Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 menningarmá! Ferskur gusturí Tjarnarbæ ■ Stúdentaleikhúsið: SVÍVIRTIR ÁHORFENDUR eftir Peter Handke. Þýðing: Bergljót Kristjánsdóttir. Leik- stjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Sviðsmynd: Haraldur Jónsson. Stúdentaleikhúsið er óðum að hasla sér völl í leiklistarlífinu. Sýningar þcss í vetur hafa að sönnu verið misgóðar en allar kærkomin uppbót á tíðindalítið starf stofnanaleikhúsanna. Og vissulega lék ferskur andblær um Tjarnarbæ 29. desember þegar frumsýnt var þetta verk þýska höfundarins Peters Handke. Þetta er eins konar andleikrit, hefðgrónum formum gefið langt nef. Texti leiksins sem lagður er í munn fjórum leikendum nokkuð jafnt snýst allur um áhorfendur, afstöðu þeirra og ýmis konar grillur og fordóma, tilætlunarsemi þeirra af ýmsu tagi andspænis leikhúsinu. Raddir úr hátalara koma hér einnig við sögu, sviðið nýtt til hins ýtrasta og stundum vaða leikendur yfir hausinn á veslings áhorfendum, í bókstaflegri merkingu. Ekki var það tillæti sýnt að hafa hlé og voru leikendur á fullu rúnta tvo tíma. Textinn verður nokkuð endurtekninga- samur og staglkenndur um skcið, en í lokin var þeytt myndarlegri dembu ó- kvæðisorða yfir salinn, síðan kváðu við æðisgengin fagnaðarlæti úr hátalara. Þegar svo leikhúsgestir komu út í kvöld- fjúkið hafði rauður dregill verið lagður þvert yfir Tjarnargötu og lúðraþeytarar léku álfalög. Sannarlega sérstæð leikhús- ferð og skemmtileg nýbreytni. Svívirtir áhorfendur er andleikrit, sagði ég. I leikskrá er birt grcin eftir höfundinn. „Éger íbúi fílabeinsturns-’ ins“, eins konar stefnuyfirlýsing nokkuð þvælin, þar sem hófundur lýsir andúð sinni á stirðnuðum formum leikhússins, klisjum hefðarinnar. Þá er hér að finna fróðlega grein um höfund eftir Sigurð Pálsson. Handke á að baki fjölbreyttan feril, liðlega fertugur maður, hefursam- ið fjölda leikrita og skáldsagna. Eitt þekktasta leikrit hans er Kaspar sem sýnt var hér í Þjóðleikhúsinu 1976, en ekki sá ég þá sýningu. Handke hefur verið afar herskár höfundur og tók þá skáldakynslóð sem reis á legg í stríðslok- in óvægilega til bæna í þann mund sem verið var að sviðsetja Svívirta áhorfend- ur í Frankfurt 1966. „Allt fram á þennan dag hafa dogmatískir brechtistar haft horn í síðu Handkes", segir Sigurður Pálsson. Engu að síðtir er lcikskáld- skapur Handkes óhugsandi án Brechts. Leikrit eins og Svívirtir alioirl'endur er í senn framhald þeirrar stefnu scm •Brecht hóf til áhrifa og andóf gegn hcnni. Einungis gengur Handke mun lengra í róttækni því hann lýsir hér vantrausti á leikformið sjálft, sprengir það í loft upp svo ekkert stendur eftir. í þá átt sem hér er mörkuð liggur raunar cngin leið: af þessari stefnu sprettur ekkert nema afneitun listarinnar. Engu að síður eru verk af þessu tagi þarfleg til að hrista upp í stirðnuðum formum, læða að mönnum efasemdum um hlut- verk og tilgang þeirrar listrænu blekking- ar sem leihúsin standa fyrir innan fjög- urra vcggja sinna. Texta leiksins hef ég ekki séð fyrir mér, aðeins heyrt hann einu sinni. Ekki var annað að heyra en þýðing Bergljótar Kristjánsdóttur væri lipur vel. Þar sem slaknaði á spennunni getur það eins verið höfundarins sök. Texti af þessu tagi byggist gjörsamlega á hugkvæmni, færni til að velta hugmyndum á hvolf, snúa þeim á ýmsar hliðar, toga þær sundur, spinna úr þeim þráð sem svo sveigist í ólíklegustu áttir. Til slíkrar orðlistar þarf mikla kunnáttu, og mér virtist textinn í búningi Bergljótar ætíð lifandi í meðförum leikaranna. Kristín Jóhannesdóttir er einn okkar ungu, velmenntuðu leikhúsmanna. Hún Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist Sérleyfisleið laus til umsóknar Sérleyfisleiðin Neskaupstaður-Eskifjörður-Reyð- arfjörður-Egilsstaðir er laus til umsóknar. Umsóknir skulu sendar umferðarmáladeild, Um- ferðarmiðstöðinni, Reykjavík fyrir 20. janúar 1984. