Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1984, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 7 Ast með afborgunum ■ John Marten í Edinborg hafði sérstakan vasa á fötum sínum, sem hann kallaði „ástar- vasann“. Þessi vasi varviðhjarta hans, og þar geymdi hann „ást- arpeningana“ sína, sem hann svo kallaði. I þennan vasa setti John pen- inga samsvarandi því, að hann hefði boðið með sér dömu, hvort sem var í bíó eða hann fór út að borða, en ungi maðurinn var alltaf einsamall, er hann fór út að skemmta sér. Þannig gekk þetta í fjögur ár, í hvert sinn sem John lyfti sér eitthvað upp, - fékk sér glas á bar, eða fór eitthvað annað út að skemmta sér, þá borgaði hann samsvarandi þeim kostnaði t ástarvasann. Eftir ljögur einmanaleg ár átti Johnny 600 sterlingspund, sem hann hafði safnað í vasann, og þá keypti hann sér farmiða í heimsreisu á skemmtiferðaskipi. - í heintsreisunni kynntist hann stúlku og þau urðu ástfangin og giftu sig. Sjálfur sagði hann, að þaö mætti segja að hann hefði „fengið ástina sína með afborg- unum“... ■ - Ekki vera hræddur, litli andarungi, eg þér neitt. segir Rita, fóstra jagúarins ■ Litli guli andarunginn heitir Alice og er að byrja að sjá sig um í heiminum. Al ice kannekkiað hræðast enn, og því leggur hún ekki á flótta þótt jagúarinn teygi loppuna til hennar. Reyndar hef- ur Alice litla ekki svo mikla ástæðu til ótta, því að jagúarinn, sem heitir Jasmin, ersvo vinalegt og gott dýr, að það er eins og enginn skyldleiki sé milli Jasmin og ættingja hennar í frumskógin- um. Jasmin jagúar og Alice andar- ungi voru til sýnis í Southam- dýragarðinum í Warwickshire í Englandi. Eigandi hans er Ray- mond Graham-Jones. Rita, kona hans, hefur sjálf aliö upp jagúarinn Jasmin, og segir dýrið líkara heimilisketti en villidýri í skógi. T.d. fer hún daglega í göngutúr með Jasmin í bandi um nálægar götur. Rita segir líka að Jasmin sýni andarunganum sér- staklega góðvild, þó af kattaætt- inni sé. .hans rannsakað hjörtu manna sem hefðu látist skyndilega, ým- ist af slysförum eða hefðu dáið skyndilega hjartadauða. Margt athyglisvert hefði komið út úr þessum rannsóknum. svo sem það að hjartað væri mjög við- kvæmt fyrir breytingum á matar- æði. Það yrðu m iklar breytingar á hjartavöðva við það að maður færi í megrun. í því sambandi sagði dr. Sigmundur: „Ef þú ætlar að fara í megrun og lækka líkamsþungann um svona 10 til 15% á tveimur vikum, þá verða mjög áhugaverðar breytingar á hjartanu sjálfu, og það vissum við raunar alls ekki, en það eru hliðstæðar breytingar og verða á hjartanu við mikið streituálag. Þetta eru vísbendingar um það hvað vert væri að skoða síðar, en það eru margar spurningar á þessum vettvangi, sem vert er að . glíma við.“ Aðspurður um hvort þessar rannsóknir væru spennandi verk- efni, svaraði dr. Sigmundur: „Já, ég tel svo vera. Við höfum a.m.k. haft ákaflega mikla ánægju af að glíma við þetta og' ég hef haft mjög gott samstarfs- fólk í þessum rannsóknum. Þær hafa ekki verið unnar af neinum einum manni, heldur samstilltu liði. Samstarfsmenn mínir hér í Raunvísindastofnun Háskólans eru Ágústa Guðmundsdóttir, Edda Benediktsdóttir, Elsa Benediktsdóttir, og Guðrún Skúladóttir. Auk þess höfum við átt ágætt samstarf við læknadeild og þar höfum við notið ómiss- andi aðstoðar prófessors Jónasar Hallgrímssonar, en hann hefur unnið með mér að þessum rann- sóknum í gegnum árin.