Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984
3
- AB.
Hnífaslagur
í áramotagleði
■ Tveir ungir menn lentu í siagsmálum
í áramótagleðskap í Breiðholti sem
enduðu með því að þeir og tvær stúlkur
sem voru þar hlutu minniháttar sár en
piltarnir voru báðir vopnaðir hnífum.
Tildrög slagsmála eru óljós cn er
piltarnir hófu slagsmálin reyndu stúlk-
urnar að ganga á milli með fyrrgreindum
afleiðingum. Þær fengu að fara heim að
lokinni skoðun á sjúkrahúsi en piltarnir
gistu fangageymslur lögreglunnar.
-FRI
Séra Emil Björnsson setur Baldur Kristjánsson inn í embætti prests Óháða safnaðarins. Sigurður Hafliðason meðhjálpari er lengst til vinstri.
„HÚGSÁ AB ÍG HAFITEK
IÐ í 150 HENDUR I DAG”
— sagdi Brynjólfur Bjamason, nýr forstjóri BÚR,
sem tókst að öngla saman olíu á þrjá togara fyrirtækisins
á sínum fyrsta starfsdegi þannig ad þeir komust til veiða
■ „Yfirreið mín var mikil í dag, en
góð,“ sagði Brynjólfur Bjamason for-
stjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur í
stuttu spjalli við Tímann ■ gærkveldi, er
blaðamaður spurði hann hvemig fyrsti
dagurinn í nýju starfi hefði verið, en
Brynjólfur hóf störf hjá BÚR í gær.
„Ég mætti á skrifstofunni í morgun kl.
20 mínútur yfir átta, til þess að reyna að
fá olíu á skipin til þess að koma þeim
út,“ sagði Brynjólfur, „jafnframt því
sem ég reyndi að fá upp hve mikið
vantaði í tékkheftið þann daginn. Þessu
næst fór ég út í fiskiðjuverið og hvern
einasta vinnustað BÚR. Ég hugsa að ég
hafi tekið í einar 150 hendur í dagogauk
þess fylgdi ég áhöfnum í þremur togur-
um BÚR um borð í dag. Þá ávarpaði ég
starfsfólkið í mötuneytinu í hádeginu,
þannig að ég dvaldi ekki mikið á
skrifstofunni minn fyrsta starfsdag hjá
BÚR heldur notaði ég hann til þess að
kynnast aðstæðum og til að kynna mig
fyrir starfsfólkinu, svona eins og mögu-
legt var á einum degi.“
Er Brynjólfur var spurður hvernig
starfið legðist í hann sagði hann: „Þetta
leggst vel í mig og í raun og veru er ég
mjög spenntur að taka á þessu verkefni.
Það er að vísu gríðarlega stórt og alveg
gríðarlega vandasamt, því það eru eins
og þú veist, miklar blikur á lofti og
maður sér ekki fyrir endann á því. Mín
orð eru nánast þau, að ef maður nær
góðu samstarfi við fólkið og ef maður
getur séð fram á að einhver rekstrar-
grundvöllur sé fyrir togarana, sem ekki
er í dag, þá er ég óhræddur við þetta."
Brynjólfur hefur að undanförnu verið
framkvæmdastjóri Almenna bókafélags-
ins og var hann spurður hvort hann teldi
ekki að reksturinn á BÚR væri gjörólík-
ur bókabransanum: „Jú, auðvitað er
þetta öðruvísi rekstur, en þetta er samt
sem áður rekstur á fyrirtæki og til þess
hcf ég lært. Við verðum svo bara að sjá
hvernig þetta kemur út.“
-AB
Kavanna
látin
Arnarflug:
Segir upp
öllu starff s-
fólki í inn- »
anlands-
flugi
■ Arnarflug hefur sagt upp öllu starfs-
fólki sínu sem tengist innanlandsfluginu
beint, þ.e. afgreiðslumönnum, hlað-
mönnum, flugvirkjum og starfsfólki á
aðalskrifstofu, samtals 11 manns. Taka
uppsagnirnar gildi 1. apríl nk.
