Tíminn - 01.01.1984, Síða 24
24
Mimm
SUNNUDAGUR 1. JANÚAR 1984
fþróttaannáll 1983 ...
Óskar Jakobsson ÍR var krýndur íþróttamaður ársins 1982 í byrjun janúar.
Tímamynd G.E.
Janúar
■ Gamla áriö kvaddi um það bil sem
Kristján Harðarson langstökkvari setti
íslandsmet í langstökki karla innanhúss,
stökk 7,30 metra. Meira átti eftir að
heyrast frá þessum kappa, og öðrum
frjálsíþróttamönnum.
Liverpool var hreint ósigrandi á Eng-
landi. í fyrstu tveimur leikjum ársins
bakaði liðið Arsenal og Notts County,
samtals 8-2. Tjallinn hafði eiginlega
ekkert til að vera spenntur yfir, Liver-
pool hafði 10 stiga forystu þegar fjórir
dagar voru liðnir af janúar. Getrauna-
leikur Tímans lét þó ekki deigan síga, og
sífellt fleiri heiðursmenn spreyttu sig
fyrir Tímans hönd, enda kvöldverður í
Þórskaffi og að lokum Wembley för í
veði.
Körfuknattleikssambandið fékk leið-
indabréf frá Alþjóðakörfuknattleiks-
sambandinu, þar sem Pétur Guðmunds-
son var ekki talinn löglegur með íslensku
áhugamannalandsliði, þar eð hann hafði
leikið sem atvinnumaður í Bandaríkjun-
um. Körfuboltamenn voru sárir. yfir
þessu, sóttu málið á þingi Alþjóðasam-
bandsins um sumarið, en ekki gekk.
Pétur fékk þó að vera með í tveimur af
þremur landsleikjum gegn Dönum í
janúar, mest fyrir góðvild Dana.
Víkingar urðu Reykjavíkurmeistarar
í innanhússknattspyrnu eftir hörkuúr-
slitaleik við Fram, KR vann í kvenna-
flokki.
íþróttafréttamenn krýndu íþrótta-
mann ársins 1982 7. janúar, fyrir valinu
varð Óskar Jakobsson kúluvarpari, stór
og stæðilegur og vel að titlinum kominn.
Óskar hélt strax eftir krýninguna til
Bandaríkjanna til náms og æfinga,
„klyfjaður eins og jólasveinn." af hangi-
kjöti og ýmsu góðgæti til félaganna
Einars Vilhjálmssonar og Odds Sigurðs-
sonar sem dvöldu við sama skóla, og
hangikjötið hafði góðar afleiðingar...
Næstir í kjöri íþróttafréttamanna komu
í réttri röð: Arnór Guðjohnsen knatt-
spyrnumaður, Þorsteinn Bjarnason
knattspyrnu og körfuknattleikskappi,
Bjarni Friðriksson júdókappi, Oddur
Sigurðsson hlaupari, Pétur Guðmunds-
son körfutröll, Kristján Arason hand-
boltamarkvarðarhrellir, Þórdís Gísla-
dóttir háfleygasta kona á íslandi í
orðsins fyllstu merkingu, Ingi Þór Jóns-
son sundkappi, Lárus Guðmundsson
knattspyrnumarkvarðahrellirogjón Páll
Sigmarsson lóðalyftari.
íslendingar sigruðu Dani í tveimur
landsleikjum í körfubolta, en Danir fóru
heim með einn sigur, í síðasta leiknum,
úrslit 80-67, 84-77 og 77-88.
Borðtennismenn urðu í þriðja sæti af
fjórum í C-riðli Evrópukeppninnar í
borðtennis, en keppt var í Guernsey.
ÍA varð íslandsmeistari í knattspyrnu
kvenna innanhúss, lagði Breiðablik að
velli, en Valur varði í þriðja sæti.
íslenska landsliðið í badminton varð í
sjöunda sæti í B-Evrópukeppni landsliða
í Basel, besti árangur frá upphafi.
