Tíminn - 01.01.1984, Síða 22
22
SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1984
nútrminnt
umsjón: Friðrik Indriðason
— stiklað á stóru í poppannál ársins
Janúar
■ Nútíminn vill óska öllum vinum og
velunnurum, nær og fjær, gleðilegs nýs
árs og þakka samstarfið á liðnu ári en hér
á eftir fylgir poppannáll ársins 1983, eins
og hann lítur út frá okkar bæjardyrum
séð.
Arið hófst rólega. menn voru svona
fram í miðjan janúar að ná sér eftir
timburmenn „stuðmanna-jólanna 1982“
en meðlimir þungarokkssveitarinnar
Pass úr Mosfellssvcit gáfu sér tíma frá
„eggjabakkaumhverfi" sínu til að vippa
sér upp á skrifstofur okkar og gáfu þá
m.a. út þá yfirlýsingu að þessi „bransi“
væri orðinn sjúkur af klíkuskap.
Um miðjan mánuðinn getum við þess
að Jakob Magnússon væri kominn með
nýja hljómsveit í Los Angeles, Bone
Symphony, sem nýlega gaf út sína fyrstu
plötu. Hljómsveitin hefur raunar gist
landið að undanförnu og haldið hér
tónleika og sú breyting er orðin á henni
aö Ragnhildur Gísladóttir er gengin í
hópinn.
Orghestarnir gáfu út sína fyrstu plötu
í þessum mánuði, Konungarspaghettifr-
umskógarins, en í umsögn sinni um hana
sagði poppskríbent okkar bra m.a. að
„framhlið albúmsins er frámunalega sví-
viröileg skírskotun til neytandans..."
Hljómsveitin DRON fékk vcrðlaun
fyrir bestu frammistöu á Músíktilraun-
um SATT ogTónabæjar. Vinsældakosn-
ingar Nútímans eru í gangi allan mánuð-
inn og má ekki á milli sjá hvor er í
ökusætinu þar, Egó eða Stuðmenn.
Febrúar
Gullströndin andar, hóstar og hnerrar
út mestan part þessa mánaðar, en þetta
samstarf listafólks af öllum tegundum og
gerðum þótti heppnast nokkuð vel.
Lukkutröll og „alt-muligt" maður Nú-
tímans Luigi poppfréttaritari brá sér á
eina skemmtunina, eitthvað sem kallað-
ist Mögulegt óverdós, hópur tónlistarm-
anna með Bubba Morthens í broddi
íylkingar...“ djöfull voru þeir speisað-
ir, málaðir í bak og fyrir, hárið í alls
konar litum og Bubbi í ballctt-búning..
Nútíminn frétti af því síðar að Bubbi
hafi boðið Stjörnumessutoppum DV að
koma með „Showið" á Broadway en
þeir hafi koksað á því, ákvörðun sem
auðvelt er að sjá út frá þeirra sjónarmiði
því ef Mögulegt óverdós hefði troðið
upp á þessari skemmtun hefði sennilega
þurft að bera helming gesta út í vírkörf-
um og hinn helmingurinn hefði setið
eftir í varanlegu „kúltúrsjokki".
Og fyrst við erum að tala um Bubba i
þá tók hljómsveit hans Egó vinsælda-
kosningar Nútímans með trompi, var
kosinn vinsælasta hljómsveitin, plata
þeirra „í mynd“ var kosin vinsælasta
platan og þeir áttu 4 af 6 vinsælustu
lögum ársins. Af öðrum merkum úrs-
litum í vinsældakosningunum má nefna
hið undarlega atriði að vinsælasta lagið
samkvæmt kosningunum 'var Rabbar-
bara Rúna, sennilega áhrif frá dreifbýl-
inu.
Stærstu poppfréttir mánaðarins og
raunar alls ársins, ef út í það er farið,
voru að Mezzolorte sló í gegn á Bret-
landsmarkaði með lagi sínu Garden
Party og sem dæmi um vinsældir plötu
þeirra þá má vitna í Black Echo vikuritið
sem í fcbrúar var með 12 tommu plötu
Mezzo „Surprise surprise" í 4. sæti
listans hjá sér næst á cftir plötum eins og
„Thriller" með Michael Jackson, „Stre-
etsounds" og „Powerlight" með Earth
Wind & Fire.
Mars
Vclgengni Mezzoforte hélt áfram í
mars, en í byrjun þess mánaðar náðu
þeir inn á 61. sæti National-listansbreska
með Garden party og á tveim vikum fóru
þeir með lagið í 29. sæti. í byrjun þessa
mánaðar gefur hljomsveitin 04U út sína
fyrstu plötu 01 og segist ekki ætla að
hætta fyrr en 02,'03, o.sv. frv. eða heilt
fjós sé komið, en síðan hefur lítið heyrst
í þcirri sveit.
Spurnir berast af því að breska hljóm-
sveitin Echo and the bunnymen muni
verða með tónleika hér um sumarið.
Þursaflokkurinn á 5 ára afmæli og heldur
í tónleikaför um landið af því tilefni.