“ Dr. Sigmundur sagðist hafa skrifað um þessar rannsóknir sínar í fagtímarit að mestu leyti erlendis og auk þess sagðist hann hafa flutt fyrirlestra bæði hér heima og erlendis fyrir ýmsa aðila, svo sem lækna og lyfja- fræðinga. Hann sagðist einnig hafa haft ágæt tækifæri til þess að segja frá rannsóknunum á ýms- um ráðstefnum erlendis. Dr. Sigmundur var að lokum spurður að hverju rannsóknir hans myndu einkum beinast á næstunni og svaraði hann þá: „Við höldum áfram rannsókn- um, einkum á áhrifum streitu á hjartað, og einnig munum við reyna að rækta ýmsar frumu- tegundir úr hjartanu sjálfu og gera athuganir á frumum úr hjartavöðvanum og kransæð- um.“ -AB erlent yfirlit ■ RÉTT fyrir áramótin gerði herinn í Nígeríu stjórnarbylt- ingu. Byltingin virðist hafa tekizt og farið friðsamlega fram. Svo virðist, að það hafi veríð Muhammed Buhari hershöfð- ingi, sem gekkst fyrir bylting- unni. Buharierfertuguraðaldri. Hann hefur gegnt áður ýmsum mikilvægum trúnaðarstörfum og þykir hafa reynzt vel. Meðal annars var hann olíumálaráð- herra í stjórn Olusegun Obas- anjo, sem var forseti herstjórnar- innar, sem fór með völd á árunum 1976-1979. Byltinguna hefur Buhari rétt- lætt með því, að tilgangur hennar sé að uppræta spillingu, sem hafi verið orðin mikil, og að rétta við fjárhag landsins, sem sé að hruni kominn. Hvort tveggja er þetta rétt, en spurningin er sú, hvort hinni nýju stjórn takist betur en fyrirrennurum hennar. Enn er ekki nánar vitað um Mj| A ■ Obasanjo var forseti, þegar Buhari var olíumálaráðherra. Nígería er áhrifamesta ríki hlökkumanna í Afríku Bylting þar er því sögulegur atburður stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í innanlandsmálum eða utan- landsmálum. Hún hefur þó lýst yfir því, að staðið verði við allar skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum. Ékki er vitað, þegar þetta er ritað, hvar Shagari, sem var kjörinn forseti 1979 og endur- kosinn á síðasta ári, er niður- kominn. Hann þótti ekki að- gerðamikill forseti og hefur efna- hagsástandið versnað í stjórnar- tíð hans, en að ýmsu leyti er þó óviðráðanlegum orsökum um að kenna, eins bg þurrkum í stórum hlutum landsins og óhagstæðum olíuviðskiptum Olían hefur séð fyrir um 95% af útflutningstekjum landsins og skapaði mikla velmegun á þeim tíma, þegar olíuverðið var hæst. Þetta kom Nígeríumönnum í koll síðar. NÍGERÍ A er víðlent ríki eða níu sinnum meira að flatarmáli en ísland. Það er fólksflesta ríki Afríku. í skýrslum er íbúatalan mjög á reiki, en oftast talin frá 85-95 milljónir. Fólksfjölgun hefur verið ör og er því spáð, að skammt líði þangað til hún kemst yfir 100 mijlljónir. Margir þjóðflokkar búa í Níg- eríu. Landið varð fyrst til sem ein stjórnarfarsleg heild undir stjórn Breta um og eftir aldamót- in síðustu,en Bretar byrjuðu að koma þar á nýlenduskipun eftir 1850, er þeir hertóku Lagos og nálæg héruð, en síðan færðu þeir veldi sitt út hægt og bítandi. Sameining hinna ýmsu lands- hluta og þjóðflokka byggðist ekki á neinum eðlilegum for- sendum öðrum en þeim, að Bret- um fannst þetta fyrirkomulag henta sér. Því var eðlilegt að sambúðin gengi misjafnlega eftir að Níger- íumenn fóru að fara einir með öll sín mál, en Nígería hlaut fullt sjálfstæði 1960. Áður höfðu ver- ið þar þrjú heimastjórnarríki undir forustu Breta. Heimastjórnarríkin höfðu verið miðuð við þrjá stærstu þjóðflokka landsins. í norðri voru það Hausar, sem eru lang- fjölmennasti þjóðflokkurinn, í