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um bifreiðakost umsækjanda. Skipulagsnefnd fólksflutninga Umferðarmáladeild sýndi í kvikmynd sinni Á hjara veraldar hversu næmt auga hún hefur, og það leynir sér ekki - heldur hér. Umgerð sýningarinnar er vönduð og notkur. sviðsins, staðsetningar, búningar, hreyf- ingar leikenda, meðferð leikhljóða, radda af segulbandi: allt var þetta fágað og örugglega skipað í heild þar sem hver þáttur studdi annan en enginn yfir- skyggði annan eins og stundum vill verða. Verður fróðlegt að fylgjast með Kristínu í framtíðinni, hvort sem hún starfar að kvikmyndum eða í leikhúsi. ' Leikendurnir fjórir eru Andrés Sigur- ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun ’ PRENTSMIÐJAN édddi Ct HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 vinsson, Edda Arnljótsdóttir, Soffía Karlsdóttir og Stefán Jónsson. Öll komu þau vel fyrir og skiluðu sínu af þrótti. Andrés er fagmaður og ræður því yfir mestri kunnáttu, í sviðsframkomu og raddbeitingu. Hann hefur til þessa eink- um leikstýrt á vegum Stúdentaleikhúss- ins. Raddir úr hátala eru Einar Már Sigurðsson og Jóhanna Sveinsdóttir. Þöglir leikendur eru Ásta Arnardóttir, Harpa Arnardóttir og Sólveig Halldórs- dóttir. Allir leystu sín hlutverk við sýninguna vel af hendi undir öruggri leiðsögn leikstjórans. Sýning af þessu tagi, með mörgu lítt vönu og skóluðu fólki, á mest undir slíkri forustu og hennar hefur Stúdentaleikhúsið notið nú sem fyrr. Við óskum því góðs gengis á nýju ári. n.ision iii TRAKTORKEÐJUR Vandaðar traktor- keðjur á flestar gerðir traktora fyrir- liggjandi — Hagstætt verð Kvikmyndir ARMÚLATl SlMI B15QO CNDURSKOÐUN OG RCIKNINGSSKIL SF Hér með tilkynnist að við höfum opnað nýja endurskoðunarstofu Veitt verður öll þjónusta á sviði endurskoðunar og reikningsskila. <zr CNDURSKOÐUN OG RCIKNINGSSKIL SF LFIUGflVEGUR 18 I0l R6VKJRVIK SIMI 9127888 NNR 2133 8362 LOGGILTIR CNDURSKODCNDUR €RNR 8RVNDÍS H8LLDÓRSDÓTTIR GUÐMUNDUfl FRIÐRIB SIGUflÐSSON JÓNflTflN ÓlflFSSON Slmi 78900 SALUR 1 Jólamyndin 1983 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei SEAN CONNERY JAMES BONDOO? Hinn raunverulegi James bond er mættur aftur til leiks I hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grín i há- marki. Spectra með erkióvininn Blofeld verður að stöðva, og hver getur það nema James Bond. Eng- in Bond mynd hefur slegið eins rækilega í gegn við opnun i Banda- rikjunum eins og Never say never again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, ian Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin í Dolby Sterio. Sýnd kl. 3,5.30,9 og 11.25 Hækkað verð. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú alfrægasta grínmynd' sem gerð helur verið. Jungle Book helur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lil Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 3,5 og 7. Sá sigarar sem þorir (Who dares wins) Frábær og jafnframt hörkuspenn- andi stórmynd. Aðalhlutverk: Lewis Collins og Judy Davis. Sýnd kl.9og11.25 SALUR 3 LaTraviata Sýnd kl. 7 Seven Sýnd kl. 5,9.05 og 11. Dvergarnir Hin frábæra Walt Disney mynd Sýnd ki. 3. SALUR4 Zorroog hýra sverðið Sýnd kl. 3,5 og 11. Herra mamma Sýnd kl. 7 og 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.