Nútíminn bregður sér í heimsókn til
hljómsveiarinnar KIKK sem síðar á
árinu vekur á sér athygli. Hljómsveitin
Puppets, síðar Deild 1, er stofnuð en sú
útgerð stendur á brauðfótum frá upp-
hafi...
Apríl
Möðruvallamunkarnir, stórsveitin frá
Akureyri, leit inn í kaffi og kökur til
Nútímans í byrjun apríl og gáfu þeir þá
m.a. út þá yfirlýsingu að þeir hefðu
„jukk,að saman í fieiri ár“ ... Fyrirtækið
Mctro Musík er stofnað af Hallvarði
Þórssyni umba og einhverjum óþekktum
samstarfsaðila, en það lifði ekki út árið
eins og fjölmargt annað í bransanum
þ.á.m. hómósexúalræbblarokkhljóm-
sveitin Húsgögn sem sendi okkur sæta
mynd af sér í þessum mánuði en síðan
ekki söguna meir. Þá fréttist af því að
Rut Reginalds væri gengin í Fræbblana.
Einhver fótur mun hafa verið fyrir þessu
en hann í smærra lagi.
Mezzoforte náðu fótfestu á Hollands-
markaði í þesunt mánuði og fór litla
plata þeirra í 19. sæti vinsældalistans
þar, en sú stóra í 16. sæti listans.
Fræbbblarnir hættu endanlega að vera
til um svipað leyti, en þá hafði Valli
gengið úr hópnum og hinir skipt um
nafn, raunar fóru þeir í gegnum nokkur
nafnaskipti áður en nafnið VA varð fyrir
valinu og undir því nafni dóu þeir drottni
sínum.
Maí
Kántrýstjarnan Hallbjörn Hjartarson
gaf út sína þriðju sólóplötu í byrjun maí
en hann lenti í nokkurri vinsældabombu
hérlendis á þessu ári. Stofnaður var
KR-Stuð klúbburinn eftir að kappinn
kom sá og sigraði á Laugardalsvellinum
í sumar auk fleiri atriða.
Tónlistarviðburður mánaðarins var
svo tónleikar bresku hljómsveitarinnar
Fall í Austurbæjarbíói, en um þá sagði
bra m.a.: „Einhver hefur fleygt því fram
að með The Fall hafi rokktónlist dottið
í gröfina og Mark E. Smith hafi messað
við þá jarðarför. En þótt hann messi enn
fannst mér tónleikarnir á föstudaginn
gefa það til kynna að The Fall eigi ekki
langt í gröfina þótt það sé langt í að hún
gleymist“...
Trommuleikaraskipti urðu í hljóm-
sveitinni Egó, Magnús Stefánsson fór út
en Jökull nokkur frá ísafirði kom inn í
staðinn.
Söngvari Pere Ubu, David Thomas
hélt tónleika hér undir lok máimánaðar
og tókst honum að skapa dúndur-
stemmningu, einn uppá sviði með segul-
band sér til aðstoðar, en skemmtun hans
var fólgin í söng blönduðu léttu gríni,
mest um eigið holdafar sem er allum-
fangsmikið.
Júní
Þessi mánuður hófst á tónleikum næt-
urklúbbadrottningarinnar Grace Jones í
Sigtúni, hreint magnað „Show" fyrir
landann og tvímælalaust í hópi stærstu
fonlistarviðburða þessa árs. Konsert
hennar hófst raunar ekki fyrr en rúmum
klukkutíma of seint og var allt komið á
suðupunkt í salnum, raunar átti maður
von á að „hlaðan" yrði rifin til grunna,
áður en Grace steig fram á sviðið. Hún
hafði þó góð tök á áheryendum og varð
kvöldið eftirminnilegt.
Breska hljómsveitin Classix Nouvaux
hélt tónleika hér í lok mánaðarins og
voru hreint frbærir en áhuginn fyrir þeim
ekki mikill. Laugardalshöllin þunn-
skipuð er þeir hófu leik sinn, en pró-
grammið var að miklu leyti byggt upp af
gömlum „hit" lögum þeirra og mikið
gert í að fá áheyrendur með í klapp og
stapp.
Þekktasta nýbylgjuhljómsveit fsl'ands
ÞEYR hættu svo að starfa sem slíkir í
lok þessa mánaðar en meðlimirnir hafa
verið í hinu og þessu síðan.Um sama
leyti stofnaði Valli í Fræbblunum nýja
hljómsveit, Fitlarann á bakinu, sem
ekkert hefur heyrst til síðan.
JÚlí
Ný hljómsveit, Frakkarnir, leit dags-
ins ljós í Safari í byrjun mánaðarins, þá
með Þorstein Magnússon sem gest. Síð-
an hefur hún komist í annála poppsögu-
nnar fyrir að vera ein óheppnasta hljóm-
sveit landsins hvað plötuútgáfu snertir
eins og kunnugt er af fréttum nýverið.