suðaustri Jarubar, þarsem Lagos er, og í suðvestri íbóar. Norðan- menn eru yfirleitt múhameðs- trúar, en sunnanmenn kristinnar trúar. Á nýlendutímanum voru íbó- ar einna fyrstir af þjóðflokkun- um að tileinka sér vestræna menningu, einkum í verklegum Shagari hefur verið sviptur völdum. efnum. Þetta átti sinn þátt í því að þeir gerðu kröfu til meira sjálfstæðis eftir að Nígería var sameinuð undir eina stjóm: Þetta varð orsök Biafra-styrjald- arinnar á árunum 1966-1969, þegar íbóar stofnuðu sjálfstætt ríki, Biafra. Stríði þessu lauk með ósigri íbóa og leið Biafraríki þá undir lok. Á ýmsu hefur oltið með stjórn- arfar í Nígeríu síðan landið varð sjálfstætt 1960. Þá fóru fram lýðræðislegar kosningar. Þá náði norðanmaður, Tafawa Balcwa, kosningu sem forsætisráðherra, en Bretadrottning var þá enn þjóðhöfðingi ríkisins. Það breyttist 1963, er Nígería var gerð að lýðveldi. Balewa var kosinn forseti 1964, en tæpum tveimur árum síðar var hann. myrtur af uppreisnarmönnum í hernum, sem tóku völdin í sínar hendur undir forustu Irohsi hers- höfðingja, sem tók sér forseta- nafnbót. Ironsi naut valdanna ekki lengi, því að hann var myrtur skömmu síðar. Þá tók við for- setatigninni Gowon hershöfð- ingi, sem ekkert hafði verið við Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ittm morðið á Ironsi riðinn. Hann var forseti mcðan á Biafrastríðinu stóð og þótti að ýmsu leyti reyn- ast dugandi stjórnandi. Gowon hafði lýst yfir því, að hann ætlaði sér ekki að vera forseti lengi og markmið hans væri að endurrcisa lýðræðis- stjórn. Þegar Gowon frestaði hins vegar auglýstum kosningum 1974, fóru ýmsir að verða von- daufir um þessa fyrirætlun hans. Hann bar því hins vegar við, að það hefði rcynzt erfiðara að semja réttar kjörskrár en gert hefði verið ráð fyrir og stafaði frestunin af því. Nokkrir hershöfðingjar undir forustu Rufai Mohammed hers- höfðingja sættu sig ekki við þessa skýringu og viku Gowon úr em- bætti sumarið 1975, þegar hann var staddur í Bretlandi. Moham- med tók sér forsetavald, en var myrtur skömmu síðar. Þá varð Olusegun Obasanjo forseti og stóð hann við það fyrirheit sitt að efna til kosninga og sjá um lögmæta framkvæmd þeirra. Obasanjo stóð einnig við það loforð sitt að láta af völdum nær strax að kosningum loknum. í kosningunum 1979 var Shagari kosinn forseti, eins og áður segir. HINN NÝI forseti Nígeríu, Mohammed Buhari, var olíu- málaráðherra í stjórn Obasanjos og þótti reynast allvel, enda lék þá flest í lyndi í þeim efnum. Síðan hefur snúizt á ógæfuhlið og það meðal annars leitt til þess, að í fyrra voru milljónir Ghanamanna reknir frá Nígeríu með harðri hendi. Þeir höfðu komið til Nígeríu meðan vel- gengnin var þar mest vegna olíugróðans og framkvæmdir gíf- urlegar á öllum sviðum. Óhagó stæð olíuviðskipti hafa valdið gífurlegum samdrætti og at- vinnuleysi. Undanfarið hefur staðið yfir deila milli þingsins og Shagari forseta um afstöðuna til OPEC- samtaka helztu olíuríkja. Þingið hefur viljað að Nígería gengi úr samtökunum og hefði frjálsar 1 hendur um framleiðslu og sölu. Forsetinn hefur verið því mót- fallinn. Ef til vill hefur þessi ágreiningur leitt til byltingarinn- ar. Þar sem Nígería er langfjöl- mennasta Afríkuríkið, getur. traust ríkisstjórn þar ráðið miklu um gang mála í Afríku. Þess vegna vekur stjórnarbylting þar meiri athygli en í öðrum ríkjum Afríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.