Markaregn í handboltanum, FH sigr-
aði Fram með 23 marka mun, og vann
1. deildarkeppnina, tryggði sæti í IHF-
Evrópukeppninni að ári, og virtist til alls
líklegt í úrslitakeppni íslandsmótsins.
Stjarnan komst í fjögurra liða úrslit á
fyrsta ári í 1. deild, og Eyjólfur Bragason
skoraði 19 mörk gegn ÍR.
íslendingar fóru í Norðurlandareisu í
handbolta, sigruðu Dani í fyrsta leik í
Fredrikssund, 19-18 og þriðji útisigur
íslands á Danmörku í handbolta frá
upphafi staðreynd. Danir hefndu ósig-
ursins strax daginn eftir, 23-20, einbeit-
ing íslendinga brást.
Mane Garrincha, einn frægasti knatt-
spyrnumaður Brasilíu fyrr og síðar lést
saddur lífdaga þar suðurfrá, og þjóðar-
sorg þar.
íslendingar héldu áfram Norðurlanda-
reisunni, komu norður jil Finnlands og
lögðu þar heimamenn í tvígang, fyrst
stórt, svosmátt, 31-19 og 30-28. Leiðþar
janúar. Áfram ísland.
Febrúar
Loks tapaði Hamborg í vestur þýsku
Búndeslígunni, og Stuttgart með Ásgeir
Sigurvinsson í broddi fylkingar hóf upp-
leið sína.
Íslendingar skelltu Norðmönnum í
fyrri leiknum í Osló íhandboltareisunni,
Norðmertn réðu ekkert við Alfreð Gísla-
son og Brynjar Kvaran, 22-17. íslending-
ar lofuðu sigri í síðari leiknum, og stóðu
við þó naumt væri, 21-20.
Stúdentar stöðvuðu tveggja ára sig-
urgöngu Þróttar í blaki karla, sigruðu
Þróttarana 3-2 í hörkuspennandi leik,
langþráður draumur Stúdenta varð
staðreynd, en Þróttarar engu að síður
með pálmann í höndum í íslandsmótinu.
Kristín Gísladóttir Gerplu sigraði
fimmfalt á Unglingameistaramóti fs-
lands í fimleikum, orðinn í sérflokki hér
og átti eftir að láta meira að sér kveða á
árinu.
Kristján Harðarson langstökkvari
stökk tvisvar 7,50 metra í langstökki á
opna norska meistaramótinu í frjálsum
íþróttum, og sigraði. Sigurður T. Sig-
urðsson varð annar í stangarstökki á
mótinu, stökk „aðeins" 4,60 metra,
langt frá sínu besta.
íslenskar handboltakonur veittu Eng-
lendingum verðuga útrejð í handbolta-
landsleik á Akranesi 18. febrúar, 28-14,
og í síðari leiknum sem var í Reykjavík,
fengu þær ensku enn verri útreið 25-9.
Atli Eðvaldsson skoraði sitt níunda
mark í v-þýsku deildinni 19. febrúar, og
fleiri fylgdu á eftir.
Liverpool, sem hafði fimmtán stiga
forystu í 1. deild á Englandi um miðjan
febrúar, féll úr bikarkeppninni með því
að tapa fyrir botnliði Brighton, sem
reyndar átti eftir að fara langt í þeirri
keppni.
B-keppnin í Hollandi hófst með pomp
og pragt, um leið og Haukar úr Hafnar-
firði tryggðu sér í fyrsta sinn sæti í
úrvalsdeildinni í körfu.
Spánverjar voru of sterkir fyrir íslend-
inga í fyrsta leiknum, ísland tapaði 16-23
í beinni sjónvarpssendingu frá Hollandi,
þökk sé Bjarna Fel. (Alltsvo fyrir send-
inguna).