Echo and the Bunnymen héldu svo
tónleika st'na í Laugardalshöllinni.ásamt
Egó, Deild 1 og Grýlunum. Þeir mættu
með 4 aukahljóðfæraleikara en.....gíf-
urleg keyrsla setti mestan svip á tónlist
þeirra... trommuleikararnir, með góðri
aðstoð bassaleikarans, lömdu hlustir
áheyrenda sundur og saman og þar sem
udnirritaður dinglaði á miðju gólfinu lá
við að hávaðinn skæri í evrun...“
Undir lok mánaðarins kom svo platan
The Boys from Chicago út með Þorláki
Morthens og Ikarusgenginu en í dómi
um þá plötu var hún kölluð „hljómplata
ársins" einkum vegna þáttar Megasar á
henni, en hann á fjögur lög á plötunni,
þar á meðal krókudílamaðurinn sem er
eitt fyndnasta lag sem maður hefur heyrt
lengi.
Ágúst
Frekar daufur mánuður enda Nútím-
inn í nokkurskonar sumarfríi svona
svipað og ríflega helmingur frönsku
þjóðarinnar. Borgin reyndi að endur-
heimta fyrri „reisn" í tónlistarlífinu, en
án verulegs árangurs.
September
Mánuðurinn hófst á því að hljómsveit-
in Jonee Jonee fór óvænt í tonleikaför
um Ítalíu, för sem Purrk Pillnikk hafði
lengi staðið til boða en þeir ekki getað
notfært sér þar sem þeir voru fyrir löngu
hættir.
Mezzoforte gáfu út nýja „live“ plötu í
byrjun mánaðarins, tekin upp í Domin-
ion leikhúsinu í London, rafmögnuð
stemmning.
Tónleikar „Við krefjumst framtíðar“
í Laugardalshöll í þessum mánuði voru
svo tónleikar ársins og komust nálægt
því að vera fullkomnir á köflum en
aðalnúmer kvöldsins var breska pönk-
hljómsveitin Crass. Leikhópurinn Svart
og sykurlaust sá svo um að alltaf væri
eitthvað í gangi en meðal þeirra sem
komu fram voru Megas og Ikarus,
vonbrigði, Kukl, Egó.
Oktober
Nokkuð annasamur mánuður hjá
rokkurum landsins, Bubbi fer í tóleika-
för um Austuriand, Baraflokkurinn
bregður sér suður og heldur fonleika á
höfuðborgarsvæðinu og Vonbrigði
skreppa á unglingahátíð í Svíþjóð. Frétt-
ir berast af því að hljómsveitin Dead
Kennedys hafi áhuga á tónleikum hér og
er „Við krefjumst framtíðar" hópurinn í
sambandi við þá. Jóhann Helgason
kemst í úrslit í alþjóðlegu söngvakeppn-
inni í Castlebar á írlandi og nær síðan
öðru sæti með aðstoð vinar síns Björgv-
ins Halldórssonar.
Hljomsveitin Foss er stofnuð upp úr
Start og Svizz og hyggur hún á plötuút-
gáfu. Ikarus-hópurinn fer aftur í stúdíóið
að taka upp nýja lp plötu sem væntanlega
kemur út á næsta ári. Kikk skiptir um
trommuleikara.
Nóvember
Stórfreft þessa mánaðar er að Tappi
tíkarrass hættir og eru meðlimir sveitar-
innar óánægðir með frétt NT þess efnis,
segjast vilja flá undirritaðan lifandi með
ostaskera auk ýmiss annars sem ekki er
hafandi eftir.
Mike Pollock er rekinn frá Englandi
sama dag og hann kemur þangað með
Frakka-plötuna „1984“, en Ásgeir
Bragason fer utan með hana í staðinn.
Músíktilraunir SATT og Tónabæjar
hefjast og það er hljomsveitin Þarma-
gustur sem vinnur fyrstu umferð.
Breska hljómsveitin Psychic Tv heldur
(onleika hér og kvelja áheyrendur í tæpa
tvo tíma, en á undan þeim kemur Kukl
fram og er Einar Örn söngvari Kukl
sendur um gervihnött á sviðið í MH þar
sem tónleikarnir voru haldnir.
Desember
Mezzoforte kemur heim í jólamánuð-
inum og heldur hér nokkra tónleika, en
þeim finnst viðtökur íslendinga á þeim
daufar. Úrslit Músíktilrauna eru á Kjar-
valsstöðum og vinnur kvennahljómsveit-
in Dúkkulísurnar keppnina að þessu
sinni. Magnús Stefánsson kemur fram á
lokakvöldinu með Egó en aðeins sem
session maður.
Frökkunum tekst að koma „1984“ út
nú tveim dögum fyrir áramót og halda
þeir veglega útgáfutónleika af þeim
sökum. Hellingur af íslenskum og er-
lendum plötum steypist yfir markaðinn
rétt fyrir jól og seljast vel enda tók
Albert sig til og felldi niður vörugjald af
hljómplötum.
Og þá er bara að skvetta í glasið og
bjóða hið margumrædda ár 1984 vel-
komið.
-FRI