Tíminn - 01.01.1984, Side 18
SUNNUDAGUR U JANÚAR 1984
Tímamynd Ámi
Silfurmunir Hallgrímskirkju komnir heim
(Tímamynd Ámi)
■ TF Rán á þilfari varðskipsins Óðins
Nóvember
Framh. af
bls. 15
Tómas Guðmundsson, skáld, lést
þann 14. nóvember, 82ja ára að aldri.
Enn eitt sforslysið á skömmum tíma,
- þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Rán
hrapaði í sjóinn undan Jökulfjörðum
vestra í náttmyrkri, aðfaranótt hins 10.
nóvember. Fórust þar fjórir menn. Tókst
að ná þyrlunni upp af hafsbotninum lítt
laskaðri, þótt ónothæf væri vegna salt-
skemmda. Var flakið sent úr landi til
rannsóknar.
Vélbáturinn Ragnar Ben frá Ólafsvík
strandaði vestan við Hellissand þann 16.
nóvember og sökk báturinn á aug-
abragði. Mannbjörg varð.
Mörgum var skemmt, þegar það frett-
ist að inn í kvikmynd um öryggismál sem
ætluð var sjómönnum, væri fléttað nekt-
ardansi. Mun þetta hafa átt að vera
tálbeita til þess að menn kynntu sér
myndina fremur.
Mcnn fóru nú að hugsa til jólahátíðar-
innar og vegna minnkandi kaupmáttar
var nokkurn kvíða að heyra á bóksölum,
en búist var við 20% samdrætti á
bókamarkaði frá fyrri árum.
Meðal úrræða til verndunar fiskistofn-
um var íhuguð sú leið að leggja einhverj-
um hluta togaraflotans og þá helst
skipum á þéttbýlissvæðunum.
Ungur blaðamaður, Skafti Jónsson
lagði fram kæru gegn þremur lögreglu-
mönnurh í Reykjavík, vegna harðræðis
er þcir höfðu beitt hann við handtöku
aðfaranótt 27. nóvember. Átti atburður
þessi sér stað í Þjóðleikhúskjallaranum.
Spunnust um þetta mál miklar deilur og
blaðaskrif og hlaut málið heitið „Skafta-
málið“ í munni almennings og í skrifum
fjölmiðla. Er ekki úr nálinni bitið með
þá umræðu þegar þetta er ritað, næstsíð-
asta dag ársins.
Ljósin í lagi
- iundin góð
Slík áhrif hafa
rétt stillt Ijós
í umferðinni.
riæ
FERÐAR
■ Geir Hallgrímsson býður nýjan formann Sjálfstæðisflokksins vclkominn til starfa
(Tímamynd Árni)
Desember
sem kvaðst vona að koma mætti fuglin-
um til heilsu á ný.
Segja mátti að þau sætu í súpunni
hjónaleysi, sem í galgopahætti fengu
allsherjargoða ásatrúarmanna til þess að
gefa sig saman á Austurvelli á sinni tíð.
Úrskurðaði Hæstiréttur í mánuðinum
að víglsan væri gild að lögum og yrði að
fara um skilnað samkvæmt því.
Saksóknari ríkisins úrskurðaði að
rannsaka yrði „Skaftamálið" svonefnda
nánar með dómsrannsókn fyrir sak-
adómi, þar sem fyrri rannsókn væri
ófullnægjandi.
Um það bil 4700 manns sóttu um
viðbótarlán til Húsnæðismálastofnunar
og var áætlað að til afgreiðslu lánanna
hefðu farið 250-300 milljónir.
„Sprengja" féll niður á jólabókamar-
kaðinn, þegar A.B. gaf út áður óþekkt
ástarbréf Þórbergs Þórðarsonar til ga-
mallar unnustu. Nefndist bókin „Bréf til
Sólu.“ Urðu nokkrar deilur um útgáfu-
rétt á bréfum þessum, en Mál og Menn-
ing telst hafa útgáfurétt á ritum
Þórbergs.
Óvenjulegt innbrot var framið í
Reykjavík, þegar brotist var inn í
Hallgrímskirkju helgina 17.-18. des-
ember og stolið þaðan bestu silfurmun-
um kirkjunnar. Sem betur fór upplýstist
málið áður en jólahátíðin gekk í garð og
munirnir endurheimtir. Átti hér hlut að
máli óreglufólk, sem bækistöð átti í húsi
einu við Laugaveg.
Því miður liðu jólin ekki hjá án
skugga, því 11 ára gamall drengur brann
inni í húsi við Austurbrún á aðfangadag.
Þá lést piltur í húsi einu í Seljahverfi
í Reykjavík á Þorláksmessu eftir átök
við tvo pilta og var annar þeirra bróðir
hans.
í lok ársins urðu breytingar á rekstri
Tímans með þeim hætti að nýtt hlutafé-
lag, „Nútíminn“ undirbjó að taka við
rekstri hans í stað Framsóknarflokksins.
Vonast starfsmenn blaðsins til að blaðið
megi enn eflast og batna við þessar
skipulagsbreytingar á nýju ári.
„BREFA-
SPRENGJA”
ÁBÓKA-
MARKAÐI
Mikið óveður gekk yfir landið um
mánaðamótin nóvember-desember og
sukku tveir bátar í Hafnarfjarðarhöfn í
látunum.
Rás 2 hóf sendingar sínar þann 1.
desember og var meginefni dagskrárinn-
ar létt tónlist. Þó yrði að finna nokkurn
blæbrigðamun frá einni viku til annarrar
þegar frá liði, að sögn Þorgeirs Ástvalds-
sonar, forstöðumanns hinnar nýju
stöðvar.
Bóksalan fór heldur dræmt af stað
eins og menn hafði grunað, en bók
Jóhannesar Snorrasonar, „Skrifað í
skýin“ tók þó skjótt forystuna og varð
metsölubók ársins.
Upplýst var að ekki færri en 615
nefndir höfðu starfað á vegum ríkisins
árið 1982 og kostuðu þær ríkiskassann
um 22 milljónir króna.
Særður fálki fannst á svölum húss við
Eskihlíð í Reykjavík. Varhonum komið
í hendur Ævars Petersen, fuglafræðings,
■ Fálkinn úr Hlíðunum í höndum Ævars Petersen.
(Tímamynd Róbert)