I frétt frá Arnarflugi segir að uppsagn-
ir þessar séu tilkomnar vegna þess að
taka eigi innanlandsflug félagsins til
gagngerrar endurskoðunar með það fyrir
augum að endar nái saman í þessum
rekstrarþætti, en frá upphafi hefur orðið
verulegur halli á innanlandsfluginu, og
mestur hefur hann verið undanfarin työ
ár. Þar segir jafnframt að endurskoðunin
á innanlandsfluginu muni leiða í Ijós hve
marga starfsmenn verður unnt að
endurráða.
h
■
Baldur Kristjánsson
settur inn í embætti
— prests Óháða safnaðarins við guðsþjónustu
á nýársdag
■ Baldur Kristjánsson var scttur inn í
embætti prests Óháða safnaðarins við
guðsþjónustu á nýjársdag. Séra Emil
Björnsson, sem lét um leið af starfi eftir
34 ár sem prestur safnaðarins, setti
Baldur inn í embættið og þjónaði einnig
fyrir altari ásamt Baldri. Mikið fjöl-
menni var við guðsþjónustuna.
Baldur Kristjánsson mun messa á
hálfsmánaðar fresti framvegis. Barna-
starf Óháða safnaðarins hefst 22. janúar.
Baldur Kristjánsson predikar í kirkiu Óháða safnaðarins á nýjársdag.
■ Bandaríska söpransöngkonan
Dorrict Kavanna lést á sjúkrahúsi í
Bonn í Þýskalandi á gamlársdag en
hún var gift Kristjáni Jöhannssyni
störsöngvara, og hafði hún komið
fram á tónleikum hérlendis nokkrum
sinnum, bæði sem einsöngvari ug með
honum.
Dorríet Kavanna er fædd á Spáni en
bandarískur ríkisborgari og þar nam
hún lciklist og starfaði viðleikhús um 8
ára skeið en söng nam hún á Spáni og
Italíu á síðustu árum og náði ótrúlegum
árangri á því sviði á skömmum tíma.
■ Mikhael Lyras ásamt starfsfóíki sínu í Zorba gríU í gær.
Tímamynd Arni Sæberg.
Grískur veitingastadur
opnadur við Laugaveg
■ Grískur veitingastaður var opnaður
í Reykjavík í gær og ber hann nafnið
Zorba grill. Eigandi staðarins er Grikk-
inn Mikhacl Lyras, sem hefur verið
búsettur hér á landi undanfarin 18 ár.
Zorba grill er til húsa að Laugavegi 126,
þar sem ítalski veitingastaðurinn
Mamma Rósa var áður til húsa.
Mikhael Lyras sagði blaðamönnum
við opnun staðarins í gær, að með þessu
væri hann láta gamlan draum rætast, en
hann hefði haft matreiðslu sem helsta
áhugamál. Hann hefur fengið til liðs við
sig grískan matreiðslumann og býður
upp á hefðbundna gríska rétti. Hann
flytur meira að segja inn grískan geitar-
ost, feta, sem er hreint og beint ómiss-
andi með gríska salatinu.
Matseðillinn er fjölbreyttur, og verð-
lagi mjög stillt í hóf, en sem dæmi um
rétti og verðlag má nefna að forréttir ss.
Skorðalía, Tzatziki og Taramosalata
kosta frá 40 og upp í 60 krónur, grillrétt-
ir, eins og Gyros, Sourlaki og Zorba-
diskur kosta frá 200 og upp í 300 krónur
fiskréttir 155 til 190 krónur. Margt
girnilegra rétta er á boðstólunum hjá
Zorba grill og má þar til dæmis nefna
djúpsteiktan saltfisk og djúpsteiktan
smokkfisk, sem eru mjög nýstárlegir
réttir fyrir okkur Islendinga.