjum þremur mundu ekki ráðast í að byggja á lóðum þeim er þeim hafði verið úthlutað við Grafarvog. Samtímis kynnti formað- ur skipulagsnefndar Reykjavíkur hug- myndir um að reisa 400 íbúða byggð við Skúlagötuna. Sex skip úr fastaflota NATO heim- sóttu Reykjavík þann 25. ágúst, en þau voru í grcnnd við landið í tengslum við ■ Brimnesið hverfur undir yfirborð sjávar. Á innfelldu myndinni má sjá all víðtækar flotaæfingar. varðskipsntenn að slökkviliðsstörfum. (Ljósmynd: Guðm. Valdimarsson).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.