Tapið gegn Spánverjum var hlutur
sem reiknað var með, og íslendingar
náðu sér vel á strik gegn Svisslendingum,
sigruðu þá 19-15 og bjartar vonir um að
komast í efri hluta B-keppninnar, með
því að ná 2. sæti í C-riðli. En það sem
ekki var reiknað með, var að Svisslend-
ingar unnu Spánverja óvænt 23-22, og
„stálu“ öðru sætinu af íslendingum með
því að skora fleiri mörk í innbyrðis
leikjum þriggja efstu liða. íslendingar
voru mjög sárir yfir þessu, og unnu
Belga „bara“ með þriggja marka mun í
síðasta leik riðilsins. „Þetta er alltaf
sama gamla svínaríðið", sagði Hilmar
' Björnsson landsliðsþjálfari, enda líklegt
að íslendingar hefðu komist áfram ef
mörk í leikjum liðanna þriggja gegn
Belgum hefðu verið talin með.
Á meðan handboltavonir hrundu í
Hollandi, áttu Ásgeir Sigurvinsson og
Atli Eðvaldsson stórleiki í V-Þýska-
landi, og Ásgeir var valinn maður vik-
unnar. Stenmark var í stuði á skíðunum,
vann og varð þriðji. Leið svo febrúar. -
Áfram Ásgeir.
Mars
Einar Ólafsson göngumaður á skíðum
varð annar í 15 km göngu á HM
lögreglumanna á Ítalíu í byrjun mars.
Einar átti eftir að ganga mikið og vel á
árinu.
Handboltamenn héldu áfram barátt-
unni í Hollandi, og var framganga þeirra
nær óslitin sigurganga í neðri helmingi
B-keppninnar. Búlgaría lá 24-26, Hol-
land 17-23, Belgía 17-23, Frakkland
18-20, en ísraelsmenn náðu að „stela“
öðru stiginu af íslendingum, 22-22, eftir
að ísland hafði haft yfir 10-2 í fyrri
hálfleik. ísland því í 7. sæti í B-keppn-
inni, og gátu íslendingar vel við unað, úr
því lið okkar komst ekki í efri hlutann.
Robert McField, stjarna Þórs á Akur-
eyri í körfunni flaug heim án þess að
kveðja, og sátu Norðanmenn eftir með
sárt ennið. HK tryggði sér sæti í fyrstu
deild í blaki, og Breiðablik varð íslánds-
meistari í innanhússknattspyrnu karla,
sigraði Þrott frá Neskaupstað í úrslitum.
Bragi Garðarsson prentari féll út úr
Getraunaleik Tímans eftir frækilega
frammistsöðu, spáði rétt 7 sinnum í röð,
borðaði í Þórskaffi og komst í úrslita-
keppnina. Fram á sjónarsviðið kom
Flosi Kristjánsson kennari, sem spáði
grimmt í lok undankeppninnar.
Ásgeir Sigurvinsson varð pabbi 7.
mars, og var aðalstjarnan hjá Stuttgart
um þessar mundir, „allt mjög lukkulegt
hér“, sagði hann í viðtali við Tfmann.
Þróttur Reykjavík varð íslandsmeist-
ari í blaki 9. mars, sigraði Stúdenta í
æsispennandi leik, 3-2. Nanna Leifsdótt-
ir Akureyri hélt áfram óslitinni sigur-
göngu í bikarkeppni Skíðasambandsins,
og unglingalandsliðið í badminton tap-
aði öllum leikjum sínum á NM unglinga.
Þórdís Gísladóttir hástökkvari setti
nýtt Islandsmet í hástökki, um leið og
hún sigraði á Meistaramóti háskólanna í
Bandaríkjunum, sem haldið var í Ala-
bama. Þórdts stökk 1,88 metra, og
hækkaði íslandsmetið um tvosentimetra
innanhúss.
