Tíminn - 01.01.1984, Side 15

Tíminn - 01.01.1984, Side 15
15 SUNNUDAGUR 1. JANUAR 1984 fréttaannáll 1983] ■ Dr. Gunnar Thoroddsen lést þann 24. september, 73ja ára að aldri. Frá slysstað, þar sem Sandey II hvolfdi (Tímamynd Róbert) vogi er þar fannst fallbyssukúla frá miðri 19. öld er verið var að vinna við vegagerð. Nú leið að landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og þann 11. október kvisaðist að Geir Hallgrímsson mundi ekki gefa kost á sér sem formanni að nýju. Hörmulegt slys varð í Reykjavík þann Egilsstöðum gekk út úr vélinni áður en hreyflar hennar höfðu verið stöðvaðir og varð fyrir hreyfilspaðanum. Lést hann þegar í stað. Þremur lögregluþjónum var vikið úr starfi á ísafirði eftir að þeir höfðu rofið innsigli á áfengisgeymslu flutningaskips án heimildar, og tekið þaðan eitthvað af áfenginu. Var þarna um að ræða eins- konar „risnu" skipverja, sem lögreglu- mennirnir sögðu vera alsiða. Boðað var til fundar með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, forsætisráð- herra og fulltrúum atvinnurekenda þann 25. október. Höfðu viðræðurnar ekki lengi staðið er fulltrúar verkalýðssam- takanna gengu af fundi. Kvaðst forsætis- ráðherra líta á atburð þennan sem þátt í ákveðinni sýningu. Ekki létu stórslysin á sér standa í mánuðinum: Skclfilegt slys varð austan við Viðey þann 28. október, þcgar Sandey II hvolfdi á svipstundu og fjórir skipverja fórust. Aðeins tveir sluppu naumlega. Var talið að sanddæla skips- ins hefði fest í botni og kranar þess dregið skipið niður er reynt var að losa hana. Gerðíst nú skammt stórra högga á milli: Þann 30. október sökk haförninn SH-122 við Bjarnareyjar á Breiðafirði. Fórust þrír menn, en þrír komust upp í sker og var bjargað um borð í þyrluna Rán. ■ Nýr eigandi ákvað að ieggja gamla Hamarshúsið undir íbúðabyggingar og koma þar fyrir 50 smáíbúðum til sölu eða leigu. (Tímamynd Ami) ila. Frekari útboð á ýmsum verkþáttum við spítlana voru í bígerð og töldu ýmsir að þetta leiddi til þess að um 500 manns misstu atvinnu sína. Orðrómur komst á kreik um að rekstr- argrundvöllur Járnblendiverksmiðjunn- ar að Grundartanga væri brostinn, vegna hrapandi markaðar' fyrir kísiljárn, en þessu neitaði forstjóri, Jón Sigurðsson, harðlega og kvað útlitið bjart í nýjum rekstraráætlunum fyrirtækisins. Mikið var um bifreiðarslys helgina 18.-19. september: Ökumaður einn sofnaði undir stýri og hafnaði inni í garði við Sunnuveg í Reykjavík, og annar slasaðist lífshættulega, þegar maður fékk flog undir stýri og ók á þrjá vegfarendur við Laugaveg. Loks beið maður bana, er bifreið hans valt í lausamöl við Laugar- vatn. Dr. Gunnar Thoroddsen, frv. forsæt- isráðherra, andaðist á Landsspítalanum í Reykjavík laugardaginn 24. septem- ber. Var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni þann 30. september að viðstöddu miklu fjölmenni. Kennarasamband íslands höfðaði mál á hendur menntamálaráðherra, Ragn- hildi Helgadóttur, þar sem hún hafnaði endurráðningu kennara við Þelamerkur- skóla, sem fyrirrennari hennar, Ingvar Gíslason, hafði veitt vilyrði fyrir. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar í „Þverholtsmálinu" svonefnda og var ákærði, Hallgrímur Ingi Hallgrímsson. dæmdur í 10 ára fangelsisvist. Kvikmyndin „Nýtt líf" var frumsýnd í Nýja bíói þann 30. september. Leikstjóri myndarinnar er Þráinn Bertelsson, en þarna segir fra ævintýrum ungra Reyk- víkinga í Eyjum. Október 11 KÍLÓ AF HASSI GERÐ UPPTÆK Víða bar á erfiðleikum í atvinnulífi á árinu og í byrjun október sagði Slippfé- lagið upp starfsmönnum sínum, 77 talsins. Vonast var þó til að flesta yrði hægt að endurráða. Ekki er víst að landsmenn muni að nýju eiga kost á utanferðum með far- þegaflutningaskipi á vegum íslenskra aðila næsta sumar. Hallinn af rekstri ms. Eddu varð nefnilega um ein milljón dollara og von að útgerðin hugsi sitt ráð áður en í slíkt fyrirtæki verður aftur ráðist. Óvæntur fornleifafundur varð í Kópa- 12. október, þegar fjögurra ára gamalt barn lét lífið vegna rafmagnslosts úr gölluðu sjónvarpsloftneti. Kartöfluuppskeran brást fullkomlega þetta árið. Var ekki hægt að senda nema mánaðarsölumagn á markaðinn. Öll ráðuneytin og forsetaembættið hlutu áminningu, þegar Ijóst varð að kostnaður við yfirstjórn ríkisins hafði farið 67% fram úr áætlun. Gallar fundust í kjöti sem orðið hafði fyrir frostskemmdum í frystigeymslum ísbjarnarins og óvart var látið á markað. Rannsókn fór fram á máli þessu að frumkvæði yfirkjötmats ríkisins, en það var Afurðadeild Sambandsins sem kjötið átti. Skipverji á Karlsefni var handtekinn með 11 kíló af hassi í fórum sínum þann 17. október. Var þetta mesta magn af hassi sem náðst hafði að gera upptækt í einu. Þrír menn buðu sig fram sem formann- sefni í Sjálfstæðisflokknum og voru þeir Birgir ísleifur Gunnarsson, Friðrik Sóf- usson og Þorsteinn Pálsson. Þótti sá síðastnefndi sigurstranglegastur frá byrjun. Maður klemmdist inni í bíl eftir árekstur á Breiðholtsbraut og tók þrjá tíma að losa hann úr prísundinni. Óhugnanlegt slys varð á Reykjavík- urflugvelli hinn 22. október er maður sem var að koma til Reykjavíkur frá ■ í þessum pokum reyndust vera hvorki meira né minna en 11 kíló af hassi að verðgildi 4.5 milljónir í smásölu (Tímamynd Róbert) Nóvember SLYSAHRINAN HELDUR ÁFRAM Áfram héldu sjóskaðar við landið, því að kvöldi hins 1. nóvember sökk þýska flutningaskipið „Karnpen" við Vest- mannaeyjar. Fórust sjö menn af þrettán manna áhöfn. Bátar frá Vestmannaey- jum björguðu þeim sem af komust. Þann 2. nóvember leit svartasta skýrsla fiskifræðinga til þessa dagsins ljos. Var ástandi þorskstofnsins þar svo lýst að draga yrði um þriðjung úr veiðunum og yrði heildarafli ekki nema 200 þúsund lestir ef ráðum fiskifræðinga væri fylgt. Aðalfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í Háskólabíói í Reykjavík þann 3ja nóvember. Á fundinum hlaut Þorste- inn Pálsson yfirgnæfandi meirihluta við formannskjör, en sá er næstur honum varð að atkvæðum Friðrik Sófusson, var kjörinn varaformaður. Talsverða athygli vakti fegurðarsam- keppni sem ameríska tímaritið Pentho- use gekkst fyrir hér á landi með aðstoð tímaritsins Samúel. Varð hlutskörpust 19 ára gömul síulka úr Njarðvíkum, Margrét Örlygsdóttir, og hélt hún út til Bandartkjanna þann 10. nóvember. Enn voru tímaritin á dagskrá, þegar Hæstiréttur dæmdi í máli sem tímaritið „Life“ höfðaði gegn íslenska fimaritinu „Líf“, vegna nafnlíkingar. Var úrskurð- að að „Líf“ væri óheimilt nafnið. Sjá einnig bls. 18

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.