„Ég sest að í Eyjum þegarég hætti, og
ætla ekki út í pólitík", sagði Ásgeir
Sigurvinsson knattspyrnumaður í Stutt-
gart í ítarlegu opnuviðtali við Tímann
17. mars, og þá höfum við það.
„Það er gaman að geta fylgt Þórdísi“
sagði Þráinn Hafsteinsson tugþrautar-
maður 18. mars, en hann var þá nýbúinn
aðsetja íslandsmet í tugþraut, 7718 stig.
Valur varð íslandsmeistari í körfu-
knattleik, sigraði Keflavík í síðasta leik
sínum 88-87. Áður höfðu Valsmenn
slegið Keflvíkinga út í undanúrslitum
bikarkeppninnar, og sigruðu ÍR í úrslita-
leik viku síðar. Valsmenn því tvöfaldir
meistarar, og sigruðu að auki í Reykja-
víkurmótinu 1982.
Þróttarar urðu Bikarmeistarar í karla
og kvennaflokki í blaki 19. mars, og
íslandsmeistarar urðu Þróttarstúlkurnar
líka í mars. Því tvöfalt hjá Þrótti í
báðum flokkum, kvenna og karla.
Jónas Tryggvason og Kristín Gísla-
dóttir urðu íslandsmeistarar í fim-
leikum, báru bæði af í sínum flokkum og
voru vel að sigrinum komin, bæði glæsi-
legir íþróttamenn.
ÍR krækti í bronsverðlaunin í úrvals-
deildinni í körfuknattleik, stóðu sig vel
í síðari hluta keppninnar, eftir að hafa
farið illa af stað og verið í verulegri
fallhættu.
Einar Vilhjálmsson spjótkastari setti
nýtt íslandsmet í spjótkasti á frjáls-
íþróttamóti t Texas, kastaði 85,12 metra,
bætti tveggja ára gamalt met sitt um
tæpa fjóra metra. Með þessum árangri
hóf Einar frábæran feril á árinu. Óskar
Jakobsson sigraði í kringlukasti á sama
móti, og varð annar í kúluvarpi.
Bjarni Friðriksson varð íslandsmeist-
ari í opnum flokki karla í júdó, fimmta
árið í röð. Bjarni hafði mikla yfirburði,
eins og reyndar í flestum mótum á árinu.
Margrét Þráinsdóttir félagi Bjama úr
Ármanni sigraði í kvennaflokki.
Phil Mahre og Tamara McKinney frá
Bandaríkjunum urðu heimsbikarmeist-
arar á skíðum, en Ingimar frændi okkar
Stenmark varð sigurvegari í svigi.
Valsmenn urðu bikarmeistarar í
körfuknattleik 14. mars, sigruðu ÍR í
úrslitum 78-75. KR varð bikarmeistari í
kvennaflokki, enda langbesta lið íslands
t" kvennakörfubolta á síðasta keppnis-
tímabili, varð líka íslandsmeistari.
Sex íslandsmet fuku á Meistaramóti
íslands í sundi, þau Ingi Þór Jónsson
Akranesi, Ragnheiður Runólfsdóttir
Akranesi og Tryggvi Helgason frá Sel-
fossi settu tvö fslandsmet hvert.
íslendingar léku landsleiki við Færey-
inga í blaki í lok mars, þrjá í karlaflokki.
og þrjá í kvennaflokki. Þar afrekuðu
íslendingar að tapa í fyrsta sinn fyrir
Færeyingum í karlaflokki, fyrsta
leiknum 1-3. íslendingar hefndu ósigurs-
ins daginn eftir 3-1, og unnu 3-2 í síðasta
leiknum. Stúlkurnar höfðu hins vegar af
að sigra í öllum þremur, 3-1,3-2 og3-2.
Bob Paisley framkvæmdastjóri Liver-
pool fékk eina skrautfjöður enn í
hattinn. er Liverpool varð deildabikar-
meistari á Englandi 26. mars. Liverpool
vann erkimótherjann, Manchester Unit-
ed 2-1 eftir framlengingu.
Baldur Borgþórsson lyftingamaður
setti Norðurlandamet ungiinga í 90 kg
flokki í ólympískri tvíþraut, snaraði
143,5 kg.
Leið svo mars, áfram Einar.
Apríl
Aprílmánuður hófst með Landsmóti
á Skíðum, í 5eljalandsdal á ísafirði.
Mótið heppnaðist vel, eftir að veðurguð-
ir höfðu tafið um einn dag. Nanna
Leifsdóttir frá Akureyri var stjarna
mótsins, sigraði þrefalt, í svigi, stórsvigi
■ Nanna Leifsdóttir Akureyri bar
höfuð og herðar yfir aðrar skíðakon-
ur á árinu.
Tímamynd Guðmundur Sveinsson
og Alpatvíkeppni. Guðrún Pálsdóttir
frá Siglufirði og Stella Hjaltadóttir frá
ísafirði voru einráðar í kvennaflokkum
í göngu kvenna, Einar Ólafsson ísafirði
og Finnur V. Gunnarsson Ólafsftrði í
göngu karla. Þorvaldur Jónsson frá
Ólafsfirði vann í stökki, en Árni Þór
Árnason Reykjavík í Alpatvíkeppni og
svigi karla. Guðmundur Jóhannsson frá
ísafirði sigraði í stórsvigi karla.
Tómas Guðjónsson KR varð fjórfald-
ur íslandsmeistari í borðtennis, sigraði í
sveitakeppni með sveit KR, í einliðaleik,
í tvíliðaleik með Hjálmtý Hafsteinssyni
og tvenndarleik með Ástu Urbancic.
Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB varð
íslandsmeistari í einliðaleik kvenna og í
tvíliðaleik kvenna ásamt Kristínu Njáls-
dóttur UMSB.
Stuttgart og Ásgeir Sigurvinsson féllu
úr v-þýsku bikarkeppninni, töpuðu fyrir
Fortuna Köln, sem lék svo til úrslita við
hitt Kölnarliðið, FC. Liverpool hafði 16
stiga forskot í Englandi í byrjun apríl.
Islensku unglingalandsliðin í blaki
héldu til Færeyja og léku þar þrjá
landsleiki hvbrt. Islendingar unnu þar
sína fyrstu unglingalandsleiki í báðum
flokkum, stúlkurnar sigruðu í öllum
leikjunum 3-0, en piltarnir sigruðu í
tveimur fyrstu leikjunum 3-1 og 3-1, en
töpuðu síðasta leiknum 2-3.
Örninn tryggði sér sigur í kvenna-
flokki í sveitakeppni í borðtennis, og
rauf þar með sigurgöngu UMSB, en
þessi lið berjast jafnan um fslandsmeist-
aratitilinn.
Kristín Magnúsdóttir TBR varð þre-
faldur íslandsmeistari í badminton 10.
apríl, vann í einliðaleik, tvíliðaleik
ásamt Kristínu Berglindi TBR og í
tvenndarleik ásamt Brodda Kristjáns-
syni TBR. Broddi vann einnig í einliða-
leik karla, en í tvíliðaleik karla sigruðu
Sigfús Ægir Árnason TBR og Víðir
Bragason ÍA.
íslensku stúkurnar í landsliðinu í
handbolta töpuðu í tvígang fyrir þeim
dönsku í apríl. Fyrst í fyrri leik liðanna
í undankeppni HM í handknattleik 17-
21, og síðan 15-25 í vináttuleik.
Landsliðið í körfubolta vann pressulið
91-73 í Keflavík 11. apríl, í undirbún-
ingsleik fyrir NM í körfubolta. Landslið-
ið náði síðan þriðja sæti í NM, eftir
■ Þróttarar unnu allt sem hægt var að vinna í blakinu, og kvennaflokkurinn vann
líka tvöfalt. Tímamynd Róbert
fþróttaannáll 1983 ...